Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Síða 12
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. Uflönd Átök framundan hjá fram bjóðendum demókrata Ljóst er nú aö hörð átök eru fram- undan innan bandaríska Demó- krataflokksins um það hver verður frambjóðandi hans í komandi for- setakosningum. Búist hafði verið við að forkosningar þær, sem fram fóru í einum tuttugu fylkjum á þriðjudag, myndu skýra línurnar hjá báðum flokkum, að minnsta kosti eitthvað. Hjá repúblikönum stóðust þessir spádómar nokkurn veginn en niður- stööur talningar meðal demókrata voru hins vegar á þann veg að staða frambjóðenda er.enn óræöari en áð- ur. Þrír plús einn Fyrir þriðjudaginn hafði verið búist við að demókratar gætu þrengt valkosti sína í tvo, að slagurinn myndi standa milli Michael Dukakis og Richard Gephardt. Þótt Dukakis þætti líklegur til þess að ná betri árangri í forkosningunum þennan dag var Gephardt þó enn talinn lík- legri frambjóöandi. Niöurstöður urðu þó þær að Gep- hardt galt afhroð í kosningunum, hlaut aðeins þrettán prósent at- kvæða og fékk í sinn hlut níutíu og íjóra kjörmenn. Albert Gore, Mich- ael Dukakis og Jesse Jackson skiptu öðrum atkvæðum nokkuð bróður- lega á milli sín, sem og kjörmönnum þeim sem slegist var um. Ljóst er því að enginn einn fram- bjóðandi leiðir slaginn um útnefn- ingu sem forsetaefni demókrata. Gore, Dukakis og Jackson eru nokk- uð jafnir og eiga þeir Gore og Dukakis, að því er nú virðist, svipaða möguleika til þess að hljóta hnossið. Gephart er héldur engan veginn bú- inn að vera því ekki hefur enn verið gengiö til forkosninga í stærstu fylkj- unum sem verða mjög áhrifamikil. Enn koma því þrír frambjóðendur til greina sem forsetaefni og þótt tal- ið sé vonlaust að Jackson verði útnefndur, þrátt fyrir mikið fylgi sitt, getur hann haft veruleg áhrif á end- anlegar niðurstöður. Allt á óvart Richard Gephardt varð fyrir áfalli á þriðjudag og kom þessi slælega frammistaða hans verulega á óvart, þótt ljóst væri að fjárskortur hamlaði honum verulega og hefði komið í veg fyrir að hann stundaði atkvæðaveið- ar á borð viö helstu keppinauta sína. Frammistaða Alberts Gore öld- ungadeildarþingmanns kom ekki síður á óvart. Búist hafði verið við litlum árangri hjá honum og jafnvel talað um að hann myndi hætta að keppa að útnefningu eftir þennan dag. Hann hafði fram að þessu ekki haft árangur sem erfiði og hafði að- eins hlotið átján kjörmenn. Þessi Albert Gore á blaðamannafundi fyrir skömmu. Símamynd Reuter árangur hans segir þó ef til vill ekki alla söguna um raunverulegt fylgi hans, því hann sleppti algerlega þátt- töku í forkosningunum í Iowa og New Hampshire. Öllum á óvart hlaut Gore stuðning tuttugu og sjö prósent þeirra demó- krata sem greiddu atkvæði á þriðjú- dag, fékk í sinn hlut þrjú hundruð og nítján kjörmenn. Hann hefur því óumdeilanlega skipað sér í hóp þeirra sem koma til greina sem for- setaefni demókrata. Hann hafði sjálfur sagt að hann byggði allar von- ir sínar á árangri þennan dag og varð þar að ósk sinni. Yngsti forsetinn Albert Gore er frá Tennessee og hann stefnir að því að veröa yngsti forseti Bandaríkjanna. Hann er nú aðeins þrjátíu og níu ára gamall. Gagnrýni, sem byggir á því hversu ungur hann sé, svarar hann á tvenn- an hátt. Annars vegar með tilvísan til Johns F. Kennedy sem var aðeins fjörutíu og þriggja ára þegar hann tók við embætti Bandaríkjaforseta. Hins vegar með því að segja við hæfi að yngsti forseti í sögu Bandaríkj- anna taki við af þeim elsta sem setið hefur í Hvíta húsinu, Ronald Reagan, sem nú er sjötíu og sjö ára gamall. Albert Gore starfáði sem blaða- maður við dagblað í Nashville til ársins 1976. Þá bauð hann sig fram til fulltrúadeildar bandaríska þings- ins og vann. Settist hann þar í þingsæti sem faðir hans var í á árum áður. Átta árum síðar, eða 1984, var Gore kjörinn öldungadeildarþingmaður. Gamalungur Gore er hávaxinn, dökkhærður og fremur alvarlegur í bragði, af banda- rískum stjórnmálamanni að vera. Hann reynir mikið að eyða efasemd- um þeirra sem telja hann of ungan og hefur meðal annars reynt að skapa sér ímynd íhaldssams demó- krata. Þessar tilraunir hans hafa verið misvel heppnaðar og sumar þeirra þykja jaðra við stífni. Hafa þær meö- al annars orðið til þess að blaðamenn segja hann byggja á hugmyndum gamalla manna um unga menn. Eiga menn oft erfltt með að gera það upp við sig hvort Gore er ungl- ingur sem er að reyna að sýnast eldri, hvort hann er í raun gamall í hugsun og reyni að sýnast ungur eða hvort hann yfirleitt veit hvað hann er og hvert hann stefnir. Virðing samþingmanna Honum hefuf þó tekist að afla sér nokkurrar virðingar meðal sam- þingmanna sinna. Einkum fyrir störf sem lúta að stöðvun vígbúnaðar- kapphlaupsins og umhverfismálum. Hann er algerlega mótfallinn allri hernaðaraðstoð við kontraskærulið- ana í Nicaragua en er hinn eini af frambjóðendum demókrata sem er ákveðið fylgjandi annarri aðstoð við þá. um og miðvesturríkjunum, og Gore verður að sýna góðan árangur í þess- um kosningum ef hann á að eiga von um útnefningu áfram. í dag ganga demókratar til forkosn- inga í Alaska, á laugardag í Suöur- Karohna og í Norður-Dakota í næstu viku. Næstu verulega mikilvægar forkosningar verða hins vegar Richard Gephardt fær huggunarríkan koss frá móður sinni eftir að Ijóst var hvert afhroð hann beið í forkosningunum. Símamynd Reuter Gore hefur nokkrum sinnum greitt atkvæði með tillögum Reagans for- seta, þar á meðal í tengslum við MX-eldflaugaáætlunina og hann fylgdi forsetanum einnig að málum varðandi innrásina á Grenada. Gore var á sínum tíma mótfahinn Víetnam-stríðinu en gekk í herinn og barðist í Víetnam til þess að verða ekki fóður sínum til vandraiða, en hann stóð þá einmitt í erfiðri kosn- ingabaráttu. Konan meir þekkt Við úpphaf baráttu sinnar fyrir útnefningu sem forsetaefni demó- krata átti Gore við það vandamál að stríða að hann var htt þekktur utan heimafylkis síns. Raunar var eiginkona hans, Mary Elizabeth, mun betur þekkt. Hún. hefur um nokkurt árabil vakið mikla athygh með baráttu sinni gegn dóna- legum textum rokklaga og hefur meðal annars átt í útistöðum við Frank Zappa og aðra þekkta rokkara vegna þess. Undanfarna mánuði hefur Gore hins vegar tekist að vekja á sér nægi- lega athygh til þess að vera orðinn jafnþekktur og eiginkonan. Eftir þriðjudaginn hefur hann svo Uklega vinninginn. Alltá huldu Sem fyrr segir er því enn allt á huldu um það hver muni hreppa hnossið í herbúðum demókrata. Framundan eru mikUvægar forkosn- ingar, meðal annars í norðurríkjun- haldnar í UUnois-fylki þann 15. þessa mánaðar og hugsanlega skýrast lín- ur þá eitthvað. Sama dag ganga demókratar til forkosninga í Minne- sota. Örlög Bush Ef Utið er tU repúblikana og niður- stöðu forkosninga þeirra á þriðjudag virðist George Bush hafa afgerandi forystu í þeim herhúðum. Hann vann stórsigur á þriðjudag, hlaut flmmtíu og sex prósent atkvæða og flmm hundruð sjötíu og einn kjörmann. Hann hefur nú tryggt sér sex hundr- uð níutíu og sjö kjörmenn en þarf 1.139 til þess að tryggja sér útnefn- ingu á flokksþingi repúblikana sem hefst þann 15. ágúst í New Orleans. Þótt Bush vanti nú aðeins fjögur hundruð fjörutíu og tvo kjörmenn til útnefningar eru enn nógu margir óháðir til þess að Dole gæti náð hon- um. Endanleg örlög Bush verða því ráð- in í komandi forkosningum og telja flestir aö þar muni kosningarnar í Ilhnois þann 15. ráða miklu. Gangi Bush vel þar verður hann að teljast öruggur en gangi honum Ula getur aUt farið í loft upp að nýju. Af öðrum repúhlikönum er nú tahð að Pat Robertson verði fljótlega að viðurkenna að möguleikar hans til útnefningar séu engir og Jack Kemp er taUnn líklegur til að hætta þátt- töku í forkosningum. Er búist við tílkynningu frá Kemp þess efnis í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.