Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 40
52 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Ferdamál DV Svipmynd frá Amsterdam. AMSTERDAM menningarborg Evrópu 1987 Stærsta borg Hollands, Amsterdam, er þekkt fyrir margt en nú beinast augu manna m.a. aö borginni vegna þess aö í ár er hún menningarborg E vrópu. Evrópuráðið velur árlega einhverja borg sem hlýtur - þetta sæmdarheiti og þetta árið hefur Amsterdam baðað sig í menningarljós- inu sterkar en áður. Menningararfleifðin er mikil í Amsterdam, lista- söfnin víðfræg með verkum eftir m.a. meistar- ana Rembrandt og Van Gogh. Gróska í menningarlífinu er mikil Yfir íjörutíu listasöfn eru í borginni og merkast verður að telja ríkislista- safnið, Rijksmuseum. Leikhús og tónleikahaliir í borginni eru rúmlega fimmtíu talsins. Nú, fyrri hluta nóv- embermánaðar, stendur yfir alþjóð- leg hátíð leikhúsa í Amsterdam með fjölbreyttari sýningum í leikhúsun- um en venjuiega. Áætlaö var í upphafi árs að fjórtán þúsund sýn- ingar á menningarsviðinu færu fram á þessu ári. Amsterdam er af mörgum nefnd demantaborgin vegna þess að slípun demanta og kaup og sala þessara dýrgripa er mikil þar. i hugum ann- arra er hún safnaborgin. Sumir kalla borgina Feneyjar norðursins vegna síkjanna hundrað og sextíu sem eru í borginni. Á þeim sigla ekki gondól- ar heldur bátar af ýmsum stærðum. Brýr borgarinnar eru eitt þúsimd og eitt hundrað, að sögn þeirra sem gerst þekkja. Átylla á Damtorgi Sá einn sem lengi dvelur í borginni getur upplifað allt sem þar er í boði en ferðalangur, sem dvelur þar í nokkra daga, verður að skipuleggja tíma sinn vel ætli hann að tæpa á því helsta. Fyrir utan söfnin eru svo Arnarflug og KLM - Til yfir 130 borga í 77 löndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.