Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. ■
11
UÚönd
Ottast er aö níu
ist og um tvö þúsund hafa oröiö
aö yfirgefa heimili sín í Hamilton
á Nýja-Sjálandi eftir aö fellibylur-
inn Bola gekk yfir þar.
Mikil fióðbylgja fylgdi í kjölfar
fellibylsins og eru stór svæði nú
undir vatnL
Tuttugu og sex ára gamall
breskur sjóliöi afflugmóöurskip-
inu HMS Ark Royal lést í gær
eftir hörð átök viö heimamenn í
krá einni í Hamborg í Vestiu--
Þýskalandi.
Að sögn talsmanna lögregluxm-
ar í Hamborg hefur undanfama
mánuði færst mjög í vöxt að til
átaka dragi milli heimamanna og
útlendinga á krám og veitinga-
stöðum.
Likiðdæmt
ítalskur dómari dæmdi í gær
mann nokkurn til sjö ára fangels-
isvistar fyrir afbrot sem hann er
talinn hafa framið sem starfs-
maður ítölsku mafíunnar.
Dómur þessi væri í sjálfu sér
ekki í frásögur færandi nema fyr-
ir þaö aö hinn dæmdi lét lífið árið
1982, aö því er talið er, og því var
þaö lík hans sem hlaut dóm í gær.
Ekki er vitað hvar líkið er niður
komið svo erfitt gæti reynst að
ná fram afplánun dómsins.
í gær hófust jafnframt við ann-
an ítalskan dómstól réttarhöld
yfir þeim tveim mönnum sem
taldir eru hafa myrt hinn dæmda
fyrir sex árum.
Kanslari látinn
Georg Kiesinger, fyrrum kansl-
ari Vestur-Þýskalands, lést í gær
af völdum hjartaáfalls, áttatíu og
þriggja ára aö aldri.
Kiesinger var þriðji kanslari
Vestur-Þýskalands og sat í emb-
ætti í þrju ár, þaö er árin 1966 til
1969.
Beinin heim
Jarðneskar leifar sautján
bandarískra hermanna, sem létu
lífið í styijöldinni árið 1814, verða
innan tíðar fluttar heim til
Bandaríkjanna frá Kanada og
greftraðar meö viðhöfn.
Taliö er aö hermennirnir hafi
falliö í bardaganum um Snáka-
hæö árið 1814, þegar breskir
hermenn réðust á virki Ameríku-
manna, Fort Erie, skammt frá
Niagarafossum.
Níutaldiraf
Landnemarnir
vegna ummæla
reiðir
Rabins
Varnarmálaráðherra ísraels, Yitz-
hak Rabin, hefur vakið mikla reiði
með því að segja aö ísraelska hernum
myndi takast aö bæla niður óeiröir
á herteknu svæðunum ef þar væru
ekki ísraelskir landnemar.
Leiðtogar ísraelsku landnemanna
brugðust reiðir við og töldu þessi
ummæli ráðherrans, sem hann lét
falla í sjónvarpsviðtali, ekki mikla
hvatningu.
Margir landnemanna hafa flutt til
Vesturbakkans sem tekinn var af
Jórdaníu árið 1967 til þess að endur-
reisa Júdeu og Samaríu. Aðrir hafa
flutt þangað þar sem húsnæðið er
ódýrt. ísraelsk yfirvöld hafa mælt
með flutningi til herteknu svæðanna,
meöal annars af öryggisástæðum, en
innan núverandi stjómar er ágrein-
ingur um hvort láta eigi svæöin af
hendi til þess að friður komist á.
Rabin gagnrýndi landnémana í
Ariel á Vesturbakkanum fyrir að
hafa átt í átökum við Palestínumenn
í þorpinu Haris á þriöjudagskvöld.
Landnemamir komu upp vegatálm-
um á þjóðvegi, ráku tvo arabíska
ökumenn úr bílum sínum og kveiktu
í farartækjunum. Landnemamir
kváðust hafa gert það í hefndarskyni
vegnaþriggja ára drengs sem meidd-
ist er bill fjölskyldu hans var grýttur
á leið framhjá þorpi araba.
Rabin vamarmálaráðherra, sem
ásakaður hefur verið fyrir að vera
hliðhollur barsmíðum sem lið í aö
bæla niður óeiröimar á herteknu
svæðunum, sagði í sjónvarpsviötal-
inu í gær að hann undraðist hina
alþjóðlegu gagnrýni þar sem herinn
heföi alveg eins getað notaö byssu-
kúlur í staðinn.
Tveir Palestínumenn féllu í átök-
um við ísraelska hermenn í gær og
hafa nú að minnsta kosti níutíu fallið
fyrir hendi ísraelsku hermannanna
frá því að róstumar hófust fyrir
þremur mánuðum.
Ættingjar syrgja átján ára gamlan Palestínumann sem féll fyrir byssukúlum
um I gær.
israelskra hermanna á Vesturbakkan-
Símamynd Reuter
Kemp
Bandaríski þingmaðurinn Jack
Kemþ hefur boðað til fréttamanna-
fundar síðdegis í dag og er fastlega
búist við að hann tilkynni þar að
hann hætti nú keppni sinni að því
að verða útnefndur forsetaefni repú-
blikana í komandi forsetakosning-
um. Kemp hefur gengið mjög illa í
forkosningum til þessa og hefur hvað
eftir annað orðið neðstur repúblik-
ananna sem keppa að útnefningu.
Hann mun nú telja algerlega von-
laust að hann hljóti útnefningu, en
talið er að hann muni reyna að fá
George Bush varaforseta til þess að
tilnefna sig varaforsetaefni, hljóti
Bush útnefningu sem forsetaefni.
Kemp er þriðji repúblikaninn sem
gefst upp í keppninni um útnefningu.
hættir
Alexander Haig', fyrrum herforingi
og utanríkisráðherra, hætti þátttöku
skömmu fyrir forkosningarnar í
New Hampshire og lýsti yfir stuðn-
ingi við Robert Dole. Um svipað leyti
hætti Pierre du Pont, fyrrum fylkis-
stjóri Delaware, einnig þátttöku
sinni.
Ekki var ljóst í morgun hvort Kemp
myndi lýsa yfir stuðningi við ein-
hvern annan frambjóðanda, en
margir töldu líklegt að hann myndi
ganga í lið með George Bush varafor-
seta. Ólíklegt er þó tahð að varafor-
setanum verði mikill stuðningur í
slíkum yfirlýsirigum.
Sumir stjórnmálaskýrendur telja
að Kemp vilji fá Bush til að útnefna
sig sem varaforsetaefni.
Jack Kemp hefur nú misst alla von um útnefningu sem forsetaefni repúblik-
ana en vonast i staðinn eftir útnefningu sem varaforsetaefni.
Simamynd Reuter
eyi' i l. "i* v ^e9na íslenskunnar. Verslunin ALTMULIGT hefur
Einsog jjOlfttlluOu breyst i ALLT MÖGULEGT en er áfram verslun
með hitt og þetta hinum megin við Hlemm.
)(i
ALLT MOGULEGT, Laugavegi 134, hinum megin við Hlemm, s. 624050
10-50% AFSLATTUR
Lægsta veró i lieimi ef miðaó er
vió Islanri.
CASIO: Reiknivélar frá kr. 350,-
Skólareiknivélar frá kr. 940,-
Hljómborð kr. 1.790,- Sértilboð
MT-20S
Aöur 12.275 Nú kr. 10.000,-
HITTOGÞETTA Barnapassarar frá kr. 690,-
Kalltæki frá kr. 690,-
Simar frá kr. 900,-
Simanúmeraveljari.... frá kr. 1.400,-
Hljóðnemar kr. 50,- 170,-
Heyrnartól frá kr.
Hátalarar frá kr. 200,-
Morse lykill 590,-
AVO mælar kr. 830,-
Logicmælir 930,-
Lóðboltar frá kr. 300,-
Kassettur frá kr. 50,-
Kasettustatif frá kr. 200,-
Gjallarhorn kr. 9.000,-
Verktærasett kr. 900,-
SENDUM í PÓSTKRÖFU.
Ath. Eva er byrjuð að vinna hjá
okkur