Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Side 43
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 55 Ferðamál Landnám ferðafólks Seinni tíma landnám hefst svo í Þórsmörk þegar feröafólk fer aö leggja leiö sína þangaö inn eftír. Fyrstu árin var farið á hestum, ann- aðhvort frá Stóru-Mörk eða úr Fljóts- hlíðinni, og þóttu slík feröalög mikiö ævintýri og eftirminnileg. Þaö er síö- an upp úr 1940, þegar sterkir bílar meö drif á öllum hjólum koma til sögunnar, aö feröir fara aö aukast í Þórsmörk. Fyrstu árin gistu menn eingöngu í tjöldum en 1954 hefst Ferðafélag íslands handa um aö reisa aUmyndarlegt sæluhús í Langadai og meö tilkomu þess gjörbreyttist öll aðstaða til lengri dvalar í Þórsmörk. Sæluhúsið, sem nefnt er Skagfjörös- skáli, eftir Kristjáni Ó. Skagfjörö, sem lengi var stjómarmaöur og framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, hefur tekið miklum breytingum frá sinni upphaflegu mynd. ÖU aðstaða til móttöku ferðamanna hefur sömuleiðis gjörbreyst og fylgt eftir kröfum tímans um nútímaþæg- indi. Síöan 1955 hefur Ferðafélagiö haft. gæslumenn á staðnum, nú á seinni árum allt að flmm mánuöi ársins og má segja aö þar með sé búseta aftur orðin að raunveruleika í Þórsmörk, þó svo að ekki sé búiö með kvikfénað. Seinna komu svo hús í Húsadal, Austurleið á þau, og hús í Goðalandi í Básum og eru þau í eigu Útivistar. í hugum ferðamanna er aUt landiö, frá Gýgjökli og Jökulsánni inn á Mýrdalsjökul, frá undirhlíðum Eyja- íjallajökuls að Markarfljótí, nefnt Þórsmörk, þó svo að allmörg ömefni séu á þessum slóðum, svo sem Steinsholt, Stakkholt, Goðaland, Teigstungur, Múlatungur og miklu fleiri. Sveigtafþjóðveginum Þegar haldið er í Þórsmörk er sveigt af þjóðvegi númer eitt þegar komið er yfir brúna á Markariljótí, þar er skilti sem á stendur eitthvað á þessa leið: Þórsmörk 25 km. Liggur nú leiðin eftír malareyrum fyrir neð- an tún á Merkurbæjum og inn með undirhlíðum Eyjafjallajökuls. Þegar komið er inn fyrir túnið á Stóru- Mörk blasir NauthúsagUið við, þangað sótti Guðbjörg í Múlakotí fyrstu vísana að reyniviðartrjánum sem settu mikinn svip á hennar fagra trjágarð. Leiðin inn Langanesið er auðfarin, þó geta ár og lækir grafið sig niður og myndað háa bakka sem torvelda umferð. Jökulsárnar sem fara þarf yfir eru, taldar frá byggð: Jökulsá, Steinsholtsá, Hvanná og Krossá, sem er oftast sýnu versta torfæran. Allar em þessar ár vara- samar og þarf að sýna aðgát þegar ekið er yfir þær. Ferðafélag íslands hefur sett göngubrýr á Krossá og Hvanná tíl að auðvelda mönnum að komast í Langadal. Krossárbrúin er allmikið mannvirki, sem byggt var 1986, en brúin á Hvanná er einfaldari og tekin af yfir veturinn. Helstu gönguleiðir Flestír sem koma í Þórsmörk leggja leið sína á Valahnjúk sem er 458 m hár. „Víða sér af Valahnjúk" segir í ljóði eftír Gest Guðflnnsson og eru það orð að sönnu. Þar er útsýnisskífa, sem Ferðafé- lagið setti upp 1970 til nota fyrir þá sem vilja átta sig á örnefnum. Skemmtílegt er að leggja leið sína niður í Húsadal og út með Merkur- rananum. Norðanmegin á rananum er að finna leifar af Þuríðarstöðum, að vísu mjög ógreinilegar. Sömuieiðis er sjálfsagt að líta á Sóttarhelli í leiöinni. Margir ganga inn í Stóra-Enda, annaðhvort eftír Krossáreymm eða upp úr Slyppugili og eftir hryggnum að Tindfjöllum. í Stóra-Enda er allmikill steinbogi, sem sjálfsagt er að skoða. Góð dagsganga er inn að Krossár- jökli og Tungnakvíslarjökli og inn í Teigstungur. Ganga á Réttarfelliö, Útigönguhöfða eða Heiðarhornið er fyrir þá sporléttu eða þá sem hafa góðan tíma. Af Heiöarhorninu er svo hægt að halda áfram yfir Fimm- vörðuháls niður að Skógum og er þessi leið mikið farin á sumrin. Segja má að gönguleiöir í Þórsmörk og nágrenni séu óendanlegar, bæði langar og stuttar. Allir geta fundið eitthvaö við sitt hæfi. Þar er hægt að vera einn með sjálfum sér og öðl- ast hlutdeild í náttúrunni, þar er líka hægt að blanda geði við gott fólk og njóta hvíldar í fögru umhverfi því Þórsmörkin er svo sannarlega ein af perlum íslands. Skagfjörðsskálinn í Langadal. Mynd: Guömundur Einarsson Krossárbrúin sem byggð var i fyrra. Mynd: Helga Garðarsdóttir Crowne Plaza Atlantik hefur gert samning við þetta stórglæsilega fimm stjörnu hótel í hjarta Hamborgar, við Aussenalster vatnið. Hótelið var opnað í sumar og býður uppá 200 herbergi. Stórkostleg aðstaða er til heilsuræktar og skemmtana. Má nefna sundlaug, nuddpotta, gufuböð, sólbekki, veitingasali, krá og kokteilbar. Flogið er með Arnarflugi sem nú hefur aukið rými í vélum sínum, farþegum til þæginda. Hamborg iðar af mannlífi, menningu og skemmtunum. Ekki hika lengur Skelltu þér til Hamborgar Verð á mann í 2ja manna herbergi m/flugi kr. 22.570.- 3 nætur. Innifalið í verðinu er morgunverður af glæsilegu hlaðborði. mwtiK Ferðaskrifstofa. Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstig 1 simar 28388 og 28580 Fimm sinnum í viku lil Amsterdam - Og þaðan með KLM til yfir 130 borga í 76 löndum í 6 heimsátfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.