Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
13
Veitingahús
Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús
„Það er maður að skrifa upp úr matseðlinum“
Leifturárás starfsliðs
„Þaö er bannað að skrifa upp úr
matseðlinum,“ var sagt við hlið
mér, þar sem ég sat við súpuna í
Sjanghæ í hádeginu og var að
skrifa niður minnisatriði úr mat-
seðli, sem ég hafði fengið lánaðan.
Þjónustan var mjög ákveðin, að ég
skyldi ekki komast upp með moð-
reyk, svo að ég sagði, til að róa
manneskjuna, að þetta væri allt í
lagi, hún gæti fengið matseöihnn
rétt strax.
Þá fór hún fram í eldhúsgætt og
kallaði: „Það er maður að skrifa
upp úr matseðlinum“, svo að hinir
fáu gestir staðarins máttu skýrt
heyra. Síðan kom hún með kokk-
inn, sem virtist vera valdamaður á
staðnum, og klagaði mig fyrir hon-
um; Hann brosti vandræðalega og
horfði á mig með ásökunarsvip, en
baðst engrar afsökunar, og hvarf,
þegar ég rauf þögn mína og tjáði
þeim, að þau væru að spilla matar-
lyst minni. Sem var laukrétt.
Ekki stafaði þessi leifturárás
starfsfólks á gest af því, að matseð-
ilhnn væri eins konar viðskipta-
leyndarmál. Hann er nákvæmlega
eins og aðrir hversdagslegir mat-
seðlar í vestrænum veitingahús-
um, sem þykjast vera með
kínverska matreiðslu. Og ekki gat
tiltölulega hátt verðlag hans heldur
verið leyndarmál, því að seðilhnn
er birtur með verði og öllu utan á
húsvegg Sjanghæs. Og loks vantaði
ekki seðla handa öðrum gestum,
þvi að húsið var nærri autt.
Að baki árásarinnar hlýtur að
hggja andrúmsloft staðarins, þar
sem sjálfkrafa ræktast óbeit eða
fyrirhtning á gestum. Sjálfur man
ég aðeins einu sinni eftir að hafa
áður orðið fyrir aðkasti starfsfólks
í veitingahúsi og það var mun væg-
ara en þetta. Enda er bundið í
háttvisisheföum veitingarekstrar,
að viðskiptavinir eru taldir sak-
lausir, unz sekt þeirra er sönnuð.
Skömmu síðar kom ég að kvöld-
lagi í Sjanghæ og fékk eðlilegar
viðtökur. Þá var stofnandi veit-
ingastaðarins í eftirliti á staðnum
og starfsfólk að mestu leyti annað
en í hádeginu nokkrum dögum
fyrr.
Ógnarlangur matseðill
Matseðilhnn er ógnarlangur, að
vestrænum hætti Kínahúsa. Þar er
fyrst ein síða með ýmsum fóstum
hádegisréttum, svo og súpu og rétti'
dagsins. Almenna framboðið er
næst, á mörgum síðum. Það skipt-
ist í ýmsar deildir eftir grundvall-
arhráefnum. Matreiðsluaðferðim-
ar endurtaka sig svo í sífellu milli
deilda. Til dæmis er boðið upp á
súrsæta sósu með nærri öllum rétt-
um. Aftast em loks nokkrar síður
með ýmsum samsetningi heilla
máltíða fyrir hópa, til dæmis fyrir
fjóra saman.
Sjanghæ hefur flutzt úr kjallara
upp á jarðhæð, þar sem áður var
Café Gestur og einu sinni Askur.
Ég hef áður sagt frá efasemdum
mínum um innréttingar Gests, sem
hafa haldizt að mestu leyti, þar á
meðal óþæghegu og ljótu básarnir
fremst í húsnæðinu.
Til að sýna, að veitingastaöurinn
sé kínverskur, hefur verið bætt of-
an í innréttingarnar ýmsu dóti úr
plasti, svo sem drekasúlum miUi
salarhluta, gyUtum ferningum í
lofti, rauðum skrautrenningum við
í?
Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og
blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en
krónupeningarnir tákna verðlagið.
veggbrún, kínverskum ljósakrón-
um og vegglömpum, svo og fleiru
í slíkum dúr. Stíllinn var mun
hreinlegri og betri í kjallaranum,
þar sem Sjanghæ var áður tU húsa.
Gólfteppið var afar óhreint í há-
deginu, þótt ekkert væri vott að
veðri úti, en í kvöldheimsókninni
var svo skuggsýnt inni, að ég sá
ekki, hvort teppið var óhreint. Á
borðum eru þær efnisrýrustu
þurrkur, sem ég hef komizt í tæri
við, fremur óhentugar í kínversku
borðhaldi.
Grænt te ekki til
Fyrri metnaður Sjanghæs hefur
dofnað á fleiri sviðum. í einni heim-
sókninni var ekki unnt að fá 'grænt
te og hlýtur sá skortur að vera
heimsmet eða jöfnun á heimsmeti
í kínverskum veitingarekstri. Á
gamla staðnum man ég eftir margs
konar te. Og þar voru líka bornar
fram kertaljósaplötur til að halda
te heitu, en ég varð ekki var við
slíkt á nýja staðnum. Hitaplöturn-
ar, sem settar voru á borðið, voru
ekki ætlaðar tenu og komu ekki til
skjalanna fyrr en að áhðnu borð-
haldi og köldu te um kvöldið og
alls ekki í hádeginu. Prjónar eru
fáanlegir, ef óskað er eftir.
Krupuk nefnist stökkt brauð með
votti af rækjubragði, sem gott er
að nota sem lystauka fyrir mat. Það
var frambærilegt í Sjanghæ, borið
fram með miklu af súrsætri sósu
rauðri, sem bar braúöiö ofurliöi.
Þykk maíssúpa var undarlega sæt
hveitisúpa með miklu af smábitum
kjúklinga og maís. Soðin hrísgrjón,
sem fylgdu öllum aðalréttum, voru
rétt elduð og snarpheit.
Vorrúllur staðarins voru snarp-
heitar og góðar, með þunnri og
stökkri skurn, bomar fram meö
súrsætu sósunni, sem áður er
nefnd, svo og ýmiss konar græn-
meti. Steikt hrísgrjón með eggi
voru vel heppnuð. Súrsætar rækj-
ur, stórar og meyrar, voru bezti
matur staðarins, í fylgd með anan-
as úr dós.
Nauta-sjopsúei var fremur seigt;
hlaðið breiðum sveppahlemmum,
kúlusveppum og öðru grænmeti.
Kjúklingur með bambusspírum,
sveppum, papriku og möndluflög-
um dró í bragði einkum dám af
flögunum, en var samt frambæri-
legur. Lambakarrí var meyrt og
gott, en rosalega kryddað. Peking-
önd var betri, enda var hún í senn
afar meyr og hóflega krydduð.
Fjórar tegundir kínverskra
ávaxta úr dósum voru á boðstólum
sem eftirréttir. Guava var bezt, síð-
an lichee, en mango var sæmilegt
og rambuteau sízt.
Leyndarmálið varðveitt
í Sjanghæ kostar kvöldmáltíð
með te 1.480 krónur, ef samsettu
seðlarnir eru notaðir, og 1.425, ef
fólk raðar sjálft saman þremur
réttum. Súpa, te og einn réttur
dagsins kosta í hádeginu 795 krón-
ur. Eurocard er ekki tekið gilt. Á
kvöldin fylgdu ágætar málshátta-
kökur með reikningnum.
Af tillitssemi við óupplýst leynd-
armál staðarins verður hér ekkert
birt úr matseðlinum aö þessu sinni.
Jónas Kristjánsson
-
BESTU MYNDIRNAR í BÆNUM
VIDEOTÆKI FRÍTT MEÐ 2. SPÓLUM
5
Q)
u mm nkw k ummxi n* x am
mmm tsnruiu
km b EIKEÍ iíiSSTÖK ímáu tofeca m HKSTIK Mm ky STTíE ItfTl
m ma m ^ imt m%m m m \m. jr. « * m ur
INTERNATtONALViDEO
DÆMI UM
TOPPMYNDIR
TOP GUN
BIG TROUBLEIN LITTLE CHINA
CROCODILE DUNDEE
THE GOLDEN CHILD
BESTSHOT
HEARTBREAK RIDGE
MORNING AFTER
RUNNING SCEARD
OVER THE TOP
ALIENS
STAND BY ME
LEAGEL EAGLE
RUTHLESS PEOPLE
PEGGY SUE GOT MARRIED
STJÖRNUVIDEO SNÆVARSVIDEO
SOGAVEGI 216 HÖFÐATÚNI 10
SÍMI 687299 SÍMI21590