Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Phyllis
Palmer.
Allt í einu gerði Lovísa Ramsey sér ljóst
að hún stóð augliti til auglitis við mann-
inn sem hún áleit hafa kostað bestu
vinkonu hennar lífið. Og þá varð hún
skyndilega gripin miklum hefndarþorsta.
Heimavist eða gisting á heimilum.
Vinsamlega útfyllið eyðublaðið og sendið
það til. (~Vm3amlega sendið bækling ykkar. Ég hef áhuga á:
i IH [ A I □ ítarlegu almennu enskunámi □ Ensku fyrir verslun, viðsldpti og
r~j . . ^1 /p.i n '1 1 L | □ Ensku fyrir einkaritara hótelstjóm
Principal (DV), □ Sumamámskeiðum i
LTC College of English I
Compton Park, Compton Place Road, | ^aínr7...............................v........Hr/Fr I
Eastbourne, Sussex, England BN21 ÍEH | euTUlia£aiig.................................. |
Tel: 27755 Tlx. 878763 LTC G | IZZIIZZirrZ^^
Ltc college
OF ENGLISH
Rccogniscd as cfticicnt by Thc British Council
Á fallegum orlofsstaö við sjóinn, í East-
boume á suðurströnd Englands. Nám-
skeið frá þrem vikum upp í eitt ár.
Húnhafði
gottminni
Lovísa Ramsey gleymdi aldrei
neinum, jafnvel þótt hún hefði aðeins
séð viðkomandi einu sinni. Hún var
því viss um að hún hefði einhvern
tíma séð viðgerðarmanninn sem kom
til þess að gera við þvottavélina
hennar 3. júní í fyrra. Hún gat bara
ekki munaö hvar hún hafði séð hann.
Það leið þó ekki á löngu þar til hún
mundi það. Og þá fór kaldur hrollur
um hana. Og þegar hún fékk að vita
að hann hét Ivor Bergin var hún
ekki lengur í neinum vafa. Viðgerð-
armaðurinn var einmitt maðurinn
sem tengdist dauða bestu vinkonu
hennar, Phyllis Palmer.
Gamlar
skólasystur
Hefði Phyllis verið á lífi hefði hún
verið þrjátíu og tveggja ára, alveg
eins og Lpvísa Ramsey. Þær höfðu
kynnst er þær voru í fyrsta þekk en
gengiö í hjónaþand um svipað leyti
og höfðu síðan búið í sama hverfinu
í Fernhill Heath á Englandi.
Lovísa hafði lengst af verið þeirrar
skoðunar að Phyllis væri ánægð í
hjónabandinu og því þrá Lovísu er
Phyllis trúði henni fyrir því að hún
hefði í hyggju að fara frá manni sín-
um og barni til þess að taka saman
viö annan mann. Hann væri að vísu
kvæntur en ætlaði að skilja við konu
sína.
Á báðum áttum
Lovísa var um hríð á báðum átt-
um um hvemig hún ætti að taka
þessum fréttum. Þá vorkenndi hún
manni Phyllis, Wynne. Þó fór svo að
lokum að hún ákvað að skipta sér
ekki af hjónabandi vinkonu sinnar.
Því féll hún frá öllum hugmyndum
um að ræða við mann hennar en það
haföi henni komiö til hugar ef það
mætti verða til þess að koma í veg
fyrir upplausn heimilisins. Lovísu
fannst þetta skynsamlegasta lausnin
enda óttaðist hún líka að Phyllis
kynni að snúast gegn henni ef hún
teldi að hún hefði á einhvern hátt
brugðist trausti hennar í þessu máli.
Phyllis fer að
heiman
Nú leið nokkur tími. Er kom fram
í apríl 1985 hringdi Wynne Palmer á
dyrabjölluna hjá Lovísu Ramsey.
Var hann utan við sig af harmi.
Phyllis var farin frá honum og bam-
inu og tekin saman við annan mann.
Lovísa lét sem henni kæmi þessi
fregn álveg á óvart. Hún reyndi að
hugga Wynne og sagði að það gæti
ekki hjá því farið aö Phyllis snerist
hugur og hlyti hún að flytjast heim
aftur. Lovísa var þó að sjálfsögðu
ekki trúuð á eigin orð.
Sjálfsmorð
Phyllis íluttist hins vegar aftur
heim. Það var þó ekki vegna þess að
henni hefði snúist hugur heldur elsk-
huganum, Ivor Bergin, sem hafði
' snúist hugur á síðustu stundu því
honum fannst hann ekki geta farið
frá konu og ungum syni.
Nú fór Wynne Palmer að láta í ljósi
óánægju sína. Þó var lítill vafi á því
að hann hafði ekkert á móti því að
fá konu sína aftur eftir viku fjarveru.
En hann var svo sannfærandi í gagn-
rýni sinni á Phyllis fyrir ákvörðun
hennar um að fara frá honum að
Phyllis fór aftur að heiman. Hún
hélt til íbúðarinnar sem hún hafði
ætlaö aö búa í með Ivor Bergin. Þar
opnaði hún fyrir gasið því hún var
orðin sannfærö um að hún hefði
misst allt, elskhuga, mann, barn og
heimili.
Rós á leiðið
Wynne Palmer var svo miklum
harmi sleginn yíir sjálfsvígi konu
sinnar að hann treysti sér ekki til
að vera við jarðarförina. Ivor Bergin
kom aftur á móti til hennar og þar
haföi Lovísa séð hann kasta rauðri
rós á leiðið. Síðan voru nú tvö ár og
allan þann tima hafði hún aldrei séð
hann fyrr en hann kom heim til
hennar er hún hringdi á mann til
þess að gera við þvottavélina sína.
Löngun til
að koma
fram hefndum
Daginn, sem Ivor kom á heimili
Lovísu, fylltist hún hefndarþorsta í
fyrsta sinn á ævinni. Og það varð til
þess að hún fór að velta fyrir sér
hvernig hún gæti komið fram hefnd-
um við hannþví hún taldi hann bera
meginábyrgö á því að Phyllis, vin-
kona hennar, var ekki lengur á lífi.
Og Lovísa var ekki lengi að fmna
leið til þess að gera Ivor Bergin lífið
leitt.
Hún fór aö láta sem hún hefði
áhuga á þessum 38 ára gamla við-
gerðarmanni. Hún sótti viskí og þauð
honum og settist síðan á tal við hann
og gætti þess að láta sjást vel í fagra
fótleggi sína.
Annar fundur
Er Ivor var að fara sagði hann
við Lovísu að hún mætti ekki gleyma
að hringja til sín ef þvottavélin bilaði
aftur. Hún lét hann ekki bíða lengi
eftir símtahnu því daginn eftir
hringdi hún aftur til hans. Hann fór
strax heim til hennar því hann þótt-
ist viss um að hún hefði áhuga á sér.
Ræddust þau svo við um hríö.
Er Tom Ramsey, maður Lovísu,
kom heim um kvöldið sagði hún hon-
um frá því að maðurinn, sem gert
hefði við þvottavélina, hefði komið í
aðra heimsók’n og gefið sér duglega
undir fótinn. Þetta gerði Lovísa af
því að hún vissi að maður hennar
var ákaflega afbrýðisamur.