Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. 15 Sambandið í sviðslj ósinu < Um þaö bil sem íslenskur verka- lýður fékk af því fréttir aö búiö væri aö ganga frá kjarasamningum fyrir hans hönd um þrettán prósent launahækkun til eins árs og tæp- lega þijátíu og fimm þúsund króna lágmarkslaun bárust þau tíðindi úr herbúðum Sambands íslenskra samvinnufélaga aö forstjóri SÍS heföi fengið þrjátíu milljónir króna í aukalaun á síðustu fimm árum. Ef einhveijum auralausum Dags- brúnarmanni hefði hugkvæmst að kasta tímasprengju inn á samn- ingaborðið og inn í verkalýðsfélög- in til að valda usla þá hefði honum ekki í sínum villtustu draumum látið sér detta annað og betra í hug. Hvernig á verkafólk að sætta sig við minnkandi kaupmátt í nýj- um kjarasamningum þegar í ljós kemur að forstjórinn hjá Samband- inu hefur rúma milljón í mánaöar- kaup? Hvemig á láglaunafólkið að sætta sig við að samiö sé um versn- andi kjör fyrir þess hönd meðan yfirstéttin í landinu hefur jafn- mikið á mánuöi eins og það hefur á árinu? Vinnumálasamband samvinnu- félaganna kveinkar sér undan þrettán prósent hækkun og hótar að loka frystihúsum sínum á sama tíma og forstjóralaunin verða heyr- inkunnug. Ég vildi ekki vera forsvarsmaður vinnumálasam- bandsins og standa frammi fyrir fiskvinnslufólkinu og útskýra þessi öfugmæli. Ég er heldur ekki hissa á því þótt samningamir séu felldir í hverju verkalýðsfélaginu á fætur öðm eftir þessa uppákomu. Launa- misréttið er innsiglað í þessum atburðum og hefur aldrei verið eins æpandi og nú. Auðvitað er það vit- að aö forstjórar stórfyrirtækja hafa meira en verkamannalaun. Auð- vitað er þaö opinbert leyndarmál að bestu laun eru í engu samræmi við gerða kjarasamninga á vinnu- markaðnum. Það þarf ekki for- stjóra til. Akkorðsaðallinn, sjálfstæðir atvinnurekendur, fjár- málaspekúlantarnir, allir gróða- pungarnir sem Matti Bjama lýsti einu sinni frati á, hafa tekjur sem valda venjulegu fólki svima og sjaldnast komast inn á skattskýrsl- umar. Guðjón B. Ólafsson hefur það á hinn bóginn sér til afsökunar að hann fékk laun í samræmi við bandarískan standard enda starfs- vettvangur hans ytra þegar launin voru ákveðin. Launakjör Guðjóns En það er eins og almenningur setji kíkinn fyrir blinda augað með- an misskiptingin er feimnismál opinberlega og það er með eindæm- um, langlundargeðið sem skatt- borgararnir sýna þeim sem borga vinnukonuútsvör af auðæfum sín- um. Staðgreiðsla skatta breytir þar engu um og er ennþá sama rang- lætið meðan ekki er komist fyrir rætur skattsvikanna. En það er önnur og sorglegri saga sem ekki blandast inn í launamál Guðjóns Sambandsforstjóra, enda verður hann ekki vændur um skattsvik. Það er ekki nóg með aö upplýs- ingarnar um launakjör Guðjóns Ólafssonar hafi haft dramatísk áhrif á almenna kjarasamninga í landinu. Þær hafa líka haft áhrif á orðstír Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og segja má að SÍS hafi ekki séð hann svartari. Og kallar þó ekki allt ömmu sína. Upp- haf þessa máls er uppsögn forstjóra og aðstoðarforstjóra Iceland Sea- food, dótturfyrirtækis Sambands- ins í Bandaríkjunum. Nú hefði mátt ætla að forstjóri SÍS, sem þar að auki hefur sjálfur verið forstjóri Iceland Seafood í þrettán ár, hafi vald og þekkingu til að ákveða hvort þessar uppsagnir hafi átt rétt á sér. Annaöhvort er maðurinn for- stjóri eða hann er ekki forstjóri og til þess er hann jú ráðinn sem for- stjóri að ráða fólk og reka það. HvererJR? En eitthvað þóttu þessar upp- sagnir bera bandarískt að. Lykla- völdin tekin af mönnunum og meinaður aðgangur að skrifstofum sínum áður en þeir fengu uppsagn- arbréfin. Eysteinn Helgason sá ástæðu til að halda blaðamanna- fund við komu sína til íslands og Þjóðviljanum varð að orði að sá fundur hefði verið líkastur blaða- mannfundi hjá bandarískum forsetaframbjóðanda sem þyrfti að skýra frá framhjáhaldi sínu. Ey- steinn Helgason er vel kynntur ungur maður á íslandi og hefur sjálfsagt talið ástæöu til að hreinsa mannorð sitt af þeim grunsemdum að fleira héngi á spýtunni en það eitt að hann hafi ekki staðið í stykk- inu. Það verður að virða honum það til vorkunnar en frá mínum bæjardyrum séð hlýtur Guðjóii B. Ólafsson að eiga síðasta orðið í því hverjir eigi að gæta hagsmuna Sambandsins í fisksölunni vestra. Enda hafa menn áður látið af störf- um fyrir minni sakir en þær að hlýöa ekki erkibiskups boðskap án þess að kallaðir hafi veriö til blaða- menn og sjónvarpsvélar. Hitt er öllu skrýtnara að í sama mund og þennan brottrekstur ber að leka til fjölmiðlanna upplýsing- ar um launakjör Guðjóns. Sjálfur segir Guðjón að þessu hafi lengi verið búið aö hóta. Látið er að því liggja að ekki sé allt meö felldu í þeim greiðslum og ekki fer á milli mála að lekinn kemur frá Sam- bandinu sjálfu, úr innsta hring. Hver kjaftaði? spyija menn og böndin berast að Érlendi Einars- syni, fyrrum forstjóra SÍS. í framhaldi af þeim getgátum er síð- an spunnin ein allsherjar samsær- iskenning sem vitaskuld er gómsæt í fjölmiðlum og hentar vel í æsi- spennandi atburðarás. Þetta er að verða eins og í Dallas og spurning- in er aðeins, hver er JR? Sjálfskaparvíti Ég hef lesið þetta allt og birt það jafnvel í mínu eigin blaði. Ötulir blaðamenn hafa sínar heimildir og nógir eru um það þessa dagana að lepja það í fjölmiðlana sem hentar þeirra málstað og þeirra kenning- um. Fjölmiðlarnir birta fréttir og fréttaskýringar, spá í eyðurnar, leggja saman tvo og tvo og eru auð- vitað ákafir í að upplýsa lesendur sína og áhorfendur um síðustu kjaftasögur og ummæli. Enginn er ég aðdáandi Sambands íslenskra samvinnufélaga og séð hef ég fara fé betra en samt er ég ekki nógu illgjarn til að trúa öllu illu upp á Sambandið eða þess menn. Ég játa það hreinskilnislega að mér er um og ó þegar ég les all- an óhróðurinn og mér verður bumbult þegar verið er að segja mér nýjustu gróusögurnar. Eg þekki satt að segja ekki aðalpersón- urnar nema af afspurn en getur það verið að Erlendur Einarsson sé að nota elliárin til að grafa undan eft- irmönnum sínum? Getur það verið að Valur Arnþórsson sitji á svik- ráðum við starfsmenn sína sem formaður SÍS? Var Eysteinn Helga- son virkilega svo undirfórull að hóta ærumeiðingum ef hann héldi ekki stöðunni? Er valdataflið innan SÍS svo hatrammt að það þurfi áð tefla orðstír Sambandsins á tæp- asta vað? Þessp öllu er erfitt að trúa þótt maöur viti ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður. Eitt er víst. Sambandsmenn geta sjálfum sér um kennt. Þetta er þeirra eigin óvinafagnaður. Enginn gat kjaftað frá nema þeir sjálfir. Enginn býr til samsæriskenningar nema þeirra eigin menn. Enginn hefði rekið fleyg i þeirra hold nema vegna þess að þeir sjálfir veltu þúf- unni af stað. Breyttir timar Kannski er Sambandið orðið of stórt og of fjarlægt uppruna sínum til að komast hjá uppákomum sem þessari? Kannski er valdabaráttan óhjákvæmileg þegar peningar og áhrif safnast saman á eina hönd. Valdið spillir. Nýir menn hafa komið til sögunnar innan Sam- bandsins og þeir standa ekki jafn- fóstum fótum í samvinnuhreyfing- unni og forverarnir. Tilhneigingin er líka sú að reka Sambandið sem fyrirtæki en ekki fjöldahreyfingu, taka arðsemina fram yfir félagslega þáttinn, ráða harðsvíraða busi- nessmenn í stað hugsjónamanna. Timamir eru óneitanlega breyttir og kannski er þetta allt tímanna tákn. Sambandið hefur áður lent í hrémmingum. Olíuhneykshð var því dýrkeypt á sinni tíð þegar dótt- urfyrirtæki þess, Esso, og forstjór- arnir voru kærðir og sumir dæmdir fyrir svik og fjármálamis- ferli. Seinna kom kaffibauna- hneykslið til sögunnar og í gegnum tíðina hefur Sambandið blandast inn í pólitískar deilur í landsmála- póhtíkinni. En í stórum dráttum hefur aldrei verið litið á SÍS öðru- vísi en litla hryllingsbúð, veldi í veldinu, einokunarhring á sumum sviöum sem hefur notið framsókn- arverndar í umsvifum sínum. Menn hafa aldrei boriö Samband- inu þaö á brýn að vera undir- heimamafia sem væri utan og ofan við lög og velsæmi. Styrkur Sam- bandsins hefur legið í samheldni samvinnumanna og dugandi mönnum við stjórnvölinn. En SÍS- menn hafa aldrei dottið í þann pyttinn að grafa hver undan öðrum og jarða sína menn lifandi. Það er nýtt, ef rétt er. Blóraböggull Þjóðin horfir auðvitað agndofa á þær aðferðir sem þar eru nú notað- ar til að höggva mann og annan. Ekki þannig að það komi henni mikið við enda eru sjálfskaparvítin verst. Það verður að koma í ljós hvort Guðjón B. Ólafsson stendur orrahríðina af sér. Það er innan- búðarvandamál Sambandsins og. hans sjálfs. Það sem eftir stendur og eftir sit- ur eru afleiðingarnar og áhrifin af þeirri umræðu sem orðiö hefur vegna forstjóralaunanna, ekki bara hjá Sambandinu heldur í landinu öllu. Mér býður í grun að sá eftir- leikur verði mun afdrifaríkari. íslenskt verkafólk hefur bitið í skjaldarrendurnar og hafnað samningunum í hverju félaginu á fætur öðru. ísland hefur verið stétt- laust þjóðfélag og láglaunafólkð hefur sætt sig við kjör sín meðan það veit af hinum í augsýn. En þeg- ar mismunur ríkra og fátækra, hárra og lágra, auðs og allsleysis, er reiknaður út í stjarnfræðilegum víddum er ástæða til að óttast að sauðsvartur almúginn rísi upp á afturfæturna og segi hingað og ekki lengra. Launamisrétti, stéttaskipt- ing, allsnægtir eins á kostnað þrælahalds annars er framandi ástand sem ekki verður tekið þegj- andi. Þaö sáum við á steyttum hnefunum á Dagsbrúnarfundinum og það heyrum við bergmála í verkalýðsfélögunum. Er það ekki eftirtektarvert að undiraldan kemur frá fólkinu sjálfu? Ekki frá stjórnmálaflokkun- um, sem eru steinrunnir, ekki frá þingmönnunum, sem deila um bjórinn, ekki einu sinni frá verka- lýðsforingjunum, sem virðast úr öllum takti við umbjóðendur sína. Og það er tímanna tákn aö hin gamla fjöldahreyfing, samvinnu- hreyfingin, situr uppi með þau örlög að vera orðin svo fjarlæg uppruna sínum og alþýðunni að hún er orðin blóraböggull í stríðinu milli forréttindanna og fjöldans. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.