Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. 53 Endurbætur og uppbygging í hugum margra hefur þessi iðnaö- arborg verið huhn kolareyk og mengun. Fyrir áratug eða svo var þessi borg alls ekki 1 hópi þeirra glæsilegustu í Évrópu en hún siglir með hraðbyr í það því markvisst er unnið að endurbótum og uppbygg- ingu í borginni. Borgaryfirvöld og einstaklingar hafa lagst á eitt um að gera borgina fegurri, rífa gömul hús og byggja ný og endurbyggja önnur gömul hús. Þar, sem og víða annars staðar í borgum Evrópu, virðist vera hægt að lagfæra gamlar byggingar og byggja nýjar við hlið þeirra gömlu átakalaust og ekki annað aö sjá en að gamli og nýi tíminn „harmoneri" vel saman. Gífurlegt átak hefur veriö gert af hálfu yfirvalda til aö laða ferðamenn tii borgarinnar og hefur það átak skilað miklu. Nýbyggð er sýninga- og ráðstefnu- höllin „Scottish Exhibition and Conference Centre“ sem dregur til sín sýningar og ráðstefnur. Þar er hægt að halda ráðstefnur og fundi, tónleika og íþróttaviðburði í fimm mismunandi stórum sölum. í stærsta salnum héldu Simple Minds tónleika nýlega og voru tíu þúsund manns viðstödd. Tina Turn- er hélt tónleika þama á þessu ári að viðstöddum álíka íjölda. Og á sýning- arsvæðinu er verið að byggja nítján hæða hótel, The Fomm Hotel, sem verður tekið í notkun á næsta ári. Sýningahöllin stendur við ána Clyde og á árbakkanum gegnt sýninga- svæðinu veröur Glasgow Garden Festival haldin á næsta ári og er áætlað að sú sýning laði til sín þús- undir. Mikill undirbúningur er fyrir' þá sýningu, reist hafa verið gróður- hús og þúsundir plantna hafa verið gróöursettar. Sá hugur, sem hefur verið í borg- arbúum við endurreisn Glasgow, er eflaust af ýmsum toga, til dæmis til betra efnahagslífs, en eitt atriði má telja fullvist að skipti miklu máU. Borgin hefur verið tilnefnd menning- arborg Evrópu árið 1990 og að því marki hefur verið unnið sleitulaust í nokkur ár að borgin standi undir nafni og verði í stakk búin til að taka á móti auknum ferðamannastraumi sem þessari útnefningu fylgir. Einkenni íbúanna Flug frá KeflavíkurflugveUi til RenfrewflugvaUar í Glasgow tekur aöeins um tvær klukkustundir og í boði eru hjá ferðaskrifstofunum vikuferðir fyrir rúmar tuttugu þús- und krónur (frá kr. 21.700-26.900) og helgarferðir frá tæpum sextán þús- und krónum. Það er því ekki óeðU- legt að sUkar ferðir freisti vinnu- glaðra íslendinga sem geta notið þjónustu á góðum hótelum og um leið „gert góð kaup“ sem allt að því borga ferðina upp þegar þannig er Utið á dæmið. En við ætlum ekki hér í ferðamáladálki DV að líta á Glas- gow sem verslunarborg, það er gert á öðrum stað í þessu laugardags- blaði, heldur ætlum viö að Uta á aðrar hUðar borgarinnar og einnig að huga að því sem er í næsta ná- grenni við hana. Sagt er um Glasgowbúa, sem eru rúm miiljón talsins, að þeir hafi þrennt til að bera: séu vitrir, fyndnir og hlýir og að þessi blanda geri þá aUsérstaka. Þeir eru góðir heim að sækja en gestkomandi fær það á til- finninguna að það sé samstillt átak allra að taka vel á móti ferðalöngum. Testofa yfir verslun Til að fá góða yfirsýn yfir borgina er ráðlegt að fara upp í Háskólaturn- inn. í háskólahverfmu er Museum & Art GaUery í Kelvingrove-garðinum en þaö Ustasafn var opnað árið 1902. í forsal safnsins eru haldnir tónleik- ar á sunnudagsmorgnum en þar er orgel eitt mikiö og hljómburður góð- ur. Þar er sögusafn Skota, vopn frá bronsöld og verk eldri og yngri meistara. Skotar sýna víöa verk arki- tektsins Charles Rennie Mackintosh og sjá má. verk eftir hann á þessu Ustasafni. Annars er sérstök álma í Hunteriansafninu, sem einnig er á háskólasvæðinu, tileinkuð Mackin- tosh. í Ustaskóla borgarinnar má sjá handbragð listamannsins, svo sem húsgögn o.fl. Og fyrst minnst er á Mackintosh ættu áhugamenn um list hans og verk ekki aö láta hjá líöa aö fá sér tesopa í lítilli testofu við Sauchiehallgötu (nr. 217) sem er að- alverslunargata borgarinnar. í te- stofunni eru Mackintosh-húsgögn og -innréttingar. Testofan er á annarri hæð og þarf að ganga í gegnum versl- im, sem er á götuhæðinni, til að komast í tesopann. Fleira minnir á Mackintosh, t.d. Queens Cross-kirkj- an. Ráðhúsið við hjarta borgarinnar Frá háskólahverfinu Uggur leiðin í hjarta borgarinnar sem er George Square. Viö það torg stendur ráðhús borgarinnar sem er glæsileg bygging og þess virði að skoða hana. Við það torg eru aðrar merkar byggingar, t.d. pósthúsið og styttur af merkisfólki. Iðandi mannlíf er á Georgetorgi allan ársins hring. Á sumrin er blóm- skrúðið mikiö og fjölbreytt og ljósa- skreytingamar við torgið í desember eru víðfrægar. Verslunargötur eru í nálægð torgsins og má nefna Buch- anan Street sem ásamt Sauchiehall Street og Bath Street eru götur sem ferðalangar í verslunarleiðangri leggja leið sína um. í Bath Street eru margar fornminjaverslanir. Burrellsafnið Það getur varla nokkur maður yfir- gefið Glasgowborg kinnroðalaust ef hann hefur látið hjá líða að skoða Burrellsafnið. Sagt er að safnið sé sá staður í borginni sem flestir sækja heim og á fyrsta ári kom þangaö rúmlega ein milljón gesta. Víst er að safnið er stórmerkilegt. Forsaga þess er merkileg, byggingin stórkostleg og siðast en ekki síst eru þeir munir, sem þar eru sýndir, ein- stakir. Þetta merkilega safn var opnað af Bretadrottningu árið 1983. Aðgangseyrir að safninu er enginn og auðvelt er að komast þangað rneð strætisvagni eða lest (u.þ.b. tíu mín- útna akstur í leigubíl). William Burrell sá, sem safnið er kennt við, gaf borgaryfirvöldum í Glasgow safnmuni, um átta þúsund talsins, árið 1944. Gjöfmni fylgdi að byggt yrði yfir munina, helst í ákveð- inni fjarlægð frá borgarkjarnanum, m.a. vegna mengunar. Burrell var fæddur í Glasgow árið 1861 en dó 1958 og kona hans dó þremur árum síðar. Þaö var ekki fyrr en 1967 sem staðsetning var ákveðin en þá fengu borgaryfirvöld að gjöf PoUock-land- areignina rétt utan við Glasgow. Þar er Pollocksafnið sem er einnig skoö- unarvert. Burrellsafniö var lengi í byggingu en síðan hafa milljónir lagt leið sína þangað. Arkitekt safnhúss- ins hefur verið verðlaunaður (Barry Gasson heitir hann) fyrir hönnun hússins. Safnið hefur hlotiö ótal verðlaun á þessum fiórum árum sem liðin eru frá opnun þess. Safnmunir BurreUhjónanna eru ótrúlega fiölbreyttir. Það eru mál- verk, höggmyndir, tréskurður, steind glerlistaverk, blúndur og hús- göng hvaðanæva úr heiminum og frá löngu Uðnum tímum í bland við nú- tímaverk. BurreU var aðeins fiórtán ára gamaU er hann hóf störf við fy rir- tæki fiölskyldunnar sem var skipa- smíðastöð. Um fertugt var hann orðin sterkríkur maður og sigldi um öU heimsins höf og leitaði uppi Ust- muni. Hann safnaöi öllum þessum munum sjálfur og flutti til Glasgow. Ópera og leikhús Menningarlífið er með miklum blóma í Glasgow og borgarbúar eru stoltir yfir Óperunni, leikhúsunum, hljómsveitum og ballet borgarinnar. Sá sem hyggst sækja á þau mið fær örugglega eitthvað við haéfi því frám- boð er fiölbreytt Matsölustaðir eru margir og fiöl- breyttir, margir með austurlensku yfirbragði. Einn matsölustaður, sem hiklaust er hægt að mæla með, heitir Ambassador og státar staðurinn af því að yfirkokkurinn er Spánveiji. Skosku krámar eru víða og mismun- andi. Það er ódýr og góður matur sem framreiddur er á kránum í hádeginu, matur sem einkennist af siðum þjóð- arinnar. Sem dæmi má nefna haggis sem er hakkaður innmatur og bragð- ast álíka og slátur. Ein dæmigerð skosk krá er við Waterloogötu og heitir Admiral. Andrúmið og matur- inn þar ber af öðrum álíka stöðum. Kaffihúsastemning er í Glasgow sem þreyttir ferðalangar í verslunarleið- angri ættu að gefa sér tíma til að ifióta. Ferðamál Margir kastalar eru í nágrenni borgarinnar og fyrir áhugamenn er um mjög auðugan garð að gresja i Skotlandi. Hér er kastali við Loch Lomond-vatn og er hann hótel. Úr nýju sýninga- og ráðstefnuhöllinni í Glasgow, „The Scottish Exhibition and Conference Centre. Nágrenni borgarinnar Borgin hefur upp á margt að bjóða en fleira veröur ekki tíundað hér. Áhugasamur ferðalangur leitar þangað sem hugurinn fer. En vart verður skilið viö þessa skosku borg svo ekki sé minnst aðeins á ferða- möguleikana í nágrenninu. Þá skal fyrst telja höfuðborg Skotlands, Ed- inborg, sem er aðeins í rúmlega eitt hundrað kílómetra fiarlægö. Þá er það vatnið Loch Lomond þar sem boðið er upp á siglingar um vatnið þvert og endilangt og gönguferðir í nágrenninu. í kringum vatnið eru víða svæöi fyrir húsvagna og tjöld fyrir sumarferðamenn. Þangað er um klukkutíma akstur frá Glasgow. Þá eru það Hálöndin með höfuð- borgina Invemess sem stendur við ósa Loch Ness. Þangað er um fiög- , urra tíma akstur. Hálöndunum, með sínum fiölbreytileika, er hiklaust hægt að mæla með. Það er auðvelt og þægilegt að aka um vegi Skotlands og bílaleigubílar eru ekki dýrir. En það tekur smátíma að venjast vinstrihandarumferðinni. Látum við frekari lýsingar á Hálöndum bíða betri tíma. Benda má ferðamönnum, sem dvelja nokkra daga í Glasgow, á kast- ala sem eru víða í nágrenni borgar- innar. Og fyrir sportunnendur býöur Glasgow og nágrenni upp á ýmislegt, til dæmis golfvelli. Það fer ekki á milli mála að Glasgow hefur upp á meira að bjóða en verslunarleið- angra. Hún á að baki langa menning- arsögu sem íbúarnir hafa lagt mikla ** rækt við og vilja kynna hana ferða- löngum. Og þeir leggja einnig mikla rækt við nútímann. -ÞG Italshir spariskór — leðurfóðraðir með leðursóla Svart lakk, kr. 1.950. ★ Svart rúskinn, blátt leður, kr. 1.790. Skóbúðin Snorrabraut 38, sími 14190 Svart leður m/svörtu lakki, kr. 2.290. ★ Svart, brúnt, kr. 2.290. Lipurtá Borgartúm 23, sími 29350 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.