Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
21
Elizabeth Taylor skrifar bók um megrun:
Tuttugu og sjö kíló
hurfu
Taylor var enn á bamsaldri þegar
hún varö fræg. Allt sitt líf hefur hún
vanist því að vera í sviðsljósinu. Hún
hefur aldrei fengið að vera í friði með
einkalíf sitt og aldrei var hnýsnin
meiri en þegar hún var gift Richard
Burton. Þau voru hundelt öllum
stundum og í bókinni gefur Taylor
eitt átakanlegt dæmi.
„Eitt kvöld kom ég heim af óskars-
verðlaunahátíð. Ég settist fyrir
framan sjónvarpið til að sjá hvernig
hátíðinni væru gerð skil í fréttum.
Öll fréttin frá hátíðinni gekk út á að
lýsa hvernig ég var klædd og hvernig
ég leit út og inn í þetta var blandaö
gömlum myndum af mér til að sýna
Elizabeth Taylor
aftur búin að ná
fyrra sköpulagi.
Þannig var útlitið
þegarTaylor
ákvað að gripa í
taumana.
Elizabeth Taylor hefur
skrifað þykka bók um
27 kíló sem ekki eru til.
Þessi kíló voru þó til og
íþyngdu kvikmynda-
stjörnunni ámm saman.
Þau aflöguðu líkamann sem svo
margar konur öfunda hana af og
margir karlmenn telja hið mesta
augnayndi.
Það eru fjögur ár síöan hún ákvað
að gera eitthvað í málinu. Nú eru
kílóin 27 horíin og Taylor aftur orðin
jafnglæsileg og hún var þegar hún
var á hátindi frægðarinnar.
í bókinni lýsir Taylor á afarhrein-
skilinn hátt hvernig henni tókst að
breyta sjálfri sér úr kyntákni í fitu-
klump. Hún var 54 kíió meðan hún
hélt sköpulagi sínu réttu og það fór
þessari lágvöxnu konu vel. Hún er
aðeins 164 sentímetrar á hæö. Þegar
hún var orðin 81 kíló ákvað hún að
grípaítaumana.
Röð af misheppnuðum
hjónaböndum
Taylor er nú 56 ára. Hún hefur á
ferli sínum kynnst mikilh frægð og
djúpri niðurlægingu. Hún lék í
myndum á borð við Köttur á heitu
tinþaki, Kleopötru og Hver er hrædd-
ur við Virginiu Woolf? Einkalífið var
alltaf stormasamt og umtalað. Hún
stóð þó allt af sér þar til í sjöunda
hjónabandinu. Þá fór alvarlega að
halla undan fæti. Hún fór að drekka
úr hófi fram og kílóin hlóðust utan
á hana.
Þetta var þegar hún var gift banda-
ríska þingmanninum John Warner
og ætlaði að gerast heimavinnandi
húsmóðir og draga sig í hlé frá amstri
heimsins. Eiginmaðurinn var á stöð-
ugu flakki en frúin sat heima og
drakk og nærðist helst á sætindum.
Sögur eru um að hún hafi einnig
reynt eiturlyf en um það segir hún
ekkert í bókinni.
Þar kom að hjónabandið fór út um
þúfur. Taylor var orðin drykkju-
sjúklingur og offitan farin að há
henni. Árið 1983 fékk hún vist á af-
vötnunarstöö Betty Ford og fékk þar
bót á áfengisvandanum og næst á
dagskrá var að ráðast gegn aukakíló-
unum.
Drykkja og ofát
Taylor skrifar þannig í bók sína
um niðurlæginguna: „Tilfmningalíf
mitt gekk allt úr skorðum og ég varð
hirðulaus um útlit mitt. Þetta var
vítahringur. Ég lagðist í drykkju og
ofát til að fylla í tómarúmið sem kom-
ið var í líf mitt. Það sem mig skorti
var sjálfsagi. Ég fann að ég var að
fara í hundana og leitaöi huggunar í
áfengi og enn meira áfengi."
hvernig ég bæri aldurinn. Á eftir
komu raunverulegar fréttir af stjórn-
málum og efnahagsmálum en þær
voru aukaatriði. Útlit mitt var talið
miklu forvitnilegra. Það er auðvitað
niðurdrepandi þegar ein undirhaka
er orðin að stórviðburöi."
Vald yfir tilfinningunum
Taylor segist nú hafa náð valdi yfir
tilfmningum sínum. Hún er yfirveg-
aðri en hún var áður. Hún ver nú
miklu af frítíma sínum í að leggja
baráttunni gegn eyðninni lið. Hún
vill ekki gefa öðrum ráð til að vinna
bug á löstum sínum og segir að hver
og einn verði finna sína aðferð. Hún
segir að ráðið til að megra sig sé að
borða hollan mat og hreyfa sig en
hver verður að fmna út fyrir sig
hvaða matur það er og hvernig hreyf-
ing.
Bókin heitir Elizabeth Takes Off.
Hún tileinkar bókina „þér“ og bætir
við „þú veist hver þú ert“. Bókina
segist hún hafa skrifað öðrum til
lærdóms. „Ég lærði mikið af því að
skrifa hana og vona að allir geti lært
eitthvað af lestrinum.“
Þýtt/-GK
Atvinna á vetrarvertíð
Okkur vantar vanar stúlkur í snyrtingu og pökkun í
vinnslusal okkar nú þegar. Góðar verðbúðir og mötu-
neyti. Upplýsingar í síma 97-81200.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
fiskiðjuver, Höfn í Hornafirði
Skinntöfflur
með innleggi
Póstsendum samdægurs.
5% staðgreiðsluafsláttur.
Toppskórinn S.Waage S.Waage
Veltusundi Domus Medica Kringlunni
S. 21212 S. 18519 S. 689212
- 5 tonna, Þessir bátar eru afgreiddir allt
frá því að vera plastklárir til þess að vera fullbún-
ir, innréttaðir og með vél.
- 9 tonna, dekkaðir. Þessir bátar njóta sívaxandi
vinsælda meðal sjómanna sakir óvenju mikils
stöðugleika og vandaðrar smíði.
-15 tonna, upplagður snurvoðarbátur - sannkall-
að flaggskip. Þessi bátur er í nýrri, endurbættri
gerð og kemur á markaðinn eftir breytingar á
síðasta ári. Þessi bátur er tilvalinn fyrir þá sem
þurfa að endurnýja úr t.d. gömlum 11-13 tonna
trébátum.
Við aðstoðum við allan pappírsfrágang varðandi
fjármögnun og innflutning, svo og öflun tilboða
i búnað og tæki.
MKStmn
UMBOÐIÐ
INGIMUNDUR MAGNÚSSON
NÝBÝLAVEGI 22
SÍMI43021 og 641275 EFTIR KL. 17.00
ÓRYGGI - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
NORSKIR FISKIBÁTAR
Viksund fiskibátar