Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 60
JFaM rnrnm 62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið f hverri viku greiðast 5.000 krón- þá (síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreif'ng: Sími 27022 Deila Guðjóns og Eysteins: Var bréfið frá bankanum pantað? - Guðjón heldur því fram að Eysteinn hafi óskað eftir hólinu eftir brottrekstur Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, sagöist í samtali viö DV í gær telja aö bréf frá Charles C. Kelly, varaforseta Citicorp bankans í New Jersey, sem Ey- steinn Helgason hefur sent fjöl- miðlum, væri skrifað aö beiðni Eysteins eftir aö hann fékk aö vita af uppsögninni. Guðjón sagöi aö Eysteinn hlyti að hafa beðið um þetta bréf til þess aö geta notað í vörnum sínum. í bréfinu segist Kelly hafa ákveö- iö að eyða tíma í þaö aö segja Eysteini frá því hversu mikið hann hafi notiö fundar meö Eysteini og aöstoöarmönnum hans nýlega. Kelly segir aö undirbúningur og skipuleg framsetning Eysteins hafi gert þennan fund aö einum árang- ursríkasta fundi sem Kelly hafi setið. Kelly segir aö óska ætti Ey- steini og liðí hans til hamingju meö árangur sem náöst hafi á síðasta ári þrátt fyrir erfiðleika í atvinnu- greininni. Þá segir Kelly einnig aö samskipti Citicorp og Iceland Sea- food hafi batnað til muna aö undanfomu, aö hluta til vegna ánægjulegra samskipta viö Ey- stein. Þetta bréf var sent þann 24. febrú- ar 1988, sama dag og Eysteinn var rekinn. Aö sögn Eysteins var það sent heim til hans af skrifstofu Ice- land Seafood og barst honum þann 26. febrúar. Guöjón sagöi í samtali við DV aö þegar hann var forstjóri heföi fyrir- tækiö skipt viö aöra deild í Citicorp, sem lögö hefði verið niður um þaö leyti sem Eysteinn tók við. Guðjón sagðist aldrei hafa haft nein viö- skipti viö Kelly og orö hans um batnandi samskipti væru illskiljan- leg. „Guðjón verður að svara fyrir þessi orö sjálfur. Mér finnst það einkennilegt af forstjóra Sam- bandsins, sem átt hefur um ára- tugaskeið viðskipti viö þessa viðurkenndu bankastofnun, aö halda því fram aö hægt sé aö fá yfirlýsingar frá Citicorp eftir pönt- un,“ sagöi Eysteinn Helgason þegar DV bar ummæli Guöjóns undir hann. -gse Eigin rannsókn SÍSíkaffi- baunamálinu Samband íslenskra samvinnufé- laga hefur látiö framkvæma rann- sókn á gangi viðskipta í kaflibauna- málinu. Það voru þeir Guöjón B. Ólafsson forstjóri og Valur Arnþórs- son stjórnarformaður sem gengust fyrir rannsókninni. Rannsóknin var gerð á forsendum nýrra gagna í mál- inu. Þau gögn voru ekki til hér á landi þegar rannsökn málsins fór fram og ekki heldur þegar Sakadóm- ur Reykjavíkur dæmdi í því. Sambandið fékk Guömund Einars- son verkfræöing til aö rannsaka *viöskiptin. Hann hefur nú skilaö niö- urstöðum til Sambandsins og eru starfsmenn þess nú aö fara yfir rann- sókn Guðmundar. Samkvæmt heimildum DV eru niö- urstöður rannsóknar Guömundar allt aðrar en þær hafa áöur verið. Samkvæmt sömu heimildum telja Sambandsmenn aö vegna þessara nýju gagna veröi dómur Hæstaréttar á allt aöra lund og mun hagstæðari starfsmönnum Sambandsins en dómur Sakadóms í málinu. Kaffibaunamálið veröur flutt í 'Hæstarétti í byrjun maí og er ætlun forráöamanna Sambandsins að kynna hin nýju gögn og niðurstöður rannsóknarinnar áöur en Hæstirétt- ur tekur máliö fyrir. -sme Vestmannaeyjar: Rafmagn í stað hraunhitans Samkvæmt samningi sem gerður hefur venö milli Landsvikjunnar, Rafmagnsveita ríkisins og Rafveitu Vestmannaeyja hefur rafmagn oröið fyrir valinu sem sá orkugjafi er kem- ur í stað hraunhitaveitunnar í Eyjum sem starfrækt hefur verið í áratug. Gert er ráð fyrir sölu allt aö 60 GWst á ári miðað viö 14 MW uppsett afl. Ekki er þó áætlað aö salan í ár veröi meiri en 20 GWst en fari vax- andi og nái hámarki 1990 en samn- ingurinn gildir til 1. janúar 1991. -SMJ Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýindin haldast áfram Á sunnudag veröur vestlæg eöa suðvestlæg átt og hiti víðast um eöa ar þá upp suðvestanlands. Á mánudag verður sunnanátt og hlýnar þá í rétt yfir frostmarki. Slydduél veröa um vestanvert landið en bjart veður lofti. Rigning verður um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið að mestu austanlands. Vindur verður suölægari með kvöldinu og þykkn- norðaustanlands. LOKI Ég léti mér nú nægja að panta víxil! Ráöstafanir ríkisstjómar: Jóhanna greiddi ekki atkvæði með þeim Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráöherra greiddi ekki atkvæöi með þeim liðum efnahagsráöstafana ríkisstjómarinnar sem vörðuöu hennar ráöuneyti. Nafnakalls var krafist viö at- kvæðagreiöslu við aðra umræðu og krafðist þá félagsmálaráðherra að fá að gera grein fyrir atkvæöi sínu. Sagðist hún hafa bókað andstööu við skerðingu á þeim Uðum sem hennar ráöuneyti varðaöi á ríkisstjórnar- fundi og í samræmi við þá ákvöröun greiddi hún ekki atkvæði og undir- strikaöi þar meö andstööu sína viö skerðingarákvæðin. Félagsmálaráð- herra sagöist hins vegar styðja aögeröirnar aö ööru leyti. Fleiri þingmenn fóru' fram á aö gera grein fyrir atkvæöi sínu og þar á meðal Sverrir Hermannsson sem sagðist styöja frumvarpið þó aö fyrir- sögnin á því væri röng. Þar ætti aö standa: Fraumvarp til laga um Jó- hönnuraunir. Umræöu um ráðstafannir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum lauk í neðri deild í gær og þær samþykkt- ar sem lög frá Alþingi. Það voru 2. og 3. umræöa sem voru afgreidd þá en 1. umræðu var lokið með löngum kvöldfundi á fimmtudag. -SMJ Bílstjórarnir aðstoða senDiBiuisTóÐin Manndrápið í Skipholti: Aukarannsókn hefur tekið rúman mánuð Guójón B. Ólafsson ráðfærði sig við „sína menn“ i gær. Á myndinni eru menn Guðjóns; Benedikt Sveinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarafurða deildar, Hermann Sveinbjörnsson upplýsingafulltrúi, Gylfi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Bílvangs, Guðjón sjálfur og Guðjón Eyjólfsson endurskoðandi. OV-mynd GVA Rannsókn, sem Helgi Jónsson, dómari við Sakadóm Reykjavíkur, óskaöi eftir aö fram færi í máh ákæruvaldsins á hendur Svani Elí Elíassyni, hefur nú staðið í rúman mánuð. Helgi óskaöi eftir frekari rannsókn á máhnu 3. febrúar. Helgi Jónsson segir að þegar rann- sókninni Ijúki hefjist vitnaleiðslur og síðan málflutningur. Svani Eh hefur verið gert, samkvæmt gæslu- varöhaldsúrskurði, aö sitja í gæslu- varðhaldi til 30. mars. Helgi segir aö stefnt sé að að dómur veröi kveðinn upp áður en gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn rennur út. -sme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.