Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Skák Aljóðlega skákmótið á Suðumesjum: Hannes Hlífar tryggði sér áfanga fyrir síðustu umferð Skák Þrastar ÞórhaUssonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar í næstsíðustu umferð alþjóðlega skákmótsins á Suðumesjum var æsispennandi. Báðir voru á hött- unum eftir áfanga að titli alþjóðlegs meistara - Hannes þurfti aðeins jafntefli í skákinni en Þröstur þurfti einn vinning úr tveimur lokaumferðunum. Hann vildi þó freista þess að ná sigri gegn Hann- esi því aö í síðustu umferð beið Helgi Ólafsson þess að fá að gera upp sakir við hann. Þröstur er sérlega útsjónarsamur í erfiðum og flóknum stöðum en byijanakunnátta hans er nokkuð gloppótt. Því fékk Hannes að kynn- ast í skákinni. Eftir aðeins fimm leiki var Þröstur fallinn í þekkta byrjunargildru og Hannes vann af honum tvö peð. Sigurinn blasti þó ekki við og allra síst gegn Þresti sem sýndi vel hvers hann er megn- ugur þegar öll sund virðast lokuð. Með nokkrum óvæntum fómum tókst Þresti að ná fram jafnteflis- stöðu. Hannes varð að sætta sig við að þráskáka þótt hann ætti hrók og manni meira. Þröstur slapp þar svo sannarlega fyrir horn og Hann- es má vitaskuld einnig vel við jafnteflið una. Þar með náði hann fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og átti eina skák til góða. Lokaumferð mótsins var tefld í gær en er þetta er ritað höfðu úr- slit ekki borist. Sem fyrr segir átti Þröstur að tefla við Helga og nægði jafntefli til að ná lokaáfanga sínum að alþjóða meistaratith. Þriðji ís- lendingurinn átti einnig góða möguleika á áfanga. Björgvin Jóns- son hafði 6'A v„ eins og Þröstur, og nægöi jafntefli með hvítu gegn Guðmundi Siguijónssyni. Alþjóðlega mótið í Ólafsvík í byij- un október var af sömu styrkleika- gráðu og mótið í Njarðvík en þá tókst aðeins einum keppenda að ná áfanga, Dananum Ðanielsen - Björgvin Jónsson missti með naumindum af lestinni. Það er eins og mótið í Njarðvík hafi legiö betur við höggi. Nokkrir skákmenn tefldu undir getu og aðrir högnuð- ust á því Mótið í Ólafsvík var haldið í nýju og glæsilegu félagsheimili við bestu aðstæður. Kannski er þar komin skýringin á því hvers vegna veiði- mönnunum gekk svona illa að krækja sér í áfanga. Skákmennirn- ir vönduðu sig einfaldlega svo mikið og gáfu ekki höggstaö á sér við svo góðar aðstæður. Borið sam- an við Ólafsvíkurmótið virðist mótið í Njarðvík einnig ágætlega skipulagt en keppnisstaðurinn er bersýnilega síðri. Teflt hefur verið í félagsheimilinu Stapa, fyrst í hálf- gerðu rökkri en síðan voru borðin færð til. Þá birti nokkuð á stöðurn- ar en enn var fremur dimmt. Borðin voru einnig of lítil þannig að olnbogarými var nánast ekkert. Svo virðist sem enginn keppend- anna hafi samt hreyft athugasemd- um. Á fimmtudag, er tefla átti 10. og næstsíðustu umferð, vildi hins veg- ar þannig til að skákmenn fengu ekki inni í Stapa því aö um kvöldið átti að fara fram Bingó í húsinu. Skák Jón L. Árnason Brugðið var á þaö ráð að færa töfl- in yfir í Hótel Stefaníu í Njarðvík. Slíkt rask fer venjulega í taugamar á skákmönnum en í þetta sinn var það fyrirgefanlegt. Þarna var lýs- ingin í lagi, bæði fyrir keppendur og einnig áhorfendur sem sáu mun betur á sýningatöflin en áöur. Spennuskák Þrastar og Hannesar fór einmitt fram við þessar nýju aðstæður. Ætla mætti aö birtan hefði farið í augun á Þresti í upp- hafi skákarinnar en er líða tók á fór hann að sjá í gegnum holt og hæðir. Hér er skákin sem tryggði Hannesi fyrsta áfanga sinn að al- þjóðameistaratitli. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Nimzo-indversk vörn. 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bg5 c5 5. e3? Da5! 6. Bd3 Þröstur áttar sig á því í tæka tíð að 6. Dc2 er svarað með 6. - Re4! 7. Dxe4 Bxc3+ og ef 8. bxc3 þá 8. - Dxc3+ og Hal fellur eða 8. Kdl Bxb2 og vinnur. Þannig tefldist skákin Faschinger - Becker, Linz 1934! Hvítur verður að hindra 6. - Re4 en hann tapar nokkrum peðum hvemig sem hann ber sig að. 6. - cxd4 7. Bxf6 gxf6 8. exd4 Bxc3+ 9. bxc3 Dxc3+ 10. Kfl Dxd4 Undir venjulegum kringumstæð- um ætti svartur að vinna þessa stöðu auðveldlega. Þegar teflt er upp á titla vill taflmennskan aftur á móti verða nokkuð dularfull á köflum. 11. Re2 De5 12. Hbl Ra6 13. f4 Dc7 14. Bc2 Ke7 15. Dd4 d5? Hannes taldi sig vinna létt og sannast sagna er enginn hægðar- leikur að koma auga á ráðabrugg Þrastar. Góður leikur er t.d. 15. - Dc5 og svartur vinnur, þótt síðar verði. 16. cxd5! Dxc2 17. d6+ Kd7 18. Hcl Df5 Stungið var upp á 18. - Dg6 eftir skákina en hvítur hefur hættuleg færi í því tilviki. T.d. 19. Kf2 b5 (annars er 19. - Hd8 svarað með 20. Da4 + ) 20. Hhdl Hd8 21. Hc7+! Ke8 22. d7+ og vinnur manninn aftur. 19. g4! Dxg4 20. Dxf6 Df3 + 21. Kel!! Hannes var búinn að reikna 21. Kgl Hg8+ 22. Rg3 Kxd6! og svartur vinnur auðveldlega. Nú fær hann heilan hrók með skák en getur samt ekki unnið. 21. - Dxhl+ 22. Kf2 Dh2+ 23. Kel Hvítur getur ekki reynt að vinna með 23. Ke3 Dh3+ 24. Kd2, því að kóngurinn stendur þá í vegi fyrir hrók á d-hnunni og svartur á 24. - Kxd6. Eftir textaleikinn er hótunin De7 mát svo sterk að svartur verð- ur að þráskáka. Ef 23. - He8, þá 24. Dxf7+ og svartur er í háska. 23. - Dhl+ 24. Kf2 Dh2+ - Og jafntefli með þráskák. Ný bridgebók eftir Victor Mollo sem lést fyrir stuttu VICTOR MOLLÖ DESTINY AT Nýlega lést einn afkastamesti bridgerithöfundur vorra tíma, bridgemeistarinn Victor Mollo. Mollo skrifaði 25 bækur um bridge en Sú þekktasta er eflaust „Bridge in the Menagerie" sem þýða mætti „Bridge í dýragarðinum". Þar lýsir höfundurinn hinum ýmsu tegundum bridgespilara í gervi þekktra dýra á sinn skemmtilega hátt. Síðasta bók Mollo kom út fyrir nokkrum dögum og er hún viðbót við nokkrar aðrar um bridgespilar- „ana í dýragarðinum. Þessi nefnist á frummálinu „Destiny at Bay“. Við skulum grípa niður í kafla í bókinni sem nefnist Úrvals farþegi „Svíniö hlakkaði til ferðalagsins. Allir uppáhaldsandstæðingar hans ætluðu með og jafnvel þótt hann myndi ekki spila sjálfur, þá var ör- uggt að Grikkinn myndi lenda í gleðilegri ógæfu. Það gladdi Svínið mest af öllu að geta klekkt á Grikkj- unum og næstmest ef einhver annar gerði það og þá helst Hérinn, því eins og hann vissi af biturri reynslu, þá var ekkert verra en aö láta andstæð- ing, sem var erfiðastur þegar hann hafði ekki hugmynd um hvað hann væri aö gera, eyðileggja sínar bestu fyrirætlanir. Aö láta hálfvita plata sig var hámark auðmýkingarinnar. Hér er fyrsta dæmið. V/ALLIR 2 AD98 Á1062 ÁD108 ÁKGIO 543 KG 10732 DG8 975 KG97 D9976 654 K43 54 632 Með Grikkjann í vestur og vand- ræöalega Hérann í suður gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður Bridge 1S dobl pass 2S pass 2G pass 3S pass 3G pass 4 S dobl pass pass pass Stefán Guðjohnsen Ef sagnimar sýnast ruglingslegar, þá er það vegna þess að Hérinn var svolítið ruglaður. Hann hafði veriö aö reyna að muna hvar hann hefði lagt bíl makker síns, sem hann hafði feng- ið lánaðan meðan hans var í viðgerð, þannig að hann taldi að það hefði veriö makker hans sem opnaði á einum spaöa en ekki Grikkinn. Og varla gat hann neitað sér um að taka undir lit- inn með þetta góðan stuðning? Þegar Grikkinn gat ekki lengur stillt sig og doblaði með þrumuraust þá bað norður um endurtekningu á sögnum. Hérinn mótmælti að Grikkinn hefði opnað á einum spaða en fljótlega var hann kveðinn í kútinn. Þetta hafði hent hann oft áður, allt vegna skorts á einbeitingu. Hann hristi höfuðið vandræðalega og bjó sig undir það versta. Rétt í því tók Grikkinn spaöaás og þá mundi hann allt í einu eftir því hvar hann hafði skilið bílinn eftir. Það. var þá ljós punktur í tilverunni. Hann gæti þó horft í augu makkers þess vegna þótt hann tapaði spilinu. Tígul- gosinn fylgdi á eftir spaðaásnum. Hérinn drap heima á kónginn, svínaði laufadrottningu, tók ásinn og tromp- aði lauf. Síðan svínaði hann tíguitíu vongóður. Hvenær hafði Grikkinn spilaö heiðarlega út? Síðan kom tígul- ás og fjórða lauflð trompað. Þá var hjartadrottningu svínað, ásinn tekinn og þriðja hjartanu spilað. Það voru aðeins þrjú spil á hendi. Grikkinn sat með K G 10 í trompi, varð að trompa og gefa síðan Héranum tíunda slaginn á drottninguna. „Sérstaklega vel útfært endaspil, sagði Svínið og blikkaði áhorfendur. „Af hverju alltaf þessi hæpnu dobl? kvartaði austur. „Þú veist að ég fæ aldrei nein spil.“ Eitt að þvi besta við spiliö, að mati Svínsins, var samt að Grikkinn gleymdi að krefjast fjögurra hónóra. Svínið minnti hann oft á það en aðeins eftir að búið var að gera upp rúbert- 15. Anna Hertervig - 1. Sigurður-Haraldur 132 Friðrik Steingrímsson 308 2. Sigfús-Gunnar 126 16. Ari Már Þorkelsson - 3. Kristján-Vilhjálmur 124 Stefanía Sigurbjömsdóttir 300 4. Úlfar-Garðar 121 17. Guðlaug Márusdóttir, Flj. - Jón K. Ólafsson 291 Höskuldarmótinu lauk um síðustu 18. Haukur Jónsson, Flj. - helgi. 14 pör spiluðu og efstir urðu: Heiðar Albertsson 290 1. Vilhjálmur-Kristján 19. Jóhann Þorvaldsson - Jóhannes Hjálmarsson 283 2. Sigfús-Gunnar 3. Guðjón-Runólfur 20. Bjöm Olafsson - Hafliði Hafliðason 261 Frá Bridgefélagi Bridgefélag Selfoss og nágrennis Þann 24. okt. hélt Bridgefélag Sel- foss sitt árlega stórmót sem kennt er við Einar Þorfinnsson. í mótinu tóku þátt 72 valinkunnir bridgespil- arar en stjórnandi var Hermann Lárusson frá Bridgesambandi ís- lands. Mótið var bæði skemmtilegt og spennandi enda var spilaður svo- kallaður barómeter þar sem skammt getur verið milli stórra sigra og óþægilegs taps. una.“ Efstir á mótinu urðu þessir spilar- Bridgefélag Siglufjarðar ai. 1. Ragnar Hermannsson - stig Siglufjarðarmót i tvimennmgi Spilaðar verða 4 umferðir Einar Jónsson 2. Karl Sigurhjartarson - 266 Staðan eftir 3. umferð 9.11.87. stig Sævar Þorbjörnsson 222 3. Stefán Pálsson - 1. ísak Ólafsson - Rúnar Magnússon 214 Viðar Jónsson 381 4. Ármann J. Lárusson - 2. Anton Sigurbjömsson - Vilhjálmur Sigurðsson 168 Bogi Sigurbjömsson 379' 5. Aðalsteinn Jörgensen - 3. Björk Jónsdóttir - Ragnar Magnússon 165 Steinar Jónsson 350 6. Anton R. Gunnarsson - 4. Ásgrímur Sigurbjömsson - Hjördís Eyþórsdóttir 159 Jón Sigurbjömsson 350 7. Jacqui McGreal - 5. Sigfús Steingrímsson -• Þorlákur Jónsson 158 Sigurður Hafliðason 347 8. Hjalti Elíasson - 6. Guðmundur Ámason - Jón Ásbjömsson 109 Níels Friðbjarnarson 339 9. Gestur Jónsson - 7. Bjöm Þórðarson - Friðjón Þórhallsson 105 Jóhann Möller 339 10. Bragi Hauksson - 8. Birgir Björnsson - Sigtryggur Sigurðsson 99 Þorsteinn Jóhannesson 333 11. Sigfús Þórðarson - 9. Rögnvaldur Þórðarson - Þorsteinn Jóhannsson 330 Gunnar Þórðarson 95 10. Guðbjörg Sigurðardóttir, Flj. - Inga Jóna Stefánsdóttir 321 11. Georg Ragnarsson - Þorl. Haraldsson 321 12. Jónas Stefánsson - Magnús Jónasson 321 13. Reynir Pálsson, Flj. - Stefán Benediktsson 319 14. Haraldur Ámason - Hinrik Aðalsteinsson 315 Landstvímenningur var spilaður 22. október og þar urðu efstir: 1. Krisflán-Vilhjálmur 137 2. Sveinbjörn-Helgi 125 3. Valdimar-Stefán 116 4. Siguröur-Haraldur 115 5. Garðar-Hörður 115 Eins kvölds tvímenningur var spil- aður 29. október. Efstir urðu: Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 16. nóv., hófst aðal- sveitákeppni félagsins og eru alls 14 sveitir skráðar til leiks. Staða eftir fyrstu tvær umferðirnar er þannig: Sæti Sveit Stig 1. Jóns Gíslasonar 41 2. Ólafs Tofasonar 39 3. Ólafs Gíslasonar 37 4. -5. Drafnar Guðmundsdóttur 35 4.-5. Ingvars Ingvarssonar 35 Frá Bridgefélagi Vestur- Húnvetninga 7. nóvember var áttunda Guð- mundarmótið. 1. Jón Á. Guðmundsson - Guðjón Stefánss. Borgarnesi 205 2. Jón Sigurbjörnsson - Ásgrímur Sigurbj. Siglufirði 184 3. Unnsteinn Arason - Rúnar Ragnarss. Borgam. 145 4. Þorsteinn Pétursson - Þórir Leifsson Borgarfirði 117 5. Unnar A. Guðmundsson - Erlingur Sverriss. Hvammst. 110 6. Jón V. Sveinbjörnsson - Sveinbjöm Eyjólfss. Borgarf. 87 7. Örn Einarsson - Hörður Steinbergss. Akureyri 83 8. Kristján Guðjónsson - Jón Sverrisson Akureyri 64 9. Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson Akureyri 58 10. Jóhannes Guðmannsson - Aðalbjöm Benedikts. Hvammst. 40 11. Ragnar Haraldsson - Óli Bjöm Gmndarfirði 38 12. Eyjólfur Magnússon - Stefán Jónsson Hvammst. 27 13. Hans Magnússon - Hrólfur Guðmundss. Hólmavík 18 14. Ævar Ármannsson - Anton Harldsson Akureyri 17 15. Zarioh Hamadi - Cecil Haraldsson Akureyri 9 16. Jón T. Jökulsson - Garðar Gíslason Blönduósi 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.