Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Side 37
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 37 Hattar sumarsins verða hressandi tilbreyting frá vetrartískunni, þeir verða iitríkir og sumarlegir. eingöngu bundið við litla hatta. Stærri hattar eru einnig með slöri og þá oft einnig með slaufu að aftan eða á hliö. Hæðin á kollunum er minni á vor- og sumarhöttunum en verið hefur. Hattarnir falla þétt að og eru þá meiri á breiddina en hæðina. Börðin eru alla vega, stór, lítil, eða engin. Nú fer sumar í hönd og því tilvalið að draga hattana aftur fram í dags- ljósið. -StB Þessi hattur er dæmigerður fyrir vor- og sumartískuna í kvenhöttum, barða- stór, litrikur og rómantískur. DV-myndir KAE kvæmari þó að þeir minnkuðu ekki mikið að ummáli. Fínni hattar voru sem fyrr stórir og fyrirferðamiklir en urðu jafnframt léttari og þægi- legri að bera. Þegar konur fengu kosningarétt breyttist kventískan töluvert og kon- ur hættu að ganga í þröngum og óþægilegum fatnaði. Þær klipptu hár Tískan sitt og báru hatta sem féllu þétt að höfðinu. Þessum höttum var oft tyllt á höfuðið og þeir látnir halla til ann- arrar hliðarinnar. Ummál hattanna minnkar Fyrri heimstyrjöldin breytti tísku, og þá sérstaklega kvennatískunni, töluvert. Hún varð frjálslegri og þægilegri. Þessi breyting kom af Ulri nauðsyn. Sá fjöldi kvenna sem vann að stríðsrekstrinum þarfnaðist þægi- legs fatnaöar við vinnu í verksmiðj- um en fatnaðurinn varð samt sem áöur að vera tískufatnaður. Hattatískan breyttist einnig tölu- vert þegar lýðum varð það loks ljóst að stríð væri óhjákvæmilegt. Stutt hár komst í tísku og hattar minnk- uðu að ummáli. Litlir hattar sem sátu þétt á höföinu, oft á tíðum eigin- lega alvég ofan í augu, uröu eftirsótt- ir tískuhattar. Fjórði áratugurinn var tími upp- sveiflu og skemmtana, Hattar þessa tíma voru af öllum stærðum og gerð- um en ílestir voru þeir þó með lægri koll og stærri börð en áður tíðkaðist. Það var einnig á þessum tíma sem hallandi hattar komust í tísku. Hatt- arnir voru látnir hallast út í annan vangann og huldu oft alveg annað eyrað. Sem fyrr var óhugsandi fyrir konur af öllum stéttum að láta sjá sig opinberlega án höfuðfats. Hagkvæmnin í fyrirrúmi Seinni heimsstyrjöldin breytti enn á ný tísku kvenna því konur létu mikið til sín taka viö undirbúning stríðsins. Hattar á þessum tíma urðu fyrst og fremst að vera hagkvæmir og þægilegir því það varð að vera hægt aö bera þá til vinnu. Alpahúf- ur, sem voru einkenni margra andspyrnuhreyfinga, komust í tísku og mátti sjá margar konur með alpa- húfur áður en stríðið skall á. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar komust slæður einnig f tísku sem höfuðfat. Eftir stríð komust kvenhattar aftur í tísku. Dior reiö á vaöið og hannaði hatta til fjöldaframleiðslu. En það var ekki fyrr en Balanciaga hannaöi litla, baröalausa hatta með flötum toppi að þeir urðu loks vinsælir á ný. Þegar konur hlutu kosningarétt breyttist hattatískan töluvert. Þess- ir hattar eru siðan 1918 og sýna að konum hefur aukist sjálfstæði í klæðaburði. LífsstHL Salóme Þorkelsdóttir er þekkt fyrir margt annað en Hatturinn setur óneitanlega sinn svip á útlitið. Hér er störf sin á Alþingi. Hér er hún ásamt hattaúrvali sínu Salóme með einn af sínum uppáhaldshöttum. en Salóme er ein þeirra kvenna sem ganga oft á tíðum með hatt. DV-myndir GVA • Salóme og hattamir: Punkturinn al Salóme Þorkelsdóttir alþingismað- ur er löngu landsþekkt fyrir hattana sína. DV sótti Salóme heim um dag- inn og ræddi við hana um hatta. „Ætli ég hafi ekki verið sextán ára gömul þegar ég byijaði að ganga með hatt,“ sagði Salóme. „Á þeim tímum var algengt að konur gengju með höfuðfat og margar létu ekki sjá sig opinberlega án hatts. Núorðið nota ég hatta aöallega við sérstök tæki- færi, við móttökur og í veislum. Hattur setur fallegan heildarsvip á kjóla og drágtir, og það er viss „ele- gans“ yfir konu með hatt. Hattar eru tískufyrirbrigði og á tímabili gekk enginn með hatt. Hár- tískan hefur líklega haft eitthvað um það að segja, en þá var uppsett hár mikið í tísku. En um leið og konur fóru aftur að ganga með hatt greip ég tækifærið og hef gengið með hatt siðan." Salóme sagði einnig að aldursskipt- ing væri töluverð hérlendis á notkun hatta. Eldri konur nota hatta yfirleitt meira en þær yngri og sumar fara aldrei út úr húsi berhöfðaðar. En það hefur aukist mikiö sl. ár að konur hérlendis, á öllum aldri, gangi með hatt. „Ég held mikið upp á hatta,“ sagði Salóme, „og fmnst gaman að vera með hatt við sérstök tækifæri. Á ís- landi er ekki þægilegt aö vera með hatt dagsdaglega því við ferðumst svo mikið í bílum. En ef maður á fallegan hatt, til að nota við sérstök tækifæri, er tilvalið fyrir konur á öllum aldri að vera með hatt. Þaö skiptir miklu máli að hatturinn passi við klæðnaðinn. Það er ekki nóg að fá sér hatt og skella honum á kollinn. Sérhver hattur er hannaður þannig að hann á að sitja á ákveðinn hátt á höfðinu. En ég held að allir geti fengið hatt við sitt hæfi með því aðleita. í dag er áberandi hvað börðin á höttum eru miklu stærri en verið hefur sem mér finnst ánægjulegt. Ég er persónulega hrifnari af barða- meiri höttum þótt þeir séu ekki hentugir fyrir okkar veðráttu. íslenskar konur mættu nota hatta meira, sérstaklega við hátíðleg tæki- færi,“ sagði Salóme Þorkelsdóttir að lokum. „Það eru til fallegir vetrar- hattar sem hægt er að nota daglega þrátt fyrir íslenska veðráttu." -StB Pípuhattar þóttu ómissandi fyrir nokkrum áratugum, en eru nú næstum því ófáanlegir. Berhöföaðar konur á almannafæri Það var svo ekki fyrr en undir lok íimmta áratugarins að konum leyfð- ist að vera berhöfðaðar opinberlega. Um 1950 duttu hattar að mestu úr tísku, mikiö til vegna þess að hártísk- an breyttist töluvert. Háar og miklar viðhafnargreiðslur þessa tíma gerðu konum ekki kleift að bera hatta og því gengu þær berhöfðaðar. Um miðjan sjöunda áratuginn reyndu hattaframleiðendur að koma hattinum í tísku á ný en í þetta sinn voru hattarnir annaðhvort í kúreka- stíl, stórir og barðamiklir, eöa með karlmannlegu sniði. Síðustu tvo ára- tugi hafa vinsældir kvenhatta risið og hnigið. Fyrir örfáum árum og fram á síðasta vetur var t.d. í tisku að ganga með svarta barðamikla hatta og var erfiöleikum bundið að fá hatt í öðrum lit en svörtum. í vor og sumar er höttum spáð vax- andi vinsældum og þá í öðrum litum en svörtu. Sniðin á kvenhöttunum verða mjög svipuð og verið hefur, reyndar er allt leyfilegt í tískunni í sumar og á það einnig við um hatta. -StB Hattur og slæða setja punktinn yfir i-ið að áliti Salóme Þorkelsdóttur þingismanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.