Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. Sandkom Táknræn Sandkom hefurþaöfyrir sattaðþegar forstjóriSara- bandsins, . GuöjónB.Ól- afsson.komtil landsinsum daginneftirallt fjaðrafokiö vegnabrott- rekstraog launauppljóstr- anirhaflDavið Oddssonboöið hann velkom- inntillandsins meðtáknrænni gjöf. Hann sendi Guðjóni bók eftir ungan og ethilegan nthöflind, Einar Kárason. Þetta var bókin:, ,Þetta eru asnar, Guðjón!" Alveg sammála! Stúdenta- ráðskosningar stóndanúfyrir dynimíHá- skóiaíslands. Þarleiðasam- anhestasína Viikumennog Röskva.sem er kosninga- bandalag Vinstri manmi ogUmbóta- sinna. Nýlega. sendu Röskvumenn frá sér stefnu- skrá sína og gripu Vökumenn hana glóðvolga með tilhlökkunarglampa í augunum, bíðandi eftir því að geta hakkað málgagnið í sig. En svo brá við aö Vökumennimir höfðu nánast ekkert við stefnuskrána að athuga. Vökustaurarair sátu bara og kink- uðu kolii meðan þeir lásu boðskap- inn. Þeir vilja reyndar halda þvi fram að stefnuskráin sé s vo almennt orðuð að allir stúdentar hljóti að geta verið sammála henni í grundvallaratrið- um, markmiðin séu þau somu hjá öllum, þaö sé bara deilt um aöferðir. Reyndar hnutu Vökusteuramir um kafla þar sem hvatt var til þjóðmála- ogutanríkismálaumræöu í Stúdenta- ráði, en Vökumenn vilja halda allri slíkri umraeðu utan stúdentapólitík- urinnar. Öxarvið... Þennanfeng- umviðaðláni úrÞingmúla, blaðisjálfstóeð- ísmannaa Fljótsdalshér- aði. Neraandi einnísjöunda bekkvaríís- lenskuprófi. Hannáttimeð- alannarsað skrifauppljóð- ið„Öxarvið ána". Eitthvað hefurþetta vafist fyrir nemandanum en útkoman varð þessi:. Öxarviðána árdagsfljóma upprísiþjóðverjar austurísveit! « - UrJ Veturinnhef- urveriðhöfuð- borgarbúumog raunarflcstum landsmönnum miidur.FYam ■ vfiráramót sást varlasnjó- korn eniieldur tókuvcðurguð- imirvöldin uppfráþví.Um helginatóksvo viðasahláka sera fékk marga höfúðborgarbúa til að halda að vorið væri komið. En svo byrjaöi að snjóa og margir fóru um leið aö kvarta. Undirritaður var einn þeirra, en á leið sinni tii vinnu í gær- morgun, í fallegu veöri og sól, þó svo allt væri hvftt um kring, heyröi hann í skógarþresti sem söng ástarsöngva til elskunnar sinnar. Þá varð hann sannfærður um að vorið væri, ettir allt saman, á næsta ieiti. Sljóminál______________________________________________________pv ástand efnahagsmála? Mikið óvissuástand ríkir nú f isstjórnin og fulltrúar atvinnurek- draga úr þenslu. Eigi aö sföur er málaflokkanna sem sæti eiga á þjóölífinu f kjöltar þess aö fyrir enda hafi lýst því yfir aö upp á rætt um afit að 10 milljarða kr. við- þingi og spurði þá um hvaö frara- hggur aö kjarasamningar hafa ve- hærritölurverðiekkisaraiö.Geng- skiptahalla sem kærai ofan á 7 undan væri. riö feUdir víðast hvar. Hefja verður iö hefur verið feUt um 6% auk mUljarða halla á sfðasta ári. -SMJ samningagerðuppánýttþóaðrík- annarra ráöstafana sem eiga að DV leitaöi til fuUtrúa stjóm- Hvað segja þingmenn Málmfríður Sigurðardóttir. Málmfríður Sigurðardóttir: Þeir strita við að silja „Viö höfum miklar áhyggjur af þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu," sagði Málmfríður Sigurðardóttir, þingmaður Kvennalistans. „Það er verið aö fella kjarasamninga um aUt land og enginn veit hvað tekur við þá. Það er ljóst að kjarasamningarnir eru felldir af því aö þeir duga ekki tíl að tryggja framfærslu. Þá eykst launabiUð sífeUt sem er siðlaust með öUu. Þegar stjórnvöld tala um að ekki sé meira tU skiptanna er það einfald- lega ekki rétt. Við í Kvennalistanum erum á því að skattheimtan geti ver- ið öðruvísi, t.d. með hátekjuskatt. Þeir sem eru með 2 miUjónir kr. eða meira gætu verið skattlagðir sérstak- lega.“ Málmfríður sagði að ljóst væri að ráðstafanir ríkisstjómarinnar hefðu komið of seint og með þeim væri helst verið að draga aðrar ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar til baka. Hún sagði aö landsbyggðin hefði farið Ula út úr ráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar, sérstaklega vegna skerðingar á jöfnunarsjóði. Þá væri vaxtastefna ríkisstjórnarinnar að sliga fólk úti á landi. En hvað skyldi Málmfríður segja um lífsmöguleika ríkisstjórnar- innar? „Mín persónulega skoðun er sú að stjómin muni strita við að sitja hvað hún getur. Ég tel að hún tapi óskap- lega ef hún fer frá núna og því þora þeir ekki að hætta.“ -SMJ Friðrik Sophusson: Engin ástæða til sérstakra aðgerða nú „Það er engin ástæða fyrir ríkis- stjómina að grípa tU sérstakra aðgerða núna enda er það ekki á dagskrá,“ sagði Friðrik Sophusson iönaðarráðherra þegar hann var spurður hvað ríkisstjómin ætlaði aö gera nú þegar kjarasamningar hafa víðast veriö felldir. „í fyrsta lagi vil ég benda rækilega á þá samninga sem gerðir voru á Vestfjörðum. Ég hvet þá sem hafa verið að fella samningana að undanf- ömu til aö kynna sér samninga á Vestfjörðum því aö þeir hafa skilað aukinni framleiðslu og hærra kaupi. Ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að hafa afskipti af kjarasamningum. Þeir sem hins vegar standa að þeim hljóta að hafa í hyggju að taka að nýju upp samningaviðræður." Friðrik sagðist ekki sjá að forsend- ur efnahagsráðstafana ríkisstjórnar- innar væru brostnar þó að kjarasamningarnir helðu verið feUd- ir. Þá tók hann fram að þeir sem væru að fella samningana væru ekki að hugsa um hag þeirra lægst laun- uðu því aö samningar væru fyrst og fremst feUdir vegna starfsaldurs- hækkana. Friðrik benti á að í okkar sveiflu- kennda þjóðfélagi hefði ætíð gengið illa að gera kjarasamninga í kjölfar niðursveiflu eftir góðæri. Það væri ljóst að semja þyrfti upp á kjara- rýrnun enda væri ekki hægt að vemda kaupmáttinn. Þegar það hefði verið reynt hefði farið af stað sam- spU launahækkana og gengisfellinga er hleypti af stað óðaverðbólgu sem kæmi þeim verst sem lakast væru settir. -SMJ Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra. Ólafur Ragnar Grimsson: Upplausn ríkir á öllum sviðum „Þaö er alveg ljóst aö hvorki ríkis- stjórnin né þeir sem unnu að gerð kjarasamninga, sem nú er verið að fella í flestum félögum, hafa gert sér grein fyrir því hvað er að gerast hjá fólki í landinu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubanda- lagsins þegar hann var spuröur um það ástand sem nú blasir við í efna- hags- og kjaramálum. „Út um allt land er sterk undiralda réttlátrar reiði vegna misréttis í landinu. Vaxandi launamismunur og veruleg verðbólga, sem fer hækkandi þrátt fyrir að kjörum láglaunafólks hafi verið haldið niðri, stuðla enn frekar að þessari reiöi. Ólafur sagðist hafa, á undanfórn- um tveim mánuðum, heimsótt vinnustaði og haldið fundi úti á landsbyggðinni, og þeir sem gæfu sér tíma tO að ræða við þetta fólk þyrftu ekki að undrást aö samningar eru nú felldir. Ólafur sagöi aö þeir ráð- herrar sem heíðu staðið að efna- hagsráðstöfunum ríkisstjómarinnar væru greiniléga búnir að missa tengsl viö fólk í landinu. „Enda standa þeir nú uppi án nokkurrar raunverulegrar stefnu 1 efnahags- málum. Ríkisstjórnin segist aftur vera búin að taka upp fastgengisstefnu á meðan alhr vita að ný gengisfelling er yfir- vofandi. Ríkisstjórnin segir að aðalmarkmið sitt hafi verið lækkun verðbólgu en nýjustu tölur sína að Ólafur Ragnar Grímsson. ísland er í 10. sæti meðal þjóða heimsins hvað verðbólgu snertir og á ný í flokki með þjóðum S-Ameríku. Ríkisstjórnin sagðist ætla að minnka erlendar skuldir en á síðasta ári voru teknar 47 milljónir kr. á dag í erlendum lánum og á þessu ári á að fjármagna 10 milljarða viðskipta- halla með erlendum lánum. Þegar litið er yfir þetta allt saman er ljóst að hér ríkir upplausn á öllum sviðum - bæði í launamálum og efna- hagsmálum og má þá ekki gleyma hinni pólitísku upplausn sem birtist í ríkisstjórninni á hverjum degi. Ég hef því enga trú á því að þessi ríkis- stjórn nái að greiða úr efnahagsmál- um þjóðarinnar né ná þeirri tiltrú launafólks sem nauðsynleg er.“ -SMJ Halldór Ásgrímsson: Skera frekar eriendar lántökur „Það er að sjálfsögðu mikil óvissa framundan nú þegar búið er að fella kjarasamninga," sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráöherra. „Ástandið nú einkennist af miklum viðskiptahalla. Frekari lækkun á okkar afurðum hefur þýtt minni tekjur þjóðarbúsins og því er um minna aö semja.“ Halldór sagði aö um leiö og glímt yrði við þennan mikla viðskiptahalla yrði að finna leið til að jafna tekjum á milli launþega. Slikt ástand sem nú ríkti gæti ekki annað en oröið til þess aö skerðing yröi á einkaneyslu, fjárfestingum og samneyslu. „Það var hugmynd aðila vinnu- markdðarins að launahækkun yrði hjá þeim sem minna heföu. Sá andi virðist hins vegar vera ríkjandi að þeir sem meira hafi sætti sig ekki við það. Það gengur einfaldlega ekki upp að launahækkun komi jafnt til allra. Halldór Ásgrímsson. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun því hætt er við aö nú taki við verkföll sem er öllum til tjóns.“ Aðspurður um viðskiptahallann, sem stefnir í að vera 17 mUljarðar í árslok ef miðað er við tímann frá því er ríkisstjórnin tók tU starfa, sagði HaUdór að hann yrði ekki jafnaður í einu vetfangi. Þaö væri þó ljóst að grípa þyrfti til almennra ráðstafana en HaUdór vUdi ekki viðurkenna að innflutningstakmarkanir væru þar á meðal. „Ýmislegt hefur farið úrskeiðis á peningamarkaðnum og er verið að vinna aö hugmyndum um úrbætur þar. Þá hefur ekki verið skorið nægi- lega niður hvað erlendar lántökur varðar. Um stöðu samningamála núna er það að segja að ríkisstjórnin hefur tekið afstöðu til þeirra samninga sem gerðir hafa verið og taliö þá skyn- samlega. Hvað sem gerist nú í samningum er mest um vert að það náist launajöfnuður." -SMJ Jóhann A. Jónsson. Jóhann A. Jónsson: Fiskvinnslan enn með tapi „Það sem liggur fyrir í dag er að fólk sættir sig ekki við þá samninga sem síöustu samningaviðræður leiddu af sér,“ sagði Jóhann A. Jóns- son sem situr á þingi sem varamaður Stefáns Valgeirssonar. Jóhann sagði að þaö væri greinilegt að fólk í fisk- vinnslugreinum horföi á hækkanir alls staðar í þjóðfélaginu og sætti sig einfaldlega ekki við lakari lífskjör en aðrir sem eru ekki háðir þessum kjarasamningum. Sagði Jóhann að þetta væri höfnun á þeim vinnu- brögðum sem gilt hafa við samnings- gerðina. „Gengisfellingin, sem gerð var, dugöi ekki til aö laga stööu fisk- vinnslunnar. Hún er rekin með 3-5% tapi ennþá. Fiskverö er ennþá spurn- ingarmerki og þegar við bætist sú staöreynd að fólk sættir sig ekki við niðurstöður kjarasamninga þá er ljóst að þetta kemur allt aftur til fisk- vinnslunnar. Fiskvinnslan er eins og aðrar atvinnugreinar - hún verður að fá tekjur á móti gjöldum.“ Jóhann bætti því viö að viðskiptahallinn núna væri bara mælikvarði á gengið og því mætti vera ljóst að það væri enn of hátt Jóhann sagði að það væri fyrirsjá- anlegt að framtíö stjórnarinnar ylti á því hvernig hún tæki á hlutunum nú. Auðvitaö sækist enginn eftir stjórnarkreppu en eins og hjutirnir eru reknir í dag þá sést ekki hvernig hjá því veröur komist. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.