Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. LífsstíU Rómantíkin snýr aftur - Hattar í tísku á nýjan leik Tiskukóngar erlendis spá rauða litnum vax- andi vinsældum i sumar. Hattur sem þessi ætti því að sjást á götum borgarinnar inn- an skamms. Kollur, sem falla þétt að höfðinu, hafa alltaf verið vinsælar. í sumar koma þær til með að halda velli en litirnir verða líf- legri. Þeir sem fylgst hafa með öllum þeim nýjungum, sem vor- og sumar- tískan býður upp á, hafa án efa tekið eftir því að hattar af ýmsum stærð- um og gerðum hafa verið áberandi. Flestir helstu tískufrömuðir heims sýndu höfuðfót af einhveiju tagi með sínum fatnaði. Þessi endurreisn hatta á ekki eingöngu við um kven- fólk, karlmönnum á öllum aldri er nú óhætt að skella höttum sínum aftur á kollinn. Kvenhattarnir, sem í tísku verða í sumar, eru af mjög ólíkum gerðum og stærðum en þeir eiga þó eitt sam- eiginlegt; þeir eru allir mjög kvenleg- ir. Rómantískt útlit og áhersla á kvenlegar hliðar eru ríkjandi hvort sem um er að ræða dag- eða kvöld- hatta. Litimir breytast líka nokkuð, svartir hattar, sem hafa ráðið ríkj- um, hverfa þó ekki af sjónarsviðinu en aðrir sumarlegri litir verða meira áberandi eftir því sem líða tekur á ""►sumarið. Hattar meö grófu og karlmannlegu sniði, sem voru hvað mest í tí§ku fyrir tveimur árum eða svo, halda velh næstum því óbreyttir. En þó má sjá mildari línur og ljósari pastel- liti. Yfirbragðið er mun kvenlegra og frjálslegra. Stórir og barðamiklir Stórir hattar af ýmsu tagi ætla að verða mjög vinsælir. Sumarlega og litríka hatta með drögtum og kjólum _ mátti sjá á flestum sýningum. Þessir " hattar eru ekki eingöngu ætlaðir sem daghattar heldur eru stórir hattar gjarnan sýndir með kvöldkjólum og þá í sömu litum og kjólarnir. Fyrir vor og sumar eru þessir hatt- ar barðastórir og miklir. Þeir eru oft rósóttir eða jafnvel röndóttir og hannaðir í stíl við annan fatnað. Margir kjólar og dragtir voru sýnd með þessum stóru höttum og var hatturinn ómissandi fyrir heildarút- htið. Litlir og kvenlegir Litlir hattar, til notkunar daglega, eru líka óðum að ryðja sér rúms í tískunni. Þessir hattar minna um margt á hatta sem voru í tísku fyrir nokkrum áratugum en eru eilítið ööru vísi að því leyti að þeir eru mun rómantískari og litríkari. Kollur, sem falla þétt aö höfðinu, eru vinsælar með drögtum eöa bux- um og setja oft og tíðum punktinn yfir i-ið. Chanel-tískuhúsið sýnir til að mynda sínar þekktu dragtir oftast með höttum og fuUkomna þeir útlit- ið. Hattar fyrir karlmenn Karlatískan tekur minni stökk- breytingum en kventískan hvað línurnar í vor og sumar varðar. En þær eiga það þó sameiginlegt að litir mildast og línur verða mýkri. Hattar fyrir karlmenn eru ekki eins áber- andi á sýningum á karlatískunni og kventískunni en notkun þeirra virð- ist þó ætla að aukast. Hér á landi virðast höfuðfót yfir- leitt ekki njóta mikillar hylli. Fyrir tveimur árum komust kúrekahattar í tísku fyrir karlmenn og hattar með karlmannlegu sniöi fyrir konur. En þessi hattabylgja gekk fljótt yflr og fyrr en varði voru íslendingar enn á ný hattlausir. Hér á árum áður voru kúluhattar í tísku fyrir ákveðnar stéttir manna. Alþingismenn og klerkar settu þessa hatta upp og sáust sumir menn aldr- ei án þeirra. Nú eru kúluhattar í sinni upprunalegu mynd nánast ófá- anlegir og fáir íslenskir karlmenn láta sjá sig á götum borgarinnar með kúluhatt. Kvenfólkið er öllu djarfara en karl- mennirnir og má oft sjá konur með höfuðföt af ýmsum gerðum á götum borgarinnar. Rosknar konur ganga þó frekar með hatt en þær yngri en sala á kvenhöttum hefur aukist hægt og sígandi og með komu sumartisk- unnar má búast við að hún aukist enn frekar. DV fór á stúfana og kynnti sér hattaúrvalið fyrir bæði kynin. Sixpensarar vinsælastir Hattaúrvalið fyrir karlmenn er furðugott hérlendis miðað við að fáir íslenskir karlmenn ganga með höf- uðfat. Alvinsælasta höfuðfatið er án efa sixpensarinn svokallaði eöa der- húfan. Vinsældir þessa höfuðfats eru nokkuð sveiflukenndar og nú er það greinilega i tísku meðal yngri manna að skarta sixpensara. Þetta eru þægi- legar derhúfur úr ull og halda hita á höfðum karlmanna hérlendis enda veitir ekki af. Fínni hattar eru líka í nokkru úr- vali en sniðið á þeim hefur haldist svo til óbreytt í mörg ár. Humphrey Bogart setti sinn svip á tísku karl- manna og ekki síst hattatískuna. Hattar ofan í augu eru ómissandi með stórum og víðum frökkum. Pípuhattar eru lítið notaðir um þessar mundir nema helst með smókingum á frímúrarafundum og árshátíðum. Það er þó óneitanlega stæll á manni í smóking og með pípu- hatt. Rosknir karlmenn hér á landi ganga margir hverjir með flókahatt eða veiðihatt. Þessir hattar .eru úr ull, köflóttir og oft brúnir að lit. Þess- ir hattar breytast aldrei og sumir láta aldrei annað á höfuðið. Hattaúrvalið fyrir kvenfólkið er töluvert fjölbreyttara en fyrir karl- peninginn enda eru í Reykjavík þijár verslanir sem sérhæfa sig í kven- höttum. Viðmælendur DV voru sammála um að í vetur heföu íslen- skar konur svo til eingöngu viljað svarta, barðastóra hatta og hefði lítið verið spurt um hatta í öðrum litum. í vor má þó búast við því að hatt- arnir verði litríkari og meö öðru sniði. Kollur, sem falla þétt að höfð- inu, munu halda velli en stærri, barðameiri hattar munu þó ná fót- festu þegar líða tekur á sumarið. Gult, fjólublátt og rautt verða að öll- um líkindum vinsælir litir á höttum og er áberandi hversu rómantíkin er ráðandi í hattatískunni. Slaufur, nælur og fjaörir eru festar á stærri hattana og gefa þeim sumarlegt og frísklegt útlit. Kokkteilhattarnir svokölluðu, litlir hattar með slöri fyrir efri hluta and- htsins, eru ætíð vinsælir og mun það engum breytingum taka. Slör er ekki Hattar: 'Hið sígilda snið á kvenhöttum er ekki á undanhaldi en litirnir Þessi er f jólublár en ýmis litbrigði af fjólubláu verða vinsæl í vor og sumar. Komust fyrst í tísku á þessari öld Höfuðföt hafa líkast til fylgt mann- Á þessum tímum voru hattar mæli- inum alla tíð. Þau urðu þó ekki kvarði á stöðú bæði kvenna og karla. tískuvara fyrr en líða tók á þessa öld Stórum og fyrirferðarmiklum hött- og urðu karlmenn fyrri til að bera um, oft skreyttum fjöðrum, var tyllt hatta sem tískufatnað. Fyrir alda- ofan á uppsett hár kvenna og karlar mótin báru evrópskar konur hatta gengu einnig með stóra hatta. í kven- einungis á ferðalögum og voru þeir höttum voru hattaprjónar, skreyttir hattar sniðnir samkvæmt tísku karl- demöntum eða öðrum eðalsteinum, mannahatta. notaðir til að festa herlegheitin og Heldri stéttirnar réðu tískunni Á árunum fyrir aldamótin réðu efri stéttirnar tískunni og voru frum- kvöðlar nýjunga á því sviði. Lægri stéttirnar urðu að láta sér nægja að herma eftir af bestu gétu. Tíska var því forréttindi og alls ekki á allra Þessir hattar sýna hvernig tiskan í Evrópu breyttist þegar líða tók á fjórða áratuginn og stríðið nálgað- ist. voru þessir prjónar oft á tíðum hin mestu skaðræðistól. Hattar þessa tíma voru rándýrir og því ekki á færi almúgans. Það fór því ekki á milli mála hvaða stétt kon- ur með shka hatta tilheyrðu. París var tískuborg heimsins á árunum fyrir aldamót og lögðu franskar hefð- arkonur hnuna fyrir hæði Evrópu og Ameríku. Á þessum árum tóku kvenhattar færi. Litlir hattar komust í tísku á fimmta áratugnum. Þessum höttum vai tyllt á höfuðið og þeir látnir halla til annarrar hliðar. Veiðihatturinn svokallaði er einn af vinsælli höttum á íslandi. Marg- ir ganga ekki með annað höfuðfat. mikla stökkbreytingu. Fyrr á tímum báru konur hatta sem sniðnir voru líkt og hattar karlmanna enum alda- mótin voru kvenhattar sniðnir með tilliti til kventískunnar. Hattar sem tískuvara almenn- ings A fyrstu tveimur áratugum þessar- ar aldar breyttust þessi hefðbundnu forréttindi efri stéttanna talsvert og tískan varð almenningseign. Hin al- menna kona hafði loksins efni á að kaupa sér hatt sem talinn var tísku- vara. Hönnuðir hatta, sem og annars tískufatnaðar, tóku fljótt við sér og fjöldaframleiddu tískufatnað. Hattarnir uröu þægilegri og hag-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.