Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Fréttir Eiríkur Tómasson hri. fagnar bók Jóns Steinars: Rökstuðningi Hæsta- réttar mjög ábótavant „I fyrsta lagi vil ég segja það um bók Jóns Steinars Gimnlaugsson- ar, Deilt á dómarana, aö hún er mjög gott framtak af hans hálfu og þetta vil ég ’mdirstrika. Ég er einn- ig sammála tveim meginniðurstöð- um bókarinnar og þar með því að rökstuöningi Hæstaréttar fyrir dómum af því tagi sem þama er fjallað um er mjög ábótavant," seg- ir Eiríkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður. „Þetta á við um mál sem snerta stjómarskrána og mannréttinda- mál. Ástæðuna tel ég vera þá að það er alltof mikið álag á dómstóln- um og dómararnir hafa einfaldlega ekki tíma til þess að tíunda rök- stuðning sinn nægiiega. Ég er einnig sammála því að stjómar- skráin og mannréttindakaflar hennar séu ekki nægilega í sviðs- ljósinu og hafl ekki hlotið þá kynningu sem eölileg og nauðsyn- leg er. Loks er ég ennfremur sammála mörgu því sem Jón Steinar heldur fram um þau mál fyrir Hæstarétti sem bók hans snýst fyrst og fremst um, en ég er ekki sammála öllu. Ég get hins vegar ekki tekið undir það að dómstólar og þar með Hæstiréttur séu vilhallir hinu op- inbera. Til þess aö taka afstöðu til þess þyrfti ég að kynna mér mál af þessu tagi mun betur. Eg vil þó taka fram að það mætti skilja betur á milli dómstóla og annarra geira stjómsýslunnar. Dómarar era of mikið í störfum sem tengjast framkvæmdavaldinu og nægir þar að benda á sýslumenn og bæjarfógeta sem jafnframt sinna dómarastörfum," segir Eiríkur Tómasson. -HERB Slit kjarasamningaviðræðna: Lítill vilji til verkfalla segir Þórarinn V. Þórarinsson „Það hafa engar viðræður verið í gangi aðrar en við Verkamannasam- bandið. Iönverkafólk er ekki tilbúið fyrr en eftir sitt þing og Verslunar- mannafélag Reykjavíkur kemur til viðræðna eftir helgi. Varðandi Verkamannasambandiö era uppi væntingar um breytingar á bónusKerfi fiskvinnslufólks. Það er tilraun í gangi á Flateyri og það hef- ur verið unnið mikið starf um forsendur slíks bónuskerfis, sem ver- ið er að kynna starfsfólki og stjóm- endum frystihúsa á Vestfjörðum. Við göngum út frá því að fleiri hús prófi þetta kerfi á næstunni og það þarf að fá úr því skorið hvort gerðar verði víðtækar breytingar á þessum hluta launakerfisins í fiskvinnslunni en launakerfi þar er tvískipt, fast og breytilegt. Það er ekki hægt að tala um annað kerfið án þess að líta til hins. Þess vegna er ekki rétt að segja að öll þróun sé dottin úr samninga- málunum," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, í gær. Þórarinn benti á að auðvitað yrðu samningaviðræður teknar upp aftur, menn myndu núa saman flötunum og sjá til hvort ekki kvamaðist ein- hvers staðar úr, eins og hann komst að orði. En hvort menn fyndu flöt á því að taka upp viðræður á næstunni væri alls óvíst. Hann sagði aö vel gæti komið til átaka á vinnumarkaði en sagðist telja heldur lítinn vilja til verkfallsá- taka hjá fólki í ljósi þess aö kaup- máttiu- væri nú hærri í landinu en hann hefði nokkra sinni verið. -S.dór Stofnun vericamannaflokks: „Þeir sem sverja af sér nú munu fyrstir koma“ Haft hefur verið eftir Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Verka- mannasambandsins, að svo gæti farið að verkamannaflokkur yrði stofnaður innan skamms tíma og þar yrðu margir verkalýðsleiðtogar með. Þeir verkalýðsleiðtogar, sem DV hefur rætt við, vilja ekkert við málið kannast og segja þetta aðeins vera hugdettu Guðmundar J. „Ég svara því aðeins þannig að þeir sem harðast sveija af sér nú munu verða fyrstir til að hlaupa til og koma með ef verkamannaflokkur verður stofnaður,“ sagði Guðmund- ur i samtali við DV í gær. -S.dór Sátu tveir á samningsbekk sáttir, fljótt á litið. Kom i nefið kratinn fékk og kjarasamning slitið. DV-mynd GVA „Þeir eru að bíða eftir gengisfellingu“ - segir Guðmundur J. Guðmundsson „Ég tel að möguleikar hafi verið á að ná þríhliða samningum, um fast gengi, stöðugt verðlag og skatt- fríðindi. Vinnuveitendasambandið sýndi þessu áhuga í haust en nú hefur það snúið við blaðinu og er ekki til viðtals um það. Ég er sann- færður um að þeir eru að panta og bíða eftir gengisfellingu og vita hvað þeir syngja í þeim efnum. Ég sé því ekki hvað getur nú tekið við í samningamálunum. Ég óttast að samningar dragist fram yfir ára- mót og þá stefnir í stórfelld átök á vinnumarkaði, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins, í samtali við DV í gær. Hann sagði að þau átök, sem allt stefndi nú í, gætu orðið með ýmsu móti og gætu brotist út hvenær sem væri. Það þyrfti ekkert endilega að koma til allsheijar verkfalls, það gætu orðið skærur og ýmislegt annað í þeim dúr kæmi til greina. „Ljóst er að Vinnuveitendasam- bandið hefur engin tök á launa- skriðinu í landinu og því gæti allt eins komið til þess að einstök verkalýðsfélög næðu samningum, jafnvel leynilegum samningum. Hver veit um það?“ sagði Guð- mundur. Hann sagðist harma að vinnu- veitendur skyldu ekki vera til neinna viðræðna og því miöur væri útlitið afar svart á vinnumarkaðn- um. -S.dór Bæjarfógeti Skagamanna deilir hart á Hæstarétfc Söfflu bréfin voru ýmlst skulda- bréf eða ekki í tveim dómum „í hnotskurn má lýsa greindum tveim dómum Hæstaréttar frá 13. febrúar 1986 og 2. febrúar 1987 á svofelldan hátt: í fyrri dóminum er Qárkrafa Jóhanns Þóris Jóns- sonar á hendur Jóhönnu Heiðdal ekki tektn til greina af því aö bréfin 20 eru ekki talin skuldabréf. í 9ÍÖ- ari dóminum er Jóhann Þórir Jónsson dæmdur í fangelsi fýrir að liafa ráöstafaö nefhdum 20 bréftun, af því að bréfin 20 eru álitin vera skuldabréf." Þetfa er niðurstaða Sigurðar Giz- urarsonar, bæjarfógeta á Akranesi, eins og aö dæma mann fyrir morð Jóhann Þórir tapaði sínu máli en sem skrifar grein í Úlfijót, rit iaga- þegar hann hefúr aöeins veifaö aö kröfú ákæravaldsins var hann nema, um tvo dóma í tengdum leikfangabyssu og fómarlambið dæmdur í fiögurra mánaða fang- Hæstaréttarmálum sem bæði sner- heftirekkikenntsérneinsmeins." elsi, þar af tvo skilorðsbundið. ust um deilur og uppgjör einstakl- Fyrra málið var einkamál Jó- Sigurður segir aö á sama tíma og inganna sem nefndir eru hér aö hanm Þóris á hendur Jóhönnu til Jóhann Þórir var dæmdur fyrir aö framan. Og hann heldur áfram: innheimtu á 20 skuldabréfum að ráðstafa þessum 20 bréfum Jó- „Að athuguðu því sem hér hefúr fjárhæö ein mifijón króna. Seinna hönnu í eigin þágu hafi Jóhanna veriö rakiö fáe ég ekki betur séö en málið er mál ákæruvaldsins á skuldað Jóhanni eina og hálfia að meirihluti Hæstaréttar hafi hendur Jóhanni Þóri. Þar er hann milljón króna. dæmt Jóhann Þóri Jónsson i fang- ákæröur fýrir að hafa beitt Jó- „Dómarnir era slys í íslenskri elsi fýrir að hafa afhent Jóni hönnu fjárdrætti með því að réttarfarssögu," segir Siguröur Hjaltasyni, félaga sínum, 2) efttr- ráðstafa bréfúnum 20 „i eigin þarf- Gizurarson bæjarfógeti. likmgar skuldabréfa. Það er nánast ir“ til greiðslu á skuld þriðja aðila. -HERB Bílar fuku Tvær rútur og tveir jeppar fuku í miklu hvassviðri sem gekk yfir Aust- urland á fimmtudag. Fyrst fauk fimmtíu og fjögurra manna rúta af veginum við Framnes í Reyðaríirði. Tveir menn vora í rútunni. Þá sak- aði ekki en rútan skemmdist mikið. Skömmu síðar fauk stór jeppi af veginum yfir Oddsskarð. Tveir menn voru í jeppanum. Sluppu þeir lítt meiddir. Bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Fáum mínútum síðar fauk annar jeppi af veginum. Var það á svipuð- um stað og rútan hafði fokiö. Jeppinn valt 30 til 40 metra vegalengd. Er hann mikiö skemmdur. Mikil mildi þótti hve ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp vel. Aö síðustu fauk svo rúta í Oddsdal og urðu nokkrar skemmdir á henni. -sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.