Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. Sama hugarfar réöi þegar ég hafn- aði tilboðum um önnur störf innan samvinnuhreyfmgarinnar í Reykja- vík og var beðinn um að hætta með góðu. Ég ályktaði sem svo aö rétt væri réft og ég ætlaði að standa fast á mínu og hvika hvergi frá. Að yfir- lögðu ráði ákvað ég að berjast í þessu máli.“ Ekki reiður Það hefur komið fram að í Banda- ríkjunum skipti menn mjög snöggt um störf en í Bandaríkjunum gerist það ekki að menn séu reknir án skýr- inga nema um sakamál eða veruleg afglöp í starfl sé að ræða. Það er mjög algengt að menn missi sína vinnu þegar fyrirtæki sameinast, skipta um eigendur eða stjórnendur en ekki á þennan hátt. Það er samið við menn og ástæður tilgreindar." - Ertu reiður maður eftir þessa at- burði? „Nei, sem betur fer get ég ekki sagt að ég sé reiöur og því síður aö ég finni fyrir haturstilfinningu. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn yfir þessari meðferð sem beinst hefur gegn mér og minni íjölskyldu." Eysteinn telur sig ekki harðan í viðskiptum. „Harður er ekki rétta orðið til að lýsa mér en ég vil ná ár- angri,“ segir hann og kannast heldur ekki við að hafa verið einráöur um of. „Ég get ekki séð að ég hafi verið einráöur. Það er ekki hægt að segja að sá maður hafi verið með ofríki sem aftur og aftur hefur beðiö stjórn- arformanninn um að hafa samráð og halda stjórnarfundi eins og ég gerði í þessu máli. Ég held að sú stað- reynd svari þessu best. Ég er kominn heim meö það eina takmark að reyna að skýra málið frá mínu sjónarhorni, málið eins og ég sé það. Ég tel mig hafa verið órétti beittan og vil koma þeim skilaboöum til réttra aðila þannig að ég veröi ekki ranglega dæmdur. Það er mjög mikilvægt fyrir mig á þessu skeiði ævinnar að mín sjónarmið komist til skila. Það skiptir miklu fyrir atvinnu í framtíðinni.“ *Þá reyndist Guðjón vel Eysteinn fór fyrst til starfa í Bandaríkjunum árið 1984 þegar hann hætti sem framkvæmdastjóri hjá Samvinnuferöum-Landsýn. „Ég fékk ársleyfi frá störfum og hafði áhuga á að skipta um starfsumhverfi," segir Eysteinn. „Ég fór þá út á vegum Sam- bandsins og tók að mér að vinna ýmis verkefni. Mál æxluðust þannig að ég fór að taka aö mér fleiri og fleiri verkefni fyrir Iceland Seafood, mismunandi verkefni á mismunandi sviðum. Dvöl min vestra varð því 15 mánuð- ir og síðasta mánuðinn sótti ég nánskeið fyrir stjórnendur hjá Penn State University og ætlaði eftir það heim. Ég var byrjaöur að pakka nið- ur þegar Guðjón B. Ólafsson bað mig um aö taka að mér sitt starf Sem ég eftir umhugsun tók að mér með því skilyrði að ég mundi flytja heim engu að síöur í tæpt ár og fá þannig tæki- færi til að kynna mér starfið hjá sjávarafurðadeild Sambandsins. Um leið fékk ég tækifæri til að ferðast um landið og heimsækja þau frysti- hús sem eru innan vébanda Sam- bandsins. Þetta var mjög lærdóms- ríkur og ánægjulegur tími þar sem ég kynntist mörgu mætu fólki. Ég var ekki béint undir stjórn Guð- jóns en hafði mjög nána og góða samvinnu við hann og þar bar aldrei skugga á. Hann kom þar vel og drengilega fram við mig og mína fjöl- skyldu. Þótt það sé ekki tiltekið í samning- um þá er frekar gert ráð fyrir að lágmarksdvöl standi ekki skemur en fjögur ár eða svo. Við vorum viöbúin því. Viö seldum því íbúðarhúsið okkar og kvöddum vini okkar og ættingja og höfðum áform um að vera vestra næstu árin. Við vorum búin að koma okkur fyrir, byggja hús og leggja í fjárfestingar. Það er Ijóst aö þegar svona óvæntir atburðir gerast þá breytast allar áætlanir. Fjölskyldan verður þó áfram úti þar til skólaári lýkur í surnar." Laun forstjóra Forstjórar í Bandaríkjunum hafa há laun og háar tölur hafa veriö nefndar um laun Guðjóns B. Ólafs- sonar meðan hann var vestra. Eysteinn vildi ekki segja hvað hann haföi í laun meðan hann var for- stjóri Iceland Seafood. Sagði aðeins aö þau þættu ekki há á bandarískan mælikvarða. Risna forstjóra er einn- ig mikil og launin taka mið af því. „Það er mikið um móttökur fyrir viðskiptamenn, bæði bandaríska og héðan frá íslandi," sagði Eysteinn. „Það er því gestkvæmt á heimili for- stjóra. Starfið útheimtir líka mikla vinnu, sérstaklega fyrstu mánuðina meðan verið er að kynnast því og viðskiptavinunum. Það var þetta tímabil sem ég var að ganga í gegnum þegar kallið kom.“ Eysteinn býr með fjölskyldu sinni í Camp Hill í Harrisburg. Þar er verk- smiðja Iceland Seafood og þarna búa þeir íslendigar sem starfa við fyrir- tækið. Þeir eru þó ekki margir því erfitt er að fá atvinuleyfi í Bandaríkj- unum nema um mjög sérhæfð störf sé að ræða. Því hefur ekki myndast í borginni íslendinganýlenda líkt og í Luxemburg. Kona Eysteins heitir Kristín Rúts- dóttir og þau eiga þrjú börn, 16, 11 og 6 ára. Þau sækja skóla vestra í vetur en enn sem komið er er ekkert ákveðið um hver verður næsti viö- komustaður fjölskyldunnar. Ey- steinn er á förum út aftur. „Ég kom heim til að koma mínum viðhorfum á framfæri og til að kanna minn rétt. Um framtíðina er allt óráðið." Óvenjulegurframi Leið Eysteins til frama innan Sambandsins var óvenjuleg. Hann kom þar til starfa fyrir tæpum 10 árum þegar hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða h/f sem síðar varð að Samvinnuferðum- Lándsýn. Þá var til þess tekiö að maöur, sem ekki var alinn upp innan hreyfingarinnar og var ekki einu sinni framsóknarmaður, réðst í ábyrgðarstöðu hjá Sambandinu. Aður en Eysteinn hóf störf fyrir Sambandið var hann hjá Sölustofn- un lagmetis. Staða framkvæmda- stjóra hjá Samvinnuferðum var upphefð þótt Eysteinn segi að „fyrir- tækið hafi aðeins veriö lítil skrifstofa með sáralitla markaðshlutdeild". En hvað um það, þetta var fyrsta skrefið til frama innan Sambandsins. „Ég hafði þó engin áform um að fara hærra,“ segir Eysteinn þegar hann er spurður hvort hann hafi litiö á stöðuna sem stökkpall. „Við hófum þarna samstarf viö verkalýðshreyfinguna og fyrstu áþreifanlegu tengsl þessara hreyf- inga í fyrirtækjarekstri. Þetta var fyrst og fremst ánægjulegur tími og ég hafði gaman af uppbyggingunni. Við áttum þátt í að gera orlofsferðir til útlanda að almenningseign. Það er gaman að sjá hvað þetta er vel stætt fyrirtæki í dag. Það er nú óum- deilanlega stærsta ferðaskrifstofan hér á landi.“ Þegar kom að því að Eysteinn tók við forstjórastöðunni hjá Iceland Seafood var um það rætt manna á meðal aö þarna væri nýr erfðaprins í Sambandsveldinu kominn fram. Eysteinn hlær að þessari sögu og kannast reyndar ekki við að hafa heyrt hana. „Þetta er fásinna og ég held að ég reyni að halda mig frá slík- um tilgátum," segir Eysteinn. Eysteinn kannast heldur ekki við aö afstaða hans í stjórnmálum, því hann er hvergi flokksbundinn, hafi haft áhrif á atburði síðustu daga. „Ég held að þaö væri mjög langsótt að fara að skýra brottrekstur minn i stjórnmálalegu samhengi." Alinn upp í Víkingi Áköfustu handboltaunnendur kannast við Eystein sem Víking en hann var um árabil formaöur hand- knattleiksdeildar félagsins. Það var- á þeim árum þegar Pólverji að nafni Bogdan Kowalczyk kom til landsins. „Ég ólst nánast upp á Víkingssvæð- inu,“ segir Eysteinn. „Mér er minnistætt þegar við sömdum við Bogdan í gegnum síma og töluðum á ensku, þýsku, íslensku og væntan- lega pólsku. Það tókst þrátt fyrir tungumálavandræðin og Bogdan vann hjá Víkingum mjög farsælt starf sem félagið býr enn að. Það á nú handknattleikslið á heimsmæli- kvarða. Hjá Víkingi hef ég eignast marga góða og trausta vini.“ Meiri harka? Eysteinn hefur verið innanbúð- armaður í íslensku viðskiptalífi í fjölda ára. Finnst honum að deila hans við Sambandið bendi til að meiri harka sé að færast í íslenskt viðskiptalíf? „Ég veit ekki hvort þetta er dæmi um að harka sé að færast i viðskipta- lífið,“ svarar Eysteinn. „Svona vinnubrögð, eins og þarna voru við- höfð, lýsa ekki hörku heldur mis- heppnaðri ákvarðanatöku, sem ekki er byggð á rökum eða eðlilegum leik- reglum. Ég hef hins vegar tekið eftir að samkeppni hefur aukist hér og það er af hinu góða. En ég vona að þær aðferðir, sem hafðar voru við brottrekstur okkar Geirs, séu ekki það sem koma skal. Ég verð að viðurkenna að mér er óskiljanlegt hvers vegna svona var staðið að málum. Af hverju rak Guð- jón ekki Geir sjálfur meðan þeir unnu saman fyrst hann er svona slæmur? Þaö er ljóst að stjórn fyrir- tækisins réð Geir og því ekki lagaleg- ur réttur fyrir að reka hann með þeim hætti sem Guðjón vildi. Ég var að firra fyrirtækið fjár- hagstjóni því skaðabótakrafa gat legið á borðinu við svona aðfarir. Þá er ótalinn sá réttur hvers manns aö fá gefnar upp ástæður fyrir brott- rekstri.“ Aftur til Sambandsins? Eysteinn útilokar ekki þann möguleika að heíja aftur störf hjá Sambandinu. „Ég hef ekki hugleitt framtíðaratvinnu og hvort hún verð- ur innan eða utan samvinnuhreyf- ingarinnar," segir Eysteinn. „Eitt er vist að að fráteknu þessu atviki hef ég átt mjög ánægjulegan tíma innan hreyfingarinnar og er þakklátur fyr- ir þau störf sem mér hefur verið treyst fyrir að leysa.“ Eysteinn er einnig bjartsýnn á að brottreksturinn frá Iceland Seafodd hafi ekki varanleg áhrif á möguleika hans í framtíðinni. „Eins og undir- tektir viö mínum málstaö hafa verið hér heima óttast ég það ekki,“ sagði Eysteinn Helgason. -GK U HAGPORT S/F - Keflavík - auglýsir Þeir eru á leiðinni: Mazda 626 2000 árg. 1988 Daihatsu Charade árg. 1988 Subaru Sedan árg. 1987 Á ótrúlega góðu verði! Mazda 626 2,0 - 4 dyra - sjálfskiptir - 5 dyra - vökvastýri - 5 gíra - sóllúga - rafmagnsrúður Daihatsu - 3 dyra TS - 5 dyra CS - Turbo Subaru - fjórhjóladrif- rafmagnslæsingar - 5 gíra - rafmagnsspeglar - vökvastýri - topplúga (rafmagns) - rafmagnsrúður Til afgreiðslu strax. - ALLIR SELDIR MEÐ EINS ÁRS ÁBYRGÐ - Söluaðili: æ BÍLASALAN BUK Opið virka daga og laugardaga kl. 10-19 SKEIFUNNI 8. SÍMAR 686477, 687177, 687178 OG 686642
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.