Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. Spumingm Finnst þér góður rauðmagi? Júlíus Vífíll Ingvarsson: Já, hann er einn af mínum uppáhaldsréttum. Steinunn Sigurðardóttir: Mér finnnst rauðmagi alveg æði. Pálmi Eyjólfsson: Já, mjög góður. Hj Ríkarður Valtingojer: Já mjög góður, en fæ hann allt of sjaldan. Sigurjón M. Egilsson: Já, mér þykir hann mjög góður, borða hann einu sinni til tvisvar á ári. Lesendur „Með þvi að hafa vakandi auga með öllum breytingum á markaðnum hefur Hagkaúpi tekist að halda því frum- kvæði sem fyrirtækið hefur ávallt haft um að „selja góða vöru ódýrt“,“ segir hér m.a. I tilefni lesendabréfs um Smárahvammslandið: Smára svarað Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups, skrifar: Bréfritari, sem kallar sig Smára, skrifar fjörlega í lesendasíðu DV fóstudaginn 26. febrúar sl. og kemst að þeirri niðurstöðu, að Hagkaup hafi um áratugaskeið ofsótt Sam- band íslenskra samvinnufélaga. Þessi frumlega kenning er studd ýmsum tilvitnunum í liðna atburði og nýrri tíð. Þar sem sannleikanum er hnikað illilega til á nokkrum stöð- um er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. 1. Sútunarverksmiðjan Loðskinn hf. var stofnuð á Sauðárkróki árið 1969 af Pálma Jónssyni í Hagkaupi og Tómasi Holton í Hildu. Á þeim árum var stór hluti íslenskra gæra fluttur algjörlega óunninn úr landi. Stofnun fyrirtækisins var því á eng- an hátt stefnt gegn hagsmunum skinnaverksmiðju Sambandsins enda var búvörudeild SÍS aðalhrá- efnasalinn til Loðskinns hf. um langt skeið. Hins vegar þróuðust mál þannig á árinu 1976 að búvörudeild SÍS vildi heldur selja gærur óunnar úr landi en að selja þær til vinnslu hjá Loð- skinni hf. Spruttu út af því máli miklar deilur. Nú er Loðskinn hf. myndarlegt iðnfyrirtæki sem veitir um 50 manns vinnu á Sauðárkróki. í tímans rás hafa orðið breytingar á eignaraðild fyrirtækisins og á Hag- kaup t.d. aðeins um 16% hlutafjár. 2. Kaupfélagið Höfn hf. á Selfossi lenti á árinu 1975 í miklum rekstrar- erfiðleikum. Var þá ákveðið að breyta fyrirtækinu í hlutafélag og safna nægilegu hlutafé til að rekstur fyrirfækisins væri tryggður. Til að tryggja sér aðgang að gærum frá slát- urhúsi Hafnar hf. gerðist Loðskinn hf. hluthafi í Höfn hf. með myndar- legu framlagi. Aðrir hluthafar eru minni en meirihluti hlutafjár hefur þó ávallt verið í höndum heimamanna á Sel- fossi og nærsveitum sem rekið hafa fyrirtækiö af myndarskap og dug. Ekki er þó líklegt að rekstur Hafnar hf. hafi stefnt afkomu SÍS í mikla hættu. 3. Smári undrast það að starfsmenn Hagkaups kynni sér verðlag hjá keppinautunum, s.s. Miklagarði. Staðreyndin er hins vegar sú að í matvöruverslun á höfuðborgarsvæð- inu ríkir mikil verðsamkeppni og hinar stærri verslanir fylgjast mjög grannt með vöruverði hver hjá ann- arri, m.a. með því að gera skriflegar verðkannanir. Með því að hafa vakandi auga með öllum breytingum á markaðnum hefur Hagkaupi tekist að halda því frumkvæði sem fyrirtækið hefur ávallt haft um að „selja góða vöru ódýrt“. Slíkt er miklu mikilvægara en að „eiga einhvern góðan að hjá Verð- lagseftirlitinu", eins og Smári gefur í skyn að Hagkaup eigi. Slíkar dylgj- ur eru í raun ekki svara verðar enda jafnfjarri sannleikanum og aðrar fullyrðingar Smára. Sænsk óart og sætisbelti Kjartan Jónsson skrifar: Lengi höfum við íslendingar elt skottið á „hinum Norðurlandaþjóð- unum“ eins og svo oft er sagt þegar við erum að bera okkur saman við aðrar þjóðir. Sumir hafa þó þann hátt á í slíkum samanburði að segja: „líkt og þjóðirnar í kringum okkur" eins og Island sé staðsett miðsvæðis í Evrópu! En hvað um það, við höfum ákaf- lega mikla tilhneigingu, og þá einkanlega stjórnmálamenn okkar, til að miða flest það, er hér þarf að taka upp af nýmælum, við það sem gert er hjá þessum svokölluðu „frændum“ okkar á Noröurlöndun- um. Þetta er okkur ekki alltaf jafn- hagstætt og sumir telja. Vil ég þar nefna sem dæmi hinar nýju reglur í umferðarlögunum sem sagt er að teknar séu beint frá Svíþjóð, sérstak- lega skyldunotkun sætisbelta og ökuljósa allan sólarhringinn að við- lögðum sektum. Sérstaklega hefur okkur ekki reynst farsælt að fara eftir Svíum sem hafa margsinnis sýnt okkur megnustu ókurteisi og ýtni, ekki sfst í opinberum samskiptum. Ég vil meira að segja flokka margar ráð- leggingar Svía okkur til handa undir hreina óart (sem hér útleggst prakk- araskapur). Nægir að benda á hinar sífelldu ábendingar þeirra til okkar, t.d eftir stjórnmálalegum leiðum og öðrum, um að það sé okkur íslend- ingum til vansæmdar að láta erlent varnarlið vera hér á landi. - Þeim ferst nú ekki að tala um vopn og varnarmál, frændunum þeim! En hvað varðar hin nýju ólög og mannréttindabrot, sem við íslend- ingar erum nú beittir gegnum ný umferðarlög, er það að segja að hvergi þekkist það í heiminum, nema í Svíþjóð, að menn séu skikkaðir til að nota ökuljós bíla allan sólarhring- inn, hvernig sem á stendur. Að ekki sé nú talað um að beita menn sektum fyrir að óhlýðnast þessum fárán- leika. Ég efast meira að segja um að í Svíþjóð sjálfri sé það í lögum að aka eigi með FULL ljós allan sólarhring- inn. Mér skilst aö bílar þeirra séu framleiddir með sérstökum lágum ljósum til að notast við. Heldur veit ég ekki hvort um sektir sé þar að ræða brjóti menn þar nefnd „ljósa- skyldulög". Eins er það með sætisbeltin. Ég veit ekki til þess að neins staðar sé sektum beitt þótt menn spenni ekki beltin í bílum sínum. Þannig er það t.d. í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, þó ekki nærri öllum, að þar eru menn hvattir til að nota sætisbelti, en frá- leitt að menn séu þar beittir sektum þótt þeir noti þau ekki. Og svo held ég að sé um fleiri lönd. Gaman væri að heyra frá einhverjum um þetta nánar, þ.e. þeim sem hafa búið er- lendis, t.d. í Svíþjóð eða Þýskalandi, en ekki frá umferðarpostulum okkar sem virðast vera eins og hreintrúar- menn, jafnvel ofsatrúarmenn í málflutningi sínum og stuðningi við tryggingafélögin. Það má eiginlega furðu sæta að fólk skuh yfirleitt láta það kyrrt Uggja að fá þessi ósköp yfir sig hér, reglur sem ljóslega bijóta gegn sið- gæðishugmyndum alls þorra fólks. Menn rísa hér upp á afturfætuma út af minna tilefni. Og nefni ég þar ráðhúsmálið sem dæmi. - Vonandi verða þessar reglur endurskoðaðar hið fyrsta. „Ég etast meira að segja um að í Svíþjóð sjálfrl sé það í lögum að aka með FULL Ijós allan sólarhringinn," segir í bréfinu. - Frá Stokkhólmi. Opið bréf tíl Auður Haraldsdóttir, félagsráð- gjafí og einstæð móðir, skrifar: Skrif þín í DV 2. mars sl. uröu mér og vafalaust fleiri dálítið umhugsunarefni. í framhaldi af því langar mig að deila þessum vangaveltum með þér. i: Meðlag (þ.e.a.s. vepjulegt meðlag, ákvarðað af Trygg- ingastofnun), greitt einstáeðu foreldri hefur aldrei verið skattskylt Það er ekki Jóni Baldvini Hannibalssyni að þakka, enda flestar ráöstafan- ir í ráðherratið hans lítt til hagsbóta fyrir þá sem minna mega sín fjárhagslega. 2. Þú greiðir fem barnsmeðlög og reiknar ofan á þau „töfra- prósenttma“ 35,2. - En hvernig er það, borgaðir þú ekki skatta af laununum þín- um áður en staðgreiðslukerf- ið kom til? 3. Ég lít svo á að -fjárhagslega hliðin á því að koma börnum sínum til manns og e.t.v. mennta sé sameiginleg ábyrgð foreldra án tillits til hjúskaparstöðu. Ást, um- hyggju og öryggi veröur svo hver og einn að láta í té eftir getu. 4. Vonandi átt þú eftir aö finna þér „veröuga og heiðarlega konu“, e.tv. fylgja henni böm, meðlög og „skattfríö- indi“ sem ættu að verða gott búsílag. - Með kveðju. Hl Þorgeirs Þorgeirs- sonar rit- Þröstur skrifar: Heyrðu Þorgeir minn; „Þú sem ert á himni, helgist þitt nafn...“, o.s.frv. - Af hverju notar þú ekki „páerið“ í eitthvað annað en að agnúast út í lögregluna? - Getur þú hugsað þér þjóðfélag án henn- ar? - Nei. Mér finnst að þú ættir að snúa þér að einhverju þarflegra, t.d. skáldskap. Ég sakna þess að hafa ekkiséð ritsmið eftir þig nýverið, Kveðja. Hrrngið 1 suna iriikl.l3ogl5 eðaskrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.