Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 23
23 Sælnú!... Þungarokkararnir t hfjóm- sveitinni Anthrax urðu illilega fyrir barðinu á ræningjalýð á dögunum. Hljómsveitin var stödd í Liverpool á hljóm- leikaferð og ferðaöist um á langferðabifreið. Eina nóttina var brotist inn í bílinn og sto- lið þar öilu steini iéttara. Hurfu þar gitarar. föt, pening- ar og önnur verðmæti fyrir upphæð sem svarar til rúm- króna. . . Núeruóðumað vaxa ur grasi börn rokkstjarna sem voru i fararbroddi á upp- hafsárum rokksins. Eitf mikilii framtið er Louise Goff- in en foreldrar hennar eru þau Gerry Goffin og Carol King. Louise er nýbúin að senda frá sér sína fyrstu plötu og þykir eplið ekki hafa faliið langtfrá eikinni hvað hæfileikana varð- ar. . . Það eru ekki bara íslenskar rokkstjörnur sem hafa lifibrauð sitt af að koma fram í auglýsingum. Erlendis erþetta mjög útbreitt fyrir- bæri og hvað snertir frægustu popparana hefur bjórkompaní- ið IViicheloh gert sér far um að flagga þeim i auglýsingum. I\lú síðast gengu þeir Eric Clapton og Steve Winwood á mála hjá bjórmönnum en áður hafa komið fram í Michelob auglýsingum, Phil Collins, Genesis, Wang Chung, Joe Jackson og Rohert Gray. . . Gamli rokkarinn Bob Seager sigld: i örugga höfn hjóna- bandsins fyrir stuttu. Sú hamingjusama heítir Anette Sinclair og það var gamli öm- inn Don Henley sem kynnti hjónakornin hvort fyrir öðru. . . Bryan Adams er um þessar mundir á tónleikaferð um þýskaland og svo vildi til að rokkarinn áttt 28 ára afmæii sama dag og hann tróð upp í Stuttgart. Menn vinveittir Adams komu þessum fregnum á framfæri við tónleikagesti án þess að hann vissi af og því vissi hann ekki hvaðan á sig stóð veðrið er allir tón- leikagestir, ellefu þúsund talsins, risu úrsætum milli laga og kyrjuðu Hann á af- mæliídag. . . Sögur eru nú á kreiki vestanhafs um að gamla Who muni koma sant- an á ný á næsta ári tt'l að hljómsveitarinnar. Reyndar yrðu það bara þrir af fjórum stofnendum þvi Keith Moon er iátinn fyrir nokkrum árum. . . Við sjáumst. . . SþS- pv________________________________________________________ Nýjar plötur Grafík - Leyndarmál Gæðin ekkert leyndarmál Hljómsveitin Grafik hefur tekiö nokkrum stakkaskiptum frá því plat- an Stansað, dansað, öskrað kom út fyrir um það bil tveimur árúm. Söngvarinn Helgi Bjömsson og bassaleikarinn Jakob Magnússon hafa yfirgefið sveitina og í staðinn komið þau Baldvin Sigurðsson bassaleikari og Andrea Gylfadóttir söngkona. Það er óneitanlega nokkuð djarfur leikur hjá hljómsveit sem árum sam- an hefur flaggað mjög áberandi karlsöngvara að kúvenda yfir í óþekktan kvensöngvara, en í þessu tilviki gengur dæmið glimrandi upp og engum blöðum um það að fletta að Grafikurmenn hafa fundið fjár- sjóð þar sem Andrea Gylfadóttir er. Og með því að ein allra fremsta rokkhljómsveit landsins flaggar nú konu í söngvarahlutverkinu eykst að mínu mati breiddin í íslensku. poppi umtalsvert því þær eru ekki margar, stúlkurnar hérlendar, sem sungið hafa forsöng með rokksveit- um í gegnum árin. Með þessu heldur Grafík sinni sér- stöðu á íslenska rokksviðinu, sem hún hafði áður skapað sér með sér- stöku yflrbragði á tónlist. Þetta sérstaka Grafíkursánd er aö mestu horfið en annað og ekki síðara komið í staðinn og hefur þessi umbreyting á hljómsveitinni lukkast sérdeilis vel. Það sem fyrst og fremst gerir Graf- ík að stórveldi í rokki hérlendis eru frábærar lagasmíðar sem að mestu eru skráðar á hljómsveitina alla. Og þar kennir ýmissa grasa; allt er vel yflr meðallagi og sumt hreint frá- bært, eins og lög á borð við Presley, Prinsessuna, Stundum og Það kemur' þér ekki við. Allt eru þetta ólík lög en mögnuð hvert á sinn hátt og grípa hlustand- ann mismunandi fljótt. Tvö þau fyrstnefndu hafa heyrst einna mest opinberlega en hin gefa þeim lítið eftir og sama má reyndar segja um afganginn af lögunum. Textar plöt- unnar eru flestir yfir meðallagi og falla vel að lögunum. Útsetningar og flutningur, allt er þetta í sama gæðaflokki og annað á þessari plötu, sem ég get ekki annað séð en að verði í hópi þess besta sem geflð hefur verið út hérlendis á þessu ári og þótt víðar væri leitað. -SÞS- Torfi Ólafsson - Nóttin flýgur Herslumuninn vantar Perlur íslenskra ljóðskálda hafa oft veitt lagahöfundum þann innblástur sem þarf til að gera góð lög. Hafa margir þekktir tónhstarmenn leitað í smiðju ljóðskáldanna með góðum árangri. Einn þessara er Torfi Ólafsson sem sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir tæpum sjö árum. Kvöldvísa hét plat- an og innihélt eingöngu ljóð eftir Stein Steinarr. Hann hefur nú sent frá sér sína aðra plötu eftir nokkurt hlé, Nóttin flýgur. • Enn er leitað að textum til ljóö- skáldanna. Steinn Steinarr á nú aðeins eitt ljóð en önnur höfuðskáld okkar af eldri kynslóðinni eiga hin ljóðin. Má þar nefna Davið Stefáns- son, Örn Arnarson og Jóhannes úr Kötlum. Gæði kvæðanna verða því ekki vefengd hér en lögin tekin til nánari umfjöllunar. Torfi Ólafsson hefur samið öll lögin og eru þau öll í ró- legri kantinum og misjöfn aö gæðum. Yfirbragð laganna á Nóttin flýgur er róleg og afslöppuð, tónlist sem er í heild þægileg hlustun en því miöur vantar í flest lögin einhvern neista til að gera þau góð. Undantekningar eru þó, sem betur fer, og eru það sérstaklega þrjú lög sem mér finnst standa upp úr. Sólar- lag við texta Jóhanns Sigurjónssonar sem er grípandi lag og vel flutt af Eiríki Haukssyni. Enn betri flutning- ur er samt hjá Pálma Gunnarssyni í hinu rólega og fallega lagi Syskinin við texta Einars H. Kvaran. Einstak- lega faliegt lag sem á örugglega eftir að heyrast. Þriðja lagið er Haust- kvöld við texta Jóhanns G. Sigurðs- sonar. Það lag er sérlega skemmtilegt og þrátt fyrir að flutningur Sigurðar K. Sigurðssonar standist kannski samanburð við flutnig Pálma á Haustkvöldi þá stendur lagiö fyrir sínu. Gæði laganna eru eins og áður sagði misjöfn. Öll tæknivinna er aft- ur á móti vel af hendi leyst og flutningur yfirleitt góður, enda úrv- alslið sem aðstoðar Torfa. Söngvarar eru margir og misjafnlega þekktir og kemur berlega í ljós hversu reynslu- mikhr söngvara á borð við Pálma Gunnarsson, Eirík Hauksson og Jó- hann Helgason geta gert meira úr sínum efnivið en óþekktir söngvarar þrátt fyrir góða rödd. Nóttin flýgur er plata sem vinnur frekar á en hitt þótt herlsumuninn vanti á að hægt sé að telja lögin nógu sterk til að skapa eina sterka heild. -HK Rauðir fletir - Minn stærsti draumur Dagur vonar Háar hugmyndir, væntingar. Þannig er Rauðum flötum rétt lýst. Platan Ljónaskógar leiddi tónlistar- áhugamenn inn í framandi heim, frumskóg við sólarupprás. Vindur- inn lék í krónum tijánna eins og í byrjun bókarinnar Tarsan og leitin að falda fjársjóðnum. Alhr að springa af spennu. Samkvæmt sólarmerkjum ætti þvi aht að vera í stakasta lagi í dag. Svo er því miður ekki. Þessi fyrsta breið- skífa Rauðra flata ber merki þess að innfæddir séu rétt nývaknaðir og varla í vígahug. Tónhstarlega er sveitin nánast í sömu sporum og á Ljónaskógum. Á heildina htið er platan flöt og hður fyrir tilþrifahtlar lagasmiöar. Stærsti gahinn er hins vegar mátthtill gítarleikur. Réttara væri að tala um gítarfitl tveggja gít- arleikara. Þar af leiðandi er kraftur- inn í bandinu með minnsta móti, eins og óframfærinn fermingardrengur í ahtof þröngum flauelsfótum. Stærsta spumingin í stöðunni er þessi: Hvað ætla Rauðir fletir sér sjálflr? Á almennan innlendan mæh- kvarða er sveitin veí fyrir ofan meðallag. Phtamir taka á rás annað veifið í lögmn eins og Brúðan og Ég heyrði það frá útlöndum. Davíð Freyr semur aukinheldur texta sem láta betur í eyrum en sakleysislegt ástarbreim ýmissa annarra. Rauöum flötum er greinhega alvara. Sveitinni hefur aftur á móti ekki tekist að skapa sér neina sérstöðu, sem er slæmt. Platan rennur í gegn áreynslulaust, án hnökra, án þess að áheyrandanum sé nokkru sinni komið algerlega í opna skjöldu. Þetta er samt ahs engin martröð, síður en svo. Máhð snýst einfaldlega um væntingar. Rauöir fletir ætla sér vafahtið stærri og meiri hluti en þetta. í því ljósi verður Minn stærsti draumur að skoðast sem biðstaða. Beðið er eftir því að Rauðir fletir snúi taflinu sér í hag svo um munar. Enn lifir von um gott rokkband sem leggi th atlögu af fuhum krafö eins og frumbyggjar Tarsanbókanna. Það gerist ekki öðruvísi en með hörku og ofurhtlu bijálæði. -ÞJV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.