Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 28
Sérstæð sakamál Lagleg eftirsótt Staðurinn þar sem líkið fannst. LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Sabine Flötzinger var sautján ára vestur-þýsk stúlka og átti heima í Regensburg. Þann 17. janúar 1984 kom hún ekki í skólann og heldur ekki heim til sín til þess að snæða hádegismat að honum loknum. Þó fóru foreldrar hennar, Martin og Hannelore Flötzinger, ekki að óttast um hana fyrr en líða tók á daginn. Þau voru nútímafólk og htu á dóttur sína sem fullorðna manneskju. Létu hana njóta frelsis Af því þau litu ekki lengur á hana sem barn létu Martin og Hannelore Flötzinger Sabine njóta frelsis í einkamálum sínum. Þó þótti þeim afar vænt um hana. Og þegar Sabine var ekki komin heim klukkan þrjú síödegis fóru foreldamir aö hringja til vina hennar og skólafélaga til þess aö vita hvort hún væri hjá einhverj- um þeirra þennan frostkalda janúar- dag. Enginn vissi neitt um hana og þá fóru hjónin út að leita. Þau gengu Íeiðina sem Sabine fór í skólann og þegar dimma tók héldu þau í félags- heimilið þar sem unglingaklúbbur- inn var til húsa. Ekki þar Sabine reyndist ekki vera í ungl- ingaklúbbnum og vinur hennar, Theodor Habereder, tvítugur piltur sem hafði verið með henni lengi og sumir töldu að hún myndi giftast, sagðist ekkert um hana vita. Theodor Habereder hafði þá nýlega verið kjörinn formaður klúbbsins. Er honum var sagt að Sabine væri saknað bauðst hann til þess að hjálpa til viö að leita að henni og fékk nokkra af unglingunum í klúbbnum til þess að aðstoða við leitina. Var nú farið á nokkra dansstaði og í veit- ingahús þar sem talið var að hún gæti verið. En leitin á þessum stöðum bar heldur engan árangur. Leitaðtil lögreglunnar Nokkru efitir miðnætti kom Theod- Theodor Habereder. or Habereder á heimili Flötzinger- hjónanna. Var hann þá kaldur, fölur og óstyrkur og sagðist engar fréttir hafa af Sabine. Enginn virtist hafa séð hana síðan um morguninn. Þá höfðu einhverjir skólafélaga hennar séð hana en hún hafði aldrei í skól- ann komið og hafði kennarinn skráð hana fjarverandi. Theodor sagði að réttast væri fyrir þau hjón að leita til lögreglunnar og biðja hana um að láta halda áfram leitinni. Það gæti hann ekki gert því nánustu ættingjar yrðu alltaf að til- kynna mannshvörf. Martin og Hannelore Flötzinger fóru nú á lögreglustöðina og tók nú lögreglan við máhnu. Rannsókn hefst Skólasystkin Sabine, sem strax var rætt við, höfðu meðal annars það að segja að hún hefði verið mjög hrifin af tuttugu og eins árs kynblendingi, Helmut Grobius. Hann var þó ekki sagður laglegur heldur líkari górillu- apa sem hefði lagt stund á líkams- rækt. Þá var hann sagður skapstygg- ur og illskeyttur. Lögreglan hafði í huga að handtaka hann en þá kom frétt um að Sabine hefði fundist látin í litlum skógi sem gengur undir nafninu Rodinger Berg en hann er um fjörutíu kílómetra fyrir sunnan Regensburg. Fjörutíu og fjögurra ára gamall maður, Walter Grescher, hafði komið að líkinu. Höfðu síðbuxur og undirbuxur verið dregnar af Sabine svo hún var nakin fyrir neðan mitti en á hálsi hennar og úlnliðum var frosið blóð. í fyrstu talin kyrkt en ... Er læknir hafði verið fenginn til þess að skoða líkið kom ýmislegt at- hyglisvert í ljós. í fyrsta lagi hafði hún verið kyrkt að hans mati. Þó var hann ekki viss um hvort það var eina eða öll dánarorsökin því henni hafði líka blætt. Hins vegar var ljóst að henni hafði ekki verið misboöið kyn- ferðislega. Svo var líkið krufið og þá kom í ljós að dánarorsökin var hvorki kyrking né blóðmissir heldur hafði Sabine frosið til dauða meðvit- undarlaus. Þó var ljóst að hún hafði verið stungin með hnífi í hálsinn og úlnliðina. Sýnt þótti að hún hefði verið meðvitundarlaus er hún var lögð í skóginn og hafði hún ekki kom- ist þar til meðvitundar. Lögreglan taldi nú að tvær ástæður gætu verið til morösins, annars vegar afbrýöi- semi en hins vegar einhvers konar kynferðisleg brenglun. Saga um afbrýðisemi Rannsóknarlögreglumennirnir fengu að heyra sögu um afbrýðisemi þegar þeir fóru að yfirheyra skóla- systkin og vini Sabine um einkalíf hennar. Ein vinkvenna hennar, Barbara Reichert, sagðist hafa verið óskap- lega hrifm af Helmut Grobius. Gail- inn hefði bara verið sá að hún hélt að Sabine væri hrifin af honum líka. Barbara neitaði því þó að bera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.