Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Enginn roðnar- fáir mögla
Upphrópanir samtaka neytenda og kaupmanna út af
190% verndartolli á frönskum kartöflum eru gott dæmi
um eitt af lögmálum Parkinsons. Ef upphæðin, sem fer
í súginn, er nógu lítil skilja menn hana og rífast um
hana. Stóru summurnar eru hins vegar látnar í friði.
Herkostnaður neytenda við að vernda tvo innlenda
framleiðendur franskra nemur um 100 milljónum króna
á þessu ári. Það er samanlögð verðhækkun á öllum
frönskum, flögum, skrúfum og öðru ruslfæði, svo og á
allri tilbúinni kartöflustöppu, sem fólk snæðir.
Þetta eru 1.700 krónur á árinu á hverja fjögurra
manna fjölskyldu. Þessi skattur, sem ríkisstjórnin hefur
lagt á herðar fólks, er nógu lítill til að menn skilji hann.
Hann nemur þremur fimm hundruð króna seðlum og
tveim tvö hundruð króna seðlum í veskinu.
Neytendasamtökin reyndu fyrr í vetur að vekja fólk
til vitneskju um mun harðari ránsferð landbúnaðarins
og stjórnarinnar, þegar framleiðsla eggja og kjúklinga
var gerð að embættisstarfi á vegum ríkisins á sama
hátt og verið hefur í hefðbundnum landbúnaði.
Vakningin mistókst. Neytendur héldu áfram að
kaupa egg og kjúklinga eins og ekkert hefði gerzt. Enda
hefur verið reiknað, að herkostnaður þeirra af inn-
lendri einokun eggja- og kjúklingamarkaðarins nemur
ekki hundrað milljónum, heldur heilum milljarði.
Ef heimilt væri að flytja inn þessar tvær vörutegund-
ir, mundi fjögurra manna fjölskylda spara að meðaltali
17.000 krónur á árinu. Þetta virðist vera svo há upp-
hæð, að fólk lætur sér hana 1 léttu rúmi liggja. Hún er
hætt að vera heimilisfræði og orðin að hagfræði.
Neytendur og skattgreiðendur eru svo sammála um
að láta kyrrt liggja, að umboðsmenn þeirra á Alþingi
samþykki árlega að verja sex milljörðum króna til að
halda úti framleiðslu hefðbundinnar búvöru. Þetta er
svo há upphæð, að fólk tekur hana ekki alvarlega.
Ef ríkið hætti þessum peningalegu afskiptum af land-
búnaði, mundi hver fjögurra manna fjölskylda spara
að meðaltali 100.000 krónur á þessu ári. Það eru rúm-
lega 8.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Lífskjör í
landinu mundu. batna langt umfram alla kj arasamninga.
Verkalýðsrekendur hafa jafnan látið sér þetta í léttu
rúmi liggja. Formenn Alþýðusambands og Verka-
mannasambands hafa sjaldan harmað, að ríkið skuli
ræna svona miklu af hverri fjölskyldu. Alþýðusamband-
ið tók meira að segja lengi þátt í Sexmannanefnd.
Fiskverkunarkonur, sem nú fella samninga, er fela í
sér 32.000 króna lágmarkslaun, mundu vafalaust geta
notað 8.000 króna skattfrjálsan kjaraauka, er fengist
með afnámi ríkisafskipta af fjármálum hins hefðbundna
landbúnaðar. En þær segja ekki orð um ránið.
íslenzkur landbúnaður kostar ekki bara 100.000.000
krónur á ári í kartöfluflögum, 1.000.000.000 krónur á ári
í innflutningsbanni eggja og kjúklinga og 6.000.000.000
krónur á ári á fjárlögum ríkisins. Hann er þar fyrir
utan vandamálaframleiðsla, sem daglega kemur á óvart.
Fyrir nokkrum misserum var bændum borgað fyrir
að fara að rækta ref og kaupa fóður af stöðvum, sem
ríkið kostaði. Nú á að fara að borga þeim fyrir að hætta
að rækta ref og borga fóðurstöðvunum fyrir tilheyrandi
viðskiptatap. Stjórnmálaöflin eru sammála um þetta.
Svo situr Búnaðarþing þessa daga á kostnað almenn-
ings og gerir daglega nýjar kröfur á hendur þjóðfélaginu.
Enginn roðnar á þinginu og fáir mögla úti í bæ.
Jónas Kristjánsson
Við höfum gert bannseftan einkabilinn að helsta iífsförunaut okkar.
Skerum niður
bílinn
Jæja, þá er maður farinn að
gyrða sig í bílnum. Ekki til að
vernda líf og limi heldur til þess
að þurfa ekki í skammarkrókinn
og verða ekki af með þúsundkall,
eða hvað þaö nú kostar að gata á
reglunum. Nú er mikið lagt upp úr
umferðarskikk. Hver prófasturinn
á fætur öðrum kemur á skjáinn og
vitnar hugnæmum orðum um
nauðsyn þess að aka spenntur og
upplýstur. Ekki veitir af, við ís-
lendingar höfum jafnan stuðst viö
þessar reglur svona eftir okkar eig-
in hentisemi. Og umferðarlögin
nýju, sem nú eru að taka gildi, eru
í raun og sann vottur þess að fólk
temur sér ekki guðsótta og góða
siði fyrr en viö straff og hirtingu.
Hversu mikið stagl höfum við
ekki hlustað á um belti og nauðsyn
þess að hafa þau spennt og líka um
ljós, hve miklum sköpum það getur
skipt að þau séu kveikt. Þetta hafa
umferðarátökin verið að brýna fyr-
ir okkur seint og snemma. En
heilræðin hafa einhvern veginn
rokið út í veður og vind, gleymd
um leið. Það er ekki fyrr en nú, er
við liggja stórar sektir, að fólk man.
Svona lög hafa raunar verið í
gildi lengi úti í Skandinavíu. Þar
velkist víst enginn lengur í vafa um
að beltin eru til þess að spenna
þau. Þó að við séum einatt að hall-
mæla Svíum viljum við samt hafa
sömu kurteisi og þeir í umferðinni.
En það er á hinn bóginn sorglegt
hvað allur þessi áróður fyrir bættri
umferð hefur haft lítið að segja.
Óhöpp gerast æ tíðari. Nú hafa orð-
ið óvenjumörg óhugnanleg slys á
vegunum síðustu vikurnar. Hver
herferðin á fætur annarri hefur
runnið út í sandinn. „Fararheill
87“ virðist til að mynda ekki hafa
skilað sýnilegum árangri. Erum
við svona treg eða er áróðurinn
vitlaus?
Gott loft
Skýringin felst ekki einvörðungu
í því að fólk aki eins og fantar og
hafi ekki beltin spennt og ljósin á.
Svarið er líka fólgið í því fáránlega
vægi sem einkabíllinn hefur í sam-
félaginu. Það er pólitísk ákvörðun
að setja þetta apparat upp á svo
háan stall að allt verður honum að
lúta. Tuttugu til þrjátiu mannslíf á
ári hverju eru dýr fórn. Þar að
auki eru svo og svo margir limlest-
ir og bæklaðir, fyrir utan allt
eignatjón. Um mengunarvarnir
hugsum við sáralítið. Viö höfum
svo mikið af fjallaloftinu. íslend-
ingar hafa illu heilli veðjað á
einkabílinn sem aðalsamgöngu-
tækið í flutningum innan bæjar
sem utan. Vegna þessa er Reykja-
vík að veröa sóðabæli, menguð,
skítug og óyndisleg. Miðbærinn hér
í höfuðstaönum einkennist ekki af
fógrum byggingum eða listaverk-
um, og eðlilega ekki af miklum
í talfæri
Jón Hjartarson
gróöri. Nei, borgin er fyrst og síö-
ast vettvangur bíla sem verða æ
frekari á pláss. Það sér varla lengur
í þessi fáu gömlu hús sem eru enn
dálítið augnayndi í Kvosinni. Og
svona er þetta raunar úti um allan
bæ. Og nú er stefnan að fjölga bíla-
stæðum.
Þetta er dýrasta, óhentugasta og
óhollasta lausn á ferlimálum fólks
sem hægt er að hugsa sér. Auðvitað
er ævinlega umferðarkraðak í
borgum. En þvílik hringavitleysa
þekkist tæplega í nokkrum álíka
smábæ annars staðar í veröldinni.
Enginn í strætó
Það er gott og blessað að setja
ströng lög og umferðarreglur og
hafa lögguna í því að sekta og
straffa alla brotlega, setja þá í tugt-
hús helst. Vonandi tekst með því
að lækka þann óhugnanlega toll
sem umferðin tekur af mannslíf-
um.
Vandinn liggur hins vegar í
þessu, að við höfum gert bannsett-
an einkabílinn helsta lífsfórunaut
okkar og metum hann til helstu
lífsins gæða í stað þess a.ð hugsa
fyrir hentugu og velvirku fólks-
flutningakerfi innanbæjar og
raunar utanbæjar líka.
Þaö þarf sjálfsagt aö leita langt
til þess að finna á sæmilega byggðu
bóli jafnóaðlaðandi almennings-
vagnakerfi og Strætisvagna
Reykjavíkur. Það útheimtir mikla
þolinmæöi og jafnaðargeð, sem fólk
hefur ekki nema takmarkað af í
þessu stressaða samfélagi, aö ferð-
ast með þessum vögnum um
höfuðborgarsvæðið (Hafnarfjarð-
arvagninn er víst ekkert skárri, eða
Kópavogsstrætó).
Þar að auki er oröiö alltof dýrt
að ferðast með strætó. Það er fárán-
legt að ætla þessari almennings-
þjónustu að standa undir sér
fjárhagslega. Og það gerir hún síst
þegar enginn notar hana nema
börn og gamalmenni í algjörri
neyð. Það er líka svolítil þversögn
í því þjóðarátaki sem einatt er ve-
riö að hrinda af stað til þess að
bæta umferöarmenninguna, hún
ber víst aö þessu sinni yfirskriftina
„Fararheill til framtíðar“. Að-
standendur þessara herferða eru
helstu varðhundar einkabílsins,
nefnilega tryggingafélögin, bílaum-
boðin og FIB, sem hefur það helst
sér til ágætis að hafa hátt þegar
stjórnvöld voga sér aö hækka
bensínið eöa setja toll á bíladót.
Þessir aðilar hafa þá hagsmuni
helsta að bílnum fjölgi sem mest
og vegur hans verði sem mestur.
Skera niður einkabílinn
Áhrifaríkasta aðgerðin til þess að
draga úr slysum er hins vegar að
fækka einkabílum, rétt eins og
sauðkindinni, og draga á allan hátt
úr umferð þeirra. Það mætti aö
ósekju hækka tolla af bílum og
hækka bensínið enn frekar ef í
staðinn yrðu lækkuö strætisvag-
nafargjöld, rútugjöld og flugfar-
gjöld, fjölgað ferðum og leiðakerfm
sniðin betur að þörfum fólks. Það
er til dæmis full þörf á að endur-
hanna borgarskipulag Reykjavíkur
með þaö fyrir augum að almenn-
ingsvagnar hafi forgang. Auðvitað
er það eins og hver önnur hrópandi
mótsögn að láta einkabíla troðast
niður Laugaveginn allan guöslang-
an daginn, en strætó keyra Skúla-
götuna. Það ættu engir bílar að fá
að fara Laugaveginn nema strætó.
Með því að leggja höfuðáherslu á
almenningsílutningskerfi í öllu
skipulagi á umferð innan bæjar
sem utan yrði ekki einungis dregiö
verulega úr slysum heldur drægi
þá líka úr mengun og borgin okk-
ar, og raunar allt þéttbýliö hérna
við flóann, yrði kannski einhvern
tíma snotur byggð. Það yrði farar-
heill til framtíðar.
Einn strætó spýr minna eitri út
í andrúmsloftið og af honum stafar
minni slysahætta, væntanlega, en
af fimmtíu einkabílum. Þetta vita
þessar átakanefndir sem leggja á
sig ómælt erfiði til þess að kenna
tregum landanum góða siði í um-
ferðinni.
Það ætti semsagt að verða næsta
þjóðarátak í umferöarmálum að
fækka einkabílum og fjölga strætó-
um.
Það er vafasamur heiður að við
skulum einir þjóða standa jafnfætis
yinum okkar vestur í Bandaríkjun-
um hvað bílaeign varðar. Ef þessu
heldur fram sem horfir verðum við
bráðum orönir meiri bílamenn en
þeir vestra og ísland skítugasta og
mengaðsta land í veröldinni, þrátt
fyrir fólksfjölda. Jón Hjartarson