Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
9
Frúin til hægri á myndinni var búin að fyila köríuna af næríötum, sokkum
og öðrum varningi en slíkar vörur er hægt að (á í stórverslunum í Glasgow
fyrir einn þriðja af því sem þær kostar í Reykjavík.
Ulpa sem þessi kostar um eitt þúsund krónur íslenskar. Það þætti ekki
mikið hér á landi svo vonlegt er að sumir gleymi sér í verslunum.
nefndar, er óvandaöur fatnaður úr
gerviefnum. Þessi fatnaður kostar
líka aðeins brot af því sem hægt
væri að kaupa hann á hér á landi.
Hins vegar eru verslanir í Glasgow
sem selja vandaðri fatnað, bæði
breskan og frá öðrum löndum. Þarna
má sjá mörg merki sem þekkt eru í
tískubúðum hér á landi. Sá fatnaður
er einnig ódýrari í Glasgow en í
Reykjavík. Þannig geta kaupmenn
ekki alhæft neitt i þeim efnum. Okk-
ur var tjáð að algengt væri að
kaupmenn frá íslandi kæmu til Glas-
gow og keyptu ódýra kjóla, fylltu
töskurnar og færu heim eins og aðrir
farþegar og seldu sömu kjólana þre-
falt dýrari á íslandi. Einn verslana-
eigandi kemur víst oft og býður
vinkonum með, gegn því skilyrði að
þær taki töskur með varningi til
baka.
Gott að versla fyrir eldri konur
Margar eldri konur versla í svo-
kölluðum magasínum, Marks og
Spencer, Littlewoods og C&A og fá
þar mjög ódýran fatnað. Fatnaður
með vörum frá þessum fyrirtækjum
er einnig fáanlegur hér á landi en
talsvert dýrari eftir því sem okkur
var sagt.
Ung kona, sem viö hittum, sagðist
ekkert finna af fatnaði fyrir sig en
hún skildi vel eldri konurnar því
mjög margt væri fyrir þær í verslun-
unum. Flestar mæður ungra barna í
ferðinni sögðust hafa verslað mjög
mikið í Mothercare en þar væri
barnafatnaðurinn nær gefinn. Þess
má geta að þessi verslun var hér á
landi á tímabili en var lögð niður,
sennilega vegna þess að hún hefur
ekki gengið nógu vel. Hins vegar er
tískufatnaður á börn nær óþekktur
í Glasgow og þær fáu verslanir, sem
hafa innflutt vönduð fót á börn, selja
hann mjög dýrt.
Tala íslensku við Skotana
En það er ekki einungis keyptur
fatnaður. Leikföng eru vinsæl, raf-
magnsvörur, skór og ein frúin var
búin að kaupa sér gluggatjöld. Af
skiljanlegum ástæðum brosa kaup-
menn í verslunum í Glasgow breitt
yfir allri þessari aukasölu sem fer
yfir hafið á meðan kollegarnir á
Laugaveginum kvarta yfir sölu-
tregðu. Meira að segja hafa sumir
þeirra lagt það á sig að reyna að
skilja íslensku því íslensku frúrnar
reyna ekki að stauta á móðurmáli
Skotanna. Að því varð blaðamaður
DV vitni í einni stórversluninni. ís-
lenska er því orðin algengt mál í
verslunum í Glasgow.
Á hitt ber að líta að hver farþegi
má hafa með sér yfir hafið 20 kíló
og hvert umframkíló er dýrt. Mjög
margir farþegar á leið heim frá Glas-
gow lenda í því aö borga yfirvigt og
þá er ekki víst að hagnaðurinn verði
mikill.
Rúmt eitt prósent þjóðarinnar
Á síðasta ári fór yfir eitt prósent
þjóðarinnar í verslunarferð til Glas-
gow í nóvembermánuði. Það jafn-
gildir þvi að 560 þúsund Skotar færu
utan í verslunarferðir á einum mán-
uði. í ár fara enn fleiri því Flugleiðir
hafa bætt við aukaferðum. Þrjár
ferðir eru farnar í áætlunarflugi á
þriðjudögum,fimmtudögum og laug-
ardögum. Á laugardögum fer
aukaþota full af kaupglöðum íslend-
ingum og vélin býður á meðan
landinn gengur á milli verslana, til
þriðjudags, er hún fer heim yfir-
hlaðin af skoskum varningi og
leöurklæddum íslendingum. Auk
þess fer Færeyjafokkerinn yfir til
Glasgow á mánudögum. Alls eru því
farnar fimm ferðir í viku til Glasgow
og allt uppselt til jóla. Þaö er ljóst
að íslenskir kaupmenn tapa gífur-
legri jólasölu og ríkið tapar einnig
sínum skammti. Kaupmannasam-
tökin segja að 200 milljónir tapist í
jólaverslun erlendis í ár og er þá
miðað vfö að hver maöur versli fyrir
40 þúsund krónur. Sennilega er ekki
fjarri lagi að bæta einhverjum millj-
ónum við þessar 200 því margir
versla fyrir vini og vandamenn í leið-
inni. Það er því óhætt að fullyrða að
þeir verða margir, landsmenuirnir
sem taka upp jólagjafir frá útlöndum
í ár.
-ELA/JSS
n Jeep
EINKAUIVIBOÐ Á ÍSLANDI
1988
Cherokee
Opið laugardag
kl. 13-16
* 25% útborgun
* Eftirstöðvar lánaðar í allt að 2 Vi ár
Ath. Gengi dollars hefur ekki verið betra síðan
1984 en þá varð gengisfelling
Sýningarbfll
á staðnum
EGILL VILHJALMSSON HF.
Smiðjuvegi 4. Kop , s. 7 72 00 - 7 72 02.
Gallabuxur í stöflum
Þegar við gengum á milli verslana
í Glasgow var ósjaldan spurt hvort
við værum íslendingar. Áfgreiðslu-
maöur í gallabuxnaverslun sagði að
þegar íslendingar kæmu keyptu þeir
venjulega stafla af gallabuxum því
sömu gallabuxur væru svo dýrar á
íslandi. Afgreiðslumaður í herrafata-
verslun sagði okkur að um helgar
fylltist verslunin hjá honum af ís-
lendingum. „Það voru alveg rosalega
margir hér um síðustu helgi,“ sagði
hann og brosti út að eyrum. „Þeir
kaupa tvenn og stundum þrenn
jakkaföt." í Glasgow eru tvær göngu-
götur með nánast sömu verslunun-
um. í stórversluninni C&A var okkur
sagt að allt væri að seljast upp af
vörum fyrir jólin í þeirri verslun
C&A sem er rétt við Hospitality Inn
hótehð en þar'búa flestir Islendingar
sem koma til Glasgow.
í verslununum er sett upp jóla-
skraut og jólavörur strax í byrjun
nóvember og jólalög og sálmar
heyröust úr hátalarakerfum búð-
anna. Landarnir fá því heilmikla
jólastemningu í leiðinni og ekki sak-
ar það þegar jólagjafimar eru
keyptar. Hins vegar er aðalverslun-
artími Skotanna að fara í hönd og
má búast við að alla laugardaga til
jóla verði illfært á götum og í versl-
unum í mannþrönginni.
Kaupmenn kræfir
íslensk kona, sem hefur verið bú-
sett í Glasgow um árabil, er hætt að
versla á aðalgötunum í Glasgow eftir
að hún varð fyrir þeirri reynslu í
snyrtivöruverslun að biðja um
ákveðna tegund af kremi en fékk þá
fyrirlestur hjá afgreiðslustúlkunni
um hvaða krem hentuðu best fyrir
íslenska húð. Afgreiðslustúlkan
sagðist vera sérfræðingur í húð
kvennanna sem kæmu frá þessu
kalda landi og fyrir þær dygði ekkert
minna en nokkrar gerðir af kremum
ef þær ætluöu að verjast kuldanum.
Þannig eru margir kaupmenn farn-
ir að notfæra sér kaupæðið. Sérstak-
lega var áberandi hversu kræfir
kaupmenn, sem selja leðurfatnað,
eru orðnir. Flestallir íslendinganna
kaupá leðurfatnað og fara í heim.
Jafnvel konur á áttræðisaldri fara
heim í mittisleöurjökkum. Eftir því
sem okkur var sagt er stundum
svaesin leðurlykt í flugvélunum á leið
til íslands.
Við fréttum af konu sem hafði
keypt sér þijá leðuijakka og nokkur
gullúr fyrir utan margt annað. Þegar
hún var á heimleið óttaðist hún toll-
inn eins og margir aðrir og greip til
þess ráðs að fara í tveimur leðurjökk-
um heim og faldi gullúrin í brjósta-
haldaranum.
Af annarri fréttum við sem hafði
keypt svo mikið af hljómtækjum að
hún státaði af því að geta sett upp
hljómsveit þegar hún kæmi heim.
Það er líka til önnur tegund af ís-
lendingum sem fara til Glasgow, þeir
sem skammast sín fyrir landa sína
og fela sig ef þeir heyra í þeim í versl-
unum. Þannig munu ein hjón hafa
flúið af hótelinu sem þau bjuggu á
vegna þess að of margir íslendingar
voru þar. íslendingar, sem fara til
Glasgow, mega búast við að landar
þeirra séu í hverri verslun enda allir
í sömu erindagjörðum.
Góður og lélegur fatnaöur
íslendingur, sem er búsettur í borg-
inni, sagðist oft hafa heyrt fólk tala
um að það hafi farið í verslun og
keypt þrenn jakkaföt fyrir sömu upp-
hæð og ein kosta heima. „Það er ein
verslun hér sem flestir Islendingar
fara í því þar er hægt að fá herra-
jakkaföt og leðurfatnað á mjög góðu
verði. Hins vegar áttar þetta fólk sig
ekki á því að það er kaupa fjölda-
framleidda vöru sem ekki er hægt
að miða viö dýran fatnað eins og
Hugo Boss eða slík merki en fólki er
mjög tamt að miða kaupin við það
sem er dýrast heima. Hins vegar er
það staðreynd að það er hægt að fá
ágætis herrajakkaföt fyrir 5-7 þús-
und krónur."
Kaupmenn hér heima hafa ósjald-
an látið í ljós að íslendingar fari til
Glasgow og kaupi ruslfatnað. Blaða-
maður DV kannaði sérstaklega í
verslunum hvers konar fatnað þar
er boðið upp á. Margt áf þessum fatn-
aði, sérstaklega í tískubúðunum
Girls, Top Shop, Dorothy Perkins og
Miss Selfridge, svo einhverjar séu