Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö ÚtgáfUfélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Hvorki váleg né brýn Hvorki er aðild að Evrópubandalaginu íslendingum eins váleg né eins brýn og stjórnmálamenn vilja vera láta. Umræða þeirra um bandalagið er þó gagnleg og mætti vera meiri, því að hún beinir athyglinni að fram- tíð okkar í samfélagi og viðskiptum þjóða heims. Viturlegast er að hafa svigrúm og eiga ýmissa kosta völ. Við þurfum að efla markaði okkar í Japan og öðrum nýríkum löndum á þeim slóðum, meðal annars með því að opna þar viðskiptaskrifstofu, jafnvel sendiráð. Þar er markaðurinn, sem stækkar hraðast nú um hríð. Til að draga úr áhættu þurfum við að leggja jafna áherzlu á þrjú auðug markaðssvæði, Norður-Ameríku, þar sem Bandaríkin eru í þungamiðju, Vestur-Evrópu, þar sem Evrópubandalagið er í þungamiðju, og Suðaust- ur-Asíu, þar sem Japan er í þungamiðju. Um þessar mundir er Evrópubandalagið okkur veiga- mesta horn þríhyrningsins. Rúmur helmingur utan- ríkisviðskipta okkar er við það. Engar horfur eru á mikilli breytingu á hlutfalhnu á allra næstu árum. Hins vegar er ýmissa veðra von, þegar líður á næsta áratug. Vaxandi horfur eru á, að ríki Fríverzlunarsamtak- anna renni eitt af öðru inn í Evrópubandalagið og samtökin leysist smám saman upp. Alvarlegust fyrir okkur verður aðild Norðmanna að bandalaginu, því að þeir eru helzti keppinautur okkar í sölu fiskafurða. Mikilvægt er að nota fjölþjóðavettvang, sem við höf- um aðgang að, til að vinna að sem mestu frelsi í viðskipt- um með sjávarfang. Þess vegna er rétt að hamra í Norðurlandaráði og Fríverzlunarsamtökunum á Svíum fyrir andstöðu þeirra, svo sem raunar hefur verið gert. Þótt Fríverzlunarsamtökin séu komin á hrörnunar- aldur, er mikilvægt, að þau geri frjálsa fiskverzlun að stefnumáli, þvi að slíkar yfirlýsingar hafa töluvert for- dæmisgildi. Reynslan sýnir, að unnt er að beita þeim í viðræðum við aðra, til dæmis Evrópubandalagið. Samningur okkar við bandalagið og tilheyrandi bók- anir hafa reynzt okkur bærilega, þótt við viljum gjarna aukið svigrúm fyrir saltfisk. Við eigum að leggja höfuð- áherzlu á, að ekki sé hróflað við þessari hefð, nema til að draga úr hindrunum í vegi fiskverzlunar. Sem smáþjóð í heimsins ólgusjó er heppilegast fyrir okkur að bindast sem minnst samtökum, sem kreQast afsals á hluta fuhveldis, svo sem Evrópubandalagið ger- ir. Okkur mun ganga betur sem fátækum herrum í eigin landi en sem ríkum þrælum útlendra embættismanna. Til þess að sigla shkan sjálfstæðissjó, þurfum við að læra af öðrum smáþjóðum, sem hafa snúið smæðinni sér í hag. Við þurfum th dæmis að skapa hér fríhöfn fyrir vörur og þjónustu, einkum fjármagnsflutninga. Og við þurfum að gera frímerkjaútgáfu að gróðalind. Svisslendingar og Luxemborgarar hafa sýnt okkur, að unnt er að hafa góðar tekjur af fjármagnsflutningum, en þá þurfum við að hleypa inn erlendum bönkum og sjóðum. San Marinómenn og Lichtensteinar hafa sýnt okkur, að unnt er að gera póstþjónustu að guhnámu. Ef þróunin þvingar okkur til aðildar að Evrópubanda- laginu, þurfum við ekki að örvænta, þvi að öðrum smáþjóðum hefúr vegnað vel í fangi þess. Við getum til' dæmis komið í veg fýrir það, sem margir óttast, að út- lendingar gleypi gulíkistuna okkar, sjávarútveginn. Við sláum bara þjóðareign á fiskimiðin, hefjum upp- boð á veiðileyfum og tryggjum okkur gegn þeim, er telja sér trú um, að þeir geti keppt við okkur í fiskveiðum. Jónas Kristjánsson * wíftw -w£m « Ferðaskrifstofa rikisins sem nefnd er til sögunnar í greininni. Að selja ríkisfyriitæki í stefnuskrá núverandi ríkis- stjómar er ákvæöi um aö selja beri ríkisfyrirtæki svo og hlutabréf í atvinnurekstri. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að ríkis- valdið skoði það hvort ekki sé á hverjum tíma sá möguleiki fyrir hendi að losa sig við rekstur fyrir- tækja og þá í tvennum tilgangi. Fyrirtæki - bæði í einkaeigu og í eigu ríkis - geta verið á þann veg að þau hreinlega beri sig ekki, svo í annan stað, ef fjármagnsvöntun eigenda er slík, þá er ekki óeðlilegt að hugað sé að því að selja og fá þar með fjármagn inn í annan rekstur sem hlutaðeigandi starf- rækja. Blandað hagkerfi Nú er öllum ljóst að hér á landi búum við í þjóöfélagi þar sem blandað hagkerfi hefur verið við lýði. Atvinnureksturinn saman- stendur af ríkis-, samvinnu- og einkarekstri. Þetta hefur gefist vel eins og afkoma þjóðarbúsins ber með sér. Öll umfjöllun um þessi mál er samt sem áður afskaplega öfga- kennd - og oft slitin úr tengslum við raunveruleikann. Nærtækt dæmi um þetta voru umræður á Stöð 2 í fyrri viku. í þeim umræðu- hópi voru m.a. tveir ungir menn. Málfutningur þessara manna var á þann veg að þar er um einfalt dæmi að ræöa hvernig ekki á að fjalla um málefnin - þ.e. á yfirvegaöan hátt þar sem tekið er tillit til allra að- stæðna sem fyrir hendi eru í fyrirtækjarekstri í þjóðfélaginu. í fáum orðum mátti skilja mál- flutning fyrrgreindra manna á þann veg að ríkisrekin fyrirtæki ættu engan rétt á sér og því bæri að selja þau í hendur einstaklinga þar sem einstaklingsfrelsið og markaðshyggjan nyti sín best. Frjálshyggjan væri sem sagt þaðx sem allan vanda leysti. Því er verið að fjalla um þetta hér að það vill alltof oft brenna við þegar veigamikil mál eru tekin til umfjöllunar að þá er eins og aldrei sé hægt að ræða máhn án þess að öfgamar séu ekki háværastar. Að selja sölunnar vegna? Það eru til í þjóðfélaginu fyrir- tæki sem ríkið rekur sem hafa sýnt og sannað að þau éru vel rekin og skila hagnaði eins og t:d. Ferða- skrifstofa ríkisins og Ríkisprent- smiðjan Gutenberg. Það að selja slík fyrirtæki - einungis sölunnar vegna - er ekki skynsamleg ráð- stöfun nema því aðeins að hægt sé að færa rök fyrir því að einkaaðilar geti betur. Til þess að koma fram með rökstudda ályktun varðandi þetta verða viðkomandi talsmenn sölufyrirtækjanna að kynna sér stöðu og umfang þeirra. Það er ekki nóg aö fara fram með hávaða KjaHarinn Karvel Pálmason alþingismaður og látum, setja fram fullyrðingar á borö viö þær að alhr sem vinna viö fyrirtækin eigi að eiga þau því að þá fái fólk best að njóta sín og sé þar með orðiö virkt í sífellt meiri sókn til aukins hagvaxtar. Það er eins og frjálshyggjupostul- arnir gangi út frá því sem gefnu aö almenn þátttaka launþega í at- vinnurekstri sé það töfraorð sem allan vanda leysi. Setja síðan allt þjóðfélagið á einn allsherjarmark- að þar sem framboð og eftirspurn ráði ferðinni. - En halda talsmenn þessarar stefnu því virkilega fram í reynd að þetta sé svona einfalt? Að maðurinn sé svo einfaldur að allri gerð aö honum nægi það th lífsfylhngar að taka þátt 1 fyrir- tækjarekstri og græða peninga einvörðungu. Þeim er ekki ætlað slíkt hér. Þeir vita miklu betur þó málflutningur þeirra sé á þann veg að draga megi þessar ályktanir af honum. Það sem mönnum er að verða ljósara í æ ríkara mæli er það aö úrræði t.a.m. sósíalismans og kap- ítalismans duga ekki alfarið sem allsherjarlausn á vandamálum þjóðfélagsins. Hættan, sem þarna liggur að baki, er að þessar stefnur gera í raun ráð fyrir því að skipu- leggja líf mannsins kringum fiámagniö - en raunverulegt mark- mið á að vera að skipuleggja fiármagnið í kringum mannleg verðmæti. - Það sem er í húfi er ekki fiármagn heldur menning, ekki lífsstíll heldur gæði. Forstjórarnir ráði ferðinni Svo að aftur sé vikið að áður- nefndum umræðuþætti þá skal það viðurkennt að það sem sagt var um að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að vasast í fyrirtækjarestri má th sanns vegar færa. Sérstak- lega á þetta við um fyrirtæki sem kölluð eru B-hluta stofnanir, þ.e. fyrirtæki sem eru með sjálfstæðan rekstur og með eigið tekjuöflun- arfé. í þessum fyrirtækjum ef vel gegn- ur, eiga stjómmálamenn ekki að vera með afskiptasemi - þar eiga forstjórarnir að ráða ferðinni. Þeir éru með þekkinguna varðandi reksturinn og ef þeir hafa sýnt í verki að fyrirtækin ganga vel, þá eiga stjórnmálamenn - nánar ráð- herrar - ekki að skipta sér af shkum rekstri. Ef upp kemur sú staða að ríkið eigi að losa sig við rekstur þessara B-hluta fyrirtækja á það að fara fram án mikillar aug- lýsingamennsku að nú eigi að selja. Hér kemur ýmislegt til. Það er t.a. m. afskaplega óþæghegt að starfa í fyrirtæki sem sett er á söluskrá hjá ríkinu ef framkvæmdin varðandi söluna tekur t.d. áratug. Slík fram- kvæmd varðandi sölu á fyritæki hefur miklar þrengingar í för með sér - bæði- hvað varðar starfsfólk og viðskiptavini. Slík umfiöllun í langan tima er nánast skemmdar- starfsemi á sérhverju fyrirtæki. Óöryggi starfsfólks Starfsfólk verður óöruggt og mik- il vinna er lögð í það að sannfæra viðskiptavini um það að sala muni nú ekki fara fram alveg á næst- unni. Allir þeir erfiðleikar sem upp koma í þessu sambandi eru sprottnir af vanhugsuðum aðgerð- um stjórnmálamanna. Og þetta ber að varast. Stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því að þegar þeir eru að tala um sölu á fyrirtækj- um þá er starfandi innan vébanda þeirra fólk. Þetta fólk á t.a.m. að fá að vita fyrst af öllum ef breytingar á högum þess eru frmundan. Það eru dæmi þess að ekkert sé talað við starfsfólkið og það nánast lesi það í dagblöðunum hver framvinda mála er. Hér er um tilhtsleysi að ræða sem ekki á að eiga sér stað. Við svona aðstæður, óöryggis og upplausnar, hefur starfsfólk í ríkis- reknum fyrirtækjum mátt búa í langan tíma. Karvel Pálmason „Allir þeir erfiðleikar sem upp koma í þessu sambandi eru sprottnir af van- hugsuðum aðgerðum stjórnmála- manna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.