Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 32
(pMtXtlt I • tl.tlt.lt! ■ ,VN • ■ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Handknattleilair unglinga Stórleikur Jasonar dugði ekki til Víkingar Reykjavíkurmeistarar í 3. flokki karla Leikur Fram og Víkings var hörku- spennandi og skemmtilegur eöa eins og annar dómarinn sagöi eftir leik- inn. „Þetta var eins og að dæma leik í fyrstu deildinni." Leikurinn bauö upp á allt sem góður handboltaleikur á að bjóða upp á.spennu, góða mark- vörslu og góðan varnarleik en einnig vel útfærðar sóknir. Framarar byrjuðu þennan leik bet- ur og komust í 3-1. Framarar héldu forustu út allan fyrri hálfleik og var mestur munur í leiknum 9-6, Fröm- urum í viLVikingar náðu að minnka muninn skömmu fyrir leikhlé og var staðan í hálfleik 9-8, Fram í vil. í síð- ari hálfleik byrjuðu Víkingar með boltann og jöfnuðu í fyrsta sinn í leiknum, 9-9. Jafnt var síðan á öllum tölum í síðari hálfleik og hefur ungl- ingasíðan sjaldan séð jafnsterkan varnarleik hjá yngri flokkum í hand- knattleik. Víkingar komust þó í 14-12 en með gífurlegri baráttu náðu anum vel og spiluðu mjög skynsam- lega síðustu fimm mínúturnar og tryggðu sér þar með sigur í leikn- um. Framarar geta engum kennt um tapið nema sjálfum sér, sóknarleik- • Hart barist í mest spennandi úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í ár, Vikingur - FRAM, í 3. flokki karla. Reykjavíkurmeistarar í 3. flokki karia, Víkingur. keppt í 2. og 4. flokki karla og kvenna Keppni í 2. flokki kvenna og 4. flokki karla og kvenna verður spil- uö um næstu helgi og fer þá fram keppni i fyrsta sinni i deildum. Liðum í 2. flokki kvenna hefur verið skipt niður í tvær deildir með sex og sjö liðum. 1. deild kvenna verður spiluð í Vestmannaeyjum og hefst keppni nk. föstudag og verður spilað fram á sunnudag. 2. deild verður síðan spiluð í Vals- húsinu nýja. •Erfitt er að spá fyrir um hvetjir verði deiidameistarar en tejja verður þó líklegt að Reykja- víkurmeistarar Víkings, Stjarnan og Grótta verði í efstu sætunura. í 4. flokki karla er 1. deild spiluð í Digranesi, 2. deild að Varmá, 3. deild á Seltjarnamesi og 4. deild í Hveragerði. Telja verður Vals- menn sigurstranglega í 1. deild en önnur lið geta þó hæglega sett strik í reikninginn. Keppni í 2. deild um sæti í 1. deild verður ömgglega jöfn og spennandi. í Keflavík fer fram keppni í 1. deild í 4. flokki kvenna, 2. og 3. deild verður spiluð í Laugardals- höll og veröur spilað á tveimur völlum samtímis. Umsjónaraðilum vfljum við benda á að taka saman úrslit leikja, röð liða að keppni lokinni og einnig væri það til mikilla hagsbóta sæju þeir sér fært að taka sarnan helstu marakaskorara þannig að hægt sé að birta lista yfir markahæstu menn yngri flokka hér á unglinga- síðunni. KR Reykjavíkurmeistari Leikur KR og Víkings var stór- skemmtilegur á að horfa því leikgleði og barátta var í fyrirrúmi og var þaö alveg ljóst að bæði liðin ætluðu sér sigur. KR-ingar voru þó sterkari í byrjun og komust í 8-6 og munaði þó mestu um stórleik fyrirliðans Atla Knúts- sonar og Daða Ingólfssonar. Tveggja til þriggja marka sigur hélst út leik- inn og sigruðu KR-ingar, 12-9. KR-ingar spiluðu þennan leik mjög vel og skynsamlega. Þeir eru því vel að því komnir að bera sæmdarheitið besta handboltalið í Reykjavík í 5. aldursflokki karla. Víkingar spiluðu - í 5 flokki karla oft mjög vel í leiknum en leikur liðs- ins riðlaðist töluvert við það að Björn Arnarson fyrirliði þeirra var tekinn úr umferð mestallan leikinn. Sigurð- ur Sigurðsson spilaði þó mjög vel og var bestur í liði Víkings að öðrum ólöstuðum. Gleði KR-inga var gífurleg að leik loknum og dönsuðu þeir villtan stríðsdans á fjölum Laugardalshall-^ arinnar. Flest mörk fyrir KR gerðu Atli Knútsson 4 og Daði Ingólfsson sem skoraði 3 mörk. Hjá VÍkingi var Sig- urður Sigurðsson markahæstur með 5 mörk og Björn Arnarson með 2 Framarar að jafna leikinn og var jöfnunarmarkið skorað úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Fram- lenging var því staðreynd. Víkingar komu geysilega ákveðnir í framlenginguna og náðu forustunni strax og virtust Framararnir ekki almennilega með á nótunum. Þegar framlengingin var hálfnuð höfðu Víkingar náð tveggja marka forustu, 17-15. Víkingarnir héldu síðan bolt- urinn var oft á tíðum mjög óagaður og virtust margir leikmenn kæru- lausir í skotum sínum. Einn leikmað- ur bar þó höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum og var það Ja- son Ólafsson en hann skoraði -12 mörk í leiknum. Hjá Víkingum ' var Ingimundur Helgason markahæstur með 5 mörk og Sigurður Sighvatsson og Ingi Þ.- Guðmundsson með 4 mörk hvor. mörk. í báðum þessum liðum er að finna stórefnilega handknattleiksmenn sem vafalaust eiga eftir að gera garð- inn frægan í framtíðinni. Það setti leiðinlegan svip á þennan leik að HKRR skyldi ekki sjá sóma sinn í því að láta spila á löglega stærð af mörkum. Þessi aldursflokkur er vanur að spila á mörk þar sem sláin hefur verið færð neðar. Þetta er HKRR til háborinnar skammar því þetta er annað árið í röð þar sem þetta skeður en vonandi sér ráðið sóma sinn í því að láta þetta ekki koma fyrir aftur. • Halla Maria Helgadóttir, fyrirliði Víkings í 2. flokki kvenna, tekur á móti sigurlaununum. Víkingur Reykj avíkurmeistari - úrslit samkvæmt bókinni í 2. flokki kvenna • Sterk vörn KR gegn vikingi I b. iiokki karia. Leikur Víkings og KR í 2. flokki kvenna var leikur kattarins að mús- inni enda ekki nema von þar sem KR mætti með dauðþreytt lið til keppni. Ástæðan var sú að lið KR var skipað sömu stelphm og leika í þriðja aldursflokki sem spilað höfðu stuttu áður. Víkingsliðið er mjög gott. Það hefur sterka vörn og góða markvörslu, einnig býr liðið yfir sterkum hraða- upphlaupum sem það beitti óspart í leiknum. Eins Qg áður sagði yar leikurinn mjög ójafn og var staðan í hálfleik 9 -A. Leikurinn endaði síðan 25-7 fyrir Víking. Markahæstu leikmenn Víkings voru Heiða Erlingsdóttir 9, Halla M. Helgadóttir 6 og Erna Aðalsteins- dóttir 4. Hjá KR voru Sigurlaug Benediktsdóttir og Sigríður F. Páls- dóttir markahæstar með 2 mörk hvor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.