Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988.
35
LífsstíU
Heimilisbókhaldið í janúar:
Lítil hækkun þrátt
fyrir matarskatt
Meðaltalskostnaður á mann aðeins kr. 5.423
Nú er loks komið uppgjörið fyrir
janúarmánuð. Þátttaka að þessu
sinni var óvenjumikil og ekki aö efa
aö miklar umræður um verðlag hafa
átt sinn þátt í því aö gera fólk meðvit-
að um nauðsyn þess að halda
heimilisbókhald enda eina leiðin til
sparnaðar.
Tölurnar sýna að fólk hefur hert
sultarólina í janúar. Meðaltalsmat-
arkostnaður á mann er rúmlega
þúsund krónum lægri í janúar en í
desember en jólin reyndust mörgum
dýrkeypt. Það vekur þó undrun að
tölurnar hafa ekki hækkað svo
nokkru nemi sé tekið mið af haust-
mánuðum ’87, þrátt fyrir að settur
hafl verið söluskattur á matvæli.
Tollalækkanir voru og ekki enn
komnar út í verölagiö að ráði í jan-
úar þannig að skýringuna er ekki að
finna þar.
Það bendir því flest til þess að fólk
hafi farið að tilmælum fjármálaráð-
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í febrúar 1988:
Matur og hreinlætisvörur
Annað
kr.
kr.
Alls kr.
herra en í sjónvarpsþætti í byrjun
ársins hvatti hann fólk til að bíöa
með matarinnkaup fram í febrúar.^
Alls tóku 45 manns þátt í heimilis-
bókhaldinu að þessu sinni og var
meðaltalsmatarkostnaður á mann
kr. 5.423 eins og fyrr segir. Það verð-
ur að teljast lág upphæð og staðfestir
þá tilgátu að þeir sem stunda búvís-
indi ásamt Neytendasíðu séu að-
haldssamari en gengur og gerist.
Ofangreind tala er þó aðeins meðal-
tal. Ýmsir þátttakenda voru með
mun lægri tölur og sumir með svo
lágar að til að reka heimili fyrir slík-
ar upphæðir þarf snilligáfu í búvís-
indum. Þannig var talan frá lægsta
heimilinu aðeins kr. 3.116 á mann,
og segir það sig sjálft að til að kom-
ast af með svo lága upphæð þarf
Þátttakendur i heimilisbókhaldi taka flestir slátur, enda októbermánuður
einna hæstur i heimilisbókhaldinu
meir en litla útsjónarsemi í innkaup-
um.
Hæstu tölurnar voru kr. 7.275 á
mann sem sumum þætti víst ekki
hátt heldur. En eitt er víst, tölurnar
tala sínu máh og sanna ótvíræða
kosti þess að halda búreikninga og
kaupa inn á sem hagkvæmastan hátt.
Það er því góð kjarabót að gefa sér
tíma í matarinnkaupin og rasa ekki
um ráð fram í verslunum.
Neytendasíða hvetur fólk eindregið
til aö senda inn tölur febrúarmánað-
ar svo hægt verði að sjá á raunhæfan
hátt áhrif undangenginna verðbreyt-
inga á efnahag heimilanna í landinu.
Þátttaka í heimilisbókhaldinu er
kjarabót. -PLP
Kjúklingamir ódýrir,
ódýrari og ódýrastir
Kjúklingar eru ódýrir i Colorado. Þvi verður þó ekki að heilsa hér á
landi þar sem fólk verður að láta þá nægja á jólum og páskum
Anna Bjamason, fréttarilari DVí Denver
Það er furðulegt hvað maður er
fljótur að aðlagast verðlaginu á
þeim stað þar sem maður dvelur.
Þegar ég var heima á íslandi fannst
mér ekki óyfirstíganlegt að kaupa
körfu af jarðarberjum, 250 g, á allt
að 200 krónur eða meira. Hérna
finnst mér jarðarberin svo dýr að
ég kaupi þau ekki meðan þau kosta
2,34 dollara pundið eða tæplega 190
krónur. íslenska kflóverðið hefur
verið um 800 krónur. Þetta er nán-
ast hlægilegt, en hér lætur fólk sig
muna um hvern dollar og jafnvel
allt niður í brot úr centi, eins
og þegar um bensínverð er að
ræða.
Kjúklingarnir eins og ýsan
Kjúklingarnir hér eru eins og
ýsan heima á íslandi. Þeir eru
sennilega alódýrasti maturinn,
sem hægt er að fá, miðað við kjöt-
eöa fiskmáltíð. Þeir eru daglegur
matur fólksins hér.
Og verðið er hlægilegt, alveg
sama við hvað er miöað. Hold-
akjúklingar kosta um 40 krónur
kflöið. Þegar fuglamir hafa verið
hlutaðir niöur eru þeir aöeins dýr-
ari, þannig kosta beinlausar
holdabringur um 94 krónur kílóið.
Lærin kosta þó ekki nema 30 krón-
ur alveg tilbúin á grillið!
Einnig eru til frystir, matreiddir
kjúkhngar til þess að stinga beint
í örbylgjuofn eða venjulegan bök-
unarofn. Þeir eru einnig mjög
ódýrir en víðurkennt skal að þeir
eru ekki jafngóðir og ef maður
matreiðir þá sjálfur.
Reyktir og óreyktir kalkúnar
En við getum ekki fundið neinn
mun á íslenskum fuglum og þeim
sem boðið er upp á hér, hvort
tveggja prýðisgóður matur.
Mikið er um kalkúna og eru þeir
einnig mjög ódýrir. Sem dæmi má
nefna að kílógramm af kalkún, sem
er 9-14 pund á þyngd, kostar um
94 krónur. Svo eru þeir settir á út-
sölu og fer þá verðið niður í 70
krónur kílóiö!
Þá eru til reyktir kalkúnar sem
kosta í heilu um 300 krónur kílóið.
Slíkir kalkúnar eru notaöir á sama
hátt og skinka, annaðhvort heitir
eða kaldir í matinn eða kaldir ofan
á brauð.
Ég minnist þess þegar ég keypti
kalkún á íslandi fyrir tveimur
árum, og þaö meira að segja í heild-
sölu, kostaði kílóið rúmar 500
krónur!