Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Ferðamál DV Jökulfirðimir hrikalegu * ,Inn úr norðanverðu Isaíjarðardjúpi, milli Grænuhlíðar að vest- an og Vébjarnarnúps að austan, gengur stór ogmikillflói. Hann greinist síðan í fimm langa og mjóa firði er skerast inn í hálendi Hornstranda. Flóinn og firðirnir hafa eitt sameiginlegt heiti; Jökulfirðir, og segir nafnið eitt sína sögu. Ohætt mun að full- yrða að umhverfi JökulQarða sé eitt hið hrikalegasta sem fyr- irfinnst hér á landi. Langir og háir hálsar, 400-600 m háir, ganga fram á milli fjarðanna með bröttum hlíðum og hamrabeltum er ná í sjó fram. Undir- lendi er nánast ekkert, aðeins örlitlar ræmuríbotnum Qarðanna eða litlar eyrar sem skaga út í þá. Horft frá Hafnarskarði út Veiðileysufjörð. (Myndin tekin með aðdráttarlinsu) Jólagjafahandbók V E R SI j AN IR! Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 3. desember nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á aö auglýsa í JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Þverholti 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst. í síðasta lagi fimmtudaginn 26. nóv. nk. Á liðnum öldum hefur nokkur byggð verið í Jökulfjörðum, einkum í Hest- eyrar- og Hrafnsfirði, en minni í hinum. Þó munu þeir hafa byggst strax í upphafi íslandsbyggðar sam- kvæmt frásögn Landnámabókar og Fóstbræðrasögu og byggð haldist þar fram á þessa öld. Nú eru Jökulfirðir í eyði og ekkert líf þar að finna nema „dýr merkurinnar, fugla himins og lífverur í söltum sjó“. Á síðari árum hefur straumur feröamanna varið vaxandi um Jök- ulfirði enda búa þeir yfir marg- slungnum töfrum. Greiðfært er göngumönnum um fjarðarbotnana og yfir hálsana milli þeirra og svo er einnig kjörið að sigla á smábát með ströndinni og á milli fjarða. Af hálsunum fæst góð sýn yfir svæðið og margar spumingar vakna þegar gróðurinn er athugaður. Af bát er unnt að skreppa í land þar sem hug- urinn gimist hveiju sinni eða dóla í rólegheitum meðfram landi og viröa fyrir sér umhverfið sem tekur sífelld- um breytingum á langri leið. En nú skulum við huga að hverjum firði fyrir sig. Firðirnir fimm Eins og fyrr sagði em þeir fimm talsins og heita svo talið frá vestri til austurs: Hesteyrarfjörður, Veiði- leysuíjörður, Lónafjörður, Hrafns- fjörður og Leirufjörður sem er þeirra minnstur. Hesteyrarfjörður er um 9 km langur. Við hann vestanverðan stóð þorpið Hesteyri. Þegar flest var bjuggu þar um 80 manns og þá var þar mikið að starfa. Um og eftir síð- ustu aldamót var starfrækt skammt fyrir innan þorpið hvalveiðistöð sem veitti mörgum atvinnu en eftir að hún var lögð niður var þar síldar- stöð. Á styijaldaráranum síðari fór byggðin að dragast saman og árið 1952 flutti síðasti íbúinn burt frá Hesteyri. Eftir standa nokkur íbúð- arhús og minna á horfna tíð. Nokkurt undirlendi er við Hesteyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.