Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.. 25 Kvikmyndir Það þykir með merkilegri fréttum vestan úr kvikmyndaheiminum að Sidney Poitier er farinn að leika aftur eftir tíu ára hvíld. Nýlega var frum- sýnd með honum Shoot to Kill, þar sem hann leikur á móti Tom Bereng- er, og væntanleg er Little Nikita. Á sjöunda áratugnum var Sidney Poitier meðal stærstu stjarnanna í Hollywood. Ekki nóg með það. Hann var einn allra besti leikarinn og hann var eini hörundsdökki leikarinn sem eitthvað kvað að. Hann ruddi braut- ina fyrir aðra dökka leikara þótt enginn hafi komið fram síðan sem hægt væri að líkja við hann. Sidney Poitier fæddist 20. febrúar 1924 í Miami á Flórída. Hann er því nýlega orðinn sextíu og flögurra ára, þótt ótrúlegt sé. Foreldrar hans fluttu með hann barn að aldri til Bahamaeyja þar sem þeir hófu rækt- un tómata. Ekki fór mikið fyrir skólanámi hjá Poitier, hann hætti í skóla 13 ára gamall og fór að vinna verkamannavinnu. Hann tók herinn fram yfir verka- mannavinnuna og eftir að hafa gegnt skyldu sinni þar gekk hann til liðs við The American Negro Theater 1946. Hann vakti athygh í uppsetn- ingu leikhópsins á Lysistrata á Broadway og leiddi það til þess aö honum var boðið hlutverk í kvik- myndum. Fljótlega eftir 1950 var hann kom- inn til Holly wood þar sem hann átti eftir að skrifa nafn sitt svo um mun- aði á spjöld sögunnar. í The Black- board Jungle frá 1955 vekur hann mikla athyli sem reiður ungur mað- ur. Þóttust sumir sjá svartan Marlon Brando í Sidney P.oitier. Ekki minnk- aði álit manna á þessum unga dökka leikara eftir að hann lék í The Def- iant Ones. Þar sem hann og Tony Curtis léku fanga á flótta. Voru þeir hlekkjaðir saman. Poitier hlaut sína fyrstu óskarstilnefningu fyrir þetta hlutverk. Fljótlega hvarf ungi reiði maðurinn og Sidney Poitier lék meira og meira afskapgerðarhlutverkum. Komfram sú persóna sem hann hefur svo oft leikið, róleg manngerð sem verst Kvikmyndir Hilmar Karlsson ásökunum hvíta mannsins af æðru- leysi. Hann var sá sem dró úr fordómum gagnvart kynþætti blökkumanna í kvikmyndum og einnig hatri blakkra í garð hvíta mannsins. Myndarlegur með reisn hins stolta breytti hann ímynd blakkra leikara í Hollywood. Tók nú við gott tímabil hjá Sidney Poitier. Þaö var orðið ljóst að hann var búinn að brj óta blað í sögu Hollywood. Hingað til höfðu dökkir leikarar aðeins fengið ómerkileg aukahlutverk. Þeir þekktustu höfðu lifaö á þjónshlutverkum eða ein- hverjum álíka persónum sem ekki þóttu stíga í vitið. Það var ekki síst vegna sterkrar stöðu Sidney Poitier sem leikara að gerð var kvikmynd eftir óperu Ge- orge Gerswins, Porgy And Bess. Lék Poitier hið erfiða hlutverk Porgy og stóð sig með prýði þótt ekki hafi hann sungið hlutverkið. Hver gæðamyndin tók nú viö af annarri, Paris Blues, þar sem Poitier og Paul Newman léku tvo jasshljóð- færaleikara, A Raisin In The Sun sem gerð var eftir leikriti um svarta fjölskyldu sem býr í lítilli íbúð í Chicago, Pressure Point, þar sem hann lék fangelsissálfræðing sem á í vandræðum með ungan fanga. Lillies Of The Fields 1963 markaði tímamót fyrir hann. Fékk hin eftir- sóttu óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Lék hann glaðværan verkamann sem hjálpar nunnum að byggja bænahús í þess- ari rómuðu mynd Ralph Nelson. Þetta eru aöeins nokkrar mynda Poitier á þessum árum. Aðrar ágæt- ismyndir fylgdu i kjölfarið, The Patch Of Blue, To Sir With Love, Guess Who Is Coming To Dinner, Duel At Diablo og svo að sjálfsögðu In The Heat Of the Night, sem er ein allra besta kvikmynd sem Sidney Poitier hefur leikið í. Þar fóru Poitier og Rod Steiger á kostum í hlutverki tveggja ólíkra lögreglumanna er rannsaka morðmál. Einhverra hluta vegna fer vegur þessa ágæta leikara niður á við eftir 1970. Sjálfsagt er skýringanna að leita í þeirri staðreynd að Sidney Poitier ruddi brautina fyrir aðra svarta leikara sem gripu tækifærið. Á tímabili voru allar svartar upp- gjafaíþróttastjörnur sjálfsagðar í hásarmyndir og einnig virðist eitt- hvert kæruleysi hafa gripiö Poitier í vali á handritum. 1977 leikur hann í sinni síöustu kvikmynd sém hann leikstýrir einn- ig, A Piece Of Action, misheppnaðri mynd þrátt fyrir að meðleikari hans væri enginn annar en Bill Cosby. Ekki hefur Sidney Poitier verið aðgerðalaus þessi tíu ár. Hann hefur í meira mæli snúið sér að leikstjórn. Leikstýrði meðal annars þeirri vin- sælu kvikmynd, Stir Crazy. Einnig hefur hann í ríkara mæli snúið sér að málefnum svartra í Bandaríkjun- um og hafa þeir haft gott samstarf um þau mál Harry Belafonte og hann. Sjálfsagt hefur honum samt þótt kominn tími til að reyna sig að nýju sem leikari, þeim sem fylgdust með honum á velmektarárum hans til óblandinnar ánægju, og frammistaða hans í Shoot To Kill bendir til þess að hann hafi engu gleymt. HK Dennis Hopper leikstýrir True Colors Dennis Hopper hefur löngum verið vandræðagemlingur í Holly wood en fy rir stuttu tók hann sig saman í andlitinu, losaði sig úr viðjum vímuefna og hefúr heldur betur slegið í gegn sem leikari, sér- staklega er hann minnisstæður í Blue Velvet þótt hann hafi fengið óskarsverðlaun fyrir leik sinn í BestShot. Dennis Hopper er sem sagt viður- kenndur aftur sem leikari en stóra spurningin er hvort hann nær samaárangri í leikstjórastólnum. 1969 sló hann eftirminnilega í gegn með Easy Rider, mynd sem hann leikstýrði og lék annað aðalhlut- verkið í. Þá vildu allir fá hann til að leikstýra myndum sínum. Hann fór eigin leiðir eins og alltaf og fór með flokk manna til Perú og gerði The Last Movie. Sú kvik- mynd komst á hvíta tjaldið en hvarf þaðan jafnhratt og sögðu gárung- arnir að eftir þetta ævintýri hefði hann ekki fengið að stjórna um- ferðinni í Hollywood, hvað þá kvikmynd. En tímamir breytast og raennirn- ir með og bíða menn nú spenntir eftir að sjáTrue Colors, kvikmynd sem hann leikstýrir og verður frumsýnd vestanhafs á næstunni. Það var leikarinn Sean Penn sera fékk hann til starfans og leikur hann aðalhlutverkið ásarat Robert Duvall. Leika þeir tvo lögreglu- þjóna i Los Angeles og sýnir myndin bar áttu þeirra við ungl- ingaflokka er selja kókaín. Uppmnalega átti myndin að ger- ast í Chicago og löggurnar áttu að vera ungir menn, annar hvítur og hinn svartur. Hopper fékk þessu breytt þannig að lögregluþjónarnir væru hvítir, annar roskinn, hinn ungur og einnig aö myndin gerðist íLosAngeles. Hopper nægir greinilega ekki að nota leikara eingöngu því að hann fékk til hðs við sig unglinga af göt- unni í Los Angeles sem lifa i flokkum og eiga f stríöi hveijir viö aðra. Að sögn tókst honum bara vel að hemja unglingana. Þó tókst honum samt ekki að koraa í veg fyrir ólæti hinna stríðandi fylkinga eftir aö kvikmyndahópurinn var horfinn af upptökustað. Dennis Hopper leggur mikið und- ir með True Colors. Hann hefur sannað að hann er einn besti leik- arinn í Hollywood en hann á eftir að sanna leikstjómarhæfileika sína. Var það tíðarandinn sem gerði Easy Rider aö þeirri gæða- mynd sem hún er eöa voru það hæfileikar Denis Hopper? -HK Dennis Hopper og Sean Penn við tökur á True Colors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.