Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Page 16
16
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
hU"d'"'SúTjaðllÍ
•'OMTmiu,
hvers mánaðar
Kvikmynd um ævintýri Miinchausens:
Dýrasta mynd sem gerð
hefur verið í Evrópu
John Neville i hlutverki Miinchausens. I kvikmyndinni segir hann átta ára
gamalli stúlku sögur sínar.
Þetta er flóknasta og dýrasta upp-
taka á kvikmynd sem um getur í
Evrópu. Myndin fjallar um
Miinchausen, einn nafntogaðasta
ævintýramann allra tíma, sem þó var
aldrei til. Þeir eru fáir sem ekki hafa
kynnst sögunum af Munchausen.
Árum saman voru þær í formi teikni-
myndasögu í Æskunni ög þaðan er
hugmynd flestra íslendingaum útlit
mannsins komin.
Einn úr Monty Python hópnum
Myndin um Múnchausen er tekin
í Róm og það er maður að nafni Terry
Gilliam sem leikstýrir. Sá hefur víöa
ra Q\a'daj,,rq\a'ds
SVab9'®e\,''ve9^!^-
Sk"agreííSJeg0nPá'J^ra 9/a/da
y ,auna greíðs/na
■ 'viniij
OWðtluHjsi
GJALDDAGI
. FYRIR SKIL .
A STAÐGREÐSLUFE
Launagreiðendum ber að
skila afdreginni staðgreiðslu
af launum og reiknuðu endur-
gjaldi mánaðarlega. Ekki
skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru
greidd né hvort þau eru greidd
fyrirfram eða eftir á.
Gjalddagi skila er 1.
hvers mánaðar en eindagi
þann 15.
Með greiðslu skal fylgja grein-
argerð á sérstöku eyðublaði
„skilagrein". Skilagrein ber að
skila, þó svo að engin stað-
greiðsla hafi verið dregin af í
mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu
vera í heilum krónum.
Allir launagreiðendur og sjálf-
stæðir rekstraraðilar eiga að
hafa fengið eyðublöð fyrir
skilagrein send. Þeir sem ein-
hverra hluta vegna hafa ekki
fengið þau snúi sér til skatt-
stjóra, ríkisskattstjóra, gjald-
heimtna eða innheimtumanna
ríkissjóðs.
-Gerið skil tímanlega
og forðist örtröð síðustu dagana.
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI
komið við sögu í kvikmyndunum og
starfaði eitt sinn með breska leik-
hópnum Monty Python. Gilliam
hefur sagt að leikstjórnin hafi verið
álíka erfið og að klífa Everest á öðr-
um fæti með bundið fyrir augun.
Gilliam hefur alla tíð verið kennd-
ur við ævintýramennsku. Til þessa
hefur honum reynst ómögulegt að
gera alvarlega mynd. Það fer því vel
á að hann fáist við lygarann
Múnchausen. Þeir eiga vel saman.
En þessi kvikmynd er meira en
grínið eitt. Hún er óhemjudýr og
tæknibrögðin sem þarf að beita til
að gera sögurnar trúverðugar eiga
sér helst samjöfnuð í myndum eftir
Steven Spielberg. Gilliam vill þó ekki
gera og mikið úr þessu. í einni sen-
unni þýtur Munchausen um loftin á
fallbyssukúlu. „Það var ekkert mál
að kvikmynda það atriöi,“ segir Gilli-
am. „Viö höfðum bakgrunninn
bláan, himininn er víst þannig, létum
kappann hanga í böndum og blésum
lofti á hann. Meira var það nú ekki.“
Gilliam líkir töku myndarinnar við
maraþonhlaup. „Þetta varð allt aö
gerast mjög hratt og vandinn er að
halda sönsum á meðan,“ segir hann.
„Tæknibrögðin voru ekki erfiöust
heldur að halda uppi hraðanum og
stemningunni í myndinni.
Baróninn var lygari af lífi og sál.
Hann laug ekki vegna þess að hann
neyddist til þess eins og Thatcher og
Reagan. Lífið var honum lygi. Lygin
er betri sannleikur en sá sem bara
lítur út fyrir að vera sannur. Þetta
er engin lygi.
Smálygi gerir allar sögur
skemmtilegri
En að öllu gamni slepptu þá held
ég að smálygi geri allar sögur
skemmtilegri en ella. Veröld slíkra
sagna er spennandi og svo veit maö-
ur heldur ekki hvað sannleikurinn
er. Þeir eru ófáir sem varið hafa öllu
lífmu í að leita hans og niðurstöðurn-
ar eru eins ólíkar og mennirnir eru
margir. Ein kynslóð trúir því að ailt
sem kynslóðin á undan henni hafði
fyrir satt sé lygi. Hvernig á ég þá aö
gera greinarmun á sannleika og
lýgi?“
Gilliam lætur myndina um
Múnchausen hefjast þegar kappinn
er orðinn áttræður og liggur fyrir
dauðanum. Baróninn er utanveltu í
heiminum og þó langar hann mest
til að lifa svolítið lengur. Þetta er
viðbót Gilliams við sögurnar um
Múnchausen og hann bætir einnig
viö ungri stúlku sem er áheyrandi
barónsins.
Eftir það er horfið til velmektarára
barónsins þegar hann flakkaði um
heiminn í leit að ævintýrum og
komst meira að segja til tunglsins.
Upphafsmaöur sagnanna um
Múnchausen var þýskur ævintýra-
maður að nafni Rudolf Erich Raspe
sem gat sér annars helst orð fyrir
fjárhættuspil og lygasögur. Hann
komst í kast við lögin og flúöi til
Englands. Þar hóf hann að segja sög-
ur af baróninum óborganlega.
Átti sér fyrirmynd
Þessar sögur voru þó ekki aö öllu
leyti upplognar því fyrirmyndin var
sótt til aðalsmanns að nafni Bodens-
werder. Sá hafði farið víða og verið
hermaður í mörgum stríðum þýskra
smákónga. Hann sagöi ævintýraleg-
ar sögur af ferðum sínum og þær
hafði Raspe heyrt. Enginn veit þó hve
miklu Raspe bætti við enda skiptir
það minnstu máli. Sögumar af
Múnchausen náöu strax miklum
vinsældum, einkum í Þýskalandi,
eftir að þær komu þar út árið 1786.
í myndinni um Múnchausen er það
John Neville sem fer með aðalhlut-
verkið. Stúlkuna sem hlýðir á
ævintýri hans leikur Salley Poliey,
átta ára gömul. Þýtt/-GK