Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
51
Uppboðsfyrirtækið Hudson Bay í London heimsótt:
))
Slæmt að vera loðdýrabóndi
ekkert fæst fyrir skinmn“
„Ég hef oft séö það betra. Það má
kannski segja sem svo að það sé gott
að kaupa kápur og jakka núna, en
ekki að vera bóndi,“ sagði Skúli
Skúlason, er blaöamaður DV hitti
hann á skinnauppboði hjá Hudson
Bay í London fyrir skömmu.
Skúli er umboðsmaður Hudson
Bay uppboðsfyrirtækisins á íslandi
og fer á febrúaruppboð þess árlega
að selja íslensk skinn. Að þessu sinni
var hann að selja refaskinnin sem
munu hafa skipt um eigendur á
þessu uppboði. „Það var lítil sala, á
bilinu 30-40%,“ sagði Skúli. „Verðið
er svo lágt á ref núna að ekki næst
fyrir framleiðslukostnaöi."
Heimsframleiðsla á ref er rúmar
upphafi grundvallaðist verslunin
nær eingöngu á bifur en í dag annast
Hudson Bay sölu á alls kyns skinn-
um, hvaðanæva úr heiminum. „Það
eina sem Hudson Bay selur ekki er
skinn af dýrum sem eru í útrýming-
arhættu,“ sagöi Skúli.
„Fjölbreytt úrval skinna er einmitt
aðalaðdráttarafl Hudson Bay upp-
boðanna. Hér má fá skinn frá
Kanada, Afganistan, Norðurlöndun-
um, S-Afríku og Sovétríkjunum svo
dæmi séu tekin. Úrvalið er hreint
ótrúlegt," sagöi Carol Wilson, ritari
London Group sölusamtakanna.
Eigendaskipti
Carol sagði einnig að það orðspor
inganefndin samanstendur al rót-
tækum, vinstrisinnuöum dýravernd-
unarsinnum sem eru á móti
loðdýrarækt og skinnaverslun,"
sagði Carol. Hún sagöist nokkuð viss
um aö leyfið fengist á endanum.
London Group
Samtökin sem Carol starfar fyrir,
London Group, eru sölusamstök í
eigu um þrjú þúsund bænda frá
Skandinavíu, íslandi, Hollandi,
Þýskalandi, Bretlandi, Belgíu og ír-
landi. Samtökin voru stofnuð 1981.
Þau hafa aðstööu fyrir starfsemi sína
hjá Hudson Bay og starfa í náinni
samvinni viö uppboðsfyrirtækið en
feldum og stendur í sambandi viö
þekkta tískuhönnuöi víða um heim.
Carol er eini starfsmaöurinn í fullu
staríi hjá London Group en auk
hennar og tískuráögjafans er starf-
andi hjá samtökunum hollenskur
minkabóndi, Nicoboota, sem ávallt
er á skrifstofunni þegar uppboð eru.
Starfsemin er fjármögnuö af bænd-
unum sjálfum, en þeir borga visst
gjald af öllum skinnum sem þeir selja
í gengum London Group. Skinnin eru
seld undir nafninu London Label.
„London Label er í vaxandi mæli að
verða viöurkennt gæöanafn á skinn-
um en þetta er hæg þróun. Viö erum
ekki rík samtök og verðum að fara
varlega í peningamálum. Starfsemin
hefur skilað verulegum árangri og
Hudson Bay. „Það hafa einnig verið
haldin tvo skinnauppboð í Kaup-
mannahöfn og veröið þar var mjög
lágt. Þaö skapaði vandamál fyrir
okkar. Við miðum okkar verð verýu-
lega við Helsinkiuppboðið sem haldiö
er í janúar ár hvert. Verðiö í Kaup-
mannahöfn var hins vegar 27%
lægra en meöalveröið í Helsinki. Þar
sem sömu kaupendumir sækja öll
þessi uppboð olli það okkur erfiðleik-
um. Okkar hlutverk var að ná
verðinu upp aftur og við rétt mörðum
þaö, “ sagði Tony. Hann sagði þetta
hafa valdið því aö salan var dræm.
Þaö seldist um það bil helmingur
blárefaskinnanna en minna af öðr-
um tegundum. „Viö reynum að
vernda bændurna og seljum ekki ef
Hudson Bay uppboðsfyrirtækið í London er i stóru fimm hæða húsi og verðmætin eru sannarlega allnokkur þar
innandyra.
Skúli Skúlason bóndi skoðar islensku skinnin sem voru til sölu hjá Hudson
Bay á þessu uppboði. Skinnin eru seld i búntum.
Skúli Skúlason, Carol Wilson og Nicobocca, sem blaðamaður DV ræddi við
i London. Verð á skinnum í ár er mjög lágt, segja þau.
fimm milljónir skinna og þar af hafa
Finnar um 40%. Hlutur íslendinga
er lítill, eða 75 þúsund skinn sl. vet-
ur, en Skúli sagðist viss um að úr
framleiðslu ætti eftir að draga sökum
þess hversu verðið er lágt.
Peningalykt
Fjöldi manns var á uppboðinu,
ýmist í salnum, þar sem sjálf kaupin
fara fram, eða á þönum milli staða í
hinni fimm hæða byggingu að skoða
skinnaúrvalið. Skinnin eru seld í
búntum, venjulega 100-200 skinn í
hverju búnti. Þau eru flokkuð í gæða-
flokka, eftir stærð, lit, hreinleika,
háralengd og þykkt. Kaupendurnir,
flestir klæddir hvítum sloppum til
að verja fot sín minka- eða refahár-
um, handfjötluðu skinnin af öryggi.
„Þetta er peningalyktin," útskýrði
Skúli er ég hafði orð á einkennilegri
lykt í húsinu. „Hún fer við sútun."
Hudson Bay er vel þekkt og virt
fyrirtæki innan skinnaverslunar.
Um það bil 40% af sölu skinna fer í
gegnum London. Upphaf fyrirtækis-
ins er rakið aftur til ársins 1672 er
Karl annar Bretakonungur gaf
frænda sínum ,Fred Rubert, leyfi til
að nýta allt land vestan Hudson Bay
flóans. „Karl bókstaflega gaf honum
Kanada. Hann sá reyndar eftir því
síðar en þá var það of seint,“ sagði
Skúli.
Smám saman risu upp verslanir
um allt nágrenni flóans, aö
ógleymdri starfseminni í London. í
sem færi af Hudson Bay sem sjálf-
stæðu og óháðu uppboðsfyrirtæki
væri einnig stór þáttur í velgengni
þess. „Hudson Bay hefur þurft að
•berjast fyrir sínum viðskiptavinum,
bæði framleiðendum og seljendum.
Flest uppboðsfyrirtæki eru hins veg-
ar í eigu samtaka framleiðenda. Bæði
bændur og kaupendur vilja hafa val,
einokin er hættuleg,“ sagði hún. Nú
hafa orðið eigendaskipti á Hudson
Bay. Fyrir ári keypti finnska loð-
dýrasambandið af móðurfyrirtæk-
inu í Kanada. Ég spurði Carol hvort
það hefði í för með sér miklar breyt-
ingar og hvort með því hefði endir
verið bundinn á sjálfstæði Hudson
Bay?
„Nei, við höfum lagt alla áherslu á
að halda sjálfstæði okkar og finnsku
kaupendurnir eru alveg sammála
því. Þeir gera sér grein fyrir að sjálf-
stæðið er aðalstyrkur fyrirtækisins,"
sagði hún.
Salan hafði þó einhverjar efna-
hagslegar breytingar í för með sér
fyrir fyrirtækið því húsið sem hýsti
starfsemina fylgdi ekki með í kaup-
unum. Hudson Bay er með áætlanir
um að byggja yfir stárfsemina í Gre-
enwich í suðausturhluta London.
Yfirvöld þar hafa hins vegar ekki enn
gefið grænt ljós á lóð undir bygging-
una. „Þeir hafa borið ýmsu við, að
við höfum ekki nógu marga litaða
starfsmenn, ekki nógu margar konur
og svo framvegis. Það er ekki rétt.
Raunveruleg ástæða er sú að bygg-
eru engu að siður sjálfstæð samtök.
„Markmiðið með stofnun samtak-
anna var og er að koma á framfæri
og örva sölu á skinnum þeirra fram-
leiðenda sem að þeim standa," sagði
Carol. Hún sagði þetta meðal annars
fela í sér þátttöku í alþjóðlegum
vörusýningum, auglýsingar í tíma-
ritum og markaðssetningu almennt.
London Group hefur á sínum snær-
um tískuráðgjafa í hálfu starfi sem
gefur ráðleggingar í hönnum á loð-
bændurnir sem að þeim standa eru
mjög ánægðir. Síðasta ár seldum við
um 1,7 milljónir skinna ,“ sagði Ca-
rol.
Sveiflukenndir
Japanir
„Þetta er annað uppboðið hjá
okkur á þessari vertíð. Hið fyrra var
í desember síðastliðnum," sagði
Tony Kehyainan, deildarstjóri hjá
verðið er lágt, sagði Tony. Hann
sagði að eftirspurn eftir ref hefði ve-
rið mest meðal evrópska kaupenda.
í fyrra voru Bandaríkjamenn og Jap-
anir stærstu kaupendurnir. Japanir
hafa skapaö ákveðna óvissu á mark-
aðnum. Þeir eru stórir kaupendur
en haga sér öðruvísi en evrópskir
kollegar þeirra., ,Þeir eru s vo sveiflu-
kenndir. Tískan hjá þeim virðist
breytast svo snögglega og alhr fylgja
straumnum. Eitt áriö kaupa þeir
bláref í stórum 'stfl. Annað árið líta
þeir ekki á hann, eins og reyndin var
núna. Við erum þó að vona að Banda-
ríkjamenn muni koma inn á markað-
inn aftur seinna í vetur. Þeir keyptu ^
mikið í fyrra en sökum þess hve síð-
asti vetur var hlýr eiga þeir mikið
magn á lager núna. Hrunið á verð-
bréfamarkaðnum síðastliðið haust
og verðfall dollarans hafa ekki hjálp-
að til. Nú er harður vetur og sala á
loðfeldum mikil þannig aö við von-
umst til að sjá hér meira af banda-
rískum kaupendum síðar,“sagði
Tony.
Hann sagðist aö lokum vflja koma
því á framfæri til íslenskra loðdýra-
ræktenda og annarra að leggja
áherslu á gæði. „Þegar verðið er
svona lágt og kaupendur fara að tala
um offramleiðslu verða allir bændur
að einbeita sér að gæðum, ekki
magni. Verömunurinn milli þeirra
skinna sem eru í háum gæðaflokki
og hinna sem lakari eru er alltaf að
aukast," sagði Tony.
Grein og myndir: Valgerður A. Jóhannsdóttir í London.