Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 13 Fréttir Greenpeace-menn þiýsta á bresk fyrirtæki sem kaupa íslenskan fisk: E,Okkar skylda að útvega gæðavöru 7 segir Lindon Bell, blaðafulltrúi Bird’s Eye sem hafnar kröfum Greenpeace kk Valgerður A. Jöhaunsdóttir, DV, Londan „Kaupiö ekki fisk af slátrurum. ís- lendingar drepa hvali. Ekki kaupa fisk af þeim.“ Þetta er venjulegi boö- skapurinn af plakati sem Greenpeace hefur látiö dreifa um allt Bretland. Þetta er liður í nýrri áróöursherferö Greenpeace til aö fá Breta til að hætta að kaupa íslenskan fisk. „Viö höfum reynt á allan hátt aö hafa áhrif á íslendinga og fá þá til að hætta aö veiða hvali. Þaö hefur ekki tekist. Greenpeace hefur því ákveöiö aö grípa til þessara aögerða til aö sýna ríkisstjórninni og almenn- ingi á íslandi aö okkur er alvara. Að við raunverulega meinum það sem við segjum og aö breskum almenn- ingi stendur ekki á sama. íslenska ríkisstjórnin viröist staöráöin í að halda veiðunum gangandi með öllum ráöum þar til hvalveiðibannið fellur úr gildi 1990. Við erum staðráðin í að koma í veg fyrir þaö,“ sagði Isa- bel McCrea, starfsmaður Green- peace. Láta ekki undan þrýstingnum Herferö Greenpeace felst í að fá neytendur til aö sniðganga tvö fyrir- tæki, Pesco og Bird’s Eye, sem versla með íslenskan fisk. „Pesco og Bird’s Eye urðu fyrir valinu því vegna stærðar þeirra á markaðnum selja þau mikið magn ?f íslenskum fiski,“ sagði Isabel. Pesco er ein stærsta stórmarkaða- keðjan í Bretlandi. Bird’s Eye er stærst í framleiðslu tilbúinna fisk- rétta. Bæði fyrirtækin hafa neitað að verða við kröfum Greenpeace. „Okk- ar skylda sem matvælafyrirtæki er að útvega gæðavöru sem fullnægir kröfum viöskiptavinanna. Viö getum ekki látið pólitíska þrýstihópa hafa áhrif á stefnu fyrirtækisins, hversu góður sem málstaður þeirra annars kann að vera,“ sagði Lindon Bell, blaðafulltrúi Bird’s Eye. „Okkar stefna er einfóld. Eini þrýstingurinn sem við viðurkennum er þrýstingur frá viðskiptavinum okkar,“ sagði Sean Callery, blaða- fulltrúi Pesco. Blaðafulltrúarnir sögðu of snemmt á þessu stigi að var bundinn því skilyrði að við gæf- um nöfn þeirra ekki upp við fjöl- miðla," sagði Isabel. Isabel, sem komið hefur til íslands og leist mjög vél bæöi á land og þjóð, sagði að sér þætti leitt að Greenpeace hefði orðið að grípa til þessara að- gerða. „Þetta er þrautalendingin. íslendingar virðast bara ekki líta þetta mál sömu augum og aðrir. Hvalveiðarnar virðast vera orðnar spurning um þjóðarstolt. íslendingar vilja ekki hætta að veiða hvali vegna þess að Bandaríkjamenn hafa sagt þeim að hætta. En við ætlum okkur að bjarga þessum 120 hvölum." Framleiða raftilóðu- hluta Jóhannesar Gizur Helgason, DV, Lubedc Fimm stórir flárfestingaraðilar í Danmörku ætla að stofna fyrir- tæki í bænum Nakskov á Lálandi. Fyrirtækiö ætlar að framleiða rafhlööuhluta sem er uppfinning íslendingsins Jóhannesar Páls- sonar. Samkvæmt.blaðafréttum á Lá- landi mun Jóhannes sitja f stjórn fyrirtækisins sém nefnt veröur Jopel AS og starfa sem ráögjafi fyrirtækisins. Miklar vonir eru bundnar við framleiðsluna. Þeir sem hafa þörf fyrir vöruna eru verkstæöi, raf- lilöðuframleiöendur og bifreiða- framleiðendur. Nú þegar hefur komist á samband viö Volvo um rafhlöðuhlutann og fyrirspumir hafi borist frá Volvo, Audi og BMW. íslenskum fiski pakkað i Grimsby. segja hvaöa áhrif aðgeröir Green- peace hefðu. „En Greenpeace menn hafa alltaf verið góðir í aö verða sér úti um atsagöi Sean Callery. Hefur einhver hætt fiskkaup- um? Isabell var ekki í nokkrum vafa um að aðgerðir þeirra ættu eftir að hafa áhrif. „Málstaður okkar nýtur mikils fylgis. Og öfugt við þá mynd sem reynt hefur verið að skapa af Green- peace á íslandi þá eru stuðnings- menn okkar venjulegt fólk sem vill að enn séu til hvalir þegar börnin þess verða fullorðin. Þessu fólki stendur einfaldlega ekki á sama og mun ekki kaupa íslenskan fisk svo lengi sem íslendingar halda áfram að slátra hvölum.“ í fréttabréfi frá samtökunum er því haldið fram að nokkur stór fisksölu- fyrirtæki hafi þegar ákveðið að hætta allri verslun með íslenskan fisk. „Ég hef hér bréf frá tveimur fyrirtækjum þar sem það er staðfest aö þau hafi hætt að versla með íslenskan fisk. Ég get því miður ekki gefið upp nöfn -þeirra. Stuðningur þeirra við okkur Brautarholti 20, símar 23333, 23335 og 29098 Perla íslensks skemmtanalífs „A La Carte Úrval Ijúffengra sérrétta Leyfid bragðlaukunum að njóta sín Aðeins það besta er nógu gott fyrir gesti okkar Hinn stórkostlegi Guðmundur Haukur Heldur uppi stuóinu Föstudags- laugardags og sunnudagskwld. ¥ Tommy Hunt Syngur Ijúflög Föstudags- laitgardugs og sunnudagskvöld. Komdu og njóttu þess besta Mánaklúbburinn er opinn: sem íslenskt skemmtanalíf Fimmtudaga og sunnudaga kl. 18-01 hefur upp á að bjóða Föstudaga og laugardaga kl. 18-03 BJÖRGUNARSVEITIRNAR «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.