Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Veröld vísindanna
Molar
Hraðari
tölvu-
vinnsla
Tvö stór tölvufyritæki, IBM
og NEC, hafa hvort í sínu lagi
boöað sölu á tölvukubbum sem
eru mun fljótvirkari en fyrri
kubbar.
Þeir bjá NEC uröu fyrri til að
kynna sína uppfinningu. Viö
hana eru notaöir ofurleiöarar
og því verður aö kæla kubbinn
niöur í á annað hundraö gráöa
frost. Ef umtalsverðar fram-
farir verða í gerö ofurleiðara á
næstu árum ætti þessi kæling
aöveröaóþörf.
Nýi kubburinn frá IBM er af
svipaðri gerð. Þó er sagt aö
hann sé enn fljótvirkari en kub-
burinn frá NEC.
Nýja heyrnartækið er fest við
höfuðið aftan við eyrað.
Ný gerð af
heymar-
tækjum
Hjá sænska fyrirtækinu Nob-
elpharma er hafm framleiösla á
nýrri gerð af heyrnartækjum
sem komiö geta að notum fyrir
þá sem ekki hafa gagn af hefö-
bundnumtækjum.
Heyrnartækið er fest við höf-
uðið aftan við eyrað. Það nemur
hljóðbylgjur og skilar þeim til
hlutstarinnar ekki síður en ef
tækið er sett í sjálft eyrað. Tæk-
ið hefur þegar verið reynt á 200
mönnum sem hafa skerta heyrn
oggefist vel.
Vetrar-
brautin
yngist óðum
Vetrarbrautin okkar yngist
nú óðfluga. Til skamms tíma
var því trúað að elstu stjörnur
hennar væru 18 milljarða ára
gamlar. Nú hafa vísindamenn í
Hollandi reiknað út að elstu
stjörnumar eru vart eldri en 12
milljaröa ára gamlar. Af þessu
hafa menn einnig ályktað að
alheimurinn sé ekki eldri en 15
milljarðaára.
Þessar tölur eru fengnar með
samanburði á tveim geislavirk-
um efnum í vetrarbrautinni.
Annað efnið hefur helmingun-
artíma upp á 20 milljarða ára
en hitt eyðist ekki. Vegna þessa
munar ættu hlutfóll efnanna að
gefa vísbendingu um aldur
stjamanna. Mælingar hafa sýnt
að hvergi í sólkerfmu hefur
annað efnið náð að helmingast
og fer því raunar fjarri.
Með því að auka magn CD4 prótina í líkamanum gæti það einangrað eyðni-
veirurnar.
Þannig imynda vísindamenn sér að frumur smitist af eyðni. Veiran tengist
CD4 prótíni utan á frumum ónæmiskerfisins.
Því er nú haldið fram í Bandaríkj-
unum að tveir læknar séu komnir
vel á veg með að vinna bug á eyðn-
inni. Sjálfir segjast þeir aðeins hafa
„ástæöu til bjartsýni" en ekki að
þeir hafi endanlega fundið ráðið sem
dugar.
Læknarnir heita Jerome Groop-
man og Daniel Capon. Hugmynd
þeirra er að villa um fyrir eyðniveir-
unni. Lengi hefur verið vitað að
veiran ræðst aðeins á svokallaðar
T4 framur í ónæmiskerfi líkamans
og stöku frumur í taugakerfmu. Á
yfirborði þessara frumna er prótín
sem kallað er CD4 og laðar eyðniveir-
urnar að. Þær frumur, sem ekki hafa
CD4 á yfirborðinu, smitast ekki af
eyðniveirunni.
Nýjasta hugmyndin í baráttunni
við eyðnina er því sú að auka magn-
iö af CD4 í líkamanum. Eyðniveir-
urnar halda áfram að laðast að þessu
prótíni þótt það sé ekki bundiö til-
teknum frumum. Ef nógu mikið er í
líkamanum af tilbúnu CD4 prótíni
gæti það gert allar eyðniveirar, sem
berast í líkamann, óvirkar.
Talið er að þessi leið geti veriö ár-
angursríkari en að leita að bóluefni
því að eyðniveiran er til í svo mörg-
um afbrigðum að seint verður hægt
að búa til lyf sem vinna á þeim öll-
um. Þá hefur þessi aöferð þann kost
að eyðniveirumar era teknar úr
umferð áður en þær komast inn í
frumurnar. Bóluefnin virka hins
vegar ekki fyrr en eftir að frumurnar
hafa smitast.
Enn hafa ekki verið gerðar tilraun-
ir með CD4 prótínið utan rannsókna-
stofa. Því er ekki vitað hvaða áhrif
það hefur á mannslíkamann. Þessi
aðferð hefur ekki enn verið reynd á
tilraunadýrum þannig að enn sem
komið er veit enginn hvort hún dug-
ar. í tilraunaglösum eru áhrifin eins
og vísindamennirnir bjuggust við
þannig aö næsta skrefið er að gera
tilraunir við raunverulegar aðstæð-
ur.
Þannig imynda menn sór að flaugin gangi inn í yfirborð halastjörnunnar.
Hjá bandarísku geimferða-
stofnuninni, NASA, er sagt að
fyrstu tilraunir með flaug til að
rannsaka halastjörnur lofi
góðu. Þetta er verkefni sem inn-
an stofnunarinnar er auðkennt
með skammstöfuninni CRAF.
Flauginni, sem er ómönnuð, á
aö skjóta á loft í febrúar árið
1993. Hún á að fara á braut um
sólu ogfylgjaþar halastjömu í
þijú ár ogá að senda á þeim
tíma allar hugsanlegar upplýs-
ingar tiljaröar. Baugarhala-
stjarna um sólina eru mjög
stórir. Þegar þær erafjærst
sólu fara þær sér hægt en hrað-
inn verður gífurlegur næst
sólu.
Eftir að flaugin hefur fylgt
halastjömunni í þijú ár verður
skotið á halastjömuna flaug
sem ætlaö er að ganga nokkur
fet inn í yfirborö hennar. Þessi
rannsóknaflaug veröur búin
ýmsum tækjum til rannsókna á
fóstum efnum í halastjörnunni.
Vísindamenn hjá NASA segja
að þessi hluti könnunarferðar-
innar sé einna forvitnilegastur.
Upphaflega átti þetta að vera
eins konar aukageta en nú hall-
ast vísindamenn að því aö
þekking á föstu efni í hala-
stjörnum geti gefiö mikilsverð-
ar upplýsingar um tilurð
alheimsins.
Flaugin, sem á að lenda á
halastjömunni, veröur gerð úr
títaníum. Tilraunaútgáfa hefur
þegar verið gerð úr áli og henni
skotið á fast land meö tilætluö-
um árangri. Flaugin var þá
látin rekast á jörðina á 150 kíló-
metra hraöa við 60’ aöflugshom
semertaliöþaðtæpastaefsko-
tið á aö heppnast á annaö borð.
Gátanum
zombíana
leyst
Á eyjum í Karíbahafi hafa lengi
gengið þjóðsögur um svefngengla,
svokallaða zombía, sem eiga að vera
meðvitundarlausir vegna galdra.
Þeir eru lifandi en vita ekkert af sér,
hafa engan vilja en eru samt nothæf-
ir til vinnu. Þessar sögur hafa lengi
vakiö hroll með mönnum og nú er
verið að sýna við góða aðsókn í
Bandaríkjunum kvikmynd um
zombíaáHaítí.
Myndin er byggö á rannsóknum
manns að nafni Wade Davis sem
heldur því fram að zombíarnir verði
meðvitundarlausir fyrir áhrif eiturs
en ekki galdra. í rannsóknaferð til
Haítí taldi Davis sig komast að því
hverriig eitrið er búið til. í það er
notað mulningur úr mannabeinum
sem að sögn Davis þjónar þim til-
gangi einum að gera lyfið svolítið
ógnvekjandi. Virka efnið í lyfinu er
hins vegar kallað tetrodótoxín og er
unniðúrfiski.
Þetta er eitthvert virkasta eitur
sem um getur. Það lamar taugakerf-
ið, dregur verulega úr allri líkams-
starfsemi og veldur þ ví að þörf
líkamans fyrir súrefni minnkar
verulega. Menn, sem verða fyrir
þessari eitran, líta út fyrir að vera
dauðir en eru það ekki. Þeir geta lif-
að klukkustundum saman á því
súrefni sem er í einni líkkistu. Það
fylgir líka þjóðsögunum um zomb-
íana að þeir séu grafnir lifandi og
látnir vera í jörðinni dagstund. Þá
era þeir grafnir upp og sleppt laus-
um.
Talið er að eitrið eitt valdi því ekki
að menn verði að zombíum. Áhrif
þess hverfa með tímanum en þó
halda menn áfram aö vera zombíar
það sem eftir er ævinnar. Davis telur
að sá hryllingur sem fylgir því að
vera grafinn lifandi valdi því að
zombíamir komist aldrei til fyrra
lífs.