Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 38
38
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988.
LífsstOl
Það er kátt á kútmagakvöldum
Margir hafa eflaust velt vöngum
þegar þeir hafa heyrt, í tilkynn-
ingalestri útvarpsins, auglýst
kútmagakvöld haldin hér og þar
um bæinn. Marga fýsir sjálfsagt aö
vita hvers konar kvöld þetta séu
og í hvaða tilgangi verið sé að halda
hóf af þessu tagi.
Upphafið að kútmagakvöldum
hér í Reykjavík má rekja aftur til
stríðsáranna. Þá var það átthagafé-
lag Suðumesjamanna sem hóf að
halda mannfagnaði undir þessu
nafni. Að sögn Gunnars Eyjólfs-
sonar, leikara og skátahöfðingja
sem fæddur er og uppalinn í Kefla-
vík, var það að slíta maga árviss
viðburður í vertíðarbyrjun á Suð-
umesjum. Þá vom útbúnir kút-
magar og hrogn eða nýr fiskur
borðaður með og jafnvel hausar.
Kútmagakvöld Suðumesjamanna í
Reykjavík urðu ekki langlíf því
ekki vom haldin nema tvö eða þrjú
slik. Suðurnesjamenn hafa enga
aðra heíð í mat en þessa þvi þeirra
matfong byggðust mest á sjávar-
fangi. Súrmatur eða þorramatur
var ekki þekktur þar og þaðan af
síður aðrar hefðir eins og laufa-
brauö o.s.frv.
Síðan vom það félagar í Lions-
Lionsmenn við hlaðið sjávarréttaborð á kútmagakvöldi
klúbbnum Ægi í Reykjavík sem
endurvöktu kútmagakvöldin í fjár-
öflunarskyni árið 1958. Lions-
klúbburinn var stofnaður árið 1957
svo segja má að kútmagakvöldin
hafi verið fastur höur frá stofnun.
Fmmkvöðuli að kútmagakvöldum
Ægismanna var Gunnar Ásgeirs-
son forstjóri. Að sögn núverandi
formanns klúbbsins, Sigurjóns Jó-
hannssonar, er þetta helsta fjáröfl-
unarleið klúbbsins. Þeirra
meginverkefni í gegnum árin hefur
verið fjársöfnun til styrktar Sól-
heimum í Grímsnesi. Yfirleitt eru
um 350 manns á kútmagakvöldun-
um og hefur aðsókn verið það mikil
að oft hefur þurft að neita nokkrum
um þátttöku. Á þessum kútmaga-
kvöldum eru kútmagar og yfir 40
tegundir af öðrum fiskréttum.
Miðaverð er yfirleitt tvöfalt kostn-
aðarverð og eins og áöur sagði fer
allur ágóði til Sólheima. Þetta hefur
verið árvisst og alltaf fyrsta
flmmtudag í marsmánuði. Eitt árið
var verkfall á bátaflotanum en með
mikilli vinnu tókst þeim samt að
verða sér út um hina ómissandi
kútmaga.
-JJ-
Kútmagar eru
herramannsmatur
Allar tægjur að utan
hreinsaðar burt. Lagt í
bleyti og þvegið vel og
síðan snúið við.
Eftir að maginn hefur
legið í ediksvatni er hann
skafinn varlega og þrif-
inn.
Kögrið skorið burt.
Nú er einmitt sá tími þegar hægt er
að kaupa hrogn og lifur í fiskbúðum.
Hrogn, lifur og annað innmeti úr
fiski, svo sem kútmagar og sundmag-
ar, hafa í gegnum aldirnar veriö
næringarforðabúr almennings við
strendur landsins. Og nú eru hafin
hin árlegu kútmagakvöld sem eru
haldin með viðhöfn. Það þótti því
Matur
ekki úr vegi að birta leiðbeiningar
um verkun kútmaga ef einhvern
langar til að spreyta sig á verkefninu
heima.
Víða um land, aðallega við sjóinn,
er hefð fyrir því að slíta slóg seint á
þorra og útbúa kútmaga. Kútmagi
er magi fisksins, oftast þorsks, sem
tekinn er og hreinsaður og fylltur
með þorsklifur og stundum með lifur
og rúgmjöli. Til þess að hægt sé að
útbúa kútmaga verður að hafa ó-
slægðan fisk sem tekið er innan úr.
Á seinni árum hefur útgerð togara
aukist en um borð í þeim er allur
bolfiskur slægður strax og ísaöur síð-
an í kassa. Hins vegar eru alltaf
vertíðarbátar sem koma að landi með
óslægðan fisk eftir stutta útiveru.
Nú er enn hægt aö fá fisk án átu,
en þegar maginn er orðinn fullur af
síli, kallaöur síltroöa, er hann ekki
hirtur til matar. Á Reykjavíkursvæð-
inu ættu fisksalar aö geta útvegað
kútmaga með nægum fyrirvara.
Hreinsun og suða
Þar sem fiskurinn er misstór eru
magarnir að sjálfsögðu misstórir
einnig. Auðveldast er að vinna með
magana ef þeir eru í stærra lagi. í
minni magana er erfitt að troða auk
þess sem þeir þurfa að vera fleiri.
Byrjað er á að hreinsa úthverfuna
á maganum. Á henni eru „æðar“ eða
trefjar sem slíta verður allar burtu.
Allt slor er skolað og skafið burt.
Maganum er síðan snúið við og hann
skolaður vel. Með því að leggja mag-
ann í ediksvatn skamma stund
hleypur slorið í drafla sem auðvelt
er að hreinsa burt meö því að skafa
vel. Það verður að skafa mjög varlega
svo ekki komi gat á magann. Efsti
hlutinn, „kögrið“, er síðan skorinn
af.
Lifrin er himnudregin og hreinsuð
vel. Síðan er hún skorin í litla bita
sem velt er upp úr rúgmjöli og settir
í magann. Aðéins er sett í magann
til hálfs eða upp fyrir „ökkla“. Síðan
er saumað fyrir eins og á slátri og til
hægðarauka eru magarnir saumaðir
saman og aðeins pikkað í með nál.
Magarnir eru síðan soðnir í saltvatni
í 45 mínútur.
-JJ-
Saumað vel fyrir.
Maginn fylltur með lifur Troðið vel í upp fyrir Kútmagarnir saumaðir
og rúgmjöli. „ökkla“. hver við annan.
Marmarakaka
100 grömm-
um léttari
en umbúðir
segja til um
Þegar marmarakökumar voru
kannaðar og raeðal annars athug-
aöar innihaldslýsingar, verð og
magn kom í ljós að allar kökur
stóöust uppgefna vigt nema ein.
Sú marmarakaka var frá Grens-
ásbakaríi.
Á umbúðunum var gefið upp
að kakan væri 500 g en þegar til
átti aö taka var hún aðeins 400
g. Reyndar var hún svo áberandi
minni heldur en sú kaka sem var
með öllu ómerkt en reyndist 500
g.
Vissulega er vítavert aö pakka
vöru í ómerktar umbúðir með
engum innihaldslýsingum en enn
verra er þegar framleiöendur
merkja vöru sina röngum upplýs-
ingum um innihald eða vigt.
Neytendur verða að geta treyst
því við verösamanburð á vöru að
þyngd vörunnar sé rétt upp gefin,
annað er bara svik.
-JJ