Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. 25 Samvinnuþýðingar feðga: Teygjum textann LOPI - LOPI Þriggja þráða plötulopi, 10 sauðarlitir, einnig grænir, rauðir og bláir litir. Ullargarn (hespulopi) ódýrt - ullarband. Sendum í póstkröfu. Lopi, ullarvinnsla, Súðarvogi 4 - Reykjavík Sími 30581. á milli okkar t - segir faðirinn, Eysteinn Þorvaldsson „Viö teygjum textann á milli okkar,“ segir Eysteinn Þorvaldsson sem und- anfarin ár hefur verið aö togast á við son sinn, Ástráð, um textabókarinn- ar Homo Faber eftir Svisslendinginn MaxFrisch. Þessi togstreita feðganna er þó ekki í ætt við fjölskylduharmleiki því þeir hafa nú í nokkur ár unnið saman að þýðingum og sendu fyrir flórum árum frá sér íslenska þýðingu á Rétt- arhöldunum eftir Franz Kafka. Eysteinn er lektor í bókmenntum við Kennaraháskólann en Ástráður ný- bakaður doktor í samanburðarbók- menntum, stundakennari við Háskólann og bókmenntagagnrýn- andi DV. Öryggi í samvinnunni „Okkur fmnst það góð aðferð að vinna saman að þýðingum," heldur Eysteinn áfram þegar hann lýsir vinnubrögðum þeirra feðga. „Það er hka mikið öryggi fólgið í því þegar tveir menn fara nákvæmlega yfir sama verkið og það er líka skemmti- legra því þýðingar eru einmanaleg vinna.“ Þegar forvitnast er nánar um þessi vinnubrögð þeirra feðga upplýsir Ástráður að aðferðin sé ekki fólgin í því að faðirinn standi yfir syninum með orðabók og skeri úr um rétt og rangt. „Við vinnum verkið þannig að fyrst er textanum skipt upp í marga hluta. Við skiptum brotunum á milli okkar og þýðum þau lauslega. Að því loknu er tekið til við að bera textabrotin saman og fullvinna text- ann.“ Fyrsta skrefið er að sá sem hefur þýtt hvern kafla les upphátt fyrir hinn þýðinguna en hann fylgist með í frumtextanum. „Þetta er auðvitað mjög tímafrek aðferð og mun sein- legri en ef einn maður ynni að verkinu en úr þessu getur orðið skemmtilegt ferðalag um efni og tungumál bókarinnar,“ segir Ástráð- ur. Munur á stíl hverfur „Með þessu móti fáum við tækifæri til að ræða textann, hverja einustu setningu og oft einstök orðbætir Eysteinn við, „og þá ekki síður sjálf- an þýðingarvandann. Þessi aðferð gerir það líka að verkum að allur munur á stíl hverfur og ég held að það sé engin leið að sjá nú hvor þýddi hvaö í upphafi." Raunar hefur það orðið til að teija vinnuna að Ástráður hefur undan- farin ár verið við nám í Bandaríkjun- um. Þann tíma hafa þeir haldið sambandinu með bréfaskriftum og síðan nýtt tímann til fullnustu þegar Ástráður var heima í fríum. í Banda- ríkjunum lagði Ástráður m.a. stund á þýðingafræði og segir að þeir feðg- ar „bæti hvor annan upp“ því faðir hans hafi lengri reynslu að baki í meðferð íslenskunnar. Þeir feðgar draga heldur enga dul á að þeir hafi kynnst hvor öðrum vel með þessari vinnu. „Það má segja að við glímum hvor við annan,“ segir Ástráður. „Við höfum þó alltaf náð samkomulagi um endanlega gerð textans. í nokkrum tilvikum höfum við orð- ið að leita aðstoðar annarra, eins og alltaf er nauðsynlegt við þýðingar. Bókin fjallar um vélaverkfræðing. í henni er mikið sagt frá flugi og þá notuð tækniheiti sem við höfum orö- ið að fá aðstoð við að snúa á ís- lensku.“ Samvinna þeirra feðga hófst árið 1981 þegar þeir byrj uðu að þýða verk Kafka. Auk Réttarhaldanna þýddu þeir þá nokkrar smásögur eftir hann og komu þær út í tímariti Máls og menningar árið 1983. Svissneskur Laxness „Að þessum Kafkaþýðingum lokn- um urðum við ásáttir um að endilega þyrfti að kynna skáldsögur Max Frisch hér á landi,“ segir Ástráður. „Til þessa hefur hann einungis verið þekktur hér á landi fyrir leikrit sín en hann er ekki síður mikilhæft sagnaskáld. í heimalandi sínu hefur hann, sem rithöfundur, svipaða stöðu og Halldór Laxness hér á landi þótt ekki hafi myndast um hann sama „lognið“ og raunin er á um Laxness. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á margt í svissnesku þjóðlífi. Fyrir vikið hefur hann farið í taugarnar á mörgum löndum sínum sem bera því við að hann sé að ófrægja land sitt, rétt eins og sagt var um Laxness áöurfyrr.“ Til stóð að Max Frisch kæmi á Bókmenntahátíð nú í haust en af því gat ekki orðið. Þeir feðgar hafa held- ur ekki hitt skáldið „því miður“, segir Eysteinn. Max Frisch er nú kominn hátt á áttræðisaldur. Hann hefur oft verið orðaður við nóbels- verðlaun, nú síðast í haust, en af þvi varð þóekki. Heiti bókarinnar, Homo Faber, kemur mörgum ókunnuglega fyrir sjónir. Þýðendurnir segja að útilokað sé að gefa bókinni íslenskt heiti í stað þess latneska svo vel fari. „Útgefand- inn vildi fá íslenskt nafn á bókina en þar sem þetta er óþýðanlegt þá hefði orðið að fmna bókinni nýjan titil,“ segir Ástráður. „Homo vísar til homo sapiens, sem er tegundarheiti mannsins, og aðalpersónan í bókinni heitir Walter Faber en „faber" þýðir jafnframt handverksmaður eða „tæknimaður" í yfirfærðri nútíma- merkingu. Bókin hefur alls staðar verið gefm út undir þessu heiti og það hefðu verið svik við höfundinn aö fara að breytaþví." Kafka næstur Þeir feðgar ætla ekki að láta staðar numið við þessa bók í samvinnuþýð- ingum sínum. „Við höfum fullan hug á að þýða meira," segir Eysteinn, „og við erum búnir að efna í bók meö smásögum eftir Kafka og höfum þeg- ar hafist handa við það verk. Þetta eru töluvert ólíkir textar að þýða. Kafka notar formlegt mál meira er Frisch sem skrifar nær tal- máli. Því höfum við orðið að setja okkur í nýjar stellingar þegar við skiptum á milli höfunda." Fyrir þessi jól koma á bókamark- aðinn nokkrar þýðingar á þýskum bókum sem er óvenjulegt því fáir hafa lagt sig eftir þýðingum úr þýsku. Þeir Eysteinn og Ástráður lærðu báðir þýsku hér heima og voru síðan við nám í Þýskalandi. „Það má segja að við höfum dálæti á þessu máli,“ segir Eysteinn, „og okkur fannst líka að hér vantaði þýðingar á ýmsum öndvegisverkum þýskrar tungu.“ -GK Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. DV-mynd BG JÁRNSMÍÐAVÉLAR BEYGJUPRESSA - 30 TONN - EDWARDS - TREUBAND - 2 MTR. KLIPPUR EDWARDS - 1/25 IÐNVÉLAR & TÆKI, Smiðjuvegi 28, sími 76100. SÓKNARFÉLAGAR - SÓKNARFÉLAGAR! Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 25. nóv. kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Fundarefni: 1. Rætt um væntanlega samninga. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini. Mætið stundvíslega. Stjórnin STÚ DENTAFÉLAG REYKJAVlKUR STOFNAB 1871 NIL HUMANI A ME ALIENUM PUTO FULLVELDISFAGNAÐUR STÚDENTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR VERÐUR HALDINN LAUGARDAGINN 28. NÓVEMBER1987 í ÁTTHAGASAL HÓTEL SÖGU Boðið er upp á glæsilegan kvöldverð. Inga Backman söngkona kemur fram og ræða kvöldsins verður flutt af Jóni Erni Marinóssyni. Fjöldasöng er stjórnað af hinum landskunna „stuðmanni" Valdimar Örnólfs- syni. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Borðapantanir í síma 67 33 55. Stjórnin 10% AFSLÁTTUR Bjóðum 10% afslátt á 2,5 og 3,0 metra KIMADAN mykjudælum meðan birgðir endast. Flatahrauni 29 220 Hafnarfirði. Sími 91-651800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.