Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Page 12
12
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Erlendbóksjá
GERALD A.
BROWNE
Hættulegir
demantasalar
11 HARROWHOUSE.
Höfundur: Gerald A. Browne.
Penguin Books, 1988.
Viö Harrowhouse númer ellefu
í London eru aðalbækistöðvar
alþjóðlegs fyrirtækis sem hefur
kverkatak á öllum viðskiptum
með demanta í heiminum. Gim-
steinasalar kaupa demantana hjá
þessu fyrirtæki sem ákveður
veröið. Það er því í hæsta máta
óheppilegt fyrir gimsteinakaup-
menn aö lenta i ónáö hjá ráða-
mönnum þar á bæ.
Chesser er einn þeirra sem fær
að frnna fyrir því hvernig það er
aö komast upp á kant við dem-
antssamsteypuna og hann sættir
sig bölvanlega við það. Þegar
honum gefst síðan tækifæri til
þess að hafa af þessum íjandvin-
um sínum miklaríjárhæðiriætur
hann til skarar skríða ásamt vin-
konu sinni, Maren. En hann
kemst fljótt að því að samsteyp-
unni stjórna engir aukvisar og
þau skötuhjúin þurfa að hafa sig
öli við til þess eins að halda líf-
inu.
Þetta er ein af eidri spennusög-
um Browne en engu að síður
læsiieg frásögn af bíræfum svik-
um og æðisgengnum eltingaleik
sem fylgir í kjölfarið.
lERK MRASTCNE.
f X»'fi RWAM I
ADDITIVES
Aukefiii í mat
ADDITIVES: A GUIDE FOR EVERY-
ONE.
Höfundar: Erlk Millstone og John
Abraham.
Penguin Books, 1988.
Um þessar mundir eru ýmis
aukefni sett í flest matvæli. Hver
eru þessi aukefni? Hvaða óhrif
hafa þau? Eru þau hættuleg?
Þetta eru allt eðlilegar og sjálf-
sagöar spurningar neytenda. En
þaö er úr vöndu að ráða, jafnvel
í þeim tilvikum þegar aukefnin
eru skráð á umbúðir, eins og regl-
ur kveða á um. Aukefnin bera
nefnilega í flestum tilvikum heiti
á borð við „E123“ eða „E297“ og
neytandinn er litlu nær.
Þessi bók veitir neytendum
svörin. Hér er sagt frá öllum
helstu aukefnum sem sett eru í
matvæli, þess getið í hvaða mat-
væli þau eru einkum notuð,
hvaða reglur gilda um notkun
þeirra innán Efnahagsbandalags-
ins og hvort þau eru hættuleg eða
ekki. Efnunum er raðað niður
eftir E-númerum og því auðvelt
aö finna það númer sem neytahd-
inn er að leita að hverju sinni.
Höfundarnir telja annars flest
þessara aukefna óþörf. Fáeinir
tugir þeirra séu með nokkurri
vissu hættulaus en svipaöur
fjöldi örugglega hættulegur. Um
hugsanlegan skaða fyrir líkam-
ann af öllum hinum efnunum sé
einfaldlega ekki nægilega mikið
vitað.
NjósnaævintýriRichards Hannay
GREENMANTLE.
MR. STANDFAST.
THE THREE HOSTAGES.
THE ISLAND OF SHEEP.
Höfundur: John Buchan.
Penguin Books, 1988.
Á öðrum og þriðja áratug aldarinn-
ar náðu rómantískir njósnareyfarar
um Richard Hannay umtalsverðum
vinsældum í Bretlandi og reyndar
víðar. Mestum vinsældum náði þessi
sögupersóna þó á íjórða áratugnum
þegar meistari Alfred Hitchcock
gerði eina af sinum bestu bresku
kvikmyndum eftir einni af skáldsög-
unum um Hannay. Það var kvik-
myndin The Thirty-nine Steps sem
gerð var eftir fyrstu sögunni um
þennan enska íoðuriandsvin.
Höfundur þessara spennusagna,
breski stjórnmálamaðurinn John
Buclian, samdi flestar þéirra á árum
fyrri heimsstyrjaldarinnar. The
Thirty-nine Steps kom út árið 1915,
Greenmantle ári síðar og Mr. Stand-
fast á lokaári stríðsins, 1919. The
Three Hostages sá dagsins ljós árið
1924 en síðasta sagan, The Island of
Sheep, löngu síöar eða árið 1936 eftir
*> <■>.
//,.<ftr'vefumut//e
S/.sftmi/"< f '/n’e/) r77u'ee//(oxttn/e,
að kvikmynd Hitchcocks haföi á ný
vakið áhuga-á sögupersónunni.
Þessar njósnasögur eru um margt
háöar þeim tímum sem þær voru
skrifaðar á og myndu því ekki vekja
mikinn áhnga nú til dags einar og
sér. Það sem ræður því að fjórar síð-
ari sögurnar hafa nú verið gefnar
út að nýju er að sjálfsögðu sjón-
varpið. Thames-stöðin hefur sum sé
látið gera eftir þeim framhalds-
myndaflokk og af því tilefni hafa þær
verið prentaðar á ný.
Hvernig eru svo þessar spennusög-
ur aflestrar í dag?
Jú, þetta eru rómantískar frásagnir
um átök við ósvífna andstæðinga,
yfirleitt Þjóðverja. Átökin eru þó
ákaflega mild miðað við það sem nú
tíðkast í njósnareyfurum og atburða-
rásin hægfara, enda leggur höfund-
urinn verulega áherslu á ítarlegar
lýsingar á sögusviðinu hverju sinni.
Söguhetjan er enskur sjentilmaður
að afhjúpa samsæri vondra útlend-
inga og þaö er hugvit fremur en vopn
sem ræður úrslitum.
Með öðrum orðum: Þetta eru ekki
sögur fyrir þá sem hafa vanist á þær
nútímaspennusögur þar sem búast
má við morði á annarri hverri síðu
og klámfengnum ástarlýsingum þess
á milli.
Fjórir tugir ára í lífi Rousseau
JEAN-JACQUES.
Hölundur: Maurice Cranston.
Penguin Books, 1987.
Jean-Jacques Rousseau var einn
af þessum tjölmenntuðu snilling-
um sem settu svip sinn á átjándu
öldina. Hann lét að sér kveða á
sviði heimspeki, stjórnmála og
þjóðfélagsmála almennt auk þess
sem hann samdi skáldrit. Áhrif
hans á viðhorf samtímamanna
sinna sem og eftirkomandi kyn-
slóða voru afar mikil og að sumra
dómi óæskileg í meira lagi. Hann
hefur jafnvel veriö sakaður um að
vera andlegur frumkvöðull ýmissa
pólitískra öfgastefna sem ruddu sér
til rúms eftir hans daga.
Þótt Rousseau hafi alla tíð verið
umdeildur munu þó fáir bera á
móti því að hann hafi verið fjöl-
hæfur gáfumaður sem setti fram
frumlegar hugmyndir um stöðu
mannsins.
Þessi ævisaga nær yfir fyrstu 42
árin í lífl Rousseau, þ.e. frá fæðingu
w
Jean -Jacques
THH EARLY LIFL. AND WÓRKOf
JEAN |ACQt'ES KOt SSLAI
/7/ 2 - /754
‘A drftmnvc htQ^rjpliy, »4 ítchoJarh' a* it í*
fnirttJtTting' - fxowmin
Maurice Cranstok
hans árið 1712 til 1754 að hann snýr
á ný, eftir langa íjarveru, til fæð-
ingarborgar sinnar, Genf. Þá haföi
hann þegar ritað merk rit um listir
og vísindi og um ójöfnuð í mannlíf-
inu. Af þessu leiðir að hér er ekki
íjallað um mestu frægðarár Ro-
usseau né þekktustu verk hans
eins og Émile, Contrat social og La
Nouvelle Heloise. Það bíöur síðara
bindis þessa verks sem höfundur-
inn, breskur sagnfræðingur, hefur'
undanfarin ár unnið að.
Höfundurinn hefur kannað öll
frumgögn sem til eru og varða ævi
og störf Rousseau. Frásögnin er
með hefðbundnum hætti þar sem
ferillinn er rakinn í réttri tímaröð.
Lýst er náið aöbúnaöi og lífskjörum
Rousseau og því fólki sem hann
hafði mest samneyti við á þessum
árum. Þótt höfundurinn sé vissu-
lega þeirrar skoðunar að Rousseau
hafi verið hinn merkasti snillingur,
er á engan hátt reynt að draga dul
á galla hans. Hefur þetta verk enda
fengiö mikið lof þeirra sem vel
þekkja til viðfangsefnisins.
Metsölubækur
Bretland
Söluhæstu kiljurnar:
1. Sidney Sheldon:
WINDMILLS OF THE GODS.
(i).
2. Tom Clancy.
RED STORM RISING. (2).
3. Stephen King:
THE EYES OF THE DRAG-
ON (3).
4. Barbara Vine:
A FATAL INVERSION. (5).
5. Stephen King:
IT (-)■
6. Colin Forbes:
THE JANUS MAN (4).
7. Catherine Cookson:
BILL BAILEY. (10).
8. Dick FranciS:
BOLT (7).
9. James Clavell:
WHIRLWIND (8).
10. Elvi Rhodes:
THE GOLDEN GIRLS. (-).
Rit almenns eölis:
1. Robert Hughes:
THE FATAL SHORE. (5)
2. Rosemary Conley:
THE HIP AND THIGH DIET
(U-
3. Whitley Strieber:
COMMUNION. (3).
4. James Fox:
WHITE MISCHIEF. (4).
5. P.L. Fermor:
BETWEEN THE WOODS
AND THE WATER. (2).
6. Marcus Siefl:
DON'T ASK THEPRICE. (-).
7. Van der Post:
A WALK WITH A WHITE
BUSHMAN. (7)
8. FARMHOUSE KITCHEN
MICROWAVE COOKBOOK.
(-)•
9. RONAY'S CELINET GUIDE
TO HOTELS 8. RESTAURANTS.
(-)■
10. Paulíne Cutting:
CHILDREN OF THE SIEGE.
(6).
(Tölur innan sviga tákna röð bókar vikuna á
undan. Byggt á The Sunday Times)
Bandaríkin
Metsölukiljur:
1. Sally Beauman:
DESTINY.
2. Robin Cook:
OUTBREAK,
3. Sidney Sheldon:
WINDMILLS OF THE GODS
4. Stephen King:
THE EYES OF THE DRAGON.
5. Pat Conroy:
THE PRINCE OFTIDES.
6. Phyllis A. Whitney:
SILVERSWORD
7. Elmore Leonard:
BANDITS.
8. V C. Andrews:
GARDEN OF SHADOWS.
9. Paul Erdman.
THE PANIC OF '89.
10. Dana Fuller Ross:
ARIZONAI.
11. Jean Lorrah:
THE IDIC EPIDEMIC.
12. John Katzenbach:
THE TRAVELER.
13. Hilary Norman:
IN LOVE AND FRIENDSHIP.
14. Tom Clancy:
RED STORM RISING.
15. Lawrence Sanders:
CAPER.
Rit almenns eölis:
1. Whitley Strieber:
COMMUNION.
2. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS
TRAVELED
3. Judith Viorst:
NECESSARY LOSSES.
4. Beryl Markham:
WEST WITH THE NIGHT.
5. Budd Hopkins:
INTRUDERS.
6. John Feinstein:
A SEASON ON THE BRINK.
7. Kirkland/Lawrence:
DANCING ON MY GRAVE.
8. Harold Kushner:
WHEN ALL YOU'VE EVER
WANTED ISN’T ENOUGH.
9. Oliver Sacks:
THE MAN WHO MISTOOK HIS
WIFE FOR A HAT.
10. Joseph Wambaugh:
ECHOES IN THE DARKNESS.
11. Bill Cosby:
FATHERHOOD.
(Byggt á New York Times Book
Review)
Danmörk:
Metsölukiljur:
1. M. Atwood:
TJENERINDENS FORTÆLL-
ING. (1).
2. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN. (4).
3. Andersen-Nexö.
PELLE EROBREREN l-ll. (2).
4. Jean M. Auel:
HESTENES DAL. (5).
5. Isabel Allende:
ÁNDERNES HUS. (6).
6 Isabel Allende:
KÆRLIGHED OG M0RKE.
(9).
7. Pu Ji:
DEN SIDSTE KEJSER (7).
8. Elsa Morante:
HISTORIEN. (10).
9. Godfred Hartmann:
CHRISTIAN. (-).
10. NUDANSK ORDBOG. (3).
(Tölur innan svíga tákna röð bókar vikuna
á undan. Byggt á Politiken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
WmúnV”
Hagsaga
eftirstríðs-
áranna
WAR, ECONOMY AND SOCIETY
1939-1945.
Höfundur: Alan S. Milward.
PROSPERITY AND UPHEAVAL: THE
WORLD ECONOMY 1945-1980.
Penguln Books, 1987.
Þrátt fyrir margháttuð vand-
ræði, og stórfellda misskiptingu
gæðanna, eru eftirstríðsárin tví-
mælalaust mesti framfaratími í
framleiðslu og verslun sem um
getur í sögu mannsins.
Það er auðvitað merkilegt um-
hugsunarefni að þetta efnahags-
lega velmegunarskeið skuh hafa
fylgt í kjölfar alþjóðlegrar kreppu
og heimsstyrjaldar sem hafði í för
með sér meiri eyðingu manna og
mannvirkja en nokkur annar at-
burður í sögunni. Hver er skýr-
ingin?
Því er að miklu leyti svaraö í
þessum ritum sem fjalla um þró-
un efnahagsmála, hagsöguna, frá
árinu 1945 fram til um 1980. Þess-
ar tvær bækur eru reyndar
nýjasti hluti Pelican-ritraðar um
hagsögu tuttugustu aldarinnar og
samin með breiðan lesendahóp í
huga.
Fyrra ritið, sem er eftir Alan
Milward, prófessor við London
School of Economics, tekur fyrst
og fremst á þróun efnahagsmála
í síðari heimsstyrjöldinni, og þá
alveg sérstaklega á Vesturlönd-
um. Fjallað er ítarlega um áhrif
stríðsrekstursins á einstaka þætti
framleiðslulífs og verslunar, en í
lokin rekur Milward þá endur-
skipulagningu alþjóðaviðskipta
sem fylgdi í kjölfar hildarleiksins
mikla.
Bók belgíska prófessorsins Her-
man Van der Wee tekur við þar
sem Milward endar. Hann skiptir
riti sínu í tvo meginkafla. í þeim
fyrri er fjallaö um ástæður hag-
vaxtar eftirstríðsáranna, afleið-
ingar og vandamál, en í þeim
síðari um þann skipulagslega
stakk sem þjóðir heims hafa
reynt að sníða efnahagslegri sam-
vinnu. Meðal amiars rekur hann
þar sérstaklega þróun og vanda
Efnahagsbandalagsins og hina
torsóttu leið til víðtæks samstarfs
í gjaldeyrismálum.
Þótt mikið hafi áunnist frá
stríðslokum í efnalegu tilliti er
augljóst að margur vandinn bíð-
ur úrlausnar éins og reyndar má
lesa um daglega í fréttum. Það
kemur einnig skýrt fram í niður-
lagi bókar Van der Wee að hann
telur þörf á nýhugsun í efnahags-
málum. Van der Wee segir brýnt
aö þær breytingar verði að veru-
leika fyrir frumkvæði vestrænna
þjóða sem hafi allar efnalegar og
andlegar forsendur til þess að
vísa veginn.