Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
*
R5
AEmæli
Gunnar Kjaitansson
Gunnar Kjartansson, forstöðu-
maður verslunardeildar SÍS,
Ystafelli 23, Reykjavík, er fertugur
á morgun. Gunnar er fæddur 6.
mars 1948 í Rvík og lauk viðskipta-
fræðiprófi frá HÍ 1974. Hann var
aðstoðarframkvæmdastjóri í Hag-
kaupi 1974-1976 og var með eigin
rekstur 1976-1978. Gunnar var út-
flutningsfulltrúi hjá Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins 1978-1980 og
aðstoðarframkvæmdastjóri iðnað-
ardeildar SÍS á Akureyri 1980-1983.
Hann var verslunarstjóri í Mikla-
garði 1983-1986 og hefur verið
forstöðumaður verslunardeildar
SÍS frá 1986. Gunnar var í stjórn
íþróttafélags stúdenta og í aðal-
stjórn Glímufélagsins Ármanns og
er nú gjaldkeri HSÍ. Gunnar hefur
verið dómari í handknattleik frá
1966 og milhríkjadómari frá 1986.
Gunnar kvæntist 7- nóvember 1970
Ágústu Árnadóttur, f. 17. mars
1947, sölufulltrúa. Foreldrar henn-
ar eru Árni Sigurðsson, útvarps-
virkjameistari í Rvík, sem er
látinn, og Margrét Þorsteinsdóttir,
kjólameistari í Rvík. Börn Gunnars
og Ágústu eru Margrét, f. 1. júní
1971, og Kristín, f. 28. desember
1972. Systkini Gunnars eru Inga, f.
27. desember 1945, gift Guðna
Guðnasyni, rennismið hjá ÍSAL, og
eiga þau tvö börn; Anna, f. 12. júlí
1954, gift Birni Lárussyni, mark-
aðsfræðingi í Rvík, og eiga þau þrjú
börn; Erla, f. 6. júní 1956, gift Sigur-
birni Kristjánssyni, stýrimanni á
Vigra, og eiga þau eina dóttur;
Sonja, f. 5. ágúst 1964, gjaldkeri hjá
Tryggingu hf.; og Kristján, f. 5.
ágúst 1964, flskvinnslufræðingur
hjá SÍF, sambýliskona hans er Stef-
anía Karlsdóttir.
Foreldrar Gunnars eru Kjartan
Gissurarson, fisksali í Rvík, og
kona hans, Karen Gissurarson.
Móðursystir Kjartans er Stefanía,
móðir Sigurðar Sigurðarsonar,
prests á Selfossi. Faðir Kjartans
var Gissur, b. í Byggðarhorni í
Flóa, Gunnarsson, b. í Byggðar-
horni, Bjarnasonar, b. á Valdastöð-
um í Flóa, Jónssonar. Móðir
Gissurar var Margrét Gissurar-
dóttir, b. í Byggðarhorni, Gunnars-
sonar. Móðir Kjartans var
Oli Sverrír Þorvaldsson
ÓU Sverrir Þorvaldsson, til heim-
ilis að Bogahlíð 17, Reykjavík, varð
sexdu og fimm ára í fyrradag en
áreiðanlega þekkja allir fullorðnir
Reykvíkingar Óla Sverri sem Óla
blaðasala. Óli á einnig starfsafmæli
um þessar mundir því að hann hóf
einmitt blaðasölu á fjórtánda af-
mælisdaginn sinn. Hann hefur því
selt Reykvíkingum dagblöð og
vikublöð við hornið á Reykjavík-
urapóteki í fimmtíu og eitt -ár.
Starfsmenn DV óska Óla til ham-
ingju með afmælið og þakka
honuni gott samstarf á liðnum
árum. Óli fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann bjó fyrst á Lauf-
ásvegi 20 en missti ungur móður
sína og fór þá í fóstur til hjónanna
Jónínu Þórðardóttur og Ögmundar
Þorkelssonar að Bergstaðastræti
30. Óli var hjá þeim í tuttugu ár en
hefur nú búið í Hlíðunum hjá syst-
ur sinni sl. fjórtán ar.
Systkini Óla eru Kristján Björn,
f. 30. maí 1921, Guðrún, f. 30. maí
1921 og Björg, f. 6. ágúst 1928. For-
•eldrar Óla eru Þorvaldur Ásgeir
Kristjánsson, málarameistari í
Rvík, sem lést 1976 og Björg Sig-
valdadóttir, sem lést 1935. Þorvald-
ur er sonur Kristjáns Berndseh,
verslunarmanns í Rvík. Móðir Þor-
valds var Guöríður.systir Sigríðar,
langömmu Jóns L. Árnasonar stór-
meistara. Guðríður var dóttir
Þorvalds, prests á Hjaltabakka,
Ásgeirssonar, b. og dbrm. á Lamba-
stöðum, Finnbógasonar, bróður
Jakobs, langafa Vigdísar Finn-
bogadóttur. Móðir Þorvalds var
Guðríður Þorvaldsdóttir, prests og
skálds í Holti undir Eyjaflöllum,
Böðvarssonar, prests í Holtaþing-
um, Högnasonar, „prestafóöur"
prests á Breiöabólstað í Fljótshlíð,
Sigurðssonar.'Móðir Sigríðar var
Kristín Björnsdóttir, prests í Ból-
staðarhlíð, Jónssonar. Móöir
Guðríðar var Hansína Þorgríms-
dóttir, prests í Þingmúla, Arnórs-
sonar. Móðir Þorgríms var Margrét
Björnsdóttir, systir Kristínar, móð-
ur Sigríður Þorvaldsdóttur. Móðir
Hansínu var Guðrún Pétursdóttir,
b. í Engey, Guðmundssonar, lan-
gafa Guðrúnar, móður Bjarna
Benediktssonar, forsætisráðherra.
Móðurforeldrar Óla voru Sig-
valdi Gunnlaugsson, húsamaður í
Dæli í Fljótum, f. 1866, d. 1899, og
kona hans, Guðrún Kristín Guðný
Hörður Sigtiyggsson
Höröur Sigtryggsson, Smárahlíð
3G, Akureyri, er fertugur í dag.
Hörður fæddist á Sólheimum í
Glerárhverfi og ólst þar upp. Hann
starfaði við sútun hjá Sambands-
verksmiðjunum á Akureyri
1963-71 og síðan við ullarband hjá
Geflun 1971-85 en hefur nú unnið
við vélar hjá Sjálfsbjörg á Akur-
eyri.
Hörður átti þrjú systkini en ann-
ar bróðir hans er látinn. Systkini
Harðar: Guðrún, húsmóðir á Akur-
eyri, f. 1.12. 1959, gift Stefáni
Guömundssyni kjötiðnaðarmanni;
Heimir, póstafgreiðslumaður í
Reykjvík, f. 16.3. 1962, kvæntur
Herborgu Þorgeirsdóttur; Ólafur
netagerðarmaður, f. 23.3. 1945, d.
26.6. 1984, en hann var giftur
Árnýju Helgadóttur.
Foreldrar Haröar: Sigtryggur,
bifvélavirki á Akureyri, Ólafsson,
og kona hans, Kristín Stefánsdótt-
ir. Föðurforeldrar Harðar, Ólafur,
b. á Brekku í Glerárhverfi, frá
Efri-Skáteig, Jakobsson og Krist-
björg Jónsdóttir.
Gunnar Kjartansson.
Ingibjörg, systir Sigurðar búnaðar-
ráðunautar, afa Eggerts Haukdal
alþingismanns. Ingibjörg var dóttir
Sigurðar, b. í Langholti í Flóa, Sig-
urðssonar, b. í Vetleifsholtsparti í
Holtum, Ölafssonar. Móðir Ingi-
bjargar var Margrét Þorsteinsdótt-
ir, b. í Langholtsparti, Stefánsson-
ar. Móðir Ingibjargar var Margrét
Karen, dóttir Krestin Sloth, b. í
Vejle í Danmörku og konu hans,
Thomine Kristine Sloth.
Óli Sverrir Þorvaldsson.
Márusdóttir, f. í Dæli í Fljótum,
1863, d. 1939. Foreldrar Guðrúnar
voru Márus, b. í Dæli, Márusson,
og kona hans, Björg Lilja Guð-
mundsdóttir. Faðir Sigvalda var
Gunnlaugur, b. í Hólakoti í Ólafs-
firði, Jónsson, b. á Syðri-Á í Ólafs-
firði, Björnssonar. Móðir Sigvalda
var Sigríður Sigurðardóttir, b. á
Ósi í Möðruvallaklaustursókn,
Sigfússonar. Kona Sigurðar var
Halldóra Jónsdóttir, b. í Hvammi,
Jónssonar.
Hörður Sigtryggsson.
Kristján Jón Jónasson
Kristján Jón Jónasson, Stekkja-
hvammi 6, Búðardal, er fimmtugur
í dag. Kristján fæddist að Skógum
í Þorskafiröi en ólst upp á Kolla-
búðum. Hann flutti til Reykjavíkur
1958 og.starfaöi þar við akstur og
véla- og bílaviögerðir í tuttugu og
fimm ár, en ílutti þá til Búðardals
þar sem hann hefur starfað við
varahlutaverslun og á bílaverk-
stæði.
Kona Kristjáns Jóns er Sóley, f.
3.5.1944, dóttir Jóhanns, pípulagn-
ingamanns í Hafnarfirði, Ingi-
bergssonar og Guömundu
Haraldsdóttur.
Kristján Jón og Sóley eiga tvö
börn. Þau gru Guðmundur Páll
Þórsson, f. 3.7. 1970 og Guðbjörg
Málfriður, f.3.3. 1979.
Kristján Jón á einn bróður, Inga,
bifvélavirkja í Osló, f. 24.10. 1940.
Hann er kvæntur Kristrúnu Geirs-
dóttur.
Foreldrar Kristjáns Jóns: Jónas,
b. á Skógum í Þorskafirði, Andrés-
son og kona hans, Guðbjörg
Bergþórsdóttir. Föðurforeldrar
Kristjáns Jóns: Andrés, b. á Þóris-
stöðum, Sigurðsson, og Guðbjörg
Jónsdóttir. Móðurforeldrar Kristj-
áns Jóns voru Bergþór, sjómaður
í Flatey, Einarsson og Ingibjörg
Jónsdóttir. >
Til hamingju með daginn
“ ~ Sigmar Pétursson, Sæbergi 18, Breið-
85 ara dalshreppi, er sextugur í dag.
Sigrún Ingimarsdóttir, Austurbyggð
17, Akureyri, er áttatíu og fimm ára í
dag.
Guðmundur Kristjánsson, Arnarbæli,
Grímsnesi, er áttatíu og fimm ára í dag.
60 ára
Guðni Gestsson, Skeljagranda 4,
Reykjavík, er sextugur i dag.
Ingibjörg Valdimarsdóttir, Heydal,
Reykjaijarðarhreppi, er sextug í dag.
Sigurjón Jónsson, Torfastöðum, Hlíö-
arhreppi, er sextugur í dag.
Hólmfríður Björnsdóttir, Rangá I,
Tunguhreppi, er sextug í dag.
50 ára
Rúnar Karl Borgþórsson, Þórufelli 10,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Kristín Pálsdóttir, Hraunbrún 30,
Hafnarfirði, er fimmtug í dag.
Margrét Ásmundsdóttir, Húnabraut
34, Blönduósi, er fimmtug í dag.
40 ára
Gísli Örn Lárusson, Rein, Mosfellsbæ,
er fertugur í dag.
Mary Hörgdal, Grænugötu 12, Akur-
eyri, er fertug í dag.
Gestur Ólafsson
Gestur Ólafsson kennari, Goöa-
byggð 1, Akureyri, verður áttræður
á morgun. Gestur fæddist að Vögl-
um í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði
og ólst upp á Þormóðsstöðum í
Eyjafirði hjá fóðursystur sinni,
Jónu Jónsdóttur, og manni hennar,
Guðmundi Jónassyni, b. á Þor-
móðsstöðum. Gestur lauk stúd-
entsprófi frá MA 1929. Hann hélt
síðan utan og stundaði nám við
Kaupmannahafnarháskóla. Gestur
lauk þaöan prófl i heimspeki 1932
en las svo náttúrufræði við Kaup-
mannahafnarháskóla 1932-35. Þá
stundaði hann nám við Kobmand-
skolen í Kaupmannahöfn 1935—36
en kom svo heim 1939. Hann starf-
aði sem tollvörður á Akureyri um
fimm ára skeið en hóf því næst
kennslu við Gagnfræðaskóiann þar
sem hann kenndi í tæp fjörutíu ár.
Kona Gests er Guðlaug Margrét
Þorsteinsdóttir frá Breiðabólstað í
Dölum í Dalasýslu, f. 22.2. 1904.
Gestur og Guðlaug eiga eina dótt-
ur, Ragnheiði, kennara við MA, f.
9.7. 1943.
Gestur á tvö systkini á lífi. Þau
eru: Friðjón, b. í Reykhúsum,
kvæntur Brynhildi Stefánsdóttur;
og Þorgeröur, ekkja eftir Axel Jó-
Gestur Ólafsson.
hannesson, sem var bóndi á
Torfum í Hrafnagilshreppi.
Foreldrar Gests voru Ölafur. b.
að Torfum í Hrafnagilshreppi, f.
9.8.1877, d. 20.8.1952, Jónsson, b. í
Kristnesi, Helgasonar, og kona
háns, Margrét Ingibjörg, f. 25.4.
1865, d. 17.4. 1922, Friðriksdóttir,
b. að Syðra-Gili í Eyjafirði, Jósefs-
sonar.
Til hamingju með
sunnudaginn
75 ára 60 ára
Guðmundur Bjarni Guðmundsson
Guðmundur Bjarni Guðmunds-
son skrifstofustjóri, Reynihvammi
21, Kópavogi, er sextugur í dag.
Hann fæddist á Patreksfirði og ólst
þar upp í foreldrahúsum en fór
sautján ára í Verslunarskólann í
Reykjavík þar sem hann lauk próf-
um 1950.
Guðmundur Bjarni kvæntist 24.
12. 1957, Auði, f. 3.3. 1933, dóttur
Jóns beykis Hallgrímssonar og
konu hans, Elínar Aöalmundadótt-
ur.
Guðmundur Bjarni og Auður
eiga þrjú börn. Þau ‘eru Jón Heið-
ar, deildarstjóri hjá Álafossi á
Akureyri, f. 25.1.1958, en sambýlis-
kona hans er María Jónsdóttir;
Elín, skrifstofumaður hjá Sanitas,
f. 3.3. 1960; Helga, nemi í læknis-
fræði við HÍ, f. 22.4. 1966.
Guðmundur Bjarni átti tíu systk-
ini en á nú fjögur systkini á lífi.
Þau eru Baldur, kaupfélagsstjóri á
Patreksfirði og útgerðarmaöur í
Reykjavík; Helga, húsmóöir í
Reykjavík; Nanna, húsmóðir í
Hafnarfirði; Ingvar, sem lengi var
togaraskipstjóri en er nú skrif-
stofumaður á Akureyri.
Foreldrar Guðmundar Bjarna
voru Guðmundur Ólafur Þórðar-
son, útvegsbóndi og formaður á
Hóli á Patreksfirði, f. 18.9. 1876, d.
1946, og kona hans, Anna Helga-
dóttir, f. 9.5. 1885, d. 1929. Guð-
mundur var sonur Þórðar
sjómanns Gunnlaugssonar, b. í
Bröttuhlíð, Þorleifssonar. Móðir
Guðmundar var Helga Guðmunds-
dóttir, b. á Vattarnesi í Múlahreppi,
Guðmundssonar og konu hans,
Ingibjargar Runóifsdóttur, prests á
Brjánslæk, Erlendssonar. Móður-
foreldrar Guðmundar voru Helgi
Arason og Þuríður Kristjánsdóttir.
Bróðir Þuríðar var Gísli, járnsmið-
ur í Reykjvík. Helgi var bróðir
Jóns, langafa Sveins .Björnssonar
forseta. Bróðir Helga var einnig
Finnur, afi Ara Arnalds, afa Ragn-
ars Arnalds alþingismanns. Helgi
var sonur Ara, b. á Eyri í Kolla-
firði, Magnússonar, b. á Eyri,
Pálssonar, b. á Kletti, Grímssonar,
b. á Skálanesi, Jónssonar, b. á
Skálanesi, Gíslasonar, prests á Stað
á Reykjanesi, Einarssonar, próf-
asts og skálds í Eydölum, Sigurðs-
sonar.
Lovísa Þorvaldsdóttir, Skeiðarvögi
135, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Sigurður Ólafsson, Kjarláksvöllum,
Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, er sjötíu
og fimm ára á morgun. Hann tekur á
móti gestum á afmælisdaginn í Ármúla
40, milli kl. 15. og 17.
Alda Jóhannsdóttir, Brimhólabraut
10,'Vestmannaeyjum, er sjötíu og fimm
ára í dag.
Oddur Skúlason, Mörtungu 2, Hörgs-
landshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu,
er sjötíu og fimm ára í dag.
70 ára
Jón Jóhannesson, Lækjarhvammi 6,
Laxárdalshreppi, Dalasýslu, er sjötug-
ur í dag.
Páll Stefánsson, Mýrum 1, Ytri-Torfu-
staðahreppi Húnavatnssýslu, er sjötug-
ur í dag.
Halldór Ólafsson, Dunhaga 21, Reykja-
vík, er sextugur í dag.
50 ára
Sigurður Kristinsson, Bræðraborgár-
stig 9, "Reykjavík, er fmuntugur í dag.
Jóhann H. Haraldsson, Frostaskjóli
51, Reykjavík, er flnjmtugur í dag.
Jóhannes G. Haraldsson, Kjarrhólma
14, Kópavogi, er fimmtugur í dag.
Aðalsteinn Hallsson, Þrastarnesi 7,
Garðabæ, er fimmtugur í dag.
Haraldur Stefánsson, Heiöarhrauni
23, Grindavík, er fimmtugur í dag. ’
Steinunn Sigmundsdóttir, Dalbraut
20, Suðuríj arðarhreppi Vestur-ísaijarð-
arsýslu er funmtug í dag.
40 ára
Herdis Þórðardóttir, Fagrabæ 13,
Reykjavík, er fertug í dag.
Kristján S. Ólafsson, Hléskógum 19,
Reykjavík, er fertugur í dag.