Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 23
Lárus Guðmundsson utangarðs hjá Kaiserslautem: „Ég læt ekki grafa mig lifandi“ - segir íslenski landsliðsmaðurinn í spjalli við DV Lárus Guömundsson á undir högg að sækja hjá Kaiserslautern. Stórstjaman Mateja Svet mun piýða skíðalandsmótið - líklegt að göngukóngar Svía komi líka Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ef fer sem horfir munu heims- frægar stjörnur prýöa skíðalands- mót íslands sem fram fer á Akureyri dagana 14.-17. apríl næstkomandi. Júgóslavneska skíöadísin Mateja Svet hefur þegar tekið boði skíðaráðs Akureyrar en hún er í flokfci allra fremstu skíðakvenna heims. Svet hreppti silfur í Calgary og hefur hún að auki unnið 2 heimsbikarmót þaö sem af er vetri. Þá eru allar líkur á að landi hennar, Bojan Krizaj, verði einnig í Hlíðarfjalli. Hann meiddist að vísu í Calgary en er allur aö bragg- ast. Þá sagði Þröstur Guðjónsson, formaður skíðaráðs Akureyrar, í spjalli við DV, að talsmenn ráðsins væru nú í Svíþjóð og væri erindi þeirra meðal annars að fá fremstu göngumenn Svía á landsmótið. Þess má geta að sveit Svía sigraði í þoð- göngu í Calgary og hinn heimsþekkti Gunde Svan, nældi í gull í 50 kíló- metra göngu. Björn Ingimars til Víðis Bjöm Ingimarsson, sóknar- maður frá Siglufirði, hefur ákveðiö að leika með Viöismönn- um í Garði í 2. deildarkeppninni í sumar, Bjöm er 26 ára og hefur verið einn lykilmanna í 2. deild- arliöi KS undanfarin ár, en Sigl- firöingar eru áður búnir að missa nokkra öfluga menn, svo sem Mark Duffield, Jónas Bjömsson og Gústaf Bjömsson. -VS „Ég verð ekki áfram hjá Kaiserslautern, svo mikið er víst, ég læt ekki grafa mig lifandi,“ sagði Lárus Guðmundsson í spjalli við DV í gærkvöldi. Lárus á enn við vanda að stríða hjá liðinu enda er kalt milli hans og forsetans sem hefur öll ráð hjá félaginu. „Ég er bara frystur hérna. Þjálfarinn virðist ekki mega nota mig, hvað sem því veldur.“ „Á undirbúningstímanum gekk mér mjög vel, bæði á æfingum og í þeim leikjum sem ég spilaði. Ég var með í einum heilum leik og kom inn á í þremur öörum. í þessum leikjum skoraöi ég tvö mörk og kallaöi þjálf- arinn mig sérstaklega á sinn fund í kjölfar þeirra. Sagöist hann ánægöur með frammistöðu mína á undirbún- ingstímanum og kvaöst ætla að gefa mér tækifæri ef ég héldi áfram á sömu braut. Þegar fundur okkar átti sér stað var forseti félagsins í leyfi. Þegar hann síðan kom aftur ger- breyttist andinn hjá liðinu. Ég var settur úr hópnum og þegar ég leitaði eftir skýringu hjá þjálfaranum færð- ist hann fyrst undan í flæmingi. Síðan sagöist hann ekki geta notaö mig fyrst um sinn þar sem ég væri kominn í ónáð hjá stuðningsmönn- um félagsins vegna samskipta minna viö forsetann í blöðum á síðasta ári,“ sagði Lárus. Er á svarta listanum hjá forsetanum „Núna er ég kominn í hópinn en geri ekki annað en að verma bekk- inn. Þaö skiptir engu hvemig fram- línumönnum liðsins reiöir af, þeir komast upp með að gera tómar vit- leysur. Framlinan er greinilega veikasti hlekkur Uðsins og þjálfarinn gerir sér fulla grein fyrir því. Hann gagnrýnir sóknina ákaft en gerir samt engar breytingar. í síðasta leik setti hann til að mynda varnarmenn inn á þegar við vorum undir en þaö vita allir sem eitthvað þekkja til fót- b.olta aö efla þarf sóknina þegar liðið er undir. Ég held að allar aðgerðir þjálfarans séu bundnar vilja forset- ans og ég er á svarta listanum hjá þeim manni,“ sagði Lárus. -JÖG Guðni Bergsson fer með OL-landsliðinu: Það er kominn titringur í mann - segir Guðni, burðarás í vöm íslenska landsliðsins Guðni Bergsson hefur fengið farar- leyfi hjá félagi sínu, 1860 Munchen, til aö halda til móts við’íslenska ólympíulandsliöið. - Eins og fram hefur komið í DV fer liðið á morgun í æfingabúðir til Hollands. Guðni er lykilmaður í vörn ís- lenska Uðsins og það hefði illa komist af án hans í Hollandi. Liðið verður þó að sætta sig við þann kost í ólymp- íuleiknum gegn Hollandi ytra þann 26. apríl - þá er Guðni í leik- banni. „Þaðerhreinlega kominn titringur í mann“ í spjalh við DV kvaðst Guöni hlakka til að takast á viö verkefnin með landsUðinu í Hollandi. Hann sagöist vera í ágætu formi en kvað sig þó vissulega skorta leikæfingu: „Veðráttan hefur á margan hátt staðið í vegi fyrir eðhlegum æfingum hérna í V-Þýskalandi - það er aUt á kafi í snjó. Við höfum samt ekki set- iö auöum höndum. Ég er enda í ágætisformi en mig skortir þó leikæf- ingu. Við spUuðum nokkra æfinga- leiki fyrr í vetur þegar jörð var auö en svoleiðis nokkuð er ekki mögulegt eins og ástandið er núna. Viö Ragnar Margeirsson fengum ágæta dóma fyrir þessa leUd héma í blöðum og ég er mjög bjartsýnn á framhald okk- ar hjá félaginu. Nú bíðum viö Raggi bara óþreyjufullir eftir því að spUa, - það er hreinlega kominn titringur í mann,“ sagði Guðni. -VS/JÖG • Pétur Guðmundsson skoraði 13 stig í Boston Garden í nótt. Knattspyma: Góður sigur AjaxíBem Ajax stendur vel að vígi með að komast í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir 1-0 sigur á svissneska Uðinu Young Boys í Bern í gær- kvöldi. Johnny Bosman skoraði sigurmarkið en Uðin mætast öðru sinni í Amsterdam næsta miðviku- dag. NBA-deildin í nótt: Sekúndur frá sigri í Boston! - Pétur mikið með og skoraði 13 stig Pétur Guðmundsson og félagar í San Antonio Spurs voru óheppnir að leggja ekki risana í Boston Celtícs að velh í nótt - og það á heimavelli þeirra í Boston Garden. San Antonio var yfir, 118-117, þeg- ar 15 sekúndur voru til leiksloka. Þá fékk Boston þrjú færi á aö skjóta án þess aö San Antonio næði varnarfrá- kasti, Larry Bird einu sinni og Dennis Johnson tvisvar, og Johnson fékk upp úr því tvö vítaskot. Hann brást ekki, skoraði úr báðum og stað- an 119-118 Boston í hag. San Antonio brunaði upp en Johnson „blokkaði“ skot frá bakverði og tryggði þar með sigur sinna manna.. • „Ég er ánægður með mína frammistöðu og ég fékk aö leika mun meira en síðustu vikurnar, aUs í 24 mínútur. Ég kom inn á seint í fyrstu lotu, lék alla aðra lotu og fram í þá þriðju. Þá var ég kominn með fimm villur og var hvfidur en kom síðan aftur inn á á lokamínútunum. Það var svekkjandi að tapa þessum leik eftir að hafa haft í fuUu tré viö þetta sterka lið allan leikinn," sagöi Pétur í samtali við DV í morgun. • Pétur skoraði 13 stig í leiknum og tók 8 fráköst. San Antonio var yfir í hálfleik, 60-53. Larry Bird var að vanda í aðalhlutverki hjá Boston og skoraði 36 stig í leiknum. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.