Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
Landvinningar við Tjörnina:
Old síðan byrj að var að
fjórðungur gömlu Tjarnarinnar horfinn
Einu sinni kom gamansömum mönn-
um það ráð í hug að setja „stífelsi“
í Tjörnina og flytja hana upp í Árbæ.
Þar með væri þetta vandamál með
andapollinn hans Ingólfs Arnarson-
ar og aíkomenda hans úr sögunni í
eitt skipti fyrir öll.
Af svo stórtækum áformum hefur
aldrei orðiö en þess í stað hafa Reyk-
víkingar lagst í landvinninga gegn
Tjörninni og sniðið utan af henni á
alla kanta. Fyrir. meira en öld sáu
menn í hillingum íbúðabyggð á þeim
stað þar sem endurnar syntu og ráð-
gerðu að fylla Tjörnina. Meira að
segja barst tilboð í verkið árið 1882.
Þá bauðst múrarameistari í bænum
til aö leysa málið fyrir 7112 krónur
og 50 aura en því var hafnað enda
nóg af ódýrara byggingarlandi.
Kirkjan á tjarnarbakkanum
Á þessum árum mátti sjá Dóm-
kirkjuna í Reykjavík speglast í
Tjörninni á góðviðrisdögum og árið
1870 eða þar um bil málaði Jón Helga-
son biskup fræga miðbæjarmynd
með kirkjuna á tjarnarbakkanum
sem rpiðdepil. Framan við dyr kirkj-
unnar var kálgarður yfirkennarans
við Lærða skólann sem nú heitir
Menntaskólinn í Reykjavík. Garðinn
seldi hann landsjóði undir alþingis-
hús sem reis þar á árunum 1881 til
1882. Þá voru menn ekki stórtækari
í byggingum en svo að garðhola
nægði undir þinghús og þótti mönn-
um samt nóg um. Nú virðist hins
vegar þurfa að leita að stærri kart-
öfluökrum til að koma nýju þinghúsi
fyrir.
Tjörnin var að mestu óbreytt þar
til fyrir hundrað árum. Þá var hafist
handa við aö flytja efni í fyrstu lóðina
sem veitt var úti í Tjörninni. Þá fengu
góðtemplarar leyfi til að reisa sér
samkomuhús tjarnarmegin við Al-
þingishúsið sem reis nánast á tjarn-
arbakkanum. Þegar ísa festi á
Tjörninni haustið 1887 hófu góð-
templarar að aka möl vestan af
Melum og nýttu sér ísinn til að koma
efninu á þann stað þar sem bílastæði
Alþingis er núna.
Ráðhúslóðin
Þetta sama ár - fyrir réttri öld -
fékk Sjómannafélagið Báran leyfi til
að byggja sér samkomuhús í norð-
vesturhorni Tjarnarinnar, á sama
stað og fyrirhugað ráðhús á að rísa.
Gerð var uppfyllirig undir húsið en
nú á að bæta um betur til að koma
ráðhúsinu fyrir.
Nokkrum árum síðar var enn ráð-
ist í landvinninga og á árunum 1896
til 1897 reis Iðnó í norðausturhorninu
og Iðnskólinn þar við hliðina nokkr-
um árum síðar. Þar með var búið að
flnna þrem helstu samkomuhúsum
bæjarins, Bárunni, Gúttó og Iðnó,
stað í Tjörninni.
Næstu árin stóðu Báran og Iðnó
stök í hornúm Tjarnarinnar og á
milli þeirra vogur upp að Gúttó og
þar sem Oddfellowhúsið stendur nú.
Yfir þennan vog stóðu lengi vonir til
að hægt yrði að leggja stræti.
Fljótlega eftir að fyrstu húsin risu
í Tjörninni fóru íbúar við Kirkju-
stræti, sem þá lá næst tjarnarbakk-
anum, á stúfana og vildu koma í veg
fyrir að reist yrðu fleiri hús tjarnar-
megin við götuna. Buðust þeir til að
fylla voginn gegn því að þar yrði
ekki mælt fyrir húsum næstu 13 ár-
in. Að þeim tíma liðnum var komin
ný öld og og nýir tímar. íbúarnir við
Kirkjustrætið björguðu hins vegar
útsýni sínu yfir Tjörnina út öldina
en útséð var um að Alþingishúsið og
Dómkirkjan spegluðust í Tjörninni.
Sumarið 1906 var loks lokið við að
leggja stræti tjarnarmegin við
Kirkjustrætið, nærri tveim árum eft-
ir að ákveðið hafði verið að leggja
götuna. Hún fékk auðvitað nafnið
Vonarstræti og liggur þvert yfir enda
Tjarnarinnar.
Tjörnin bæjarprýði?
Eftir þessa fyrstu atlögu að Tjörn-
inni tóku að heyrast raddir um að
vernda bæri Tjörnina og sú hug-
mynd skaut upp kolíinum að hún
væri bæjarprýði. Áður hafði mönn-
um þótt heldur lítið til hennar koma
enda átti hún sök á því að bæjar-
stæði Ingólfs Arnarsonar var óþarf-
lega votlent. Fugla vildu menn líka
helst meta sem matfóng, í það
minnsta áður er rómantísk skáld á
19. öld tóku að kveða um svanasöng,
og gæsir og endur voru aldrei hátt
skrifaðar í þeim kveðskap.
Árið 1901 boðaði Einar Helgason,
garðyrkjufræðingur og áhugamaður
um fegrun bæjarins, til fundar á
Hótel Islandi og þar samþykktu 30
manns tillögu um að . varðveita
Þannig var umhorfs við enda Tjarnarinnar um 1890. Þá var Alþingishúsið risið fyrir nokkrum árum en Tjörnin var enn að mestu óbreytt.
Tjarnargatan var með þessu sniði lengi fr;
, ■
Þessi mynd var tekin um aldamótin þegar búið var að reisa nokkur hús þar sem endurnar á Tjörninni syntu áður. Hvíta húsið fyrir miðri mynd er Gúttó og Iðnó er til hægri.