Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 40
40
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988.
Lifsstm
Víða um landa var venja að hirða
fiskmaga-kútmaga, einkum úr
þorski. En að taka hann ásamt
hrognum og lifur var kallað að slíta
slóg. Aðkomuvermenn slitu kút-
maga efdr hvem róður og létu í
steinþrær. í landlegiun var hann
tekinn úr kösinni, ristur frá
munnamaga og fram í nafla. Hann
var síöan skafmn, þveginn og
breiddur á gijótgarða og þurrkað-
ur. Harður var hann dreginn upp
á band með fjaðra- og beinnál.
Einnig vom magaflettimiar dregn-
ar blautar upp á band, spýtu hnýtt
í báða enda, hengt upp og hert
þannig. Þegar heim var komið var
harður kútmaginn lagður í bleyti,
hleypt upp á honum suöu og látinn
í súr.
Sjálfsagt þótti, að þeir, sem enga
menn áttu við sjó, fengju að slíta
slóg.
Nýr kútmagi þurfti mikla verk-
un. Sumir létu nægja að margþvo
hann úr volgu og köldu vatni,
kreista og slorhimnudraga. Aðrir
settu hann fyrst í sand eða mó-
mylsnu, skófu hana af og þvoðu
síðan upp úr mörgum vötnum. Enn
aörir kreistu hann fyrst vel, létu
Duusbryggja í Reykjavík um aldamótin
maginn fengið næga suðu.
Úr stórum þorskmaga var gerður
steikimagi. Hann var fyrst hreins-
aður, eins og fyrr er getið, síðan
fylltur með lifur og suöan aðeins *
látin koma upp á honum. Þá var
munnamaginn þræddur upp á
jámtein og maganum haldið við
hrís eða viðarglóð og honum snúið
uns hann var allur steiktur og
kominn á hann brún skorpa. Ef
steikingin tókst vel, þótti þetta
herramannsmatur, lifrin sætari og
maginn bragðbetri en eingöngu
soðinn. Sumir steiktu magann án
þess að hleypa upp á honum áður.
Steikimagar voru töluvert algengir
í Bolungarvík fram um 1910.
Sums staðar voru magar úr öðr-
um tegundum en þorski nýttir.
Löngumaginn, kallaður skut-
magi, var stundum soðinn og látinn
í súr. Ennfremur var hann ristur,
flegið innan úr honum og nokkrir
saumaðir saman og hafðir utan um
smjör.
Steinbítsmaginn, kallaður stein-
bítsbuddan, giddan, kýtan, lallinn,
steinbítslallinn, var oft hirtur,
troðinn út með þorsklifur og soð-
inn. Hann þótti góður og matar-
„Sá þarf ekki að slíta
slógf sem hefúr nóg‘ ‘
- Verkun kútmaga fynr á öldum
svo aðeins koma upp suðu á honum
og loks í kalt vatn. Slorið á kútmag-
anum var þá orðið eins og hvítur
drafli, sem auðvelt var að skafa af
og skola síöan.
Eftir hreinsun kom þrennt til
greina: Sjóða magana tóma (tæm-
ingja) og láta þannig kalda í súr eða
skyr. í annan stað voru þeir ýmist
soðnir með lifur eingöngu og voru
þá kallaðir lifrarmagar eða lifrar-
slóg eða lifur var blandað saman
við rúgipjöl og lifrin þá mest helm-
ingur en oftast þriðjungur af
rúgdeiginu, sem látið var í kútmag-
ana og voru þá kallaðir mjölmagar,
ntjölslóg eða mélaðir magar. í opið
á maganum voru tekin tvö tog-
þráðarspor eða dregið saman meö
bauluprjóni. Einnig var talað um
að spýta maga, en þá var spýta í
stað bauluprjónsins. Loks var
bundið með seglgami fyrir neðan
munnamagann og breiddi þá traf
hans úr sér. Oftast voru kútmag-
arnir kippaðir 5-8 saman í pottinn.
Ýmislegt var haft til marks um
hvort kútmagi væri nægilega soð-
inn. Ef brakaði í honum við tönn,
svaraði tönninni, eða hann skrapp
undan tönn og auðvelt var að reka
fingur í gegnum naflann, hafði
meiri en kútmagi, enda þykkari,.
einkum í botninn. Efri hlutinn var
oft nefndur gormur. Víða var stein-
bítsmaginn soðinn og látinn í súr.
-JJ-
íslenskir sjávarhœttir, 4 bindi, eftir I.úö-
vík Kristjánsson. "
Tvær milljónir
fyrir
súkkulaðiköku
Anna Bjamason, DV, Denver
í Ameríku er mikið um alls konar
keppni og keppt um stór verðlaun.
Á dögunum vann rúmlega sjötugur
maður 5 millj. dollara í lottóinu.
Hann fær upphæðina ekki greidda
út í hönd heldur fær hann háar
greiðslur á ári næstu tuttugu árin.
Nýlokið er úrslitakeppni í bakstri
á vegum Pillsbury kökudufts- og
hveitiframleiðendanna. Júlia
nokkur Conecne, tónlistarskóla-
kennari frá Minnesota, vann fyrstu
verðlaun fyrir súkkulaðitertu.
Verðlaunin voru 40.000 dollarar
eða um 1,6 milijón ísl. kr. og sömu-
leiðis endurbætur á eldhúsi sigur-
vegarans fyrir 10.000 dollara eða
400 þús. ísl. kr. Það er svo sannar-
lega hægt að fá ýmislegt nýtilegt í
eldhús fyrir þá upphæð hér. Til
gamans birtum við hér uppskrift-
ina, sem að vísu er úr kökupakka
frá Pillsbury fyrirtækinu en það er
hins vegar enginn vandi að nota
eigin eftirlætisuppskrift að súkkul-
aðitertu í staðinn fyrir pakkakök-
una með því sem Júlía bætti við.
Matur
Góð súkkulaðikökuuppskrift.
/i bolli smjörlíki
1 bolli sykur
2 msk. kakó
2 egg
l'A bolli hveiti
1 tsk. natron
/i tsk. salt
1 bolli mjólk
vanilludropar
Til viðbótar og er lagað fyrst:
/i bolli smjör eða smjörlíki
% bolli rjómi
1 bolli dökkur púðursykur
% bolli gróft saxaðar pecanhnetur
(má nota hvaöa hnetur sem er)
Ofan á kökuna kemur:
1% bolli rjómi þeyttur
!4 bolli flórsykur
% tsk. vanilla
Hnetur til skrauts og súkkulaöi-
spænir ef vill
Látið smjörið, rjómann og púður-
sykurinn í lítinn pott og hitið þar
tú smjöriö er bráðnað, hrærið í af
og til. Hellið þvi svo í tvö kringlótt
tertuform og stráið hnetunum í
formin og dreifið jafnt úr þeim.
Búið þá kökudeigið til á hefðbund-
inn hátt og látið í formin ofan á
hneturnar. Bakið botnana við 200
gráða hita á Celcíus í 15-20 mín.
og kælið þá í 5 mín. áður en þeir
eru losaðir úr forminu og kældir
alveg.
Þeytið nú ijómann sem fer ofan
á, stráið flórsykrinum út í ásamt
vanillunni. Látið annan botninn á
kökudisk og hnetuhliðina snúa
upp. Helmingurinn af rjómanum
settur á botninn og síðan hinn
botninn yfir og hnetumar látnar
snúa upp. Látið afganginn af ijóm-
anum ofan á og skreytið með
hnetum og súkkulaðispænum ef
vill.
Fyrir þessa útgáfu af hinni einu
sönnu súkkulaðitertu fékk Júlia
Conecne 1,6 millj. króna og má hún
vel við una.
-A.Bj.