Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. 53 LífsstOl Á síðustu árum hafa ferðalög og útivera á íslandi sótt mikið á. Tíðar- andinn er þannig aö heilbrigt líf og líkamleg hreyíing hefur faerst ofar í forgangsröðina. Um leið hefur aukist frítími hjá fólki og þörfin fyrir að nýta þann tíma. Sem betur fer hefur sjónvarpið ekki algerlega uppfyllt þá þörf fyrir dægrardvöl sem hefur skapast. Stór hluti fólks hefur snúið sér meira aö náttúruskoðun og hreyfingu úti við. Vetumir hafa að sjálfsögðu alltaf veriö erfiðari til útiveru en aðrir árs- tímar. Vetrarferðir, bæði stuttar og langar, hafa notið vaxandi vinsælda síðustu árin. Skíðaaðstaða hefur stórbatnað víðast hvar og flykkjast þúsundir manns á skíði þegar færi gefst. Gönguferðir virðast njóta meiri hylii en áður og fleiri fara til fjalla. Ökuferðir um landið að vetri til eru tíðari og hefur verið fjallaö um það að undanfórnu í blaöinu. Margir möguleikar eru fyrir fólk til athafna úti við á vetuma og er ætlun- in að fjalla um einn þeirra hér. Sumarbústaðir á vetuma BSRB er með megnið af sinum bú- stööum í Munaöamesi eða 102 bústaði. 17 bústaöir em siðan að Eiö- um. Þessir bústaðir taka samtals um 870 manns. BSRB hefur sína bústaöi opna yfir vetrartímann og leigir þá út fyrir 2.300 til 3.200 kr. (mismun- andi eftir stærð bústaða) yfir helgi. í gistingu em innifaldar fjórar næt- ur. Starfsmannafélög innan Sam- bandsins eiga um 35 sumarbústaði og er meirihluti þeirra aö Bifröst. Bústaðirnir að Bifröst eru til leigu á veturna og hafa verið mjög vel nýtt- ir. Helgarverð hjá Sambandsmönn- um er 2.500 kr. BSRB og félög Sambandsins gefa utanfélagsmönnum kost á að leigja sína bústaði yfir vetrarmánuöina. Starfsfólk í Landsbanka íslands á 20 sumarbústaði og em flestir í Selvík við Þingvallarvatn. Helgarleiga þar er með lægsta móti eða aöeins 1000 kr. Öllum sumarhúsunum fylgja helstu eldunar- og búsáhöld, einnig sængur og þess háttar. Mismunandi er hvort sængurfot eru til staðar en yfirleitt er þaö þó ekki. Ýmsir aðrir fylgihlutir eru oft til staöar á sumum stöðum má jafnvel finna heita potta, útvarp og sjónvarp. Það er síðan auðvitað álitamál hvaða hlutir eru nauðsynlegir með í ferðalagið. Eins og fyrr sagði eru helgarferðir í sumarbústaði að verða æ vinsælli, úrvalið af dvalarstöðum er mikiö og fólk virðist nýta sér þennan mögu- leika. Það er ágætis valkostur að geta, án mikils útbúnaðar, stungið af frá ys og þys bæjarlífsins og notið þess að vera á rólegum staö úti í náttúmnni. DV-mynd KM um tíma. Nú er hins vegar öldin önnur, velflest félögin bjóða upp á dvalarmöguleika í viku eða yfir helgi í sínum bústöðum. Fjöldi félaga með hús Aðildarfélög ASÍ hafa skráðan 171 bústað hjá sínum félögum. Bú- staðir þessir em víösvegar um landið og í eigu fjölmargra félaga. Dagsbrún á til dæmis bústaði í Fnjóskadal, Borgarfiröi á Akureyri og í Ölfus- borgum. VR á meðal annars bústaði í Húsa- felli, Flókalundi á Flúöum og í Ölfusborgum. Leiga og afnot af bústöðunum er í flestum tilfellum í höndum félaganna Sumarhusaþyrping BSRB í Munaðarnesi er stærst þeirra sumarbúðasvæða sem er rekin af launþegasamtökum. i sjálfra og er mismunandi hvað félög- in bjóða upp á í þessum efnum. VR býður til dæmis upp á helgarleigu frá 2.500 til 3.500 kr. og Dagsbrúnarverö- ið er 2.500 kr. Inn á kortið er merkt staðsetning á sumarhúsum helstu iaunþegafélaga og samtaka. Sumarbústaðir eru í eigu margra einstaklinga en ekki eru þó allir sem vilja eða geta átt svona bústaði. Verkalýðsfélögin, ýmis starfs- mannafélög og fyrirtæki eiga sumarbústaði til nota fyrir sína fé- lagsmenn. Ómögulegt er að henda reiður á hversu margir bústaðir eru í eign mismunandi félaga og fyrir- tækja. Verkalýðssamtök eins og BSRB, aðildarfélög innan ASÍ, starfs- mannafélög Sambandsins og starfs- fólk bankanna eiga til dæmis um 400 sumarbústaði. Reikna má með að þessir 400 bústaðir rúmi yfir 3000 manns í einu. Ótalin eru fjölmörg félög og fyrirtæki sem eiga bústaði fyrir sitt fólk og ekki er ofreiknað að áætla að yfir 5000 manns geti verið í sumarbústöðum í eigu félagasam- taka eða fyrirtækja. Sumarbústaðir í einkaeign skipta síðan hundruðum ef ekki þúsundum. Safnað í varðeld kvöldsins. Myndin er tekin við sumarbúðir VR í Húsafelli. Nýtast bústaðimir? Hvernig er svo nýting á þessum sumarhúsum? í ljós kom að nýtingin víðast hvar er mjög góð á sumrin, svo til fullt í hverri viku. Á veturna er hins vegar ekki erfitt að fá inni. Ferðir Ásóknin hefur þó orðið æ meiri á síðustu árum þannig að félög sem hafa meö rekstur þessara sumarhúsa að gera hafa opnað fleiri hús yfir vetrartímann. Áður fyrr var lítil að- sókn í þessa bústaði aö vetrarlagi og oftast var bústöðunum lokað á þess- Gagngerar endurbætur á sumarbúðunum Sifellt er verið aö bæta og auka við aöstöðu til sumardvalar á vegum verkalýðsfélaga og sam- taka. Með auknum frítíma koma aukn- ar kröfur um aðstöðu til dægra- dvalar. BSRB og VR standa nú í stórræðum við endurnýjun og uppbyggingu á sumarbúðum sín- um. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja er að endurnýja og bæta að- stöðu sína að Munaöarnesi. Verið er að endurnýja og lagfæra elstu bústaöina og á að yfirfara alla 102 bústaðina á næstu misserum. Veit- ingaaöstaöa er einnig tekin í gegn og stórbætt. Aöstaöa fyrir ráð- stefnu- og fundahald verður einnig byggð upp og bætt. VR Verslunarmannafélag Reykja- víkur ráögerir að byggja 25 til 30 sumarhús uppi í Biskupstungum. Verkið er hafiö og vatns- og rafiagn- ir veröa lagðar aö svæðinu í sumar. Bústaðirnir verða fyrir ofan Brekkuskóg og eru stutt frá Laugar- vatni. Landiö, sem bústaöimir munu standa á, er kjarri vaxið og verður reynt að haga staösetningu þeirra þannig aö htið sjáist á milli bústaða. Auðvelt er að fara skemmtilegar dagsferðir út frá sumarbúöunum. Til dæmis er auö- velt að komast upp í Kerlingarfjöll á sumrin síöan vegurinn yfir Blá- fellsháls var lagöur. Þá er hægt að aka um Fjallabaksleið og auðvelt aö komast í Skaftafell. Laugarvatn er stutt frá með alla sína þjónustu- aöstööu. í nágrenninu eru nokkrar smidlaugar þannig aö úr nógu er aö velja til dægrastyttingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.