Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Page 42
54
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
Ferðamál
DV
Jökulfirðimir hrikalegu
*
,Inn úr norðanverðu
Isaíjarðardjúpi, milli
Grænuhlíðar að vest-
an og Vébjarnarnúps
að austan, gengur
stór ogmikillflói.
Hann greinist síðan í
fimm langa og mjóa
firði er skerast inn í
hálendi Hornstranda.
Flóinn og firðirnir
hafa eitt sameiginlegt
heiti; Jökulfirðir, og
segir nafnið eitt sína
sögu.
Ohætt mun að full-
yrða að umhverfi
JökulQarða sé eitt hið
hrikalegasta sem fyr-
irfinnst hér á landi.
Langir og háir hálsar,
400-600 m háir, ganga
fram á milli fjarðanna
með bröttum hlíðum
og hamrabeltum er
ná í sjó fram. Undir-
lendi er nánast
ekkert, aðeins örlitlar
ræmuríbotnum
Qarðanna eða litlar
eyrar sem skaga út í
þá.
Horft frá Hafnarskarði út Veiðileysufjörð. (Myndin tekin með aðdráttarlinsu)
Jólagjafahandbók
V E R SI j AN IR!
Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 3. desember nk.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á aö auglýsa í
JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI
vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild
Þverholti 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst.
í síðasta lagi fimmtudaginn 26. nóv. nk.
Á liðnum öldum hefur nokkur byggð
verið í Jökulfjörðum, einkum í Hest-
eyrar- og Hrafnsfirði, en minni í
hinum. Þó munu þeir hafa byggst
strax í upphafi íslandsbyggðar sam-
kvæmt frásögn Landnámabókar og
Fóstbræðrasögu og byggð haldist þar
fram á þessa öld. Nú eru Jökulfirðir
í eyði og ekkert líf þar að finna nema
„dýr merkurinnar, fugla himins og
lífverur í söltum sjó“.
Á síðari árum hefur straumur
feröamanna varið vaxandi um Jök-
ulfirði enda búa þeir yfir marg-
slungnum töfrum. Greiðfært er
göngumönnum um fjarðarbotnana
og yfir hálsana milli þeirra og svo
er einnig kjörið að sigla á smábát
með ströndinni og á milli fjarða. Af
hálsunum fæst góð sýn yfir svæðið
og margar spumingar vakna þegar
gróðurinn er athugaður. Af bát er
unnt að skreppa í land þar sem hug-
urinn gimist hveiju sinni eða dóla í
rólegheitum meðfram landi og viröa
fyrir sér umhverfið sem tekur sífelld-
um breytingum á langri leið.
En nú skulum við huga að hverjum
firði fyrir sig.
Firðirnir fimm
Eins og fyrr sagði em þeir fimm
talsins og heita svo talið frá vestri til
austurs: Hesteyrarfjörður, Veiði-
leysuíjörður, Lónafjörður, Hrafns-
fjörður og Leirufjörður sem er þeirra
minnstur. Hesteyrarfjörður er um 9
km langur. Við hann vestanverðan
stóð þorpið Hesteyri. Þegar flest var
bjuggu þar um 80 manns og þá var
þar mikið að starfa. Um og eftir síð-
ustu aldamót var starfrækt skammt
fyrir innan þorpið hvalveiðistöð sem
veitti mörgum atvinnu en eftir að
hún var lögð niður var þar síldar-
stöð. Á styijaldaráranum síðari fór
byggðin að dragast saman og árið
1952 flutti síðasti íbúinn burt frá
Hesteyri. Eftir standa nokkur íbúð-
arhús og minna á horfna tíð.
Nokkurt undirlendi er við Hesteyri