Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. Fréttir Alþjóðlega skákmótið á Akureyri: Dolmatov slapp fyrir hom Sovétmaðurinn Gurevits sá eini sem náði að knýja fram sigur Gylfi Kristjánsson, DV, Akur- eyri: Keppendur voru ekki í neinum friðarhug í fyrstu umferð alþjóð- lega skákmótsins sem hófst á Akureyri í gær. Þrátt fyrir að fjór- um skákum af fimm lyktaði með jafntefli var um baráttuskákir að ræða og ljóst að skákmeistararnir höfðu hug á vinningi strax í fyrstu umferð. Flestra augu beindust að viður: eign Jóns L. Árnasonar og Sovét- mannsins Polugajevesky og hugðist sá sovéski greinilega hefna ófaranna frá Reykjavíkurmótinu á dögunum er Jón vann hann með svörtu mönnunum. Upp kom „bógó-indversk“ vörn og virtist Polugajevesky hafa frumkvæðið eftir byrjunina. Jón varðist hins vegar mjög vel, hann jafnaði taflið hægt og bítandi og samið var um jafntefli eftir 34 leiki. Sovétmaðurinn Dolmatov slapp heldur betur fyrir horn í viðureign sinni við Akureyringinn Jón G. Viðarsson. Þeir tefldu „skandinav- íska“ vörn og Dolmatov hafði betri stöðu framan af. Þeir lentu báðir í heiftarlegu tímahraki og klukkan féll á Dolmatov. Þegar farið var yfir leikina kom hins vegar í ljós að hann haföi náð 40 leikja mark- inu. Þá var skákin orðin jöfn og sex leikjum síðar var samið í jafntefli. „Þetta hrundi allt í tímahrak- inu,“ sagði stigalægsti maður mótsins, Olafur Kristjánsson, eftir viðureign sína við stigahæsta kepp- andann, Sovétmanninn Gurevits, en á þeim munar „aðeins" 400 ELO-stigum. Tefld var „Pircvörn" og Ólafur virtist geta teflt nokkuð örugglega upp á jafntefli aö sögn HelgaÚlafssonar sem skýrði skák- ina í hliðarsal. En í miklu tíma- hraki missti Ólafur af bestu leikjunum og níundi stigahæsti skákmaður heims færir sér auðvit- að slíkt í nyt. Margeir Pétursson hafði frum- kvæðið í baráttu sinni við Ungverj- ann Adorjan en þeir tefldu „drottningar-indverska" vörn. Margeir fórnaði peði og fékk betra tafl. Síðan vann hann skiptamun en Adorjan fórnaði manni og náði þráskák og jafntefli þar með. Þá er aðeins ógetið um skák al- þjóðlegu meistaranna Karls Þor- steins og Norðmannsins Tisdalls. Skák þeirra var í jafnvægi allan tímann og kapparnir sömdu um jafntefli eftir 44 leiki. Úrslit Óiafur-Gurevits.............0-1 Dolmatov-Jón G............1/2-1/2 Margeir-Adorjan...........1/2—1/2 Karl-Tisdall..............1/2-1/2 Polugajevsky-Jón L........1/2-1/2 Hnrfstungumál: Tveggja og háKis árs fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur var í gær kveöinn upp dómur í máli ákæru- valdsins gegn Grétari Aðalsteins- syni. Ákæra á hendur honum var gefin út21. desember 1987. Grétar var dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir að hafa að tilefnislausu stungið mann í hálsinn. Atvikið átti sér stað á heimili Grét- ars 16. október 1987. Grétar lagðist viö hlið sofandi manns í almyrkvuðu herbergi. Grétar stakk manninn með vasahnífi í hálsinn. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvar hann stakk í manninn og ekki heldur hversu djúpt hann stakk. Ekki var talið að Grétat heföi ætlað að svipta manninn lífi. í dómi Saka- dóms segir að:.beri að hafa í huga að greind ákærða er undir meöal- greind. Hins vegar hlaut ákærða að vera ljóst, að sú háttsemi hans aö leggja til manns í myrkri með vasa- hníf, þannig að tilviljun réði hvar hnífurinn lenti, var stórhættulegt og var hending ein að maðurinn hlaut einvörður.gu grunnt skurðsár og blá- æðablæðingu, en ekki slagæðablæð- ingu.“ Kristján Stefánsson hdl. fór fram, á fyrir hönd fómarlambsins, greiðslu skaðabóta, samtals rúmlega 432.000 krónur. Hluta krafanna var vísað frá dómi vegna þess að rökstuðning skorti. Dómarinn taldi hæfilegar miskabætur 75.000 krónur. Grétar Aðalsteinsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Til frá- dráttar refsingunni kemur gæslu- varðhaldsvist, samtals 145 dagar. Grétar var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnaö, þar meö talin saksóknaralaun í ríkissjóð, 50.000 krónur, og réttargæsluþóknun og málsvamarlaun verjanda síns, Arnars Clausen hrl., 75.000 krónur. Dóminn kvað upp Ingibjörg Bene- diktsdóttir sakadómari. -sme Margir fylgdust spenntir með viðureign Jóns L. Árnasonar og Polugajevski, en skák þeirra lauk með jafnfefli. DV-mynd GK, Akureyri Trygging ökumanns og eiganda: Sama iðgjald veitir mjög óliKar bætur Með nýju umferðarlögunum tók launum er aö tryggja sig fyrir ingaeftirliti segir að þessum að- gildi ný skyldutrygging, ábyrgðar- sínum meðallaunum eða hvort ferðum hafi alla tíð verið beitt. trygging ökumanns og eiganda. tryggingartakinn er hálaunamað- Tjónskostnaöi sé skipt niður á alla. Þessi nýja trygging tryggir meðal urmeðmargfoldlaunverkamanns. Ef þessu eigi að breyta verði aö annars ökumann og eiganda sé Iögjaldiðerjafhtfyriralla,eða 3.200 gjörbreyta öllu kerfinu. Erlendur hann farþegi í bfi sínum þegar slys krónuráári. ' sagði að tryggingin væri einnig veröur. Tryggingin greiöir í alvar- Allt ööm máli gegnir um slysa- skaðabótatrygging, td. ef stjóm- legustu tílvikum þau meðallaun og líftryggingar sem tryggingafé- andi ökutækis ylli öðrum skaöa þá sem viðkomandi hefur haft síðustu lögin selja fijálst. í þeim trygging- greiddi tryggingin bætur Ul þess þrjú ár. Greiðslumar gilda aUt tU um ræðst iðgjald meðal annars af sem fyrir skaöanum hefði orðið. ævUoka. því hvað tryggingartaki tryggir sig Því gæti veriö erfitt að áætla ið- Tryggingin kostar aUa bfleigend- fyrir háum bótum. Þessu er öfugt gjald eftir tekjum þess sem trygg- ur jafnmikiö. Þaö skiptir engu farið í skyldutryggingunni. inguna.keypti. hvort verkamaður á lágmarks- Erlendur Lárusson hjá Trygg- -sme Áburðawerksmiðjan: Líkur á leyfi fyrir nýjum geymi borgin bauðst til að kaupa verksmiðjuna Davíö Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, gerði fjármálaráöherra nýlega óformlegt kauptílboð í Áburðarverksmiðji’ ríkisins og var tilboðið á þá leið að ríkið skulda- jafnaði við Reykjavíkurborg, en ríkið skuldar borginni um einn miUjarð króna. Greiddi ríkið borg- inni skuldina með því að afsala sér verksmiðjunni, en þessu tilboöi var hvorki játað né neitað af hálfu fjár- málaráðherra. Borgarráð Reykjavíkur hefur nú til afgreiðslu beiðni frá byggingar- nefnd um umsögn um það hvort veita eigi Áburöarverksmiðju rík- isins byggingarleyfi fyrir nýjum ammoníaksgeymi, en svo sem kunnugt er gæti hlotist af mikið slys ef geymirinn gæfi sig. Mál þetta var rætt ítarlega í borgarráði á þriðjudag og verður afgreitt á fundi ráðsins á morgun eða þriðju- dag. Borgarstjóri sagði í samtali við DV aö líkur væru á því aö borgin myndi heimila byggingu nýs, kæld ammoníaksgeymis, en krefðist þess um leið að ekki yrði geymt ammoníak í núverandi geymi nema til daglegra nota, enda hefði komið fram að mikið slys myndi hljótast af ef geymirinn spryngi og yrðu þá hundruð mannslífa í hættu. -ój Gestabókin Gylfi Krisjánsson, DV, Akureyri: Fleiri áhorfendur mættu á fyrstu umferð alþjóðamótsins í skák í gær- kvöldi en áður hafa mætt á skákmót þar í bæ og lofar aðsóknin góðu um framhaldið. Meðal áhorfenda voru: Guðni Jónsson múrarameistari, Egill Sigurgeirsson afgreiðslumaður, Haraldur Sigurðsson bankafulltrúi, Hermann Sigtryggsson íþróttafull- trúi, Angantýr Einarsson, kennari Raufarhöfn, Smári Sigurðsson nemi, Guðmundur Heiðreksson verkfræð- ingur, Jón Aspar skrifstofustjóri, Rafn Kjartansson verkamaður, Gunnar Hjartarsson bankastjóri, Tómas Hermannsson nemi, Kolbrún Guðveigsdóttir kennari, Stefán Gunnlaugsson framkvæmdasjóri, Guðjón Jónsson skrifstofumaður, Bjami Jónasson pfpulagningameist- ari, Steingrímur Bernharðsson, fyrrverandi bankastjóri, Rafn Hjalta- lín bæjargjaldkeri, Jón Björgvinsson verslunarmaður, Pétur Sigurðsson múrari, Þór Þorvaldsson prentari, Þórbjörg Valtýsdóttir nemi, Stefán Aspar skipstjóri, Ámi Jóhannesson mjólkurfræðingur, Guðmundur Guðlaugsson verkfræðingur, Ólafur Ólafsson lögfræðingur, Pétur Reim- arsson framkvæmdastjóri, Þór Valtýsson kennari, Smári Ólafsson verslunarmaöur, Ámi Ámason verslunarmaður, Haraldur Bogason umboðsmaður, Ingimar Friðfinns- son húsvörður. Jóhann mætir Margeiri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Jóhann Hjartarson er nú mættur til leiks á Akureyri en skák hans við Helga Ólafsson var frestað í gær- kvöldi þar sem Jóhann var ekki kominn norður. Jóhann hefur baráttuna í dag á að eiga við aöstoðarmann sinn frá ein- víginu við Kortsnoj, Margeir Péturs- son. Verður fróðlegt að sjá hvort vinirnir verða í baráttuham. Vænt- anlega verður þessi viðureign sem flestra augu beinast að og ótrúlegt er annað en að Akureyringar hafi áhuga á að berja „Kortsnojbanann“ augum. í öðrum skákum í dag eigast við, Ólafur og Dolmatov, Jón G. og Helgi, Adorjan og Polugajevsky, Gurevits og Tisdall og Jón L. og Karl. Skákirn- ar hefjast kl. 17.00 í Alþýðuhúsinu. Færð víðast góð Flestir vegir á landinu eru nú fær- ir. Víða er mikil hálka. Fært er frá Reykjavík austur á land. Á Austur- landi er víðast góð færð. Þá er fært frá Reykjavík til Akureyrar og allt til Vopnafjarðar. Fært er til ísafjaröar um Stein- grímsfjarðarheiði og einnig á Strand- ir. Til Patreksflarðar er fært um hálsa. Fróðárheiði og Brattabrekka eru ekki færar fólksbílum. .sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.