Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 42
54
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
LífsstíU
Flug og sumarhús:
Hvað er
- í boði?
Sum húsin og ibúöirnar hafa verið innréttuð af smekkvisi og eru með öll algengustu heimilistæki.
Flestir ferðasalar sem starfa á ís-
landi bjóða upp á þessar vinsælu
feröir. Eftirspurnin eftir sumarbúða-
ferðum hefur aukist jafnt og þétt
lsíðustu ár og virðast fjölskyldur
fylla þennan hóp viðskiptavina að
mestu leyti. Þjónusta ferðasala við
þessa viðskiptavini hefur aukist og
batnað í réttu hlutfalli við aukna eft-
irspurn. Ferðasalar reyna margir
hverjir að sérliæfa sig í ákveðnum
stöðum og löndum. Von er að sú sér-
hæfni skih sér í bættri þjónustu og
verði til neytenda.
Helstu lönd sem boðið er upp á eru
- Holland, Þýskaland, Danmörk og
Austurríki. Það er ekki hægt að meta
hvort einn staður sé öðrum fremri
því það mat byggist á þörf og smekk
hvers og eins. Náttúrufegurð er ein-
um mikilvæg meðan annar vill hafa
nóg af veitingastöðum í nálægð. Þaö
verður því að vera svo að hver og
einn geti vahð sér staði sem henta
þörfum hans sem best. Einnig geta
möguleikar á styttri og lengri skoö-
unar- eða verslunarferöum haft áhrif
á vahð.
Húsnæði mjög
mismunandi
Húsnæði það sem boðið er upp á
í ferðum þessum er auðvitað mjög
mismunandi. íburður á einum stað
og látleysi á öðrum. Sjálfsagt er fyrir
kaupendur að fá að sjá myndir af
væntanlegum híbýlum sínum áður
en ferð er ákveðin. í flestum tilfellum
hafa ferðasalarnir bækhnga og
myndir af þeim svæöum sem boðið
er upp á. í mörgum tiifehum er ekki
hægt að fá úthlutað íbúðum eða hús-
um áður en lagt er af staö en ef boðiö
er upp á það þá er sjálfsagt að kynna
sér hvort staðsetningin er kaupanda
tii ama. Til dæmis gæti verið um-
ferðargata hinum megin við garðinn
eða diskótek á hæðinni fyrir neðan.
Ef væntanlegir ferðalangar hafa
ýmsar þarfir eöa væntingar þá er
betra að orða þaö í byijun.
Erfitt er að bera saman verð á
flug og hús pökkunum þar sem um
mjög mismunandi stærð á íbúðum
og húsum er að ræða. Ekki er aðeins
stærð mismunandi heldur er tölu-
verður mismunur á útbúnaði. Á
sumum stöðum er sjónvarp, útvarp
og sími. Annars staðar er þetta ekki
til staðar. Ef fólk ætlar að bera sam-
an verð þá er nauðsynlegt að kynna
sér einnig hvað það fær fyrir pening-
ana sína. Yfirleitt fylgja þessum
húsum og íbúðum nauðsynlegustu
tæki og áhöld til að sinna daglegum
þörfum. Það er misjafnt hvort ræst-
ing er innifahn eða ekki og svo má
lengi upp telja.
í töflunni hér á síðunni er ekki lagt
mat á ofangreinda hluti. Lesendur
þeir sem hafa hug á kaupum á „flug
og hús“ ferðapökkunum verða að
athuga þá hluti sjáifir. Það er ekki
hægt að greina frá öhum þeim
aragrúa atriða sem hver staður hefur
upp á að bjóöa. Einungis er reynt að
gefa vísbendingu um verðlagningu á
flug og hús ferðapökkunum. Margar
íbúðimar eru til dæmis 1 svefn-
herbergi og svefnaðstaða í stofu,
önnur húsin taka allt að átta manns.
Ferðasalar vom spurðir að því
hvaö myndi kosta fyrir 4 manna fjöl-
skyldu (þar af 2 böm undir 12 ára
aldri) að dvelja 3 vikur í júní í sumar-
húsi eða íbúð. Það er síðan persónu-
bundið hvað mikið pláss fólk þarf og
vih hafa í kringum sig. Þess ber hins
vegar aö gæta þegar borið er saman
verðið að verð á íbúð með einu svefn-
herbergi getur verið svipað og húsi
með 3 herbergjum.
-EG
Verð
á sumarhúsum
Samvinnuferðir Landsýn 3 svefnherbergi ö
Samvinnuferðir Landsýn 2 svefnherbergi
Flugleiðir 1 svefnherbergi D
Flugleiðir 2 svefnherbergi □
Atlantik 1 svefnherbergi □
í Evrópu
Atlantik 3 svefnherbergi
Úrval 1 svefnherbergi
Úrval 2 svefnherbergi
Pólaris 1 svefnherbergi
Pólaris 2 svefnherbergi
Holland Frakkland Austurríki England Danmörk Þýskaland
Miiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii
■■■■■■■■■■■■■■
Rl
LEIDBEINENDUR I SKYNDIHJALP
Rauði kross íslands hefur gefið út nýtt námsefni í skyndihjálp. Kynningarfundir verða haldn-
ir fyrir leiðbeinendur í sal Hótel Lindar, Rauðarárstíg 18, R.
10. mars kl. 20.00
16. mars kl. 20.00
22. mars kl. 20.00
Þátttaka tilkynnist á aðalskrifstofu RKí, Rauðarárstíg 18, Reykjavík, í síma 91 -26722.
Rauði íslands spnBBMHHMniniHBnnannBu
sumar-
hús
Þegar ferðast er tll dvalar í
sumarhús erlendis vill fólk gjarn-
an hafa bifreið til afnota einhvern
eða allan tímann. í flestum tilfell-
um er best að ganga frá þessum
málum áður en haldið er af stað.
Samningar þeir, sem ferðasalar
gera við bílaleigur, eru í flestum
tilfellum hagstæöari en þegar
leigðir eru bilar á staðnum. Þá
er yfirleitt trygging fyrir þvi að
bíll sá, sem beðið var um, fáist.
Það kemur stundum fyrir að bíla-
leigur hafa ekki bíla í þeim
veröflokki sem borgaö var fyrir í
upphafi férðar. Ef það kemur fyr-
ir er það siðferðilegur réttur
leigjandans aö fá bíl i næsta verð-
flokki fyrir ofan, án þess að þurfa
að greiða mismuninn.
í sumum tilfellum sjá feröasal-
ar um að útvega bíla þegar komið
er á staðinn. Þá er gott að vera
búinn að athuga hvort vandamál
verði aö útvega þann bíl sem
hugurinn girnist og hver kostn-
aður við hann verður. Stundum
hefur borið á þvi að upp er gefið
verð hérlendis sem síðan stenst
ekki þegar út er komiö. Hvers
konar aukagjöldum er bætt við
þannig að ódýri bíllinn er farinn
aö kosta meira en pyngjan geröi
ráö fyrir.
Ef ekki hefur veriö á dagskrá
að leigja bíl, þegar ferðin hófst,
en skyndileg löngim grípur um
sig til aksturs, er gott að bera
saman tilboð nokkurra bílaleigu-
fyrirtækja, sem leigja bíla, þvi aö
verð er svo sannarlega mismun-
andi. Allir ættu í þaö minnsta aö
taka með sér ökuskírteinið því
að án þess fær enginn leigðan bíl.
-EG