Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Page 33
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 33 Lífsstai Verð á reiðfatnaði Á höfuðborgarsvæöinu eru a.m. k. þrjár sérverslanir með reiðfatn- að. DV kannaði verð á á stígvélum, buxum, frökkum og hjálmum. Verð var víðast hvar mjög svipað en nið- urstööur þessarar könnunar eru birtar hér: Stigvél: Vinsælustu stígvélin, úr vinyl- plasti, eru á mjög svipuöu verði viðast hvar. í versluninni Hesta- sporti kosta þau kr. 1.490-2.200, í Astund kr. 1.590-1.990, og í Hesta- manninum kr. 1.980. Loöfóðruð kosta þau kr. 1.980 í Hestamannin- um, kr. 2.100 í Ástund og kr. 2.280 í Hestasporti. Barnastærðir eru á kr. 1.250 í Hestasporti, kr. 1.390 í Hestamann- inum og á kr. 1.395 í Ástund. Leðurstigvél eru oft á tíðum sér- smiöuð og geta farið allt upp í 15-20 þúsund í versluninni Ástund. Ódýrustu leðurstigvélin fengust í Hestamanninum, á kr. 8.900, en Hestasport seldi ekki leðurstígvél. Buxur: Buxur voru á mjög misjöfnu verði eftir efni. Hefðbundnar reið- buxur úr stretch-efni kosta frá kr. 3.600-4.900 í Hestamanninum, kr. 2.950-7.550 í Ástund og kr. 3.800- 5.100 í Hestasporti. Verðið fer eftir því hvort leður er í buxunum og hversu mikiö það er. í þeim ódýr- ustu eru efnisbætur en þær dýrari hafa ieður í sæti og innan á skálm- um. Bamastærðir eru á kr. 2.900-3.200 í Hestamanniniun, kr. 3.150-3.750 í Ástund og á kr. 2.800 í Hestasporti. Ritlluöu, teygjanlegu buxumar, sem nú em vinsælastar, fengust ekki í Hestasporti, en kosta kr. 4.900-7.800 í Hestamanninum og milli kr. 5.900 og 7.950 í Ástund. Verð á þessum buxum, svipað og á heföbundnu buxunum, fer mikið eftir þvi hversu mikið rúskinn er notað. Frakkar: Reiöfrakkamir fengust ekki i Hestasporti en vom á kr. 9.950 í Ástund og á kr. 7.600 í Hestamann- inum. örygglshjálmar: Verð á þjálmum var viðast hvar mjög svipaö. í versluninni Hesta- raanniniun kosta þeir frá kr. 1.750 upp í 2.280, milli 1.990 Og 2.250 í Ástund og 1.950 í Hestasporti. Þessir hjálmar em svokallaðir öryggishjálmar með hlíf fyrir eyru og hnakka og með hökuól. -StB ife Reiðfatnaður: Klauf er að aftanverðu á þessum frökkum og regnhetta fylgir með. Áhugi á reiðmennsku hefur aukist mikið á undanfomum árum og má segja að það sé ,í tísku að ríða út. Með komu Reiðhallarinnar hefur aðstaða hér batnað til muna og í bí- gerð er að opna reiðskóla. Aukin fjárráð eiga vafalaust sinn þátt í vin- sældum þessarar íþróttar, en það kostar sitt aö stunda reiðmennsku. Með auknum áhuga á hesta- mennsku almennt hugar fólk einnig betur að reiðfatnaðinum og er misjafnt hverju fólki klæðist. Nú á dögum er orðið mun algengara að fólk klæðist þar til gerðum reiöfatn- aði í stað vepjulegs fatnaðar, s.s. gallabuxna op peysu. DV lék hugur á að kynnast nánar hvað væri 1 tísku í reiðfatnaði og einnig hvað þaö kost- aði að klæða sig fyrir útreiðartúrinn. Létt og lipur stígvél Það fyrsta, sem tekið var fyrir, voru stígvélin ómissandi. Vinsæl- ustu stígvélin, gtígvél sem reyndar hafa alltaf verið vinsæl, eru úr vinyl. Þau eru létt og þægileg en kannski eilítið of þétt á sumrin. Þessi stígvél er bæði hægt að fá loðfóðruð, sem án efa kemur sér vel á vetuma, svo og ofóðruð. Leðurstíg- vél eru endingarbetri og fólk svitnar minna í þeim en þau gefa ekki eins eftir og plaststígvélin og eru auk þess töluvert dýrari. Flauelsreiðbuxur ná vinsæld- um Snið á reiðbuxum breytist lítið frá ári til árs. Pokasnið komst í tísku í skamman tíma og keyptu fleiri en reiðmenn sér slíkar buxur. Þessi tískusveifla, sem var reyndar af Ulri nauösyn því teygjanleg efni voru ekki notuð í reiðbuxur á þeim tíma, er nú að mestu dottin upp fyrir og hefðbundið snið á reiðbuxum er nú enn á ný vinsælast. Hægfara breyting hefur átt sér stað hvað varðar efni í þessar buxur, reið- buxur úr rifíluðu stretch-efni eru að ryðja sér til rúms í æ ríkara mæli. Þessar buxur eru taldar þægilegri en gömlu góðu reiðbuxurnar, fyrir utan það að vera faliegri. Kvenmenn virð- ast vera óragari við að elta duttlunga tískunnar hvað varöar reiðfatnað, og það nýjasta í reiðbuxum kvenna em flauelsbuxur felldar undir streng og Islenska ullin heldur velli Peysurnar eru líklega eins mis- munandi og reiðmennirnir sjáifir. íslenska ullin heldur velli, en þó voru ekki allir viðmælendur DV sammála um vinsældir hennar meðal reið- manha. Peysur úr ull eða gerviefnum með alls kyns hestamyndum em að öllum líkindum vinsælli, aðallega vegna þess að auöveldara er að þvo þær. Vind- og vatnsheldir jakkar Það er mjög breytilegt hverju reið- menn klæðast hvaö varðar jakka o.þ.h. Vind- og vatnsheldir jakkar og Yngra fólk kýs frekar stutta mittisjakka en það eldra vill hafa þá siðari. Hér sjáum við báðar tegund- ir, en jakkar sérhannaðir sem reiðjakkar eru að leysa venjulega jakka og úlpur af hólmi. frakkar njóta þó talsverðra vinsælda, sem er ekki að undra því veður hér- lendis er síbreytilegt. Jakkarnir eru með klauf að aftan sem hægt er með auðveldu móti aö smella frá og renni- lás sem hægt er að renna í báðar áttir. Getur jakkinn þar af leiðandi verið opinn að neðan til að auðvelda setu xhnakknum. Frakkarnir eru að ná auknum vin- sældum. Þeir em, svipað og jakkarn- ir, yfirleitt með klauf að aftan, ýmist opinni eða lokaðri, eða þá með klauf á hlið. Þetta auðveldar reiðmönnum að sitja og séu klaufirnar lokaðar hlífir það einnig mun betur gegn kulda og vætu. Margir þessara frakka em vatnsheldir. Regnfatnaður er nauðsynlegur fyr- ir reiðmanninn. Votviðri er algengt á íslandi og kemur sér oft á tíðum vel að eiga góðan hlífðarfatnað. Olíu- bornir gallar, buxur og jakkar, njóta töluverðra vinsælda, sem og vatns- heldir frakkar af ýmsu tagi. Þessir frakkar eru með böndum að neðan til aö hægt sé að festa þá við fótlegg- ina og gefa þannig vörn gegn vætu. Siðir frakkar eru að ná töluverðum vinsældum meðal reiðmanna. Þessir frakkar eru yfir- leitt vatnsheldir, með klauf að aftan og hægt að festa þá við fótlegg til varnar gegn kulda og bleytu. DV-myndir KAE *♦** * m •>4* vlltl''' með hliðarvösum, en hefðbundnar kvenreiðbuxur hafa hingað til verið með færri. vösum en karlmanns- buxurnar. Litirnir á þessum buxum em líka breyting frá hinum hefðbundnari buxum. Hér á ámm áður vom flestir í svörtum reiðbuxum en nú er farið að gæta meiri litagleði í þessum fatn- aði. Enn er það kvenfólkið sem ríður á vaðið, því bláar buxur fyrir dömur eru að ná vinsældum. Herrar virðast í 90% tilfellum kjósa sér svartar bux- ur en 80% kvenna taka enn svart. Öryggishjálmar eru nauðsyn legir Hjálmar eru nauðsynlegir öllum reiömönnum. Alvarleg slys, jafnvel ■banaslys, hafa átt sér stað og hefur notkun hjálma aukist töluvert hér- lendis síðastliðin ár. Hinir svoköll- uðu öryggishjálmar eru með hlif fyrir eyrun, opinni þó til að hefta ekki heym reiðmánna, og ná langt niður á hnakka. Á reiðnámskeiðum er skylda að nota hjálma. Áhugi á reiðmennsku hefur aukist töluvert á síðustu árum. Fatnaður sem þessi er frekar notaður á mót- um og sýningum, en áhugi fólks á sérhönnuðum reiðfatnaði fer þó vaxandl. Gráar buxur fyrir bæði kynin koma svo næst á vinsældalistanum, en blátt er, enn sem komið er, svo að segjá eingöngu í kvenbuxúm. Rúskinnsskálmar sjást oft í amerisk- um bíómyndum, en áhugi á þeim hérlendis hefur þó aukist. Gallabuxur meö reiðsniði voru mikið í tísku áður fyrr, og það þótti jafnvel pjatt að ríða út í þar til gerð- um reiðbuxum. í dag nota aftur á móti fáir reiðmenn gallabuxurnar. Þær verða mun fyrr snjáðar og eru að auki ekki eins þægilegar. Hjáimar án þessa öryggisbúnaðar eru mikið notaðir á sýningum og keppnum en minna til brúks í útreið- artúrum. Annars konar höfuöfatn- aður er einnig notaður og má þar helst nefna derhúfur eða svokallaöa sixpensara. Kúrekahattar standa reiðmönnum einnig til boða en eru ekki notaðir nema helst á hestamót- um eða sýningum. Tískusveiflur í reiðfatnaði gerast hægt. Vinsælasta tískuflíkin fyrir reiðmenn um þessar mundir er án efa reiðfrakkinn. Flauelsbuxurnar eru líka að ná fótfestu, aöaUega með- al kvenna. Úrvalið í reiðfatnaði er nokkuð gott hérlendis og á án efa eftir að aukast enn meir ef þessi áhugi á hestamennsku eykst. Hér á sfðunni eru nokkrar myndir sem sýna það - helsta sem í boði er fyrir reiðmann- inn. -StB Tískan Reiðfrakkar að komast í tísku •í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.