Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Nútímaviðtöl Um daginn las ég auglýsingu ein- hvers staðar sem hljóðaði þannig: Hvað gefur þú konunni sem kveik- ir kertaljós á síðkvöldum, nuddar á þér bakið og geymir ennþá fyrsta bréfið frá þér? - Það er nú það, hugsaði ég, - ætli væri ekki reynandi að gefa henni E-vítamín eða harðsoðin egg, að minnsta kosti til að byija með? Þetta dæmi um saurugan hugs- unarhátt nefni ég hér fólki til viðvörunar, það er nefnilega svo komið í þjóðfélaginu að hér er yfir- leitt allt farið að snúast um ein- hvers konar kynlíf nema kannski íjárlagafrumvarpið og landsfundur Alþýðubandaiagsins. Háaloft Benédikt Axelsson í langflestum viðtölum við fólk í blöðum og tímaritum kemur að því fyrr eða síðar að spurt er: - Og hvernig er svo kynlífmu háttað hjá þér og ef viðkomandi hefur gifst oft verður viðtalið dálitið langt en að sama skapi spennandi því að það er alveg einstaklega gaman að vita hvernig þekkt fólk og valdamikið er, að eigin sögn, í bólinu. Viðtöl verða að vera krassandi, annars seljast þau ekki. Hugsum okkur til dæmis aö blaðamaðurinn og viðmælandinn sitji inni í stofu þess síðarnefnda og séu að sögn blaðabannsins að sötra hvítvín, sem er svo sem ág- ætt í sjálfu sér að vita, og þegar þeir séu búnir úr hálfu glasi snúi blaðamaðurinn sér að viðmælanda sínum og spyrji hvort bíllinn hans sé góður í gang á morgnana. Viðtal sem byijaði svona myndi ekki nokkur maður nenna að lesa og menn myndu henda blaðinu frá sér bölvandi og lofa því að kaupa þetta helvíti aldrei aftur. Ef áðurnefndur blaðamaður hefði hins vegar spurt viðmælanda sinn hvemig honum hefði gengið að koma konunum sínum í gang á kvöldin hefði málið horft öðruvísi við og blaöið trúlega selst upp á stundinni. Svo er okkur sagt að þetta sé nú það sem við viljum lesa, það séu allir hættir að lesa íslendingasög- urnar og Dalalíf, og með þessu sé eingöngu verið að koma til móts við markaðinn og allt er þetta sam- kvæmt vísindalegum niðurstöðum könnunar einhverrar stofnunar úti í bæ sem hefur sérhæft sig í aö hringja í fólk. Markaðurinn Auðvitað er það af hinu góða að einhver skuli vita hvað maður vill helst lesa úr því að maður veit það ekki sjálfur og það er líka gott að útvarpsstöðvamar skuli vita hvaða plötu maður vill hlusta á allan guðslangan sólarhringinn því að þá þurfa þær ekki að vera að hafa fyrir þvi að skipta um plötu og stjórnendur þáttanna geta því ein- beitt sér betur að því aö segja okkur hvað klukkan er og hvenær von er á flugvélinni frá Glasgow. Hins vegar finnst mér einhvem veginn að þaö hljóti að vera leiðin- legt fyrir maka og böm að lesa kynlífsviðtölin því að hingað til hefur þetta yfirleitt verið talið til einkamála og flestir litið svo á að síkt ætti einungis heima innan veggja svefnherbergisins. - Kannski er maður bara orðinn svona gamaldags, hugsaði ég um daginn og spurði því konuna mína hvernig henni litist á ef ég færi að lýsa mínu kynlífi í viðtali í ein- hverju blaði. - Það yrði að minnsta kosti stutt, svaraði konan mín en hafði ekki skoðun á málinu að öðru leyti. Kveðja Ben.Ax. Finnurðu átta breytingar? 70 Þessar tvær myndir sýnast í íljótu bragöi eins. En á neðri myndinni hafa falliö burt hlutar af myndinni eöa þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt aö finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum viö því aö allt komi þetta aö lokum. Merkið meö hring eða krossi, þar sem breytingarnar eru, og sendiö okkur neöri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum viö úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar- holti 2. Þau eru Supertech ferðatæki (verömæti 3.860,-), LED útvarpsvekjari (verðmæti 2.350,-) og Supertech útvarpstæki (verðmæti 1.365,-). I öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar- 70, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Verðlaunahafar 68. gátu reyndust vera: Sigmar Hávarðar- son, Hólagötu 19, 900 Vestmannaeyjar (ferðatæki); Svan- hildur Jónsdóttir, Víkurtúni 16,510 Hólmavík (útvarpsvekj- ari); Dagný Hrund Ámadóttir, Fögrubrekku 36, 200 Kópavogur (útvarpstæki). Vinningarnir verða sendir heim. NAFN ........ HEIMILISFANG PÓSTNÚMER ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.