Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. íþróttír dv V-Þýskaland - bikarkeppnin: Hamburg hafði betur í meist- araslagnum - Bayem úr leik í bikamum • Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Breiðabliks, ver hér eitt skot Víkinga í gæ um, þar af þrjú vítaköst. Tiyggðu Víkingar sér þriðja sætið TVö rauð s\ og markvar heimsmælik - þegar Víkingur sigraði Breiðablik, 25 Innlendir frétta- stúfar Valur Ingimundarson. • Valur Ingimundarson, þjálf- ari UMFN, er stigahæsti leikmað- ur úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik aö loknum leikj- unum um síðustu helgi. Hann hefur skorað 278 stig í 14 leikjum Njarövíkinga eða 19,8 í leik að meðaltali. Guðmundur Bragason, Grindavik, er næstur með 253 stig (18 í leik) og Birgir Mikaelsson, KR, þriðji með 251 (19,3). Valur er einnig með bestu vitanýting- una í deildinni, 57 stig úr 67 skotum, eða 85,07 prósent. Birgir er annar með 53 úr 64 skotum (82,81%) og Tómas Holton, Val, þriðji með 55 stig úr 67 skotum (82,09%). • Karl Guðlaugsson, ÍR, er hins vegar langhittnastur fyrir utan þriggja stiga línuna. Þaðatí hefur hann hitt 43 sinnum í körfuna í 13 leikjum ÍR í úrvalsdeildinni í vetur, eða 3,3 sinnum aö meðal- tali í leik. Þetta gerir 129 stig og munar um minna. Pálmar Sig- urðsson, Haukum, og Valur Ingimundarson hafa báðir hitt í 33 skipti af sama færi, Pálmar í 11 leikjum en Valur í 14. • Konráð Óskarsson úr Þór virðist harðskeyttasti leikmaður deildarinnar, a.m.k. hefur hann fengið flestar villur, 57 í 14 leikj- um. en það eru ríflega 4 í leik. Sama hlutfall hafa reyndar tveir aðrir, Ólafur Adolfsson, UBK, 53 í 13 leikjum, og Rúnar Árnason, UMFG, 52 í 13 leikjum. • Eyjólfur Sverrisson úr Tindastóii er langstigahæsti leik- maður 1. deildar karla, hefur skorað 377 stig 112 leikjum, eða 31,4 að meðaltali í leik. Hann geröi t.d. 49 stig í toppslagnum gegn UÍA um síðustu helgi. Sverrir Sverrisson, bróðir hans, er annar meö 195 stig og þriðji er Sauðkrækingurinn Björn Sig- tryggsson með 193 stig. Eyjólfur er einnig bestur í 3ja stiga skot- um, hefúr skorað úr 35 slíkum, Auðunn Ehsson, ÍS, hefur hitt úr 24 og Elvar Þórólfsson, ÍA, úr 18. Gunnar Jónsson, Skallagrími, er bestur f vítaskotum með 76,67% nýtingu en Eyjólfur er annar með 76,06% og Stefán Friöleifsson, UIA, þriðji með 71,70%. gyjólfur er líka í fremstu röð hváð villur varðar því hann hefur fengið 40 í vetur.Aðeins Unnar Vilhjálms- son, UÍA, með 43, og Sverrir Sverrisson (42) eru ofar. • Anna María Sveinsdóttir úr ÍBK er stigahæst í 1. deild kvenna með 238 stig í 14, leikjum. Björg Hafsteinsdóttir, ÍBK, er önnur með 206 stig og Sigrún Skarphéð- insdóttir, Haukum, þriðja með 178 stig. Björg er með flestar þriggja stiga körfur, 25, Sigrún 15 og Sólveig Pálsdóttir, Haukum, 14. Björg er lika með bestu vita- nýtinguna, 70,83%, Anna María er næst meö 68,66% og Emilía Sigurðardóttir, KR, þriðja með 33,22%. Hrönn Siguröardóttir, KR, er með flestar villur, 51. Svanhildur Káradóttir, Grinda- vik, er næst með 48 og Helga Guðlaugsdóttir, ÍS, og Þóra Gunnarsdóttir, ÍR, koma síðan með 47 hvor. Siguxöur Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: . Það var meistaraslagur í Hamborg er bikarhafar HSV mættu lands- meisturunum í Bayem Munchen. Leikurinn var liður í átta félaga úr- shtum v-þýsku bikarkeppninnar. Það er skemmst frá því að segja að bikarhafarnir höfðu betur, gerðu tvö mörk á móti einu meistaranna. Þau úrslit gefa þó hreint ekki rétta mynd af gangi mála í leiknum því um ein- stefnu var að ræða á mark Hambur- ger. Leikmenn Bæjara voru hins vegar óvenju lánlitlir í þetta sinnið og geiguðu skot þeirra í fjölmörgum dauðafærum. Mörk Hamborgara gerðu þeir Kast- el og Grúndel. Mark Bæjara gerði hins vegar Lothar Mattháus. Fannfergi er nú mikið víða í Evr- ópu og hefur ofankoma staöið í vegi fyrir eðlilegri framvindu margra knattspymumóta. í Sviss varð til að mynda að fresta mörgum leikjum um síðustu helgi og kom það nokkuð á óvart. Á þessum árstíma blása nefni- lega laufvindar að jafnaði í sviss- nesku ölpunum en sá þeyr boðar vorkomu. Sigurður Grétarsson og félagar hans hjá Luzern áttu að mæta Grass- hoppers í úrshtakeppninni um meistaratitilinn. síðasta sunnudag. Þriðju deildarliðið Ashaffenburg Viktoria tapaði loks í bikarkeppni í gærkvöldi en gengi þess þar hefur verið hreint ótrúlegt. Liðið sló meðal annars stórlaxana í Köln úr keppni pg þótti þaö þá saga til næsta bæjar. í gærkvöldi mættu þessir baráttu- glöðu piltar hins vegar ofjörlum sínum, Werder Bremen. Töpuðu 1-3. Mörk Bremen skoruðu Neubarth, Votava og Shaaf. Eina mark Viktoria gerði Lindenau á síðustu mínútu leiksins. Dregið í bikarnum Dregið var í v-þýska bikamum í gærkvöldi. Þessi hð munu mætast í undanúrslitum: Bremen - Eintracht Frankfurt Bochum - HSV Blindbylur skarst hins vegar í leik- inn og er ófærð nú mikil í Luzem af hans sökum. Luzern-hðið dvelur því um þessar mundir í æfingabúð- um í héraðinu Tessin sem er við ítölsku landamærin. Þar er nú sum- arblíða og mun Luzern spila æfinga- leik í dag við lið þaðan sem leikur í annarri deild. Er sú viðureign undir- búningur fyrir átökin um næstu helgi en þá mætir Luzern hði Lucano í bikarnum. - Það félag er einmitt frá Tessin. -JÖG „Við stefnum að þriðja sætinu á þessu íslandsmóti úr því sem komið er og þessi sigur góður áfangi að því markmiði. Hins vegar gerðum við alltof mikið af mistökum. Það kom líka flatt upp á okk- ur þegar Karl Þráinsson fékk rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur Guðmunds- son í Víkingi eftir að Víkingar höfðu unnið öruggan sigur gegn Breiðabhki í Laugardalshöll í gærkvöldi. Víkingar skoruðu 25 mörk gegn 21 marki Bli- kanna en staðan í leikhléi var 10-8, Víkingum í vil. Þaö varð snemma ljóst í hvað stefndi í þessum leik. Dómarar leiksins, Hákon Siguijónsson og Guðjón Sigurðsson, náðu aldrei tökum á verkefni sínu og áttu afleitan leik. Æstust leikmenn beggja hða og aðstandendur þeirra mjög og var oft gaman að horfa á viðbrögð manna við dómgæslunni sem einkennd- ist af ósamræmi fyrst og fremst. „Hann gaf mér á kjaftinn“ „Þetta rauða spjald var alveg út í hött. Ég kom að vísu við Jón Þórir þegar hann datt en hann gaf mér á kjaftinn. Þegar ég stóð upp átti ég auðvitað von á því aö hann fengi rauða spjaldið en ekki ég,“ sagði Karl Þráinsson í Víkingi eftir leikinn en hann fékk að líta rauða spjald- ið í fyrri hálfleik. Þeir lentu þá saman Jón Þórir og Karl og endaði árekstur þeirra með því að Karl fékk rauða spjald- ið. Strangur dómur og rangur að margra mati. Blikinn Aðalsteinn Jónsson fékk einnig rauða spjaldið í lok leiksins fyrir kjaftbrúk. Siggi og Gummi teknir úr umferð Brottrekstur Karls virtist koma Vík- ingum í opna skjöldu til að byrja með en það sem kom þó Víkingum eflaust mest á óvart var hve stíft þeirra Sigurð- ar Gunnarssonar og Guðmundar Guðmundssonar var gætt. Báðir voru þeir nánast teknir úr umferð mestahan leikinn og fyrir bragðið varð sóknarleik- ur Víkinga ráðleysislegur og óyflrvegaö- ur. Kristján varði snilldarlega Besti leikmaður leiksins í gærkvöldi var Kristján Sigmundsson, markvörður Víkinga. Hann var fyrst og fremst sá þröskuldur í liði þeirra röndóttu sem Blikarnir náðu aldrei að komast yfir. Kristján varði samtals 17 skot í leiknum • Karl Þráinsson fékk að lita rauða spjaldið i leik Víkings og KR i gær- kvöldi. Hér sést Karl ræða málin í siðari hálfleik við Guðmund Kolbeinsson dómara en Guðmundur dæmdi leik Vals og KR að leik Víkings og Breiða- bliks loknum. DV-mynd Brynjar Gauti Knattspyma - Sviss: Fannfergi skerst í leikinn í sviss- neska boltanum - Siggi Grétars í æfingabúðum í Tessin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.