Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 30
30 LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. ,Eg kann ekki að tefla“ segir Hallur Hallsson fréttamaður sem vakti mikla athygli í skákþáttum sínum og Jóns L. Ámasonar Hallur Hallsson er sjónvarpsstjarna eftir skákeinvígið í St. John, ekki síður en Jóhann Hjartarson er þjóðhetja. Hallur var reyndar orðinn þekkt persóna áður, meðal annars vegna áramótaskaupsins þar sem hann var stórt atriði í höndum Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Samt segist Hallur bara vera ósköp venju- legur maður. „Sumir hafa kannski meiri karakter en aðrir, sem betra er að herma eftir. Ég hef líka fengiö aö heyra að ég sé dramatískur en kannast ekkert við það. Ég kem fram eins og ég er klæddur," seg- ir Hallur. „Sjónvarpsmyndavélin nær fram í mönnum því sem þeir hafa.“ Tengist skákættinni Hallur Hallsson tengist skákættinni sem kennd er við Kópsvatn. Hann og Frið- rik Ólafsson eru systkinabörn. „Ég er mikill skákáhugamaður en tefli mjög lítið. Þegar ég var í Réttarholtsskólanum í gamla daga tefldi ég talsvert og varð skóla- meistari. Ég ræktaði það síðan ekki mikið. Þegar ég hóf störf hjá Morgunblaðinu var ég settur í skákfréttir og skapaöi mér þá viss tengsl og sambönd sem hafa haldist. Ég hef fylgst með stórmeisturum okkar í mörg ár og farið víða, t.d. á ólympíumótið í Luzern þegar Friðrik Ólafsson keppti við Campomanes. Einnig hef ég fylgst með öllum skákmótum sem haldin hafa verið hér og fylgst með framgöngu skákmeistar- anna Margeirs, Jóns L„ Helga Ólafssonar og Jóhanns, íjórmenningaklíkunnar eins og oft er sagt. Hitt er svo annaö mál að ég á ekki langt að sækja áhugann en það er ekki þar með sagt að ég kunni að tefla af einhverju gagni. Ég man ekkert eftir því hvenær ég lærði að tefla. Allir íslendingar hafa áhuga á skák og allir fylgjast meö skákfréttum. Þótt ekki sé frá leik til leiks þá er fylgst með frammistöðu okkar manna. Þegar Friðrik Ólafsson var að tefla fyrir þrjátíu árum fór allt á annan endann. Þá tefldi hann einvígi við Bent Larsen í Sjómanna- skólanum og ég hef lesið um hvernig allir fylgdust með einvíginu. Ég var aðeins sex ára gamall og man ekkert eftir því. En ég fór út að borða með Friðriki og Bent þegar haldið var upp á þrjátíu árin, síðan fórum við niður í Alþingi þar sem tekin var skák. Þeir höfðu mjög gaman af því,“ segir Hall- tr. föluðum mál sem allir skildu „Þegar ég kom hingað á sjónvarpið 1986 lá það eiginlega beint við að ég héldi skákinni. Bæði vegna áhugans og vegna þess að ég hafði verið í þeim fréttum á Mogganum. Síðan varð þessi sprengja núna þegar við Jón L. Árnason vorum með skákþættina og Jóhann Hjartarson stóð sig eins og hetja í St. John. Ég sagði við Jón L„ áður en við byrjuðum, að við gætum verið vissir um að allir skákáhuga- menn kæmu til með að fylgjast með okkur, en við ættum að ná til alls fólksins í landinu. Tala tungumál sem allir skilja. Ég sagðist vera fulltrúi aimennings, sém ber fram spurningamar, en hann sérfræö- ingurinn. í stað þess aö vera fræðilegur átti hann að vera líflegur og skemmtileg- ur. Ég held að Jón L. hafi heillað þjóðina ekki síður en Jóhann Hjartarson. Jóhann sat auðvitað við skákborðið en Jön L. var yfirburðaskákskýrandi. Hann skýrði skákirnar þannig að allir gátu skilið og oft urðu þetta samræður okkar á milli. Ég held að Stöð 2 hafi, þrátt fyrir beinar útsendingar, misst mannlega þáttinn vegna þess hve mikið þeir notuðu tölv- una. Ég dreg þó ekki dul á að þessar beinu útsendingar Stöövar 2, sérstaklega í síð- ustu skákinni, voru stórkostlegt framtak og skákin var gífurlega spennandi. Að sjálfsögðu sóttumst við eftir því að fá að senda beint og vitaskuld langaði mig að vera á staðnum. Eins og sakir standa er mikill samdráttur hér hjá sjónvarpinu og það þótti ekki ástæða til að senda mann vestur. í annan stað er þetta bara sam- keppni - þú tapar eða vinnur. Sjónvarpið er með beinar útsendingar frá ýmsum við- burðum sem Stöð 2 er ekki með og svo öfugt. Þannig er þessi leikur." Mistök í St. John Hallur segist vita að það hefði verið stórkostlegt að vera í St. John og við ræð- um um þau mistök sem komu upp í sjónvarpinu er tilkynnt var jafntefli, en þá haíði Jóhann unna skák. „Þetta var skelfilegt. Við Jón L. vorum í sambandi og allt var í góðu standi hjá Jóhanni og hann sagður hafa betri stöðu. Við vildum geta skýrt fólki frá þessu svo ég kom hing- að niður í sjónvarp til þess að ná fréttinni í dagskrárlok. Ég hringdi á skákstaðinn og bað um fulltrúa frá mótstjórninni, til að fá úrslit skákarinnar. Ég fékk fyrst samband við svokallað City Hall og bað um Media Center en þar kom stúlka í sím- ann sem ég kynnti mig fyrir og bað um að fá að tala við fulltrúa. Hún náði í ein- hvem mann sem sagði mér að skákinni hefði lyktað með jafntefli. Ég spurði manninn, eftir hve marga leiki, en hann vissi það ekki. Ég bað þá um íslending til að tala við en hann sagöi að engir væru þarna nálægir. Maðurinn ítrekaði jafntefli og þar sem ég var að fara í „loftið" eins og það er kallað kvaddi ég manninn. Ég skýrði síðan frá þessum leiðinlegu úrslit- um þar sem Jóhann náði ekki að knýja fram sigur gegn Kortsnoj. Eftir það fór ég í heimsókn til kunningja míns en Jón L. hringdi þangað nokkm síðar og sagði mér þau tíðindi að skákinni hefði .ekki verið lokið. Mér dauðbrá og svitnaði alveg rosalega. Ekki minnkaði það er hann sagði að skákinni hefði verið aö ljúka í þessu með sigri Jóhanns. Ég bæti jafnframt við - það er fyrir öllu að Jóhann vann. Á blöðunum dæmist fréttin á þaö blað sem í hlut á en í sjónvarpi kemur maður fram sem persóna og þess vegna er það Hallur Hallsson sem segir fréttina og hún dæmist á hann. Ég hef verið blaðamaður frá því Dagblaðið var stofnað 1975 og margoft hef ég þurft að hringja í móts- haldara, bæði í sambandi við skák og aðra íþróttaviðburði, og þetta hefur aidrei brugðist fyrr. Ég er mikið búinn að velta því fyrir mér, af hverju núna. Menn hafa verið að núa mér þessu um nasir og meira að segja kom fram bókun hér í sjónvarp- inu um að óþolandi væri af hálfu frétta- ' stofunnar að ljúga til um það þegar mönnum yrðu á mistök. Það var meira að segja sagt að ég skildi ekki ensku, en ég hef stúderað ensku í Háskólanum þann- ig að það er ekki málið. Ég held að þaö sem gerðist sé að Kanadamenn vita lítið um skák. Maður hringir í mótshaldara í Evrópu og þar hafa menn svona hluti á hreinu. Þetta skákmót var sett upp í St. John til aö varpa kastljósi fjölmiölanna að staðnum. Þeir vissu ekkert hvað skák er en eru vonandi einhverju fróðari núna. Þetta er eina skýringin sem ég get fundið á þessum mistökum. Þetta er það versta sem mig hefur hent á mínum fréttamanns- fgrli. Eftir þetta fengum við Ásgeir Örn Kárason og hann stóð sig eins og hetja. Ásgeir átti stóran þátt í að ná andrúmsloft- inu frá Kanada inn í sjónvarpiö. Svo ég monti mig svolítið á þessu öilu þá er þetta í eina skiptið í sögunni, þar sem tekist hefur verið á við beina útsendingu, sem menn hafa haldið hlut sínum bærilega. Ég sagði við Jón L. eftir útsendinguna að það væri aðeins einn mælikvarði á hvort fólk hefði horft á okkur eða ekki. Það væri spurningin um hvort fólk hefði tekið eftir peysunni. Það kom í ljós - síðan hef- ur ekki verið um annað talað en lukku- peysuna," segir Hallur og hlær. Grunnt á hjátrúnni Menn hafa sannarlega mikið talað um peysuna hans Halls, en skipti hún ein- hverju máli. „Hún skipti engu máli. Ég var í henni af tilviljun í fyrstu skákunum þegar Jóhanni gekk sem best. Fimmtán ára sonur minn á peysuna og hún var of þröng á mig,“ svarar Hallur. „Síðan fór peysan í þvott og ég fór í aðra peysu og hugsaði ekkert sérstaklega um þetta at- riði. Fólk fór að hringja í mig og segja: „Hallur, síðan þú fórst úr peysunni hefur Jóhann ekki unnið skák - þú verður að fara í peysuna aftur.“ Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki tekið áhættuna á að vera ekki í peysunni svo ég fór aftur í hana og það hreif,“ segir Hallur og skellihlær. „Þetta sýnir hversu grunnt er á hjátrúnni í-okkur ísiendingum og er mjög skemmti- legt. Ég varð afar hissa þegar fólk hringdi því ég hafði ekkert velt þessu fyrir mér. Þegar tefld var síðasta skákin þá magnað- ist upp í mér, seinni hluta dags, að Jóhann myndi vinna þessa skák þrátt fyrir að hann hefði svart. Þessi tilfinning ágerðist eftir því sem leið á daginn. Það var grunnt á hjátrúnni í mér líka og ég fór því í peys- una og hvað gerðist? Jóhann rullaði Kortsnoj upp. Og peysan varð frægari en húfan,“ bætir Hallur við. Otrúlega sterk viðbrögð Hallur var áður blaðamaður á Morg- unblaðinu eða þangað til Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri hringdi í hann og bauð honum vinnu. „Ég er eini fréttamaðurinn sem útvarpsráð hefur neitað að greiða atkvæði um og úr því varð leiöindamál sem mér kom í rauninni ekkert við. Það eru mikil viðbrigði fyrir blaöamann að fara yfir í sjónvarp og tekur tíma að aðlag- ast. Eg held að ef maður kemur til dyranna eins og maður er klæddur, er eðlilegur, þá sé hálfur sigur unninn. Þetta er þó tví- þætt. í fréttum getur maður ekki sýnt svipbrigði sem allt í lagi er að gera við skákskýringu eins og um daginn. Þá hélt ég með Jóhanni eins og allir og þá er í lagi að koma fram sem persóna. Eg held aö við Jón L. höfum endurspeglaö við- horfið úti í samfélaginu. Fólk stoppar mig hvar sem ég fer og þakkar mér fyrir skák- þættina. Viðbrögðin voru ótrúlega sterk. Annars voru það mikil viðbrigði fyrir mig fyrst er ég kom hingað á sjónvarpið aö venjast því aö tala allt í einu inn í myndavél. Það tekur tíma aö læra á myndavélina og tala við hana. Ef maður horfir ekki inn í linsuna þá er maður ekki að horfa á fólkið," segir Hallur ennfremur og það er ekki annað hægt en minnast á hlut hans hjá Jóhannesi eftirhermu. „Jó- hannes, vinur minn, sagði mér einhvern tíma að menn yrðu að hafa einhvern kar- akter, þeir þurfa að geisla til þess að eftir þeim sé tekið og ómaksins vert að herma eftir þeim. Ég er kannski eins og stjórn- málamaður að því leyti að við erum inni í stofu hjá fólki. Þó að fréttamaðurinn eigi ekki að vera aðalatriðið, heldur fréttin, þá vill það oft fara eftir því hvernig maður setur hlutina fram hvort eftir fréttinni er tekið. Auðvitað er veriö aö gera grín að mér og stjórnmálamönnum en ég tek það ekki nærri mér. Ef ég gerði það ætti ég betur heima á Morgunblaðinu við að skrifa mínar fréttir. Það má alls ekki taka þessu sem persónulegri árás. Ég sætti mig bara við að vera opinber persóna með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Að vera þekkt andht í þjóðlífinu hefur í fór með sér að gengið er á eirikalífið og maður getur ekki farið út á sama hátt og aðrir. Ég hef verið heppinn því ég hef allt- af mætt hlýju viðmóti og er ánægður með það.“ * I skákina beint * frá Moskvu Hallur hefur undanfarið verið með skákskýringar frá Reykjavíkurskákmót- inu fyrir utan nokkra daga er hann fór með Víkingi til Moskvu. Hann hefur setið í stjórn Víkings í tíu ár og verið formaður handknattleiksdeildarinnar í fjögur ár. Skákin fylgir honum og leiðin lá beint á Reykjavíkurskákmótið frá Moskvu. „Ég hef verið í peysunni góðu á skákmótinu og þú sérð hvaö Jón L. nær góðum árangri,“ heidur Hallur áfram og er nú farinn gera að gamni sínu. Hann segist líka hafa séð gutta á mótinu í eins peysu. Hallur er kvæntur Lísu Kjartansdóttur og eiga þau tvo syni, Amar 15 ára og Hall Má 9 ára. „Þeir eru á kafi í skákinni,“ segir hann, enda eiga þeir ekki langt að sækja áhugann. Hallur vill ekki viður- kenna aö hann sé mikill íþróttamaður. „Ég var lélegur í fótbolta og fékk iðulega einhver meiðsli. Ég átti um lífið eða bolt- ann að velja og valdi lífið. Ég hef aldrei verið góður íþróttamaður.“ Samt er hann Víkingur af lífi og sál og hefur verið mjög atkvæðamikill í uppbyggingu félagsstarfs- ins. „Víkingar em eitt sigursælasta hð í handboltanum fyrr og síðar. Þeir hafa unnið titla tíu ár í röð og þar hafa verið margir skemmtilegir leikmenn sem em vmir mínir. Ég hef ferðast mikið með Vík- ingi og kynnst bæði ljósum og dökkum hliðum. Það var mikil lífsreynsla að koma til Moskvu. Eins og að ganga nokkra ára- tugi aftur í tímann. Rússar sem við töluðum við sögðu okkur að Gorbatsjov væri miklu vinsælh á Vesturlöndum en í Sovétríkjunum og þeir vom svartsýnir á að aukið frjálsræði yrði þar í framtíðinni. Ég hef í gegnum störf mín komið til þrjá- tíu landa og þriggja heimsálfa og kynnst ýmsu. Rússland er ótrúlegt land,“ segir Hallur. Var kennari Hann var um skeið íþróttafréttamaður á Dagblaðinu ásamt föður sínum, Halli Símonarsyni. „Ég hafði aldrei hugsaö mér að verða blaöamaður. Ég fór í Kennara- skólann og var kennari tvo vetur að Laugum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu. Ég kom í bæinn um það leyti sem fjöl- miðlasprengjan kom upp og nýtt dagblað varð til. Ég fór eiginlega óvænt að vinna hjá Dagblaðinu,“ segir Hallur. „Það varð til þess að ég fékk bakteríuna." Líka erfiðu máíin Hallur er þó, eins og allir vita, ekki eingöngu í skákfréttum. Hann hefur feng- ið mörg erfið mál á sitt borð. Má þar nefna Albertsmál, Hafskipsmál og fleiri. „Þetta getur verið erfitt starf þyí maður þarf að meta hlutina hlutlægt. Ég reyni að vera heiðarlegur og gera það sem mér þykir réttast hverju sinni. Þaö sem ég vil gera er að láta gott af mér leiða. Maður sem er í sjónvarpi hefur áhrif út í samfélagið og meðan ég er í þessu starfi vil ég vera já- kvæður. Ég veit ekki hversu lengi ég verð hér hjá sjónvarpinu. Það eru blikur á lofti - mikill samdráttur og minnkandi umsvif sem hlýtur að koma niður á gæðum. Ég er ánægður með samkeppnina við Stöð 2 sem er þarft fyrirtæki og hefur hrist upp í mönnum hér. Sjónvarpiö er því miður ekki í stakk búið fyrir samkeppni. Það tekur tíma fyrir stofnun að laga sig að samkeppni eftir tuttugu ára einokun, þaö er vilji til þess en allt er þyngra í vöfum hér en hjá einkafyrirtæki," segir Hallur Hallsson og er nú kominn langt út fyrir skákborðið sem þó var tilefni viðtals- ins. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.