Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Page 2
2
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Fréttir
lceland Seafood:
Valur bauð Eysteini
árslaun í sárabætur
var einnig boðið starf hjá Alafossi
Eíns og fram hefur komið í DV
var Eysteini Helgasyni boöiö starf
hjá Sambandinu ef hann segði
sjálfur upp starfi sínu sem forstjóri
Iceland Seafood Corporation. Sam-
kvæmt heimildum DV var hér um
að ræða starf að sölumálum hjá
Álafossi í Bandaríkjunum. Þegar
Eysteinn hætti hjá Samvinnuferð-
um fór hann einmitt til Bandarikj-
anna að vinna að markaösmálum
fyrir iðnaðardeildir Sambandsins.
Þá hefur komiö fram að Valur
Arnþórsson, stjórnarformaður
Sambandsins, hafi leitað sátta í
deilu Eysteins og Guöjóns B. Ólafs-
sonar, forstjóra Sambandsins.
Sáttatilboð Vals var það að Ey-
steinn léti af störfum en fengi
greidd árslaun við brottfór sína.
Þegar þetta tilboð kom fram var
um hálft ár eftir af samningstíma
Eysteins svo tilboö Vals hefur
hljóðað upp á hálfs árs laun í sára-
bætur fyrir starfiö.
Eysteinn hefur margsinnisneitaö
aö gefa upp laun sin hjá Iceland
Seafood. Eysteinn sagöi í samtali
viö DV í gær að eitt af þeim gögn-
um, sem hann hafði til hliösjónar
þegar hann gerði kröfur um endur-
skoðun á launamálum sínum hafi
verið upplýsingar um meöallaun
bandarískra forstjóra í matvæla-
iðnaði en upplýsingar um þau eru
gefin út á hveiju ári. Samkvæmt
þeim hefðu laun forstjóra Iceland
Seafood átt að vera nálægt 700 þús-
und krónum. Eysteinn segist hafa
haft lægri laun. Tilboö Vals hefur
því verið lægra en 8 milljónir
króna.
í samtali viö DV vildi Eysteinn
ekkert segja um tilboð Vals. „Valur
reyndi að leysa málið fyrir Guðjón
eins og fieiri valinkunnir Sam-
bandsmennf sagði Eysteinn.
-gse
Á meðan Guðjón B. Ólafsson fundaði með „sinum mönnurn" í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu voru hinar höfuðpersónurnar i SÍS-deilunum
á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar. Á myndunum má sjá þá Erlend Einarsson við háborðið og Val Arnþórsson meðal óbreyttra á aðalfundinum.
1 DV-mynd GVA
Hafði Guðjón 1,5
milljónir á mánuði?
Þær upplýsingar um laun Guðjóns
B. Ólafssonar, forstjóra Sambands-
ins, sem Erlendur Einarsson hefur
greint frá, eru meðallaun Guðjóns
hjá Iceland Seafood sex síðustu ár
hans hjá fyrirtækinu. Erlendur segir
Guðjón hafa fengið 1,1 milljón króna
í heildarlaun á mánuði að meðaltali.
Samkvæmt heimildum DV mun
Erlendur hafa miðað við heildarsöl-
una hjá Iceland Seafood í samning-
um sínum við Guðjón. Síðustu sex
ár Guðjóns jókst salan um ein 72
prósent. Það má því gera ráð fyrir
að laun Guðjóns hafi hækkaö úr 830
þúsund krónum á mánuði í tæpa 1,5
milljónir króna árið 1986.
í samtali við DV, sagði Eysteinn
Helgason að í kröfum sínum um end-
urskoðun á sínum launamálum hafi
hann lagt fram máli sínu til stuön-
ings upplýsingar um meðallaun
bandarískra forstjóra í matvælaiðn-
aði. Eysteinn sagðist jafnframt hafa
gert sér að góðu helming launa Guð-
jóns. Samkvæmt upplýsingum um
meðallaun forstjóranna, sem DV hef-
ur undir höndum, ætti forstjóri
Iceland Seafood að hafa um 230 þús-
und dollara í árslaun, eða um 9
milljónir króna. Tvöföld þessi laun
myndu þýða um 1,5 milljón króna á
mánuði.
-gse
Sambandsmál:
Biðstaða, en spenna
Mikil spenna er nú í Sambands-
málum. Guðjón B. Ólafsson eyddi
gærdeginum við að ráðfæra sig við
samstarfsmenn sína. Hann las blöðin
og horfði á myndbandsupptökur af
sjónvarpsfréttum af sínum málum.
Hann hefur ekki boðaö stjómarfund
í Iceland Seafood til að ræða þessi
mál. Valur Arnþórsson hefur heldur
ekki boðað stjórnarfund hjá Sam-
bandinu. Líkur eru til að báðir þessir
fundir verði í næstu viku. Eysteinn
Helgason hefur frestað ráðgerðri fór
til Bandaríkjanna í dag. Sem sagt;
biðstaða, en spenna í loftinu. -gse
Ullarsamningur við Sovétmenn undirritaður á Akureyri í gær:
. „Þessi samningur í sam-
ræmi við okkar verðstefnu
- segir Jón Sigurðarson, forsfjóri Alafoss
kk
Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta er góð byrjun. Samning-
urinn, sem við höfum nú undirrit-
að, er þó aðeins við sovéska
samvinnusambandið, Sojuz, en við
eigum eftir að semja við sovéska
ríkisfyrirtækið," sagði Jón Sigurð-
arson, forstjóri Álafoss, eftir að
undirritun samnings milli Álafoss
og Sojuz hafði farið fram á Akur-
eyri í gær.
Samningurinn, sem undirritaður
var, er um kaup Souz á 140 þúsund
ullarpeysum og söluverðið er um
90 milljónir króna. Jón Sigurðar-
son og Aðalsteinn Helgason undir-
rituðu samninginn fyrir hönd
Álafoss en Ljakichev, einn af að-
stoðarforstjórum Sojuz, og frú
Brailowskaja viðskiptafulltrúi fyr-
ir hönd Sojuz.
„Þetta er töluverð hækkun frá
fyrra ári en við urðum að lækka
okkur nokkuð frá okkar fyrstu til-
lögum,“ sagði Jón Sigurðarson.
„Þessi hækkun dugar okkur rúm-
lega til þess að vega upp á móti
verðbólgunni og ég held að við get-
um veriö bjartsýnni á samning við
sovéska ríkisfyrirtækið eftir undir-
skrift þessa samnings,“ bætti Jón
við.
Jón sagði einnig að strax yrði
hafist handa við framleiðslu upp í
þennan samning en um er að ræða
fimm tegundir af ullarpeysum.
Eins og fram kom hér að framan
eru frekari samningaviðræður við
Sovétmenn döfinni og ástæða til
meiri bjartsýni en áður eftir undir-
ritunina í gær.
Lögmaður Eysteins:
Óskar eftir
uppástungu
um skaða-
bætur
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Eysteins Helgasonar, hefur sent
stjóm Iceland Seafood bréf þar sem
hann óskar eftir upplýsingum um
ástæður fyrir uppsögn Eysteins. Að
sögn Marteins Friðrikssonar, stjórn-
armanns í Iceland Seafood, nefnir
Ragnar enga ákveðna upphæð í bréf-
inu sem hugsanlegar skaðabætur til
Eysteins. „Hann biður stjórnina eig-
inlega um uppástungu,“ sagði
Marteinn í samtali við DV.
Eysteinn Helgason vildi sem
minnst tjá sig um kröfur sínar við
DV. Hann vildi heldur ekki upplýsa
hver væru uppsagnarákvæði starfs-
samnings hans.. -gse
Valgerður Sverrisdóttlr:
Valur ákvað
rannsóknina
án samráðs
við stjómina
„Þessi mál eru mikið áfall fyrir
hreyfinguna. Allt þetta fjaðrafok hef-
ur haft mikil áhrif, ekki síst á starfs-
fólkið. Ég tel því eðlilegt aö stjórnin
fái góöa yfirsýn yfir þessi mál. Mér
fmnst að ekki sé hægt að ætlast til
aö við komum inn í þessi mál án
þess aö okkur verði kynntar allar
hliðar þeirra,“ sagði Valgerður
Sverrisdóttir, alþingismaður og
stjómarmaður hjá Sambandinu í
samtali við DV.
Hafa þessi mál ekki verið tekin fyr-
ir á stjómarfundum hjá Samband-
inu?
„Nei. Að minnsta kosti ekki á þeim
fundum sem ég hef setið.“
Var rannsókn sú á einkahögum
Guðjóns sem Valur Arnþórsson
stj órnarformaöur óskaöi eftir ekki
tekin með samþykki stjómar?
„Ég veit ekkert um þessa rannsókn
nema þaö sem ég hef lesið í blööun-
um og ég veit ekki hverju er að
treysta af því,“ sagði Valgerður.
-gse
Hörður Zóphaníasson:
Verðumaðfá
sem bestar
upplýsingar
„Við munum að sjálfsögöu reyna
að fá sem gleggsta mynd af því sem
er að gerast. Ég veit ekki hversu
mikið er til af bókunum af fundum
um þessi mál en menn verða að hafa
sem haldbærastar upplýsingar um
þessum, málum svo hægt verði að
komast að sanngjarnri og réttlátri
niðurstöðu,“ sagði Hörður Zóphan-
íasson, formaður Kaupfélags Hafn-
arijarðar og stjórnarmaður í
Sambandsins í samtali við DV.
-gse
, Helgarpósturinn:
Ólafur kemur í
stað Halldórs
Ólafur Hannibalsson hefur veriö
ráðinn ritstjóri á Helgarpóstinn. Ól-
afur mun stýra blaðinu ásamt Helga
Má Arthúrssyni sem verið hefur rit-
stjóri frá síðastliðnu hausti. Þar með
eru ritstjórar blaðsins aftur orönir
tveir. Olafur kemur í stað Halldórs
Halldórssonar.