Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
27
Kvikmyndir
Austurienskt ynibragð
Atriði úr Dun-Huang.
Kvikmyndir
Baldur Hjaltason
Japanskt samstarf
Þegar þetta er skrifaö er verið aö
kvikmynda enn eitt stórverkiö í
Kína. Þaö er myndin Dun-Huang sem
Kínverjar og Japanir gera í samein-
ingu. Ætlunin er að frumsýna
myndina á kvikmyndahátíöinni í
Cannes á næsta ári.
Dun-Huang er byggö á samnefndri
bók eftir japanska rithöfundinn Yas-
ushi Inoue. Hún fjallar um sögulegan
atburö sem gerðist fyrir 1000 árum í
borginni Dun-Huang. Hún liggur í
Gansu héraðinu rétt viö Mongólíu
og þjónaði sem viökomustaöur á
hinni fornu en frægu „Silkileið" sem
var aðalflutningsleið milli Evrópu og
Kína. Fjallar myndin um tíu ára
tímabil á elleftu öld þegar mikill órói
ríkti í kínversku þjóðfélagi.
Það eru japanskir leikarar sem fara
með aðalhlutverkin og lítt þekktur
japanskur leikstjóri aö nafni Junya
Sato sem situr við stjórnvölinn.
Mikið lagtundir
Sato á að baki myndir eins og The
Bullet Train (1975) og Kukai (1984)
sem ekki eru mikið þekktar utan
Japans. Þetta er stærsta verkefni
hans hingað til.
Japanir hafa undirbúið bæði gerð
og markaðssetningu Dun-Huang
sérstaklega vel. Hafa þeir selt í for-
sölu 6 milljónir miða sem svarar til
5%-þjóðarinnar sem telst vera nokk-
uö gott. Áætla japönsku framleiðend-
urnir að 10 milljónir Japana muni
sjá myndina áður en yfir lýkur.
Það er einnig athyglisvert aö líta á
hveijir flármagna myndina. Það er
Dentsu, sem er stærsta auglýsinga-
stofa Japans, kvikmyndarisinn Toho
og svo Marubeni fyrirtækið sem m.a.
hefur keypt frysta loðnu frá íslandi.
Er þetta nokkuð sérstæður hópur.
Aö lokum má geta þess að íslenskir
kvikmyndagerðarmenn ætluöu að
nota kínverskan bakgrunn í hluta
myndarinnar Erindisleysan mikla
sem Erlendur Sveinsson s,tendur að.
Ekki er undirrituðum kunnugt um
hvemig þau mál standa.
Baldur Hjaltason
Vestrænir
kvikmynda-
gerðarmenn
, leita nú í
auknum mæli
eftir samstarfl
við Kínverja.
Á undanfórn-
um árum hafa
verið kvik-
myndaðar á
meginlandi
Kína þrjár
stórmyndir í
samvinnu við
Evrópubúa,
Japana
og Bandaríkj
Tai-Pan, The Last
Emperor og Dun-Huang.
Hinar öru þjóðfélagslegu breytingar
á meginlandi Kína, sem stuðlað hafa
að auknu fijálsræði og tíðari sam-
skiptum viö umheiminn, hafa ekki
eingöngu haft mikil stjórnmálaleg og
efnahagsleg áhrif á Vesturlöndum.
Menningarleg áhrif hafa einnig auk-
ist til muna.
Þótt kínversk kvikmyndagerð hafi
tekið miklum stakkaskiptum síðan á
dögum Maós höfða kínverskar
myndir enn sem komið er lítið til
annarra en Kínveija sjálfra. Hins
vegar hefur það gerst að á örfáum
árum hafa nokkrar stórmyndir verið
kvikmyndaðar í Kína sem voru íjár-
magnaðar af Bandaríkjamönnum og
Evrópubúum og höfðu á að skipa
leikurum, tæknimönnum að hluta
og leikstjórum sem ekki voru kín-
verskir. í nýjustu myndinni, sem nú
er verið að kvikmynda í Kína, íjár-
mögnuðu jafnvel Kínveijamir sjálfir
hluta myndarinnar sem verður að
teljas* nokkuð sérstætt.
Tai-Pan
Einn af þeim fyrstu, sem fengu að
festa á filmu stórmynd á meginlandi
Kína, var Dino De Laurentiis. Hann
hafði tryggt sér kvikmyndaréttinn
að bók James Clavell, Tai-Pan, en
Clavell er líklega þekktastur fyrir
bókin Shogun sem einnig hefur verið
kvikmynduð. Myndin gerist á árun-
um 1839-1841 þegar viðskipti milli
evrópskra kaupmanna og Kínveijá
stóðu með sem mestum blóma hvað
varðar silki og te. Kínveijar höföu
leyft „útlendingunum11 að setjast að
í útjaöri Kanton. Snurða hljóp hins
vegar á þráðinn þegar Evrópubúana
fór að skorta silfur sem var eini
gjaldmiðillinn sem Kínveijar vildu
taka við. Kaupmennirnir fundu
lausn á þessu máli. Þeir hófu ólög-
lega sölu á ópíum til Kína og fengu
greitt í silfri. Síöan gátu þeir greitt
með þessu sama silfri fyrir það te og
silki sem þeir þurftu á að halda.
Neistann vantar
Þetta gekk vel þangað til keisarinn
bannaði ópíumneyslu. Ráðist var á
„útlendingabyggðina“ og öllum óp-
íumbirgðum brennt. Til að hefna
harma kaupmannanna réðst breski
flotinn á Kína og þegar upp var stað-
ið voru Breta orðnir drottnarar Hong
Kong sem var hluti af friðarsamning-
unum.
Samstarfið við Kínverja var enginn
dans á rósum eins og Dino De Laur-
entiis komst að raun um. Kínveij-
arnir voru sannfærðir um aö
kvikmyndagerðarmennirnir ættu
óþrjótandi sjóði af dollurum og
kröfðust himinhárra gjalda fyrir
smávik. Einnig komu oft upp vanda-
mál sem voru tengd mismunandi
menningarbakgrunni og hugsunar-
hætti Kínveija og Bandaríkjamanna.
En yfirleitt tókst um síðir að jafna
allan ágreining.
Tai-Pan náði aldrei neinum vin-
sældum að ráði þótt allir hafi verið
sammála um að bakgrunnur mynd-
arinnar, sem kvikmyndaður var í
Kína, hefði verið sérstaklega mynd-
rænn. En það dugði ekki til vegna
þess að handritið var lélegt og glans-
myndaleg útfærsla á svona viða-
miklu verkefni var komin úr tísku
og höfðaöi ekki lengur til áhorfenda.
Segja má að De Laurentiis, sem er
þekktastur fyrir stórmyndir á borð
við King Kong og Hurricane, hafi
þama skotið yfir markiö.
Síðasti keisarinn
En það voru fleiri en de Laurentiis
sem höfðu augastað á Kína. Einn
þeirra var ítalski leikstjórinn Bern-
ardo Bertolucci. Eftir langan undir-
búning leit fyrsta mynd Bertolucci í
sex ár dagsins ljós þegar hún var
frumsýnd á annarri kvikmyndahá-
tíðinni í Tokyo. Var þaö myndin The
Last Emperor sem íjallaði um valda-
tíma og afdrif síðasta keisara Kín-
verja.
Myndin hefst 1908 þegar hinn 3 ára
Pu Yi er krýndur sem valdamesti
maður kínversku þjóöarinnar.
Stuttu seinna er hann neyddur til að
afsala sér öllum völdum en fær að
halda titlinum „Lord of Ten Thou-
sand Years“. Ekki þurfti Yi að líða
skort því auk ensks kennara hafði
hann 1500 manna hirð í kringum sig
auk óteljandi ráögjafa.
Valdalaus toppur
Tæknilega má segja að hinn ungi
Hingað til hefur Kurosawa verið þekktastur japanskra leikstjóra.
Pu Yi gæti fengið og gert allt sem
hann vildi - nema að fara út fyrir
veggi hallar sinnar í Peking. Þessi
einangrun gerði það að verkum aö
Pu Yi vissi lítið hvað var að gerast í
kínverska þjóðfélaginu fyrir utan
það sem hann las í tímaritum og
blöðum, svo og slúöursögur sem hon-
um bárust til eyrna. Segja má að Pu
Yi hafi verið fangi í stærsta og falleg-
asta fangelsi sein nokkurn tíma
hefur verið reist.
Þaö var svo ekki fyrr en Pu Yi var
orðinn nær þrítugur að hin nýja
stjórn varpaði honum á dyr. Hann
flutti til Tienstsin ásamt tveimur eig-
inkonum sínum. Þar lifði hann
vestrænu lífi líkt og glaumgosi. Hann
tók töluverðan þátt í samkvæmislíf-
inu og þar kynntist hann Japönum
sem smátt og smátt fóru að hafa áhrif
á lífsstíl og skoðanir hans. Þegar Jap-
anir réðust inn í Kína ákváðu þeir
að setja Pu Yi sem keisara yfir
Mansjúríu sem var heimih forfeðra
hans.
Stórbrotin mynd
Eftir að síðari heimsstyijöldinni
lauk létu kommúnistar varpa Pu Yi
í fangelsi og þar var hann látinn
dúsa í tíu ár. Þennan tíma notaði
hann til að skrifa endurminningar
sínar. Síðustu árum ævi sinnar eyddi
hann sem garðyrkjumaður og al-
mennur borgari í samfélagi Maós.
Eins og lesa má þá er hér ekki um
neinn smáræðis söguþráð að ræða.
Myndin hefur hlotiö mikið lof og
ekki síst hin stórkostlega myndræna
útfærsla sem hefur verið likt við ferð
til annars heims. Ekkert var til spar-
að og talið er að kostnaöurinn sé
kominn upp í um 1000 milljónir
króna. Þó hafa heyrst raddir sem
telja myndina of kalda, þ.e. lítið sé
lagt upp úr mannlegum samskiptum
og hlýju.
Það eru þeir John Lone, Joan Chen
og Peter O’Toole sem eru í aðalhiut-
verkum og hinn frábæri kvikmynda-
tökumaður Vittorio Storaro fer hér
á kostum.