Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988.
ÖKUMENN - ÖKUMENN
Kynningarnámskeið verða haldin laugardaginn
12. mars kl. 9.00 og 13.30.
Dagskrá:
Ný umferðarlög kynnt, meðferð tjónatil-
kynninga, borgarakstur og dreifbýlisakstur.
Nánri upplýsingar í símum 667224 og
78199 eftir kl. 17.
Fréttir______________________dv
Kennarasamband íslands:
Atkvæðagreiðsla um
verkfallsheimild
REYKJMJÍKURBORG
Jtautevi Sfödu*
Þjónustuíbúðir aldraðra
Dalbraut 27
ELDHÚS
Starfsfólk vantar til starfa í eldhúsi, 75% starf.
Vinnutími kl. 8.00-14.00. Unnið aðra hverja helgi.
Ræsting
Starfsfólk vantar í ræstingu, 50% starf. Vinnutími kl.
8.00-12.00.
Starfsmann vantar á vakt, 75% vinna.
Upplýsingar um eftirtalin störf veitir forstöðumaður
í síma 685377 virka daga frá kl. 10.00-12.00.
DANSVIÐBURÐUR ÁRSINS
Islandsmeistmkeppni í
samkuœmisdönsum.
Keppt verður í öllum aldursflokkum í
suðuramerískum og samkvœmisdönsum
DÓMARAR ERU FRÁ ENGLANDI:
John Knight
Michael Sandham
Marie Pownall
DANSSÝNINGAR:
Parið Michael Sandham og
Marie Pownall sýna.
Einnig sýna nemendur jassballett.
KEPPNIN HEFST LAUGARDAGINN 12. MARS Á HÓTEL ÍSLANDI
KL. 10 F.H.
Aldur 7 ára og yngri latin/standard
8- 9 ára latin/standard
10-11 ára latin/standard
Kl. 13
Aldur 12-13 ára standard
KEPPNIN VERÐUR SÍÐAN I LAUGARDALSHÖLL
SUNNUDAGINN 13. MARS
SETNINGARATHÖFN OG SÝNINGAR KL.
14.
KEPPNI HEFST KL. 14.45. VERÐLAUNAAF-
HENDING, SEINNI HLUTI, HEFST EFTIR HLÉ
KL. 20.00.
Aldur 12-13 ára Dag latin Kvöld
14-15 ára standard latin
16-24 ára standard latin
25-34 ára latin standard
35-49 ára standard latin
50ára og eldri latin standard
Kennarariðill standard latin
Miðaverð: Hótel ísland Börn Fullorðnir kr. 300 kr. 400
Laugardalshöll Börn Fullorðnir kr. 300 kr. 500
Húsin opna 1 klst. fyrir keppni.
Við þökkum Bókabúð Braga lán á Amstrad-tölvum
við útreikning á stigum dómara í keppninni.
DANSRÁÐ ÍSLANDS
Fulltrúaráð Kennarasambands ís-
lands hefur ákveðið að efna til
allsherjaratkvæöagreiðslu meðal
kennara um heimild til verkfalls-
boðunar. Hefur verið ákveðið að
atkvæðagreiðslan fari fram dagana
16. og 17. mars næstkomandi.
Kennarar segja að það eina sem
þeim hafi verið boðið í samningavið-
ræðunum við fulltrúa ríkisins, á
þeim mánuði sem hðinn er síðan
samningaviðræður hófust, sé 6%
launahækkun seinni hluta þessa árs.
Þar hafi ekki verið boöin nein launa-
hækkun við undirskrift samnings.
Telja kennarar að þetta tilboð þýði í
raun kjaraskerðingu.
Kennarar segjast lýsa allri ábyrgð
á hendur ríkisvaldinu ef til röskunar
kemur á skólastaríinu á næstu vik-
um. -S.dór
Nemendur á námskeiði um stjórn fiskiskipa ásamt leiðbeinendum.
DV-mynd Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði
Þrettán sóttu
námskeið í sljóm
fiskiskipa
Ægir Kristiiisson, DV, Fáskrúðsfirði:
Þrettán nemendur sóttu námskeið
sem haldið var á Stöðvarfirði í stjórn
fiskiskipa allt að þrjátíu tonnum.
Yngsti nemandinn var 17 ára en sá
elsti, Jón V. Kristjánsson, 69 ára
gamall.
Aðalkennari var Baldur Svein-
björnsson frá Seyðisfirði en aðrir
leiðbeinendur voru Magnús Sig-
marsson og Bjami Gíslason. Próf-
dómari var Magnús Sigmarsson og
skólastjóri Sólmundur Jónsson.
Námskeiðið var haldið á vegum
Stýrimannaskólans í Reykjavík og
Grunnskólans á Stöðvarfirði og hófst
4. febrúar. Aðalhvatamaður að þessu
námskeiði var Magnús A. Stefáns-
son, Stöðvarfirði.
Kaupfélagið, hraðfrystihúsið,
útibú Samvinnubankans og Færa-
bakur h/f á Stöövarfirði styrktu
námskeiðið og bað Baldur Svein-
bjömsson fyrir bestu þakkir tii
stjórnenda þeirra.
Siglufjörður:
Hentu nærri
100 tonn-
um af fiski
- eftir að olía lak í lestina
„Þetta er tjón upp á um 3 milljónir
króna og vissulega bagalegt. Það er
verið að athuga hvort tryggingarnar
bæta okkur skaðann en það er ekki
ljóst enn,“ sagði Róbert Guðfinnsson,
framkvæmdastjóri Þormóðs ramma
á Siglufirði, í samtali viö DV. Fyrir-
tækið var fyrir þeim skaða aö olía lak
úr tanki á togaranum Stapavík og
niður í lestina og skemmdi nærri 100
lestir af fiski.
Stapavíkin hafði rekist á bryggju á
Siglufirði í næsta túr á undan og þá
kom gat á tankinn en menn tóku
ekki eftir því fyrr en of seint.
Hluta af aflanum var hægt að setja'
í bræðslu en dýpkunarkrani fór með
afganginn á haf út og henti honum
þar.
Það var Ríkismat sjávarafurða sem
mat aflann, hvað væri hægt að hirða
og hveiju yrði að henda. -S.dór
Ráðinn til
sétverkefna
Viðskiptaráðuneytið réð fyrir
skömmu hagfræðinginn Birgi Árna-
son til sérstakra verkefna á vegum
ráðuneytisins.
Birgir hefur starfað sem hagfræð-
ingur hjá Þjóðhagsstofnun en hóf
störf hjá viðskiptaráðuneytinu um
síðustu mánaðarmót. -ÍS
Landsmótið stærsta lög-
gæsluverkefni til þessa
- rætt við Þröst Brynjólfsson, yfirlögregluþjón á Húsavík
Hólmfríöur Friðjónsdóttir, DV, Húsavflc
„Landsmót Ungmennafélags ísland
hér síðastliðið sumar er stærsta lög-
Þröstur Brynjólfsson, yfirlögreglu-
þjónn á Húsavik.
DV-mynd Hólmfríður
gæsluverkefni sem lögreglan á
Húsavík hefur fengist við til þessa,“
sagði Þröstur Brynjólfsson yfirlög-
regluþjónn, en hann lauk nýlega við
ársskýrslu lögreglunnar á Húsavík
og í Þingeyjarsýslum.
Þetta er í fyrsta skipti sem slík
skýrsla er unnin fyrir embættið hér
og er hún samantekt á störfum lög-
reglunnar á sl. ári. Þar eru dregnir
saman helstu þættirnir í starfinu og
þar var landsmót UMFÍ stór þáttur.
Fram kemur í skýrslunni að verk-
efni lögreglunnar aukast sífellt frá
ári til árs. Þröstur segir ástæðumar
aðallega tvær. í fyrsta lagi aukist
kröfumar um skýrslugerð í hinum
ýmsu málum stöðugt og í öðru lagi
aukast afskipti lögreglunnar af um-
ferðarmálum mjög sökum stórauk-
ins fjölda bifreiða. Einnig kemur þar
til aukin umferð ferðamanna.
Fleiri óhöpp í umferðinni
í sambandi við aukin störf lögregl-
unnar má nefna að umferðaróhöpp
í lok febrúar í fyrra frá áramótum
voru 14 en nú á sama tíma í ár eru
þau orðin 20. Einnig má nefna ölv-
unarakstur. Tveir höfðu verið teknir
í lok febrúar í fyrra - sex á sama tíma
nú.
Varðandi breytingar á lunferðar-
lögunum sagði Þröstur að rólega yrði
farið af stað varðandi sektarákvæði
ef ökumenn væru ekki með bílbeltin
spennt eða heföu gleymt að kveikja
ljósin. Reynt yrði að vinna að þessu
í samráði við ökumenn og þeir á-
minntir í fyrstu. Þeir sem ekki létu
segjast mættu eiga von á sektum
þegar búið væri að áminna þá oftar
en einu sinni. Þröstur sagöi að breyt-
ingar á umferöarlögunum væru
miklu meiri en almenningur gerði
sér grein fyrir. Jafnframt gat hann
þess að honum fyndist að ekki hefði
verið nógu mikið gert af hálfu yfir-
valda í að kynna almenningi um-
ferðarlögin.