Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Page 18
18
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Georg Guðni - Eiríksjökull, olía á striga, 1987.
Fjöllin eru minn sálarr eitur4 ‘
- svipmynd af Georg
Guðna Haukssyni list-
málara sem hlaut
Menningarverðlaun
D V fyrir myndlist 1988
Georg Guðni Hauksson. (DV-mynd KAE)
Georg Guöni Hauksson listmálari
er soldiö eins og myndirnar sem
hann málar, íhugull, kyrrlátur og
blátt áfram.
Og eins og fábrotin málverk hans
af fjöllum láta smátt og smátt uppi
ólíklegustu litbrigöi við grandskoðun
leiöast samtöl við Georg Guöna
smám saman út í orðræðu um tím-
ann, andlegar viddir, gildi sérvisk-
unnar, mismunandi halla í landslagi
pg ýmislegt fleira sem iistmálarar á
íslandi hafa hingað til ekki haft hátt
um í viðræðum.
Og það sem mundi hljóma hjá-
rænu- eða hégómlega í munni annars
listamanns veröur einhvern veginn
eðliiegt og sjálfsagt þegar Georg
Guðni á í hlut.
Ekki síst hefur hann lag á því að
draga úr þeim hátíðleika sem stund-
um vill fylgja samtölum um andans
mál, með góölátlegri sjálfshæðni og
hreinlyndi.
Georg Guðni hefur í öðrum við-
tölum skýrt frá því hvers vegna hann
leiddist út í að mála fjöll og aftur
fjöll, en það gerðist meöan hann var
nemandi við Myndlista- og handíða-
skólann 1980-85, þegar nýja málverk-
ið gagntók unga listamenn.
Einn daginn leit hann út um
gluggann þar sem Esjan blasti viö
og ákvað í bríaríi að festa hana á
striga.
í opna skjöldu
Sá verknaöur veitti honum
ánægju sem hann hafði ekki fundið
fyrir áður. Einhvem veginn fann
hann sjálfan sig í fjallamyndum í rík-
ari mæli en í nokkrum öðrum við-
fangsefnum. í framhaldi af þeirri
uppgötvun sneri hann baki við hinu
ákafa og ágenga nýja málverki,
mörgum félögum sínum til undrunar
og skelfingar.
„Þetta kom þeim auðvitað í opna
skjöldu engu síður en sjálfum mér.
Við höfðum öll verið sannfærð um
að landslagsmálverk væri það
vemmilegasta sem til væri,“
segir Georg Guðni á einum stað í
viðtali.
Freistandi er að ætla að þessi fjalla-
baktería hafi blundað í listamannin-
um allt frá þvi foreldrar hans báru
hann um óbyggðir sem barn en faðir
Georgs Guðna er jarðfræðingur.
En þrátt fyrir þessa sérstöðu Ge-
orgs Guðna í íslenskri myndlist
(„sérviskumálverk" kallar hann
verk sín), sérstöðu sem meðal annars
aflaði honum Menningarverðlauna
DV fyrir myndlist í ár, er hann eng-
inn einangrunarsinni í sér.
„Ég hef orðið var við aö sumt fólk
misskilur það sem ég er að gera,
kannski af ásettu ráði. Ég er alls
ekki að prjóna viö íslensku lands-
lagsheföina eða ítreka einhver þjóð-
leg gildi þó svo ég máli íslensk fjöll.
Ég tel mig vera nútímalistamann í
víöasta skilningi, ekki sérstaklega
„íslenskan“ listamann,“ segir hann.
Útskagastefha
„Ég gæti ekki gert það sem ég er
að gera ef ég hefði ekki upplifaö
ýmsa strauma í erlendri myndlist,
mínímalismann - naumhyggjuna -
jafnvel rómantíkina í gamla þýska
málverkinu.
Ég reyni að fylgjast með öllu sem
er að gerast úti í löndum og læra af
því, sama hver liststefnan er.
Ég held að varasamt sé fyrir lista-
mann og menningu að einangra sig
frá því sem er að gerast um kring.
Þannig koðna menn niður í útskaga-
stefnu - sem þýðir ekki að listamenn
eigi að gleypa nýjungarnar hráar.
Það er mikilvægt að flnna sér sinn
eigin sálarreit að rækta, einhvern
reit sem enginn annar getur ræktað
eins vel og þú. Fjöllin eru minn sálar-
reitur.“
Ég minnist einkunnarorða sem
Georg Guðni hefur oftar en einu
sinni látið fljóta með í sýningar-
skrám sínum:
,,Ég mála fjallið með sjálfum mér.
Ég mála sjálfan mig í fjallið.
Ég mála fjallið úr huganum.“
Lykilorðin þarna eru fjallið og hug-
urinn.
Því hversu lengi sem Georg Guðni
nostrar við að gefa fjallamyndum
sínum þyngd, nánd og efniskennd -
í sumum þeirra liggur margra mán-
aða vinna, lag eftir lag af málningu
- þá er tilgangur hans ævinlega sá
að yflrstíga landamæri efnisheims-
ins, festa á-strigann einhver algild
sannindi um stöðu okkar í veröld-
inni, okkur til íhugunar.
Að þroskast með
málverkinu
Umfram allt eru þau honum sjálf-
um ihugunarefni, bæði meðan hann
málar verk sín og lengi á eftir.
„Mér finnst ég þurfa óratíma með
hverju málverki til að átta mig á því
og fá að þroskast meðan ég vinn
það.“
Hins vegar vefst okkur báðum
tunga um tönn þegar við reynum að
skilgreina þessi sannindi sem nefnd
eru hér á undan.
„Það er tengt því sem gerist þegar
við stöndum andspænis einhveiju
sem er bæði hluti af okkur sjálfum
og því umhverfi sem við hrærumst
í og óendanlega miklu æðra okkur.
Við verðum gagntekin tilfinningum
sem spanna allt frá hrifningu til
ótta,“ segir Georg Guðni.
„Til þess að koma þessum tilfinn-
ingum til skila nota ég oft gríðarstóra
striga sem yfirgnæfa áhorfandann,
ætla alveg að gleypa hann.
Þetta er það sem ég á við þegar ég
tala um málverkin mín sem nokkurs
konar athvarf fyrir sálina, ekki sál-
arspegil, eins og sumir hafa túlkað
þau.“
Ekki vill Georg Guðni flokka þenn-
an þankagang undir nein sérstök
andleg vísindi, hvorki heimspeki né
guðspeki.
„Jú, ég spekúlera í svoleiðis hlut-
um en alls ekki skipulega. Hins vegar
skrifa ég dáldið niður af því sem ég
er að hugsa, aðallega til aö átta mig
á breytingum sem verða á sjálfum
mér og samskiptum mínum við mál-
verkin.
En þetta er enginn skáldskapur,
nema kannski óvart.“
Að samræma
náttúrukraftana
Viö höldum áfram sannleiksleit-
inni.
„Ég vil bara ítreka að þótt ég sé
alltaf á höttunum eftir einhvers kon-
ar algildu landslagi, landslagshug-
mynd, þá er útgangspunkturinn
alltaf ákveðið fjall, jökull eða drangi
sem ég þekki vel.
Þótt ég sé búinn að hreinsa allt af
striganum nema skáhallan flöt öðru
megin á honum þá er sá halli - eða
slakki - áþreifanleg staöreynd. Hann
er til og ég hef séð hann, einhvers
staðar ofarlega í Herðubreið eða
Heklu.
En um leið og ég byggi upp þessar
fjallamyndir reyni ég að samræma
alla þá krafta sem í mótífinu búa
þannig að ég sitji uppi með málverk
á mörkum kyrrðar og ókyrrðar.
Það jafnvægi ber með sér undar-
lega og smitandi ró. Ég er ekki sáttur
við málverkin mín fyrr en ég finn
fyrir. þessu jafnvægi."
Fleiri íslenskir listamenn virðast
nú leggja meir upp úr hugrænu lík-
ingamáli en formfræði. Eg minnist
til dæmis grafíkmynda Sigrid Valt-
ingojer og Kristbergs Péturssonar.
„Það er eitthvað í samtímanum,
kannski efnishyggjan, sem kallar í
auknum mæli á íhugunarefni í
myndlistinni."
Þótt Georg Guðni hafi ekki málað
fjöll nema í tæp fimm ár hafa þegar
örðið umtalsverðar breytingar á af-
stöðu hans til þessa viðfangsefnis.
„Fyrstu árin var ég mjög háður
mótífmu, reyndi aö sýna öllum að-
stæöum á hverjum stað fullan
trúnað, bæði landslagi og veðri.
Ég er að vísu ekki búinn að gefa
þennan trúnað upp á bátinn en til
viðbótar reyni ég að gera úr landslag-
inu margræöa heild, uppfulla bæði
af ró og sprengikrafti."
Að lokum spyr ég Georg Guðna
hvort honum detti nokkurn tímann
í hug að setja manneskjur inn í mál-
verk sin.
„Það er fullt af manneskjum í mín-
um myndum. Þær sjást bara ekki.
Ég er búinn að samsama þær mynd-
efninu svo ekkert er eftir af þeim
nema tilfmningarnar."
-ai