Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988.
Meiming
Stríð og siðferði
Hannu Takala og Henrik Tham (ritstj.).
Universitetsforlaget, Oslo 1987.
Tvær meginkenningar eru til um
siðferðislegar afleiðingar stríðs.
Annars vegar að stríð auki sið-
ferðisstyrk þjóðanna, sem stríðið
heyja, og hins vegar að stríð brjóti
niður siðferðisþrek almennings. í
fyrra tilfellinu stendur einhuga
þjóð saman gegn óvininum og
stríöið dregur úr spillingu og glæp-
um innanlands. í seinna tilfellinu
veldur stríð upplausn, gildum sið-
um er varpað fyrir róða og laus-
læti, þjófnaður og ólöglegt brask
eykst.
í bók, sem kom út síðastliðið
haust, er íjallað um áhrif seinni
heimsstyrjaldar á afbrot og glæpi á
Norðurlöndum, að íslandi undan-
teknu. Bókin heitir Krig og moral
og er safn ritgerða eftir norræna
félagsvisindamenn og sagnfræð-
inga.
Undir 15 sjálfstæðum titlum er
reynt að varpa ljósi á breytingar
sem urðu á afbrotum og aíbrota-
tíðni í Danmörku, Noregi, Svíþjóö
og Finnlandi á stríðsárunum 1939
til 1945.
Ólík örlög
Þjóðirnar fjórar fengu ólíka
reynslu af stríðinu. Danmörk og
Noregur voru hernumin af Þjóð-
verjum vorið 1940 en sluppu tiltölu-
lega vel frá stríðinu, sérstaklega
Danmörk. Svíþjóð hélt hlutleysi
sínu út stríöið og Svíar kynntust
hörmungum þess aðeins af af-
spurn. Verst úti varð Finnland og
finnska þjóðin. Vetrarstríðið við
Sovétríkin hófst í nóvember 1939
og varði í rúmlega þrjá mánuði, eða
þar til vopnahlé komst á. Sumarið
1941 byrjuðu átök að nýju og í tæp-
lega fjögur ár geisaði stríð í Finnl-
andi. 85.000 Finnar létu lífið meðan
á stríðinu stóð. Til samanburðar
misstu Norðmenn 10.000 í stríðinu,
en þeir urðu næstverst úti.
Ólík örlög þessara þjóða í stríðinu
gefa tilefni til að bera saman afbrot
og breytingar á afbrotum á sama
tímabilinu. Ef aíbrotu og glæpum
ijölgar í hverju landi fyrir sig er
ástæða aö ætla að stríð hafi lík
áhrif á siðferði almennings þótt
stríðið sjálft bitni misjafnlega á al-
menningi i hverju landi.
Stuldur eykst
Greinarnar í Krig og moral eru
hver um sig sjálfstætt framlag og
helsti veikleiki bókarinnar er sá að
samanburðurinn veröur brota-
kenndur á aíbrotum og tíðni þeirra
annars vegar og hins vegar ólíkum
pólitískum og réttarfarslegum að-
stæðum í löndunum íjórum. Þrátt
fyrir þennan ókost er hægt, á
grundvelli efnis bókarinnar, að slá
Bókmenntir
Páll Vilhjálmsson
föstu að afbrotum fjölgaði í Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnl-
andi meðan á seinni heimsstyrjöld-
inni stóð. Mest áberandi er aukning
þjófnaða. Bæði fyrir og eftir stríð
er þjófnaður áberandi minni en á
stríðsárunum.
Eins og nærri má geta skilja rit-
gerðahöfundarnir að afbrot, sem
eru hliðstæð afbrotum á friöartím-
um, og afbrot sem framin voru
gegn hernámsliði Þjóöverja í Dan-
mörku og Noregi. Stæli Norðmaður
frá Norðmanni hét það þjófnaður
eftir sem áður en stuldur frá Þjóð-
verjum var andspyrna gegn
hernámsliði. Þótt slíkur þjófnaður
sé aðskilinn stendur eftir afgerandi
aukning þjófnaða í Danmörku og
Noregi á árunum 1940-1945. Finnar
og Svíar höfðu frá engum öðrum
Norskir nasistar hylla Quisling.
að stela en sjálfum sér og gerðu það
af meiri atorku en áður. -
Spurning um túlkun
Tölur ljúga ekki en einar sér segja
þær heldur ekki neitt. Tölur þarf
að túlka og setja í samhengi og það
er einatt á þessu stigi málsins sem
ágreiningur rís meðal fræðimanna.
Við lestur ritgerðanna í Krig og
moral verður augljóst að túlkanir
á þeirri staðreynd að þjófnaður
jókst á stríðsárunum eru nánast
jafnmargar og höfundarnir. Sum-
part er ástæðan sú að rannsóknir
eru skammt á veg komnar og engar
sterkar túlkunarhefðir hafa mynd-
ast og sumpart vegna þess að
höfundarnir koma úr ólíkum átt-
um og ólíkum fræðigreinum.
Þó er samnefnara að finna. Allir
höfundarnir utan einn eru fæddir
um eða eftir stríðið og þekkja það
því ekki af eigin raun. Þessi kyn-
slóð fræðimanna lítur stríðið
öðrum augum en fræðimenn sem
kynntust stríðinu af eigin reynslu.
Hinir yngri draga oft úr þeirri
svart-hvítu mynd sem dregin var
upp af stríðsárunum af mönnum
sem sjálflr tóku þátt í atburðunum.
Svíinn Henrik Tham, sem er ann-
ar ritstjóra bókarinnar, hæðist að
viðteknum skoðunum um að Svíar
hafi stáðið saman sem einn maöur
á meðan á stríðinu stóð. Síðastliðin
50 ár hefur aíbrotatíðnin í Svíþjóð
ekki stigið jafnhratt og á stríðsár-
unum, segir Tham.
Risto Jaakkola gagnrýnir rann-
sóknir og niðurstöður eins fremsta
sérfræðings Finna á sviði afbrota-
rannsókna, Veli Vrekko. Jaakkola
segir Vrekko blindaðan af fordómum
og líti þess vegna fram hjá samfélags-
upplausninni á stríðsárunum sem
skýringu á auknum afbrotum.
Daninn Karl O. Christiansen er
langelstur höfunda, fæddur 1906,
og nú látinn. Hann skýrir afbrota-
ölduna í Danmörku sem hluta af
andstöðunni við hemámslið Þjóð-
verja. Túlkun Norðmannsins Pers
Madsen fylgir sömu línu og Christ-
iansens: Með því að stela og braska
á svaría markaðnum sýndu Norð-
menn andúð sína á Þjóðverjum og
leppstjórn þeirra.
Bókin Krig og moral er athyglis-
verð af þeirri ástæðu að hún sýnir
hvernig fræðimenn reyna að mæla
siðferði samfélaga út frá afbrotum
og tíðni þeirra. Áhrif styrjalda á
samfélag manna eru margvísleg og
oft mótsagnakennd.
Það er ekki hægt að ljúka um-
fjölluninni án þess að harma hvað
íslendingar eru skammt á veg
komnir í rannsóknum á áhrifum
seinni heimsstyrjaldarinnar á siði
og hætti landsmanna. Ástæðan er
kannski sú að styrjöldín og eftir-
leikur hennar eru enn of áþreifan-
leg til að hægt sé að rannsaka
þennan þátt sögunnar.
Á milli draums og vöku
Þrátt fyrir ýmisleg hliðarstökk í
myndlistinni, hefur Eyjólfur Ein-
ársson aldrei sagt alveg skilið við
veruleika hlutanna. Svokölluð af-
straktverk listamannsins, sem
hann hóf að gera fyrir meir en
tveimur áratugum, voru kannski
fyrst og fremst straumlínulagaðar
nærmyndir af áþreifanlegum fyrir-
bærum í náttúrunni eða borgarlíf-
inu, eins konar raunsæi í
Septemberstíl.
Það virðist eiga betur við Eyjólf
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
að lesa hlutveruleikann ofan í kjöl- inn, draga fram í dagsljósiö þver- stæður og fjarstæður hins
(ífflll
Mars- heftið komið út
hvunndagslega, en að skapa sér
eigin myndveröld, utan endimarka
hins þekkjanlega.
Þettá kom glöggt fram á sýningu
þeirri sem listamaðurinn hélt í
Listmunahúsinu fyrir nokkrum
árum þar sem alls kyns þekkjanleg
en sérkennileg fyrirbæri spruttu
undan hinum óhlutbundnu megin-
gjörðum myndanna, eins og upp
úr hyldýpi undirvitundar.
Enda varð sumum á orði að andi
súrrealismans svifi þarna yfir
vötnunum.
Þokkafullt samspil
Sýning Eyjólfs í FÍM-salnum við
Garðastræti er eðlilegt framhald á
pælingunum i Listmunahúsinu.
í nýjum (1986-88) málverkum
hans erum við stödd einhvers stað-
ar mitt á milli draums og vöku.
Eyjólfur er samur við sig í vendi-
legri uppbyggingu verka, þokka-
fullu samspili stórra flata og
smágerðari þátta og ekki hefur
hann heldur gloprað niður hæfi-
leikanum til að búa til tvígild
og/eða margræð mótíf.
Nökkvinn er eins konar leiðarstef
þessarar sýningar, steinrunninn og
samgróinn bakgrunni sínum, eða
fisléttur og flögrandi yfir vötnun-
um eða þá að hann brotnar niður
í frumeiningar sínar; verður þá
eins og afstrakt skúlptúr í kons-
trúktífum stíl.
Áhorfandinn verður að hafa sig
allan við að fylgja eftir siglingu
nökkvans um myndveröld Eyjólfs.
Uppspretta Ijóss
I öðrum myndum hans er svipað
uppi á tengingnum; fínlega sam-
stilltum litflötum er teflt gegn
einhverju áþreifanlegu úr „veru-
leikanum"; togstreitan þeirra á
milli skapar svo nauðsynlega
spennu.
Mér finnst sem Eyjólfur hemji sig
stundum um of í málverkum sín-
um, bæli niður ágæta hæfileika til
bjartra lita. Þeir hæfileikar fá hins
vegar að njóta sín í vatnslitamynd-
unum á neðri hæð sýningarstaðar-
ins,en margar þeirra eru mikil
uppspretta ljóss.
A sýningu Eyjólfs eru 25 verk en
henni lýkur þann 13. mars nk.
-ai
Eyjólfur Einarsson ásamt einu málverka sinna.